Morgunblaðið - 23.06.1981, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.06.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 39 20. landsþing JC: Nafni hreyfingarinnar breytt úr Junior Chamber í JC 20. LANDSÞING JC-hreyfingar- innar á íslandi var haldið á Akureyri dagana 28.—30. mai og voru þátttakendur um 350. Hvarí fluKvélarinnar með félðgum úr JC Borg setti dökkan skugga á þinghaldið og var allri skemmti- dagskrá aflýst. JC-félagar buðu fram aðstoð sina við leitina og tóku þátt í henni. Af helstu ákvörðunum þingsins má nefna, að nafni hreyfingarinn- ar Junior Chamber var breytt í JC, til samræmis við nöfn félag- anna í öðrum löndum og þar sem alþjóðahreyfingin nefnist Jaycees (enskur framburður á JC) Inter- national. Næsta starfsár verður unnið áfram að málefnum fatlaðra, en 1982—83 að málefnum aldraðra. Einnig skal stefnt að því að hreyfingin eignist fleiri leiðbein- endur, rökræðukeppni milli ein- staklinga verði komið á og hvatt var til þess að haldin yrðu 2 námskeið, sem nýkomin eru út á vegum JC í íslenskri þýðingu, en þau eru: Vegur til velgengni og Jákvætt hugarfar. JC leggur mikla áherslu á að auka þekkingu, þjálfun og þroska félaga sinna og á þinginu voru haldin námskeið fyrir nýliða, við- takandi stjórnir félaganna og síð- ast en ekki síst hélt Rubin Page frá Hollensku Antillaeyjum nám- skeið, er hann nefndi Skapandi hugsun (Creative thinking). A þinginu fóru fram úrslit Mælsku- og rökræðukeppni JCÍ, sem er landskeppni, sem flest öll félögin taka þátt í. JC Reykjavík sigraði JC Mosfellssveit i úrslitun- um, en umræðuefnið var hvort leggja ætti rafmagnsjárnbraut milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þá fóru fram kosningar, en árlega er skipt um stjórn lands- samtakanna. Eggert J. Levy skóla- stjóri Húnavallaskóla var kjörinn Landsforseti. Sérhvert landsþing hefur sitt kjörorð og var það að þessu sinni: „Leggjum öryrkjum lið“, og var Leiðrétting f FRÉTT um fund I Árbæjar- hverfi í blaðinu 13. júní misritað- ist nafn eins fundarmanna. Hann heitir Jóhannes Pétursson en ekki Einarsson eins og stóð. Blaðið biður hann velvirðingar á þessum mistökum. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \l M.VSINL \ SIMIW I K: 22480 einn dagskrárliður helgaður því. Þar fluttu Bjarni Kristjánsson forstöðumaður Sólborgar, Vil- hjálmur Vilhjálmsson frá for- eldra- og styrktarfélagi heyrnar- daufra, Valdimar Pétursson stjórnarmaður í Sjálfsbjörg á Ak- ureyri og Markús Örn Antonsson ritstjóri og borgarfulltrúi í Reykjavík framsöguerindi og svöruðu fyrirspurnum fundar- manna. Öllum bæjarfulltrúum á Akur- eyri var sent boðsbréf á þennan fund, en því miður sá enginn þeirra sér fært að mæta. Þá var í tengslum við þingið haldin sýning á verkum fatlaðra í Sjálfsbjargar- húsinu við Bugðusíðu. Verðlaun voru að venju veitt fyrir góð störf á nýliðnu starfsári og var þinginu síðan slitið að kvöldi dags 30. maí. Fréttatilkynning. Árni Björn Guðjónsson, framkvæmdastjóri i hinum nýja sýningar- sal Árfells. Árfell flyzt í nýtt húsnæði FYRIRTÆKIÐ Árfell hf. hefur flutt starfsemi sína í 100 fermetra hús- næði í Ármúla 20, Reykjavik, þar sem verður ba>ði sýningarsalur og verkstæði. Eftir þessar breytingar á fyrirtækið að geta annað vel eftir- spurn. komið upp lager og stytt afgreiðslutima. þ.e. veitt betri þjón- ustu — að mati forráðamanna fyrir- tækisins. Árfell hf. var stofnað árið 1976. Aðaleigandi þess er Árni Björn Guð- jónsson, húsasmíðameistari og kona hans Dóra Valgerður Hansen hjúkr- unarkona. Einnig á Sighvatur Eiríks- son tæknifræðingur hlut í fyrirtæk- inu. Fyrirtækið var áður til húsa í húsnæði að Súðavogi 28. Fyrirtækið framleiðir svokölluð Árfellsskilrúm, sem mikil eftirspurn hefur verið eftir, en skilrúmin eru sett saman úr stöðluðum fjöldaframleidd- um hlutum, sem síðan er raðað saman eftir þörfum hvers og eins. Kynntu þér betur efnio okkar! Einstakt tilboð: Frír aðgangur að EFNISBANKA okkar í eitt ár. Nú er ekkert sem stöövar framrás Video 2000 kerfisins og tilbúiö skemmti- og fræðsluefni ryðst inn á markaöinn. Nú þegar í þessum mánuöi verður hægt aö velja úr 100 titlum hjá okkur í Nesco og stööugt mun bætast viö úrvalið. Við kaup á GRUNDIG 2x4 plus myndsegulbandi öölast þú frían aögang að EFNISBANKA okkar í eitt ár. Þaö veitir þér rétt til þess aö skipta á kassettunni, sem þú kaupir meö tækinu, fyrir einhverja aöra, eina í senn, eins oft og þér þóknast yfir áriö. Þannig geturöu alltaf verið meö nýtt efni í gangi, áhyggjulaust og meö lágmarks fyrirhöfn. Síðast en ekki síst: Kjörin eru fyrir alla. Júnítilboðsverð á GRUNDIG 2x4 plus myndsegulbandi (ásamt einni átekinni kassettu) er: 21.900 kr. Skilmálar sem allir ráða við: 5.000 kr. út og eftirstöðvar á 7—10 mánuðum. VIDEO 2000 Laugavegi 10 Sími: 27788 1 SO 1 S » « » » i Þvíbetur sem þú kynnir þér myndsegulbönd því hrif nari verðurðu af Grundig 2x4 plus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.