Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 21 Stu Johnson til KR? MBL. IIEFUR nokkuð góðar heimildir fyrir því, að handaríski körfuknattleiksmaðurinn Stu Johnson muni leika með KR i úrvalsdeildinni á næsta keppnis- timahili. Að vísu náði fékkst frétt þessi ekki staðfest, en Johnson mun að minnsta kosti hafa átt viðræður við KR. Johnson hefur leikið áður hér á landi, nánar tiltekið með Ármanni. Hann skaddaðist á auga þann sama vetur. en hefur náð sér af þeim meiðslum. Ilann var talinn á sínum tima einn sterkasti korfuknattleiksmaður sem hér hefur leikið, en hann er risi mikill að vexti. STAÐAN Staðan í 1. og 2. deild fylgir hér að neðan, einnÍK úrslit i leikjum hclKarinnar. Á blað- síðum 22—25 er greint frá Islandsmótinu i knattspyrnu i máli og myndum. Áðeins tveggja leikja í 2. deild er ckki getið inni í blaðinu, leiks Völsunga og ÍBÍ og leiks Fylkis og Reynis sem fram fór í gærkvöldi. Þeir eru því háðir á þessari siðu. En stað- an er nú þessi: 1. deild: FII — Fram 5—1 KR — Þór 0—0 Akranes — Vikingur 0—1 Valur — Breiðablik 0—0 KA — ÍBK frestað Staöan er nú þannig: Vikingur 7 5 11 11—4 11 Breiðahlik 7 2 5 0 6—3 9 Valur 7 3 2 2 12-6 8 ÍBV 6 3 2 1 9-6 8 Akranes 7 2 3 2 4—5 7 Fram 7 1 4 2 5-8 6 KA 5 2 1 2 7-4 5 Þór 6 1 3 2 3-8 5 KR 7 1 2 4 4-10 4 FH 7 11 5 9-15 3 2. deild: Völsungur — ÍBÍ 2—1 ÍBK — Þróttur, Nes. 1—0 Skallagr. — Þróttur.R 0—1 Haukar — Selfoss 1—0 Staðan er nú þannig: Keflavik 6 5 0 1 14-5 10 Reynir 5 3 2 0 6 — 1 8 Þróttur, R. 6 3 2 1 7—2 8 ÍBÍ 6 3 2 1 9-6 8 Völsungur 6 3 12 11—8 7 Fylkir 5 2 1 2 4-5 5 Skallagr. 6 2 1 3 5-6 5 Ilaukar 61 23 4 —12 4 Þróttur, N 6 1 1 4 6—9 3 Selfoss 6 0 0 6 1-13 0 Leikur Fylkis og Reynis er ekki reiknaður i þessa töflu. Ilelga Halldórsdóttir hreppti einu gullverðlaun tslands í Barcelona. Ilelga Ilalldórsdóttir, hlaupakon- an snjalla úr KR, gerði sér litið fyrir og sigraði í 100 metra grindahlaupi á Evrópumóti kvenna í frjálsum íþróttum. sem fram fór i Barcelona á Spáni um helgina. Þar kcppti ísland i riðli með Spánverjum, Portúgölum og Grikkjum. Helga hljóp grindina mjög vel og tími hennar var 14,14 sekúndur, en næsti keppandi, portúgalska stúlkan, hljóp á 14,38 sekúndum. íslenska sveitin hafnaði annars í fjórða og neðsta sætinu i keppninni, hlaut 28 stig, eða 6 stigum minna en Portúgal, sem hafnaði i þriðja sætinu. Spánverjar sigruðu, hlutu 44 stig. en Grikkland hlaut einnig 44 stig. Þær Sigríður Kjartansdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórdís Gísladóttir náðu allar þeim ár- angri að hafna i öðru sæti sinna greina. Sigríður varð önnur í 400 metra hlaupi, hljóp á 56,53, á meðan að sigurvegarinn, Grikk- inn, hljóp á 56 sekúndum sléttum. Ragnheiður Ólafsdóttir varð önn- ur í 1500 metra hlaupi, tími hennar var 4:28,84 mínútur, en tími sigurvegarans var 4:26,99 