Morgunblaðið - 23.06.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 23.06.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Æskilegt að stofna olíu- félag á vegum ríkisins - segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra Nokkrir samningamanna lækna og ríkisins á fundi i gær. Uósm. Guðjón. Engin hreyfing' á læknasamningum „ÉG TEL æskilegt að stofnað verði olíufélag á vejfum rikisins til að annast um innkaup á olíuvörum til landsins ok drcif- Land rís enn við Kröflu, en er lægra en í janúarmánuði LAND heldur enn áfram að risa á Kröflusvæðinu, en landrisið hefur þ<'> verið mjöK haxt síðustu vikur. Inn á milli hefur landið si«ið lítilleKa. en sveiflurnar hafa verið mjöK litlar. Að sögn Axels Björnssonar, jarð- eðlisfræðings, sem var á vakt í Reynihlíð í gær, hefur land ekki enn náð sömu hæð og í janúar sl. Sagði Axel, að nýjar mælingar á landhæð sýndu þetta, en hins vegar hefði halli á stöðvarhúsinu bent til meira land- riss en nokkru sinni fyrr. Þarna hefði komið fram ósamræmi, sem ekki hefði orðið vart áður í þeim umbrot- um, sem eru á svæðinu. verðlaun í Akureyri. 22. júní. BLÁSARASVEIT Tónlistar- skólans á Akureyri undir Iðnaðarráðherra: Boðar ný frumvörp um umráðarétt yfir vatnsafli og jarðvarma FRUMVARP til laga um umráða- og hagnýtingarrétt vatnsafls og jarð- varma verður væntanlega lagt fyrir Alþingi í haust, að því er Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna í gær. Sagði ráðherra náttúruauðæfi neðanjarðar víðast hafa verið tekin undan einka- eignarumráðum, og svipuðu máli gegni um virkjunarrétt fallvatna, og sagðist hann telja slíka tilhögun eðlilega. ingu þeirra, í samvinnu við olíu- félögin sem fyrir eru,“ sagði Iljörleifur Guttormsson orku- og iðnaðarráðherra meðal annars í ávarpi sinu á aðalfundi Sam- bands íslenskra rafveitna i gær. Sagði ráðherrann að stefna stjórnvalda væri að tryggja sem öruggasta aðflutninga á olíuvör- um til landsins og dreifa í því skyni viðskiptum á tvo til þrjá aðila. Síðar í ræðu sinni sagði Hjörleifur einnig: „Slík ríkisolíufélög hafa verið stofnuð á hinum Norðurlöndunum á undanförnum árum og hafa þau margháttuð samskipti sín á milli. Olíufélag á vegum opinberra aðila hérlendis gæti tekið að sér sam- ræmingu og framkvæmd ýmissa þátta, er varða athuganir og þróun nýjunga í eldsneytismálum okkar, þar á meðal olíuleit, olíuhreinsun, innlenda eldsneytisframleiðslu, svo og umsjón með öryggisþáttum, svo sem olíubirgðahaldi og neyð- aráætlun í olíumálum. — A meðan olíufélag ríkisins hefur ekki verið sett á fót, er nauðsynlegt að tryggja með öðrum hætti sam- starf hlutaðeigandi aðila og æski- lega samræmingu aðgerða." Noregi stjórn Roars Kvam vann silfur- vcrðlaun í Janitsjar-keppninni í Hamri í Noregi um helgina. en þar kepptu 130 blásarasveit- ir unglinga frá 12 löndum. Hér er því um glæsilega frammi- stöðu akuréyrsku sveitarinnar að ræða. Það er Roar Kvam, tónlistar- kennari, sem hefur þjálfað blás- arasveitina og stjórnar henni. Blásararnir eru 32 talsins á aldrinum 10—18 ára. Janitsjar- keppnin er haldin annað hvert ár og þar keppa hljómsveitir, sem eingöngu eru skipaðar ung- um hljóðfæraleikurum á blást- urshljóðfæri og slagverk. Sveit- irnar leika tvö lög, annað sam- eiginlegt, en hitt sjálfvalið. í sambandi við keppnina eru haldnir fjölbreyttir hljómleikar. - Sv.P. ENGIN hreyfing hefur verið á fundinum í dag. hún var örlítil á sunnudag og teljum við að þar hafi verið um að ræða tilslakanir frá okkar hálfu fremur en að ríkisvaldið hafi stigið skref í átt til okkar, sagði Sigurður B. Þorsteinsson. einn samninga- manna lækna i samtali við Mbl. i gær. Fundinum í gær lauk laust eftir kl. 20 og er nýr fundur boðaður kl. 11 í dag. Á fundinum í gær var einkum rætt um greiðslu fyrir ýmis konar fræðslustörf og símenntun lækna, svo sem fyrirlestra og fundi er þeir halda fyrir starfsfólk sjúkra- húsanna og starfsbræður sína og er rætt um hversu mikil greiðsla eigi að koma til fyrir þessa heimavinnu og undirbúning. Þorsteinn Geirsson settur ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyti kvað enn vanta nokkuð á að samnipgar tækjust, en hann vildi ekki ræða það nánar í einstökum atriðum. Sigurður B. Þorsteinsson kvaðst svartsýnn á að lausn væri í sjónmáli miðað við hvernig gengið hefði á fundinum í gær. Ástandið á sjúkrahúsunum í Reykjavík versnar enn og sagði Skúii G. Johnsen borgarlæknir að vandinn safnaðist sífellt upp og starfsemin væri algjörlega gengin úr skorðum og þótt neyðarþjón- usta væri viðunandi í dag, væri ljóst að læknar gætu ekki lengi enn bætt á sig miklum verkefnum. Ungir tónlistarmenn frá Akureyri fengu Jóhannes Nordal á ársfundi Sambands rafveitna: Undirbúningur að nýrri stóriðju tekur jafnvel lengri tíma en þrjú ár í RÆÐU sinni á aðalfundi Sam- bands íslenzkra rafveitna á Eg- ilsstöðum í gær sagði Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, að gera mætti ráð fyrir, að hægt væri á einu til einu og hálfu ári að komast að raun um það. hvort menn teldu hagkvæmt og æskilegt að stækka þau stóriðjuver, sem fyrir eru í landinu, þ.e.a.s. Álbræðsluna i Straumsvik eða Járnblendiverk- smiðjuna við Grundartanga. Hann sagði að ljóst væri, að ákvarðanataka í stóriðjumálum krefðist mikils undirbúnings og að engu yrði slegið föstu um hag- kvæmni slikra framkvæmda fyrr en að þeim undirbúningi loknum. Hann sagði, að aðdragandi að byggingu algerlega nýrrar verk- smiðju, t.d. álbræðslu eða kísil- málmbræðslu á Norðurlandi eða Austurlandi, hlyti að taka lengri tíma en stækkun fyrrnefndra verksmiðja, jafnvel þrjú ár eða lengri tíma. „Þetta bendir því eindregið til þess, að varla sé raunhæft að taka ákvörðun um næstu stórvirkjun á þessu eða næsta ári, nema unnt verði á þeim tíma að ákveða stækkun annað hvort Grundar- tangaverksmiðjunnar eða Ál- bræðslunnar í Straumsvík," sagði Jóhannes Nordal. Hann sagði ennfremur, að áætlanir bentu til þess, að nægileg raforka gæti verið fyrir hendi til þess að stækka Grundartangaverksmiðj- una um einn ofn, jafnvel þótt ný virkjun kæmi ekki fyrr en undir lok þessa áratugs. Skattskrá í Vestfjarðakjördæmi: Gjöld einstaklinga hækkuðu um 65,7% SKATTSKRÁIN í Vestfjarðakjördæmi hefur verið lögð fram, og kemur þar fram, að heildargjöld einstaklinga miðað við afgreiddar breytingar og kærur fram í febrúar sl. nema G,G7 milljörðum gkróna, þar af um 43 milljónir gkróna hjá börnum. Hækkun heildargjalda frá fyrra ári er 65,7%. Barnabætur nema 717 milljón- um gkróna og hafa hækkað frá fyrra ári um 74,8%. Persónuaf- sláttur til greiðslu útsvars og sjúkratryggingargjalds nemur 212 milljónum gkróna og er hækkunin frá fyrra ári um 224,5%. Álagning einstaklinga sam- kvæmt skattskrá hvílir á 6800 aðilum, þannig að meðaltalsálagn- ing er 974,891 gkróna í umdæminu í heild. Hæstu gjaldategundir hjá ein- staklingum eru tekjuskattur, sem nam 3.286 milljónum gkróna og útsvar, sem nam 2.594 milljónir gkróna. Hæsti gjaldandi einstaklinga var Jón Fr. Einarsson, Bolunga- vík, með um 21 milljón gkróna. í öðru sæti var Hrafnkell Stefáns- son, Isafirði, með 16,2 milljónir gkróna og þriðji var Sigurður Bernódusson frá Bolungavík með 12,8 milljónir gkróna. Heildargjöld lögaðila, eða fé- laga, miðað við afgreiddar breyt- ingar og kærur fram í febrúar sl. nema 1.961 milljón gkróna. Hækk- unin frá því í fyrra nemur 49,4%. Helztu gjaldategundir eru tekjuskattur 491 milljón gkróna, aðstöðugjald 432 milljónir gkróna og lífeyristryggingargjald 375 milljónir gkróna. Hæsti gjaldandi meðal félaga er Hrönn hf. á ísafirði með 83,7 milljónir gkróna. í öðru sæti er íshúsfélag Bolungavíkur hf. með 83,3 milljónir gkróna og í þriðja sæti er svo Hraðfrystihús Tálkna- fjarðar hf. með 75,7 milljónir gkróna. Páhni og Eyjólfur Konráð á fundi á Blönduósi Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fundar í félagsheimilinu Blönduósi nk. föstudagskvöld kl. 21.00. Frummælendur verða Pálmi Jónsson landbún- aðarráðherra og Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm. Fundurinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.