Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 Pltrgmj Útgefandi nfrlnfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Ferð forseta íslands Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir er nú á fyrstu opinberu ferð sinni um landið og sækir Dalamenn og Strandamenn heim. Á þeim breytingatímum, sem við nú lifum, þegar framfarir eru svo örar, að á einum mannsaldri hverfur sá svipur af þjóðlífinu, sem haldist hafði óbreyttur um aldir, er nauðsynlegt að menn staldri við og minnist ættjarðarinnar og þeirra, sem ruddu brautina í framfarasókninni. Forsetaembættið er á sinn hátt tengiliður fortíðar og nútíðar í hugum núlifandi íslendinga, þótt það sé enn ungt að árum. Þetta kom til dæmis greinilega fram í útvarpinu á dögunum, þegar flestir aðspurðra vegfarenda töldu Jón Sigurðsson hafa verið fyrsta forseta íslands. Siíkan misskilning verður að leiðrétta og það verður ekki gert nema þeir leggist á eitt um að kynna ýmsa grundvallarþætti íslenskrar sögu og stjórnskipunar, sem aðgang hafa að almenningi, kennarar, fjölmiðlar og allir þeir, sem upplýsingu stunda. Embætti forseta lýðveldisins varð ekki til fyrr en til lýðveldis var stofnað á Islandi 1944 og frú Vigdís Finnbogadóttir er fjórði forseti íslands. 17. júní síðastliðinn var lýðveldisstofnunarinnar minnst og jafnframt 170 ára afmælis Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju 19. aldar og forseta á Alþingi og Hins ísl. bókmenntafélags. Þetta eru einfaldar staðreynd- ir, sem hér eru rifjaðar upp. Raunar má spyrja, hvað mikið og margt úr þjóðarsögunni hefur farið forgörðum, þegar jafn margir hafa gleymt þessum lykiiatriðum. Sjálfsagt er, að gripið verði til þeirrar tækni, sem nútíminn býður til að fræða þjóðina um sögu sína, þar ber hæst iifandi myndir. Ætti að virkja kunnáttumenn í kvikmyndagerð í þessu skyni og standa að verkinu með stórhug. Hitt er ekki síður mikilvægt, að lifandi tengsl séu á milli þjóðhöfðingjans og borgaranna. A þann veg skapast best gagnkvæm- ur skilningur og virðing. Ferð frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands stuðlar beint og óbeint að nauðsynlegri þjóðareiningu, en án hennar verður hvorki hlúð að sögulegum arfi né staðinn vörður um sjálfstæðið í vályndri veröld. Léleg skipulagstillaga Skipulagsstjórn ríkisins hefur með bókun sinni staðfest, hve illa hefur verið að verki staðið við gerð skipulagstillagna vinstri- meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Skipulagsstjórnin telur, að tiliagan um byggð á svonefndu Rauðavatnssvæði sé ekki fullbúin til frekari meðferðar. Tilgreind eru þrjú atriði, sem ekki hafi verið staðið að sem skyldi: Leysa verður þann hluta svæðisins sem er innan vatnsverndunarmarka undan skipulagskvöðum. Gera verður umferð- arspá fyrir vegakerfi tillögunnar. Og gera verður grein fyrir endurskoðun aðalgatnakerfis borgarinnar og tengingu þess við umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta atriði, sem sjálfstæðismenn vöktu máls á og töldu nauðsynlegt að huga að, þegar vinstrimeirihlutinn var á hraðferð með tillögur sínar í gegnum borgarstjórnina. Auðvitað töldu skipulags- frömuðir Alþýðubandalagsins, sem forgöngu hafa haft í þessu máli, óþarft fyrir sig að fara að ráðum annarra. Á þessu sviði eins og öðrum vita þeir allt best. Líklegt er, að viðbrögð þeirra við aðfinnslum skipulagsstjórnar verði þau, að krefjast þess af foringja sínum Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra, þegar hann kemur heim úr fríinu, að hann setji skipulagsstjórn ríkisins af. Meirihluti Reykvíkinga er á móti þeirri hugmynd vinstrimeirihlut- ans að færa byggðina í austur að Rauðavatni og þar upp til heiða. Þessi hugmynd er skipulagsslys, sem stafar meðal annars af hroðvirkni, eins og athugasemdir skipulagsstjórnar ríkisins sýna. Einokun afnumin Því miður gerist það alltof sjaldan, að tækifæri gefast til að fagna minnkandi ríkisafskiptum hér á landi. Ekki síst þess vegna er gleðilegt, að Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra hefur afnumið einokun Pósts og síma á innflutningi og sölu á talfærum og ýmsum þeim búnaði, sem tengja má við sjálfvirka símakerfið. Afnám