Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNI 1981
N ýlistatónleikar
Nýlistatónlistamennirnir
Makolm Goldstcin ok Philip
Corner fluttu tónsmíðar o«
KjörninKa á vejíum Musica
Nova í Norræna húsinu fyrir
nokkru.
Nýlistatónlist er nokkurs kon-
ar andsvar við forskrift þeirri
sem hefðbundin iðkun tónlistar
er njörfuð í og leit að nýjum
leiðum til tjáninga tilfinninga
með „skipulögðum impróvisasj-
ónum eða spuna á leikrænum
theatrölskum grundvelli, „eins
og tilgreint er í efnisskrá. Þeir
sem alfarið binda sig við gamla
skipulagið í gerð og flutningi
tónlistar telja gjarnan nýlista-
tónlist vera afsprengi og fórnar-
lamb firringarinnar eða jafnvel
firringuna sjálfa. Heils árs
ráðstefna dygði ekki til um-
ræðna um þessi mál og lausn
verður ekki fundin nema í ævi-
starfi margra listamanna og þá
dugar ekkert minna en heil ævi
til að nema, sjá og heyra, án þess
að vera viss um að lausnin verði
nokkrun tíma fundin. Verði
lausnin einhvern tíma fundin,
mun það þýða dauða fyrir alla
listsköpun á einn hátt og allar
kenningar um listir sem eiga
bezt heima á legsteinum. Það
sérkennilega við stöðu listar í
dag er hversu víðfeðm þekking
manna er á listsköpun frá öllum
tímum, sem er verk fjölmiðla og
gerir öllum nýskapendum mjög
erfitt fyrir. Listskapendur flokk-
ast í gamaldags, „moderne" og
nýlistamenn. Gamaldags kallast
þeir sem sækja tæknigrundvöll
sinn aftur til aldamótanna,
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
„moderne" er nema skólaspeki
þá sem eldskírð var á tímabilinu
1900 til 1950 og nýlistamenn sem
gefa frat í allar kenningar, bæði
er varðar markmið og gerð
listaverka. Þeir vilja ekki kalla
verk sín tónverk, og til að hiusta
á og meta slík verk er ógjörning-
ur að miða við þá þekkingu sem
öll eldri tónlist er mótuð af.
Þessi mótsetning þekkingar og
lifunar er vegna þess að í lifun
nýlistamanna er verið að nálgast
það upprunalega, það frumstæða
og vegna margvíslegra áhrifa
menntar og menningar er mjög
erfitt fyrir skapendur og hlust-
endur að sættast á markmið og
gerð slíkra verka. Þá er það
augijóst að til að nálgast þennan
uppruna liggur beinast við að
athuga þá frumstæðu menningu,
sem enn er við lýði víða í
heiminum og er varðar upp-
færslu þá er hér um ræðir, segist
Corner sækja hugmyndir sínar
til gamelan-tónlistar frá Indó-
nesíu. Fyrsta upplifunin eftir
Corner heitir Mayja og er hugs-
uð fyrir píanó og fiðlu, þar sem
píanóinu er ætlað að líkja eftir
gamelan-leik og fiðluleikaran-
um, sem bæði myndar raddhljóð
og hljóð á fiðluna, er ætlað að
flytja tilfinningalegt innihald
verksins. Fiðluleikarinn kann
sitt hlutverk mjög vel og var
leikur hans áhrifamikill á köfl-
um. Eitt af því sem er sameigin-
legt allri frumstæðri tónlist, er
„impróvisasjónin", sem er og
frumgerð allrar sköpunar, en
WÞað væri þarft verk
að fá til landsins fleirí
slíka, til að hrísta af
mönnum venjudrung-
ann og opna sýn til
nýrra hugmynda í
listsköpun, íhalds-
sömum gamal og „mod-
erne“ listamönnum til
viðvörunar um að þeir
séu farnir að rjátla við
sína eigin legsteina. 44
munurinn á henni og þeirri
„listrænu" er, að þegar impróvis-
asjónin er rituð gefst tækifæri
til að velja og hafna. Það væri
fróðlegt að fylgjast með því er
fiðluleikarinn reyndi að rita
niður þessar impróvisasjónir og
athuga hverjar breytingar yrðu
á rituðu og leiknu gerðinni. Það
sem vill oft vera ráðandi í
impróvisasjón, er endurtekning
hugmynda og kom þetta greini-
lega fram í næsta verk Sound-
ings, eftir Goldstein, sem er
hugsað fyrir einleiksfiðlu. í því
verki mátti heyra margt af því
sem fiðluleikarinn notaði í
fyrsta verkinu og einnig þessa
endalausu endurtekningu, sem
verkar eins og hugsanlega stöðn-
un eða þráhyggja. Þriðja verkið,
Elementals, eftir Corner, er
dæmigert fyrir þá miskunnar-
lausu þráhyggju sem oftlega
kemur fram í nýlistaverkum.
