Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 47 Húsmæðrum í Skaga- firði kynnt starf- semi kaupfélagsins Bæ. Höfðaströnd. 22. júni. KAUPFÉLAG SkaKÍirðinna mun liklega vera fyrst á landinu til að bjt'iða húsmæðrum i héraðinu til kynningar- og fræðslufunda á Sauðárkróki. Fyrsta boðið var gert 24. febrúar og hafa nú húsmæður i öllum deildum félags- ins í héraðinu notið þessara boða. Nú síðast húsmæður á Sauðár- króki 18. júni. Deildarstjórar voru látnir kynna sér vilja húsmæðra og síðan var bíll sendur til að sækja þær og flytja ákveðna daga. Á Sauðárkróki var húsmæðrum kynntur rekstur fyrirtækja kaup- félagsins, svo sem mjólkursam- lags, saumastofunnar Ylrúnar, kjötvinnslu og sláturhúss. Rausn- arlegar veitingar voru veittar, þar sem að mestu voru bornar fram þær matvörur, sem fyrirtæki fé- lagsins framleiða. Undir borðum kynntu framkvæmdastjórar deilda þær vörur, sem unnar eru og kaupfélagsstjórinn Helgi Rafn Traustason, skýrði rekstur félags- ins og framtíðaráætlanir. Rúmlega 300 konur í héraðinu nutu þessara kynningar- og fræðslufunda og láta á allan hátt ánægju í ljós með þetta skemmti- lega framtak kaupfélagsins. Eins og vænta mátti af Skagfirðingum krydduðu konurnar samsæti þessi með mörgum lausavísum, sem juku á stemmningu viðstaddra gesta. — Björn. Vetrarlegt um að lit- ast við Isafjarðardjúp Bæjum. SúAavikurhreppi. 22. júní. ÓVENJULEGA kalt hefur verið hér að undanförnu og er nú vægast sagt vetrarlegt um að litast við ísafjarðardjúp. Margar nætur í vor voru frostanætur og er þvi mikið kal i túnum og gróðurleysi. Heimamenn telja það krafta- verk ef tekst að ná í þann heyfeng sem þeir eiga að venjast og duga myndi fyrir fé hér á staðnum. Útlit er fyrir að sláttur geti ekki hafist fyrr en upp úr miðjum ágúst, en nú er verið að bera áburð á tún, sem mörg hver eru stein- dauð. Sauðburður gekk þokkalega, en var erilsamur og vinnufrekur og er nú nýlega búið að sleppa fé úr húsum. Sökum ótíðar hefur verið nokk- uð dauft yfir félagslífi hér á staðnum og til dæmis féllu niður venjubundin hátiðahöld á 17. júní. Veður er nú örlítið farið að hlýna og eru menn farnir að vonast eftir batnandi ástandi. Vegir hér eru nú fremur slæmir og er stutt síðan Þorskafjarðar- heiðin var opnuð, en hún var lengi ófær vegna bleytu og snjóa. Við- gerðir eru hafnar á bryggjum í Djúpinu, en margar fóru illa í óveðrum í vetur. Jens i Kaldalóni. Góð byrjun í Grímsá Grímsá opnaði þann 20. júní og eftir tvo fyrstu dagana voru komnir yfir 30 laxar á land, samkvæmt upplýsingum Frið- riks Stefánssonar framkvæmda- stjóra Stangarveiðifélags Reykjavíkur. „Þetta er mjög gott start,“ sagði Friðrik, „og voru 13 laxar yfir 10 pund að þyngd." Friðrik sagði að yfirleitt væri Grímsárlaxinn frekar smár, en þessi byrjun lofaði góðu um framhaldið. Talsvert af laxi er gengið i Grímsá og mun hann vera kominn um alla ána. Fisk- arnir sem veiddust fyrstu tvo dagana tóku flestir maðk. 5 í Soginu fyrsta daginn Veiði í Soginu hófst þann 21. júní og reið árnefndin á vaðið, en Sogið er leigt Stangarveiðifélagi Reykjavíkur. Veiðin fyrsta dag- inn var þokkaleg, 5 laxar komu á land og veiddust þeir fyrir landi Ásgarðs og Bíldsfells. Eitthvað munu árnefndarmenn hafa séð af fiski, en þess ber að geta að Sogið er mikið vatnsfall og erfitt að átta sig á hvort eitthvað er af fiski í ánni. Veiðin í Elliðaánum er nú miklu betri en verið hefur und- anfarin tvö ár, en á laugardag höfðu veiðst yfir 60 laxar í ánum. Eru Elliðaárnar óvenju fljótar til í ár og voru á laugar- dag komnir um 220 fiskar upp fyrir teljarann. Egill Skúli Ingibergsson kastar flugu i Elliðaánum. 235 upp úr Norðurá Veiðin í Norðurá er ágæt og töluvert af fiski í ánni. Veiðast 10—15 laxar þar á dag að meðaltali, en veiðin á eftir að batna þegar á líður sumarið, ef að líkum lætur, því besti veiði- tíminn er enn eftir þar eins og annarsstaðar. í veiðihúsinu fengust þær upplýsingar að á mánudag hefðu 235 laxar verið komnir á land. Þar á meðal var einn 17 punda fiskur, og veiddist hann á Eyrinni og tók maðk. Er þetta stærsti laxinn úr Norðurá í ár. Flestir laxarnir hafa veiðst á maðk, en 50 fiskar hafa tekið flugu. 20 laxar hafa tekið „Túbu“, samkvæmt því sem skráð er í veiðibók, 19 hafa veiðst á Þingeying og nokkrir á Francis. Talsvert hefur rignt í Borgar- firðinum að undanförnu og er mikið vatn í Norðurá og er áin skoluð. Veiðimenn gæti nylongirnisins Hvanneyri 9. júní. Eitt er það sem veldur bænd- um erfiðleikum og á stundum tjóni, en það er veiðigirni sem veiðimenn skilja eftir við ár og vötn, að loknum veiðidegi. Á þessu vori hefur það vafist um fætur a.m.k. tveggja áa hér á Hvanneyri með ófyrirséðum af- ieiðingum. í fyrra duttu klaufir af einni á af þessum sökum hér á Hvann- eyri. Eru það eindregin tilmæli til veiðimanna að gæta þessara nylonþráða og tortíma þeim með þeim hætti að skaðlaust verði skynlausum skepnum á komandi tímum. Ófeigur - ÓJ. Laxamaðkar á 3 krónur stykkið 100% hækkun frá í fyrra GANGVERÐIÐ á laxamaðki er nú um 3 krónur stykkið, sam- kvæmt uppiýsingum sem Morg- unhlaðiö hefur aflað sér, en sumsstaðar mun þó verðið vera hærra. Á sama tíma i fyrra kostaði hvert stykki um 150 gkr., þannig að um 100% hækk- un er að ræða á milli ára. Verðið hækkaði nokkuð í fyrra- sumar og voru maðkarnir komnir 1 200 krónur í fyrra haust. TRÖÐfULL BÚE> AF N'rO’UM VÖRUM KARNABÆR * KUXUK- MARSAfc ■* SOLK í TUítAtA L i *• BLAZHKJAtCtAg-- CfcMU Oét * SKnmiK OCr EÍN<AUMK0£>Síö6NN US1 AUT UANC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.