Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 35 Bundið slitlag lagt á um 150 km í sumar Á nýsamþykktri vegaáætlun kemur fram að alls mun 411,46 milljónum króna verða varið i vega- og brúarframkvæmdir í ár. Til nýrra þjóðvejía verður varið 183 milljónum króna, brúargerð- ar tæpum 17 milljónum. Annar stærsti útgjaldaliðurinn er við- hald þjóðvega en i þann lið verður rúmum 140 milljónum króna varið. „Sem helstu verkefnin í sumar mætti nefna frágang við Borgar- fjarðarbrúna, þ.e. vegfyllingar í kring o.fl. þ.h. Framkvæmdum verður haldið áfram við brúar- kringum Höfn í Hornafirði, þ.e. á Hafnarveg og Austurlandsveg allt um 10 km,“ sagði Helgi ennfrem- ur. „Almennar framkvæmdir, svo- kallaðar, verða meira dreifðar og minni, því lítið um sérstakar stórframkvæmdir. Upp má þó telja framhald lagningu slitlags á Kjalarnesi, frá Móum að Saltvík. Unnið verður töluvert við Stykkis- hólmsveg. Á svökölluðum Hálsum við Þorskafjörð verða sérstakar framkvæmdir til þess að koma veginum upp úr snjónum á vet- urna og aurbleytunni á vorin. Helstu brúarframkvæmdir eru, auk þess sem áður er talið, að hafist verður handa við byggingu brúar á Svarfaðardalsá hjá Dalvík nú og sömuleiðis á Grímsá á Fljótsdalshéraði. Þá má einnig nefna að hafnar verða brúar- framkvæmdir við Þorskafjarðará í Þorskafirði og að síðustu mætti síðan nefna að hafnar verða fram- kvæmdir við brúarbyggingu yfir Eyjafjarðará, milli Hrafnagils og Laugalands,“ sagði Helgi að lok- um. Myndin sýnir þá vegakafla sem verða með bundnu slitlagi í haust (dökku línurnar). Punktalínurnar sýna þá vegakafla sem lagt verður á í sumar. byggingu á Héraðsvötnum," sagði Helgi Hallgrímsson, forstjóri Tæknideildar Vegagerðar ríkisins, er hann var inntur eftir helstu framkvæmdum Vegagerðarinnar í ár samkvæmt nýsamþykktri vega- aætlun. „Hafnarfjarðarvegur á milli Arnarness og Engidals verður breikkaður og gerður fjórfaldur og er ætlunin að ljúka því verki í sumar. Af öðrum sérstökum verk- efnum má telja framhald olíumal- arlagningar á Þingvallaveg að vestan. Byrjað verður á nýrri Djúptengingu um Steingríms- fjarðarheiði. Þá verður haldið áfram með vegarlagningu um Vík- urskarð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals." Helgi sagði að bundið slitlag yrði lagt hálfa leið á milli Hellu og Hvolsvallar eða um 6 km. Allan Þrengslaveg, milli Hvammsvíkur og Fossár í Hvalfirði 6 km, og auk þess á nokkra minni kafla um- hverfis Isafjörð, samtals um 7 km. „Á Norðurlandsvegi verður lagt bundið slitlag á 12 km veg í Hrútafirði og 10 km í Langadal austur af Blönduósi. Þá einnig á Ólafsfjarðarveg á milli Dalvíkur og Akureyrar. Á Norð-austur- landsvegi verður bundið 10 km langt slitlag lagt í Aðaldal og að síðustu má telja að slitlag verði lagt á Norðfjarðarveg og síðan í Þá koma hér nöfn þriggja pilta frá Ghana, sem allir eru tvítugir, en þeir hafa mikinn áhuga á að eignast íslenzka pennavini af báðum kynjum. Áhugamál þeirra eru margvísleg: George Richmond Tawiah, NN/0 42 Zongo Street, Box 176 Obuasi-Adansi, Ghana, West-Africa. John Abaidoo, c/o Robert Bimpong, P.O.Box 370, Cape Coast, Ghana. Paul Adade Teiko, c/o Mr. S. Donisho, P.&T. Corporation, Dunkwa-on-Offin, Ghana, W.Africa. Kynntu þér betur kerfiðl okkar! Video 2000, það er framtíðin Þróunin í myndsegulbanda- kerfunum síðustu árin hefur verið svo ör að erfitt hefur verið að henda reiður á framtíð hvers og eins þeirra. Við höfum t. d. beðið átekta og boðið tvö kerfi og því verið óháðir innbyrðis samkeppni þeirra. En þrátt fyrir það höfum við nú látið sannfærast af reynslu okkar, virtum sérfræðingum á þessu sviði og gagnrýnendum fagrita sem margir hverjir hafa endanlega tekið af skarið og staðfest þá trú að evrópska VIDEO 2000 kerfið sé það sem koma skal. Hið fullkomna framtíðarkerfi. í fyrsta lagi: DTF, afgerandi yfirburðir. Það sem veitir VIDEO 2000 kerfinu afgerandi yfirburði og sérstöðu er ekki síst DTF (Dynamic Track Following) og eiginleikar þess. Þetta er stórkostleg uppfinning sem tryggir gallalausa mynd og alhliða möguleika á skiptum kassetta á milli allra tækja innan VIDEO 2000 kerfisins. Þetta fullkomna rafeindastýrða stjórnunarkerfi á upptökum og afspilun þýðir það að myndhausinn fylgir sjálfkrafa upptökumerkinu á bandinu og þannig eru bestu möguleg gæði tryggð við afspilun. • í öðru lagi: Tvöföld kassetta. VIDEO 2000 kerfið er það eina sem getur boðið 2x4 stunda kassettur. 8klst.meðan aðrir bjóða í mesta lagi 3-4 klst. Þetta þýðir hvorki meira né minna en tvöfalt upptökumagn og allt að helmingi lægra verð pr. klst. Viö könnun á veröi kassetta á markaðnum í Reykjavík 20/5 1981 kom í Ijós að VIDEO 2000 kassettan kostaöi frá 61-81 kr. pr. klst. á meðan kassetturfyrirönnur kerfi voru á verðinu frá 110-148 kr. pr. klst. í þriðja lagi: Framléiðendur sannfærast. Það eru fleiri en við sem hafa látið sannfærast, því nú þegar hefur 21 framleiðandi á myndsegul- bandstækjum fylkt sér undir VIDEO 2000 kerfið, þar á meðal jöfrar eins og GRUNDIG, PHILIPS, ITT, LUXOR, B&O, SIEMENS. VIDEO 2000 Laugavegi 10 Sími: 27788 Því betur sem þú kynnir þér myndsegulbönd því hrif nari verðurðu af Grundig 2x4 plus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.