Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981
31
Góð þátttaka í
hestamóti Harðar
Fimm efstu Kædingar i A-flokki, lenjfst til hænri er Þór, en hann
var eístur með 8,21 í einkunn.
Leó sigraði í 400 m stökki. á eftir honum komu þeir Don o«
Stormur á sama tíma en Don da mdur sjónarmun á undan.
IIESTAMÓT Harðar var haldið
lauKardaKÍnn 20. júni að Arnar-
hamri á Kjalarnesi. Danskráin
hófst klukkan tiu fyrir hádetd
með KæðinKakeppni. Eftir hádein
kepptu unKlinKar, i ynKri ok eldri
flokki ok unKhross i tamninKU
voru da'md. Að þessu loknu hófust
kappreiðar. SæmileKt veður var,
skýjað «k þrjú til fimm vindstÍK
sem ekki telst mikil vindhæð hjá
þeim á Kjalarnesi.
ÞeKar Kæðingadómar áttu að
hefjast kom í Ijós að dómarar þeir
er áttu að dæma sáust hvergi og
engin forföll boðuð. Varð því að
grípa til þess ráðs að láta innanfé-
lagsmenn dæma. Samkvæmt mót-
skrá var það hestamannafélagið
Fákur sem átti að útvega dómara.
Efstur að þessu sinni í A-flokki
varð Þór Þorgeirs í Gufunesi og
hlaut hann í einkunn 8,21, knapi á
Þór var Sigurður Sæmundsson. Er
þetta töluvert lakari einkunn en
Þór hefur áður náð, en hann varð
efstur í fyrra. í öðru sæti varð
Sómi Einars Ellertssonar með 8,15
í einkunn. í þriðja sæti varð Fjöður
Friðþjófs Þorkelssonar með 8,06 í
einkunn.
í B-flokki sigraði Safír Arnar
Kjærnested með 8,50 í einkunn.
Knapi á Safír var Aðalsteinn Aðal-
steinsson. Þessi hestur er e.t.v.
kunnari undir nafninu Svarti-Saf-
ír. Annar varð svo Blakkur Herdís-
ar Gunnlaugsdóttur með 8,44 í
einkunn. Knapi á honum var Sigur-
björn Bárðarson. I þriðja sæti varð
svo Snær með 8,27 í einkunn.
Eigandi hans er Einar Ellertsson
og var hann einnig knapi.
Ekki verður annað sagt en þeir
Harðarfélagar séu ósínkir á verð-
launin, en veitt voru fimm verðlaun
í hvorum flokki gæðinga og er það í
annað skipti sem það er gert. Er
það sennilega einsdæmi að veitt
séu svo mörg verðlaun hjá ekki
stærra félagi en Hörður er. Til
gamans má geta þess að Fákur,
sem er langstærsta hestamannafé-
lagið, veitir þrenn verðlaun í sinni
gæðingakeppni, þrátt fyrir að
sýndir gæðingar séu helmingi fleiri
en hjá Herði. Undirritaður telur
ekki ástæðu til að nefna hér fleiri
en þrjá efstu hesta í hvorum flokki.
Efstur í unglingakeppni 10—12
ára varð Sigurður Sveinsson á
Gusti, í öðru sæti varð María
Magnúsdóttir á Spyrnu og í þriðja
sæti varð Sigurbjörn Eiríksson á
Tvist. I eldri flokknum varð efstur
Svanur Hafsteinsson á Prins, í öðru
sæti varð Arna Mathiesen á Feng
og í þriðja sæti varð Kolbrún
Jónsdóttir á Þórbergi. Ástæða er til
að minnast á handahófskennd
vinnubrögð við framkvæmd þessar-
ar unglingakeppni. Keppendur voru
allir í dóm samtímis eins og tíðkast
víða í firmakeppnum, síðan voru
valdir úr þrír keppendur sem dóm-
arar töldu besta og að sjálfsögðu
voru engar einkunnir gefnar.
Af unghrossum í tamningu var
valin best Kolbrún frá Kjörseyri,
eigandi hennar er Jón Kristjánsson
Af unghrossum i tamningu var
valin best Kolbrún frá Kjörs-
eyri. Knapi á henni var Elin
Rósa Bjarnadóttir.
en knapi var Elín Rósa Bjarnadótt-
ir. Sportstyttuna, sem veitt er
snyrtilegasta knapa innan félags-
ins, hlaut að þessu sinni Friðþjófur
Þorkelsson.
Góð þátttaka var í kappreiðunum
en ekki náðist umtalsverður árang-
ur og má þar helst um kenna
mótvindi.
