Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 33 I>r jár góðar um ástina ROGER MOORE UGO TOGNAZZl LINO VENTURA GENE WILDER Hér sjáiði aðalleikarana i myndunum fjórum. „Þrjár gúðar um ástina" Ensk, frónsk. itölsk og amerisk að þjóðerni. Leikstjórar: Edouard Molinaro, Dino Risi. Brian Forbes, og Gene Wilder. Kvikmyndataka: Claude Agost- ini, Tonino Delli Colli og Claude Lecomte. Kvikmyndin „Ást og alvara" er nokkuð óvenjuleg að því leyti að þar situr ekki einn leikstjóri við stjórnvölinn, heldur fjórir, sinn frá hverju landinu. Þannig er Edouard Molinaro frá Frakk- landi, Dino Risi er ítalskur, Brian Forbes er, eins og margir vita, enskur en eins og allir vita er Gene Wilder bandarískur. Er næsta fróðlegt að sjá þessa þekktu leikstjóra (Forbes og Wilder eru nú ekki síður þekktir sem leikarar) fjalla um sama þemað: Ástina. Mynd eitt stýrir Forbes hinn breski. Lýsir hún lífi bílstjóra nokkurs sem ekur lávarð af gamla skólanum. Notar bílstjór- inn sér aðstöðuna svo um munar. Því miður er Roger Moore valinn til að leika aðalhlutverkið i þessarri mynd. Bregst honum algerlega bogalistin og óskar maður þess að Moore haldi sig við „dýrlinginn" í framtíðinni. Raunar er mynd Forbes svo léleg að ég kýs að nefna hana ekki frekar, en vind mér í hinar þrjár sem risu mun hærra. Mynd tvö er ein af þessum lungamjúku frönsku myndum sem hlýja manni um hjartaræt- urnar og leiða hugann að Effel- turninum uppljómuðum. Mynd þessi er raunar dálítil gersemi því þar kemur fram trú á heiðarleika og siðferðilega reisn manneskjunnar. Ráðlegg ég hana sem hið ágætasta læknislyf öllum þeim er finna hála braut undir fótum. Til allrar hamingju Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON eru enn til menn sem fylgja sannfæringu sinni — þótt auður og völd séu til boða — að minnsta kosti í Frakklandi. Eða eigum við frekar að segja í hugskoti Edouard Molinaro (fæddur ’28). Mynd þrjú angar hins vegar af siðspillingu enda runnin und- an rifjum Rómverjans Ugo Tognazzi. Er mynd þessi ein stórkostlegasta háðsádeila á karlrembuna sem undirritaður hefir lengi barið augum. Leikar- inn Ugo Tognazzi er persónu- gervingur okkar þessara sem óðum söfnum ístru og meðlima- skírteinum í kallaklúbba. Á sömu stundu og hann er laus við eiginkonuna kemur gamla karl- rembusvínið upp á yfirborðið —' hann dregur inn ístruna og tekur til við að hringja í gömlu „sjens- ana“, sem að sjálfsögðu eru orðnir býsna gamlir. Fer um mann hrollur að sjá hvers ljár tímans er megnugur. Létt súrre- alísk stemmning myndarinnar í anda Fellinis dregur dálítið úr þessum hrolli. Mynd fjögur er af nokkuð öðrum toga en hinar fyrri enda frá Bandaríkjunum. Gene Wild- er stjórnar myndinni og fer með aðalhlutverkið. Er greinilegt að Wilder kallinn dáist mjög að kenningum Freuds. Er myndin einskonar uppgjör við hugtakið „geðveikur". Úppgjör sem er þess eðlis að hver og einn verður að sjá myndina og draga sínar eigin ályktanir. Persónulega er ég ekki með á hreinu hvort framlag Wilder er sullumbull eða snilldarverk. Máski rambar mynd hans á því einskismanns- landi sem hugtök ná ekki til. Er ég gekk út í lok þessarrar ágætu myndar Stjörnubíós fannst mér