Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 27 Þróttur vann sanngjarnan sigur í Borgarnesi Nyliðinn skoraði ÞRÓTTUR Reykjavík sigraði lið Skalla-Grims Borgarnesi, 1—0, i leik liðanna i 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu sem fram fór i Borgarnesi á laugardaRÍnn. SÍKur Þróttar voru sanngjörn úrsiit þessa leiks og hafa Þróttar- ar nú styrkt stöðu sína mjög í dcildinni. Eftir fjóra tapieiki i röð, þar af þrjá i íslandsmótinu, fer staða Borgarnesliðsins mjög versnandi, en nýliðarnir í deild- inni geta þó hrósað happi yfir þvi fljúgandi starti sem þeir fengu i deildinni. Leikurinn þróaðist þannig að Þróttur hafði algera yfirburði í fyrri hálfleik og sýndi mjög góða knattspyrnu sérstaklega var sam- spilið hjá liðinu gott. Hvorugu liðinu tókst að skora í hálfleiknum en færi Þróttara voru fleiri og betri. Á 18. mín. skapaðist hætta við mark Skalla-Gríms þegar Jón Pétursson átti lausan skalla að marki og Júlíus markvörður missti boltann frá sér aftur, en hættunni var bægt frá. Á 28. mín. varði Júlíus ævintýralega með tánni í horn eftir skalla frá Arnari Friðrikssyni. Á 37. mín. skapaðist hætta eftir varnarmistök hjá Skalla-Grími þegar Páll Ólafsson komst inní sendingu á Júlíus markvörð og gaf fyrir tómt mark- ið en hættunni var bægt frá. Skalla-Grímsmenn áttu einnig sín tækifæri í hálfleiknum. Næst voru þeir því að skora þegar Guðmundur Þróttarmarkvörður varði góðan skallabolta frá Birni Jónssyni eftir fyrirgjöf Sigurgeirs fyrirliða Erlendssonar. Skalla-Gr.— Þróttur R. 0:1 I seinni hálfleik jafnaðist leik- urinn meira og sóttu liðin til skiptist. Páll Ólafsson hljóp Skalla-Grímsvörnina af sér á 15. mínútu og átti Júlíus markvörð einan eftir en Júlíus bjargaði með því að slá knöttinn yfir. Úr hornspyrnunni sem þá var tekin komst Jóhann Hreiðarsson í dauðafæri en skot hans geigaði. Á 30. mín. skoruðu Þróttarar eina mark leiksins þegar knötturinn barst fyrir mark heimamanna eftir slæm varnarmistök, og þar var Sverrir Brynjólfsson réttur maður á réttum stað og skoraði með viðstöðulausu skoti frá víta- teigshorni í bláhornið. Óverjandi fyrir Júlíus markvörð. Eftir markið sóttu heimamenn meira, á 26. mín. komst Björn Axelsson í gott færi eftir góða sókn en Guðmundur í markinu var vel staðsettur og varði. Á 4. mín. hálfleiksins var Skalla-Gríms- maður felldur á vítateig og vildu Skalla-Grímsmenn fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi aukaspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við línuvörðinn. Uppúr aukaspyrn- unni átti Gunnar Orrason hörku- skot á Þróttarmarkið en Guð- mundur varði eftir að knötturinn hafði breytt um stefnu af vörn- inni. Skömmu síðar handlék einn Þróttarinn knöttinn inní vítateig en dómarinn sá það ekki svo Þróttarar sluppu með skrekkinn. Þróttarar áttu þennan sigur fyllilega skilið þeir voru betri aðilinn í leiknum en með smá heppni hjá heimamönnum hefði leikurinn allt eins getað endað með jafntefli. Bestu menn Þróttar voru Páll Ólafsson, Jón Pétursson og Ásgeir Elíasson. í liði Skalla-Gríms var vörnin betri hluti liðsins eins og oftast áður með Júlíus Marteinsson markvörð og Einar Friðþjófsson þjálfara sem bestu menn. Dómari var Páll Árnason. HBj. Gla'silegt mark nýliðans unga Magnúsar (iarðarssonar, fa'rði ÍBK mjög sanngjarnan sigur gegn