Keppt var í tveimur flokkum í
150 m skeiði, annarsvegar 150 m
nýliðaskeiði þar sem áður óreyndir
hestar kepptu og í hinum flokknum
voru hestar sem keppt hafa áður,
bæði í 250 og 150 m skeiði. Enn ein
útgáfan af þessari keppnisgrein og
sennilega ein sú besta. 1 nýliða-
skeiðinu náði bestum tíma Glaum-
ur, 16,9 sek. Eigandi hans er
Þröstur Karlsson en knapi var
Aðalsteinn Aðalsteinsson. Annar
varð Dagur Harðar G. Albertsson-
ar á 18,0 sek. Knapi á Degi var
Sigurbjörn Bárðarson. í þriðja sæti
varð svo Perla á 20,2 sek. Eigandi
og knapi var Stefán V. Stefánsson.
Og af þeim reyndu var Fjölnir
fljótastur, tími hans var 15,1 sek.
Eigandi hans er Tómas Ragnarsson
og var hann einnig knapi. Hér er á
ferðinni athyglisverður hestur sem
vert er að gefa gaum, en hann er
aðeins 5 vetra gamall, og getur
hann því varla talist reyndur
keppnishestur. Annar varð svo
Börkur Ragnars Tómassonar á 15,6
sek. Knapi var Tómas Ragnarsson.
Það má geta þess að Börkur og
Fjölnir eru báðir frá Kvíabekk. I
þriðja sæti varð svo Fengur Hai'ðar
G. Albertssonar á 16,0 sek. og knapi
á honum var Sigurbjörn Bárðarson.
I 250 m skeiði sigraði Skjóni
Helga Valmundssonar á 23,5 sek.
Knapi var Aðalsteinn Aðalsteins-
son. Annar varð svo Fannar Harð-
ar G. Albertssonar. Er þetta í
fyrsta skipti á þessu keppnistíma-
bili sem Fannar liggur heilan
sprett á kappreiðum. Knapi á
Fannari í þessum spretti var Áðal-
steinn Aðalsteinsson. í þriðja sæti
Að mati dómnefndar var Frið-
þjófur Þorkelsson snyrtilegasti
knapi innan félagsins. Hér sit-
ur hann hryssuna Fjöður írá
Samtúni, en hún varð þriðja í
A-flokki.
varð svo gæðingurinn Þór sem
Þorgeir í Gufunesi á en Sigurður
Sæmundsson sat. Tími hans var
24,9 sek.
í 400 m brokki sigraði Stjarni
sem Ómar Jóhannsson á og sat.
Tími hans var 51,0 sek. Annar varð
svo skeiðhesturinn Fengur á 51,6
sek. Þriðji varð svo Trítill á 56,1
sek. Eigandi hans er Jóhannes Þ.
Jónsson en knapi var Jón Ólafur
Jóhannesson.
t 250 m unghrossahlaupi sigraði
nýja starnan Mansi á 19,1 sek.
Eigandi hans er Sigurjón U. Guð-
mundsson en knapi var Jón Ólafur
Jóhannesson. Önnur varð Vina
Andrésar Sigurðssonar á 19,7 sek.
Knapi á Vinu var Kolbrún Jóns-
dóttir. í þriðja sæti varð Tindur á
19,8 sek. Eigandi er Sverrir Sig-
þórsson, en knapi Sævar Har-
aldsson.
í 300 m stökki sigraði Haukur
Harðar G. Albertssonar á 23,2 sek.
Knapi á Hauk var Hörður Þ.
Harðarson. Annar varð Tvistur á
23,5 sek. Eigandi hans er Garðar
Hreinsson en knapi var Kolbrún
Jónsdóttir. í þriðja sæti varð svo
Gauti sem Haraldur Sigurgeirsson
á, en Sævar Haraldsson sat. Tími
hans var 23,6 sek.
í 400 m stökki sigraði Leó á 30,6
sek. Eigandi hans er Baldur Bald-
ursson, en knapi var Jón Ólafur
Jóhannesson. Annar varð Don á
30,9 sek. Eigandi hans er Hörður G.
Albertsson, en knapi var Hörður Þ.
Harðarson. Sjónarmun á eftir Don
var Stormur Hafþórs Hafdal.
Knapi á honum var Kristján Har-
aldsson. Er þetta í fyrsta skiptið í
ár sem Stormur hleypur á kapp-
reiðum en eins og kunnugt er þá
var hann nær ósigrandi í fyrra í
350 m stökki.
Að loknum kappreiðum fór fram
verðlaunaafhending og var þá mik-
ið um dýrðir. V.K.
ÓTRÚLEGT - EN SATT...
TÖLVUKERFI MEÐ FORRITUM Á 55.000 KR.
hentar 90% íslenzkra fyrirtækja.
Fjárhagsbókhald
íslenzkir stafir jafnt á
skermi sem prentara.
Tölvubúðin
Laugavegí20 A.
Viðskiptamannabókhald
Birgðabókhald
Launabókhald
Tollvörugeymsla
UTTIKTA..IIOMI
'mtW
I -.r | r—‘
,«.*t
U.J
Ritvélagæöi á útskrift.
Sími 25410
Sýningarkerfi á staönum.