himinninn blárri en áður. Ég hafði séð mynd sem varð til af einskærri sköpunar- þrá. Mynd sem sannfærði mig um ágæti hins vestræna heims, heims sem er vel stæður, frjáls- legur og þar sem ástin er ekki lengur vandamál heldur gaman- mál. Hvílíkur munur á þessum heimi og þeim þar sem mönnum ber að elska löngu dauða þýska heimspekinga og þar sem menn fara í biðröð eftir einum Trab- ant. Ráðstefna um stöðu skyndihjálpar: arnir áliti á sunnudagsmorgni. Niðurstaða ráðstefnunnar er eftirfarandi: Skyndihjálparkennsla í grunn- skólum verði tekin f östum tökum RÁÐSTEFNA um stöðu skyndi- hjálpar var haldin i Hrafna- gilsskóla helgina 22.-24. maí síðastliðinn. Markmið ráðstefn- unnar var að efla samstöðu skyndihjálparkennara og leggja drög að félagi þeirra. Slikt félag hefur ekki verið starfandi, þrátt fyrir mikinn fjölda kennara, bæði í almennri og aukinni skyndihjálp. Ennfremur að tryggja það að kennarar hafi Leiðrétting I frétt um opnun upplýsinga- stöðvar Byggingaþjónustunnar Akureyri 17. júní slæddist meinleg villa. Þar sagði að 30 þúsund manns hefðu leitað til Bygginga- þjónustunnar í þau rúmlega 20 ár, sem hún hefur starfað. Hið rétta er að margfalt fleiri hafa leitað þangað, og 30 þúsund manns komu frá febrúar í fyrra til dagsins í dag, eftir að Byggingaþjónustan flutti í nýtt húsnæði. aðgang að þeim nýjungum sem fram koma hverju sinni. Thor B. Eggertsson bauð gesti velkomna og sérstaklega þá Gísla Ólafsson fyrrv. yfirlög- regluvarðstjóra á Akureyri sem var ráðstefnustjóri og Jón Oddgeir Jónsson fulltrúa sem var heiðursgestur ráðstefnunnar og Flugleiða af þessu tilefni. Síðan var stuttlega rakin saga skyndihjálpar á íslandi og las Jón Oddgeir nokkra kafla úr gömlum handbókum í skyndi- hjálp. Elsta bókin sem Jón Oddgeir kynnti var lækningakver eftir dr. Jón Hjaltalín og var það útgefið árið 1840. Þá fór fram kynning á Björg- unarskóla Landsambands hjálp- arsveita skáta og kom fram að skólinn hefur útskrifað 44 kenn- ara í aukinni skyndihjálp. Ráðstefnunni bárust kveðjur frá ýmsum aðilum sem áhuga Ráðstefnugestir á tröppum Ilrafnagilsskóla. Fremstir á myndinni eru þeir Jón Oddgeir Jónsson og Gisli Olafsson, fyrrverandi yfirlögreglu- varðstjóri á Ákureyri, sem voru heiðursgestir ráðstefnunnar. hafa á framgangi skyndihjálp- arkennslu. Á laugardagsmorguninn voru haldnir fyrirlestrar um mörg þau efni er varða skyndihjálp og skyndihjálparkennslu. Eftir há- degi voru framsöguerindi um stöðu skyndihjálpar og lögð drög að kennarafélagi, síðan var starfað í hópum og skiluðu hóp- Það var samdóma álit ráð- stefnugesta að stofna félag skyndihjálparkennara sem opið yrði öllum skyndihjálparkennur- um. Ennfremur var talið nauð- synlegt að samræma kennslu í skyndihjálp um land allt. Þrjár eftirfarandi áskoranir voru samþykktar: 1. „Ráðstefna um stöðu skyndi- hjálpar skorar hér með á Menntamálaráðherra og ráðuneyti hans að taka föst- um tökum kennslu í skyndi- hjálp í grunnskólum lands- ins, þannig að þeir nemendur sem ljúka grunnskólaprófi hafi allir lokið námskeiði í skyndihjálp I, þ.e. almennri skyndihjálp". 