Þrótti frá Neskaupstað í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. en liðin áttust við í Keflavík. Markið skoraði Magnús með gla-silegri hjólhestaspyrnu á 39. mínútu leiksins og þrátt fvrir sa‘g góðra ta*kifæra, reyndist það eina mark leiksins. Keflvíkingar réðu bókstaflega lögum og lofum á vellinum í þessum leik og þeir Björn Ing- ólfsson, Steinar Jóhannsson og Magnús tvívegis, höfðu allir fengið dauðafæri áður en Magn- ús kom tuðrunni loks í netið. Og ekki dró úr dauðafæraflaumnum og þeir Steinar og Óskar Færset sáu báðir markvörð Þróttar verja glæsilega skot sín áður en blasið var til hlés. Síðari hálfleikurinn var þóf- kenndari, en yfirburðir ÍBK þó engu minni, bara heldur lengra á milii dauðafæra. Magnús átti þrjú opin færi sem öll fóru forgörðum, Skúli Rósantsson og Kári Gunnlaugsson voru einnig nálægt því að skora, en Þróttar- ar áttu aðeins eitt sæmilegt færi, er skalli Bjarna Jó geigaði. Tveir leikmenn báru nokkuð af á vellinum, Magnús Garðarsson, sem hins vegar var klaufi að skora ekki meira, og Ágúst markvörður Þróttar, sem bjarg- aði liði sínu frá stórtapi. —Vig. Fyrsti sigur Hauka í sumar Selfyssingar eru enn eina liðið án stiga í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir að þeir töpuðu fyrir Ilaukum 1—0 (0—0) í Hafnarfirði um helgina. Haukar löguðu þar með stöðu sína og eru nú í þriðja neðsta sæti deildar- innar með 4 stig og einu stigi meira en Norðfjarðar Þróttur. Leikurinn var heiid fremur slak- ur, einkum þó af hálfu Selfyss- inga, en þó áttu bæði liðin nokkrar góðar sóknarlotur. Fyrri hálfleikur var fremur jafn og skiptust liðin þá á sóknum og tókst að skapa sér nokkur mark- tækifæri, sem ekki tókst að nýta og voru Haukar þó heldur að- gangsharðari. I seinni hálfleik sóttu Haukar meira í sig veðrið, enda léku þeir undan því, og sóttu nær látlaust að marki Selfyssinga Haukar: Selfoss 1:0 og er um 20 mínútur voru til leiksloka átti Valur Sigurðsson hörkuskot af 30 metra færi í samskeyti selfossmarksins og út á völlinn. Sóknarlotur Hauka buldu á vörn Selfyssinga þar til að Einar Einarsson tók af skarið og skoraði fallegt mark með þrumuskalla eftir hornspyrnu og tryggði Hauk- um þar með sinn fyrsta sigur í 2. deildinni að þessu sinni. Selfyss- ingar sóttu svo í sig veðrið síðustu mínútur leiksins og áttu þá Hauk- ar mjög í vök að verjast og björguðu meðal annars þrisvar sinnum á línu í sömu sókn Selfyss- inga. En þrátt fyrir góða baráttu síðustu mínúturnar uppskáru Selfyssingar ekki eins og sáð var til og því varð enn eitt tap þeirra staðreynd. Eins og fyrr sagði var leikurinn fremur slakur, samspil ónákvæmt en nokkur færi sköpuðust þó, en oftast meira fyrir tilviljun en góðan samleik. Leikkerfi beggja liðanna virtust áhorfendum mjög óljós og mikinn hluta leiktímans var knötturinn utan vallar. Hjá Haukum bar mest á mark- verðinum Guðmundi Hreiðars- syni, sem greip oft vel inn í leikinn og varði það sem á markið kom, Guðmundi Sigmarssyni og Einari Einarssyni. Hjá Selfyssingum bar mest á Anton Hartmannssyni markverði og Heimi Bergssyni. gegn Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00 Heiöursgestir veröa Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri ósamt starfsliöi sínu frá Almenna Bókafélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.