einokunarinnar er þó ekki aðeins ánægjuefni að þessu leyti, hitt skiptir ekki minna máli, að nú er þess að vænta, að frjáls samkeppni tryggi hindrunarlausa tækniþróun á þessu sviði eins og öðrum. Á Alþingi hefur Albert Guðmundsson oftar en einu sinni flutt tillögu um, að þessi einokun verði afnumin. Hér á landi hefur þess orðið vart undanfarið, að innflutningur á alls kyns símatækjum hefur aukist utan hins opinbera einokunarkerfis. Skynsamlegustu viðbrögðin við þeirri sjáifsbjargarviðleitni eru auðvitað þau að afnema einokunina en ekki framfylgja henni í blóra við almennan vilja borgaranna. Þannig ætti oftar að grípa á málum. Fréttaskýring 2si Bani Sadr Áður var honum hampað — nú er hann hrakyrtur og hundeltur BANI SADR, íransforseti hefur orðið áþreifanlega var við það upp á síðkastið, að hin pólitiska gæfa er meira en lítið fallvölt. Í lok janúar 1979 kom hann flug- leiðis heim til írans með Khom- eini erkiklerki eftir fimmtán ára útlegð. Ári siðar var hann kosinn forseti. Og nú hálfu öðru ári síðar er hann á flótta, hundeltur af fjendum sinum. Bani Sadr. byltingarmaðurinn sem barðist hatrammlega gegn keisarastjórn- inni og var einn dyggasti stuðn- ingsmaður Khomeinis er nú hrakyrtur og kallaður „arftaki keisarans“. Þingið hefur dæmt hann óhæfan til að gegna forseta- embætti. ef hann næst biða hans réttarhöld og væntanlega líflát. Bani Sadr er áhrifamestur þeirra, sem hafa lent í gini byltingarinnar og orðið undir í valdabaráttunni milli múllanna sem börðust gegn keisaranum vegna þess þeir töldu hann færa vestræn áhrif um of inn í landið og vanrækja trúarlífið og hins vegar voru frjálslyndir menn og vinstrisinnaðir þjóðernissinnar, sem voru í andstöðu við keisarann vegna harðýðgi stjórnar hans og vinfengis við Bandaríkin. Eftir að hann var kjörinn fyrsti forseti hins nýja islamska lýðveld- is með 75 prósent atkvæða í janúar 1980 virtist staða hans harla góð. Samt sem áður fór fyrir honum ekki ósvipað og keisaran- um — hann vanmat styrk trúar- leiðtoganna og hann ofmat sína eigin stöðu gagnvart Khomeini. Bani Sadr er 47 ára. Hann er fæddur í Hamadan í Vestur-íran, sonur erkiklerks. Hann nam hag- fræði og guðfræði við háskólann í Teheran og skipaði sér í raðir þeirra stúdenta sem voru á móti keisarastjórninni. Þegar urðu miklar óeirðir í landinu 1963 fyrir frumkvæði Khomeinis, slasaðist Bandi Sadr og síðan sat hann í fangelsi í fjóra mánuði. Árið 1964 flúði hann til Frakk- lands. Þar hélt hann áfram námi sínu og gerði áætlanir um fram- tiðarskipan efnahags- og trúmála í Iran og hann dreymdi háleita drauma um óspillt íslamskt lýð- veldi. í tveimur bókum, sem hann ritaði dró hann upp hrikalega mynd af ástandinu í Iran og lýsti því sem leppríki Bandaríkja- manna bæði i hernaðarlegu og efnahagslegu tilliti. Að námi loknu kenndi hann við Parísar- háskóla og hann ritstýrði einnig blaði, andsnúnu keisaranum, sem var gefið út á persnesku í Frakk- landi. Árið 1978 kom Khomeini erki- klerkur til Frakklands. Ólgan í íran færðist í aukana, íranskeis- ari haföi fengið íraka til að vísa Khomeini úr landi og hélt aö það yrði sterkur leikur. En það reynd- ist þveröfugt, því að eftir að Khomeini kom til Frakklands gekk varla orð út af hans munni sem fjölmiðlar gripu ekki og blésu út. Bani Sadr varð fljótlega einn nánasti samstarfsmaður Khom- einis og mönnum þótti sýnt, að kæmist Khomeini einhvern tíma heim aftur myndi Bani Sadr líklegur til að verða þar áhrifa- maður. Eftir að keisarinn hafði síðan horfið úr landi um miðjan janúar 1979, var þess ekki langt að bíða að Khomeini og lærisveinar hans tækju við stjórn landsins. Bani Sadr var félagi í leyniráði írans sem öllu réði fyrstu mánuðina eftir byltinguna. Níu mánuðum síðar tóku síðan herskáir „námsmenn" bandaríska sendiráðið i Teheran og starfsfólk þess flest í gíslingu eins og flestum mun í fersku minni. Stjórn Mehdi Basargans sem var valdalaus með öllu orðin sagði af sér og Bani Sadr varð fjármála- ráðherra og utanríkisráðherra. Fljótlega eftir töku sendiráðsins kom á daginn, að hann vildi leysa málið. Hann vildi leysa gíslana úr haldi með samningum og þar með fékk hann „námsmennina" svo- kölluðu upp á móti sér og tor- tryggni á honum var vakin. Hann var látinn víkja sem utanríkisráð- herra, bersýnilega fyrir atbeina Khomeinis. Og þar með var stríð hans við múllana hafið. Engu að síður studdi Khomeini hann til forseta og hefur væntan- lega búizt við því að hann hefði gert sér grein fyrir því að væn- legast væri að láta að vilja sínum og trúarleiðtoga og hafa ekki í frammi sjálfstæðar skoðanir sem gengju þvert á hugmyndir þeirra. En Bani Sadr lét ekki segjast. Þó getur enginn dregið í efa að hann sé strangtrúaður Múhamm- eðstrúarmaður og mjög andsnúinn Bandaríkjunum eins og talinn hefur verið síðustu ár einna mest- ur kostur manna í íran. Eftir að hann hafði verið kjör- inn forseti fóru múllarnir fljótlega að gera honum lífið erfitt. íslam- ski lýðveldisflokkurinn vann sigur í þingkosningum og Bani Sadr varð að sætta sig við forsætisráð- herrann Ali Rajai sem hann var mjög mótfallinn. Rajai tók við forystu ríkisstjórnarinnar, umsát- ursmennirnir um sendiráðið eyði- lögðu hverja tilraun Bani Sadr af annarri til að leysa gísladeiluna. Þegar írak og íran hófu hernaðar- átök sín í september eýibeitti forsetinn sér að því að stjórna sundurleitum her landsins og um hríð leit svo út fyrir að það yrði honum til vegsauka hjá trúarleið- togunum, hversu táplega hann þótti standa sig og sýndi að honum var lagið að efla baráttuvilja þjóðarinnar í stríðinu. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Síðan var gísladeilan leyst eins og menn muna og Bani Sadr kom þar lítið sem ekki nærri. Hann reyndi að gera samninginn tor- tryggilegan sem stjórn Rajai gerði við Bandaríkjamenn og sagöi að hann væri uppgjöf gagnvart Bandaríkjamönnum. Hann gerðist all opinskár í tali, sagði fjendur sækja að sér og samsæri væri í undirbúningi gegn sér. Hann fjar- lægöist ríkisstjórnina æ meira og með hverri viku varð ljóst að valdabarátta hans annars vegar og trúarleiðtoganna var hafin. í marzmánuði hélt hann ræðu og sagði að ofstækismenn væru að breyta Iran á ný í einræðisríki þar sem spilling og úrkynjun væri allsráðandi. Við þessi orð gat Khomeini ekki unað og síðan hefur verið nánast spurning um vikur hvenær til úrslita drægi. Þau úrslit réðust svo í byrjun júní eins og alkunna er. Bani Sadr er byltingarmaður. En hann er lika nútímamaður sem sneri heim til írans fullur af glæstum hugsjónum um framtíð íslamska lýðveldisins. Ef svo fer að Bani Sadr verði formlega sviptur forsetatign munu þrír menn vera handhafar forsetavalds, hæstaréttardómar- inn Hussein Beheshti, talsmaður þingsins Hashemi Rafsanjani og forsætisráðherran Rajai. Þeir eru allir eindregnir harölínumenn og myndu þá væntanlega fara með störf forseta, unz kosningar hafa verið haldnar, en þær skulu haldn- ar innan fimmtíu daga. Enginn hefur enn komið fram sem líkleg- ur eftirmaður hans, en það hlýtur óhjákvæmilega að vera einhver sem trúarleiðtogarnir bera fullt traust til. En þar með er auðvitað sagan ekki öll. Bani Sadr á sér marga fylgismenn þrátt fyrir allt. Það gæti allt eins brotizt út borgara- styrjöld í landinu og um endalok hennar er ógerningur að spá þrátt fyrir mikil völd múllanna. Margir andstæðingar hans krefjast lífláts hans ef hann næðist. Hins vegar væri það einnig varhugavert, til þess fallið að gera hann að písl- arvotti og hetju andstöðunnar sem hefur verið sundruð og heldur óskipulögð fram að þessu. Langsamlega líklegast virðist þegar þetta er skrifað, að Bani Sadr hafi komizt úr landi. Hvað tekur við heima í landinu hans virðast fáir hafa ímyndunarafl til að sjá fyrir, en þar hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með fram- fylgd byltingarinnar og ólgan og andstaðan gegn Khomeini og trú- arleiðtogunum hefur færzt svo í aukana, að þar er allra veðra von — eins og raunar hefur verið allar götur frá því Khomeini sneri heim og tók völdin í gamlar hendur sínar. (Hrimildir m.a. AP-lréttaakýriiiKar. Newsweek o.ll.). Þessi mynd munu vera ein af þeim siðustu sem hafa verið teknar af Bani Sadr áður en hann hvarf. Hann er þarna á vígstöðvunum að hvetja hermenn sina i stríðinu við íraka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.