Verkið er einn tónn leikinn á
fiðlu og píanó án nokkurrar
tilbreytni í 15 mínútur. Síðasta
verkið, The Seasons: Vermont/
Summer eftir Goldstein, var
bæði skemmtilegt og ekta ný-
listaverk, þar sem tónmyndunin
var ekki aðeins miðuð við hljóð-
færi og fengist var við fleira en
hljóðfæraleik. Það er út í hött að
ætla sér að lýsa verkinu sem er
geðþekk tónsmíð og í heild var
það vel útfært. Fiðluleikarinn,
Goldstein, er áreiðanlega leikinn
á fiðlu eftir gamla fasteignamat-
inu en ekki verður neitt reglu-
lega dæmt um ágæti Corners á
píanó, sem gerði ekki mikið
annað en að síslá nokkrar nótur.
í heild voru tónleikarnir ár-
ekstralitlir og ekki fengist við
neitt háskalegt, en það sem var
áberandi við alla uppfærsluna,
var hversu flytjendur voru sjálf-
um sér samkvæmir og trúir
hugmyndum nýlistamanna. Það
væri þarft verk að fá til landsins
fleiri slíka til að hrista af
mönnum venjudrungann og opna
sýn til nýrra hugmynda í list-
sköpun, íhaldssömum gamal og
„moderne" listamönnum til við-
vörunar um að þeir séu farnir að
rjátla við sína eiginjegsteina.
Jón Ásgeirsson
á þök, loft og veggi
Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum.
Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér
óhreinindum og þarf aldrei að mála.
Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það
er ódýrara þegar til lengdar lætur.
Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á
veggi og loft - úti sem inni.
Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og
ráðleggingar ef óskað er.
kzay&imwm
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
Drengjakór dómkirkjunnar
í Tromsö heldur tónleika
TÓNLEIKARNIR verða i Há-
teigskirkju i kvöld kl. 9 og nk.
laugardag 27. júni kl. 5 sd.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Kórinn er 25 ára um þessar
mundir og hefur i áranna rás
sungið víða, bæði heima í Noregi
og erlendis. Hann hefur m.a.
farið í tónleikaferðir til Þýska-
lands og Austurríkis, einnig til
hinna skandinavísku landanna og
Englands.
Á afmælisárinu var ákveðið að
leggja upp í ferð til „Sögueyjunn-
ar“ og þeir félagar hófu söng sinn
hér við messu í Dómkirkjunni sl.
sunnudag. Fullskipaður telur
kórinn 40 drengjaraddir og 20
karlaraddir til aðstoðar. Hann er
ekki fullskipaður hér, en hljóð-
færaleikarar eru til aðstoðar, þar
á meðal Peter Cousins orgelleik-
ari. Söngstjóri er Helge Söberg
dómorganisti frá Örsta á Sunn-
mæri.
Á söngskrá eru mörg mjög
falleg kórverk eftir þekkta höf-
unda, en einnig sálmalög úr
norður-norskri og samískri þjóð-
lagahefð.
Sem fyrr segir verða tónleikar
kórsins í Háteigskirkju í kvöld kl.
9 og á laugardag kl. 5.
Kirkjuhvolsprestakall
Miðnætur-
guðsþjónusta
Miðnæturguðsþjónusta í Hábæj-
arkirkju miðvikudaginn 24. júní kl.
23. Kórar Árbæjarkirkju, Hábæj-
arkirkju og Kálholtskirkju syngja
saman. Arnór Egilsson læknir á
Hellu prédikar.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir sókn-
arprestur.
Sundlaugin á Varmalandi
opin almenningi í sumar
SUNDLAUGIN á Varmalandi i
Stafholtstungum hefur verið
opnuð almenningi. Sundlaugin
verður opin frá kl. 10 til 21.30
alla daga nema mánudaga og
fimmtudaga. en þá er lokað á
kvöldin vegna sundæfinga.
Aðsókn að sundlauginni hefur
oft verið mikil yfir hásumarið
enda hefur skapast úrvalsaðstaða
með nýjum búningsklefum og
staðurinn vel í sveit settur fyrir
ferðafólk og dvalargesti á sumar-
bústaðahverfunum í Munaðarnesi,
Bifröst og Svignaskarði.
Ungmennafélag Stafholts-
tungna annast rekstur sundlaug-
arinnar og er Guðmundur Jensson
íþróttakennari forstöðumaður
hennar nú. |j]jj