2. „Ráðstefna um stöðu skyndi- hjálpar skorar hér með á Útvarpsráð að fræðsla í skyndihjálp verði aukin til muna bæði í Hljóðvarpi og Sjónvarpi, með innlendu og erlendu fræðsluefni." 3. „Ráðstefna um skyndihjálp vill hvetja Fræðslumyndasafn ríkisins til þess að sjá til þess að góðar fræðslu- og kennslumyndir séu til, til afnota við kennslu í skyndi- hjálp.“ | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar —- smáauglýsingar húsnæöi óskast íbúöir og ein minni. Hagkvæmt fyrir eina eöa tvær fjölskyldur eöa byggingarmenn. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Víxlar og skuldabréf í umboössölu. Fyrirgreiösluskrifstofan, Vestur- götu 17, s(mi 16223. Þorleifur Guömundsson, heima 12469. Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúö til leigu. Fyrirframgr. ef óskaö er. S. 18998 eftir kl. 2. húsnæöi í boöi j Keflavík Tll sölu vandaöar 2ja herb. íbúöir í sambýlishúsi sem skilaö verður tilbúnu undir tréverk. öll sameign fullfrágengin, m.a. lóö. Söluverö 225 þús. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. Subaru 1600 coupé 78 Til sölu ekinn 14.000. Fyrst skráöur í nóv. '79. Bíll í topp- ástandi. Sími 27196 milli kl. 19—20 á kvöldin. Dyrasímaþjónustan sími 43517 Uppsetning og viögeröir. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómt. Hafn- arstræti 11 — 14824. Freyju- götu 27 — 12105. Njarðvík Timburhús á stórri byggingar- lóö. i húsinu eru tvær 2ja herb. Til sölu „Færeyingur' frá Mótun. Uppl. í síma 92-1603 eftir kl. 7 á kvöldin. Löggiltur skjalaþýðandi Danska, Bodil Sahn, Lækjargötu 10, sími 10245. Ljósborg hf. er flutt aö Laugavegi 168, Brautar- holtsmegin. Ljósprentun — fjöl- ritun. Bílastæöi. Sími 28844. Ljósritun — fjölritun Fljót afgreiösla. Bílastæöi. Ljósfell, Skipholti 31, sími 27210. □ Edda 59816247 — H. og V. Br láti skrá sig 22. eöa 23. júní milli kl. 17:00 og 19:00. ÆRDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir: 1. Akureyri og nágrenni: 25.— 30. júní (6 dagar). Ekiö um byggö til Akureyrar, skoöunar- feröir um söguslóöir í nágrenn- inu, ekiö á 6. degi til Reykjavíkur um Kjöl. Gist í húsi. 2. Þingvellir — Hlööuvellir — Geysir: 25.-26. júní (4 dagar). Gengiö meö allan útbúnað. Gist í tjöldum/húsum. Feröafélag íslands. , /tr) ISlElfll ILPIIlllllllll ÍWIJ' icelanoic alpine club Islenski Alpaklúbburinn Göngu- og skíöaferö veröur far- in á Eyjafjalla- og/eöa Mýrdals- jökul 26.-28. júní nk. og veröur gist í skála. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir vana fjallamenn aö kynnast starfsemi ÍSALP, en feröin er fyrir alla áhugamenn. Gerö er krafa um gott líkamlegt ásigkomulag og góöan búnaö. Rætt veröur um feröina á félags- fundi ÍSALP miövikudaginn 24. júní nk. aö Grensásvegi 5, fé- lagsheimili klúbbsins klukkan 20.30. Feröanefnd. LF UTIVISTARFERÐIR Þriðjud. 23.6. Ki. 20 Jónsmessunæturganga á Reykjanesskaga. Létt ganga fyrir alla. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Verð 40 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá BSÍ, vestanveröu. (í Hafnarfiröi v. kirkjugaröinn). Utivist Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Allir velkomnir. Flóamarkaður veröur hjá Hjálpræöishernum þriöjudag og miðvikudag kl. 10—17. Velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.