Evrópumótið í Barcelona: Helga sigraöi í 100 m grind — ísland einnig í þremur silfursætum — rak þó lestina í stigakeppninni mínútur. Sú spænska sigraði í þessari grein. Þá varð Þórdís Gísladóttir í öðru sæti hástökks- ins, en hún stökk hæst 1,76 metra. Spænska stúlkan var sterkust í þessari grein, lyfti sér yfir 1,79 metra. Af öðrum íslenskum keppendum er það að segja, að Geirlaug Geirlaugsdóttir setti nýtt íslenskt telpna- og meyjamet í 100 metra hlaupi, er hún hljóp spottann á 12,35 sekúndum. Það nægði þó aðeins til fjórða sætisins, Portúgal sigraði á 11,93 sekúndum. Islenska sveitin í 4x400 metra boðhlaupinu varð þriðja á 3:46,75, en aðrir keppendur íslenska liðsins máttu láta sér lynda „júmbósætin". Oddný Árnadóttir varð fjórða í 200 metra hlaupi, hljóp á 25,08 sekúndum, meðan sigurvegarinn stakk sér í mark á 23,71 sekúndu. Hrönn Guðmundsdóttir varð fjórða í 800 metra hlaupi, tími hennar var 2:17,88. Guðrún Karls- dóttir rak lestina í 3000 metra hlaupi, 10:51,11 mínútur, en sigur- tíminn var 9:19,34 mínútur. Valdís Hallgrímsdóttir smalaði í 400 metra grindahlaupi, tími hennar var 63,99 sekúndur, en sigurtím- inn var 59,85. Bryndís Hólm náði ekki að veita keppni í langstökki, hún hafnaði þar í neðsta sætinu og stökk lengst 5,60 metra. Portú- galska stúlkan sigraði með stökk upp á 6,19 metra. Loks átti ísland lakasta tímann í 4x100 metra boðhlaupi, 48,18 sekúndur á sama tíma og Spánn var að sigra í greininni á 46,24 sekúndum. ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra í Svíþjóð hefur boðið 25 fötluðum börnum á aldrinum 12—16 ára til þátttöku á iþróttamóti i Rönneby daganna 26.-28. júní. íþróttafélag fatlaðra hér á landi hefur þekkst boðið og hér að ofan má sjá islensku þáttakendurna. Þess má geta, að Kiwanis-klúbb- arnir Jörvi, Nes, Hekla og Geysir hafa gcfið ÍF 66.000 króna gjöf til þess að fjármagna ferðina. Ljósm. Guðjón. Óskabyrjun færði Völs- ungi tvö stig SANNKÖLLUÐ óskabyrjun færði Völsungi tvö stig í 2. deild Islandsmótsins i knattspyrnu um helgina, er ÍBÍ , án Jóns Oddssonar. kom í- heimsókn. Ilörður Benónýs- son skoraði á fyrstu minútu og Olgeir Sigurðsson úr víti aðeins sjö mínútum síðar. Gestirnir sóttu nokkuð í sig veðrið. en náðu þó ekki að rétta hlut sinn svo heitið gæti. Að vísu tókst Haraldi Stefáns- syni að minnka muninn síðar i leiknum. Óskar til Texas! „ÉG ER búinn að fá mjög gott tilhoð frá háskólanum í Ilous- ton i Texas, en það er sá skóli sem ég keppti fyrir þegar ég vann bandariska meistaramótið i kúluvarpi. Þeir hafa boðið mér að koma aftur og keppa fyrir skólann og ég hef þegið hK)ð þeirra. Ég mun halda til Texas í septcmber i haust. Ég mun keppa frekar lítið og taka það rólega i sumar þar sem ég er í frekar erfiðri vinnu, en leggja áherslu á að ná goðum árangri na'sta vor.“ sagði Óskar Jakobsson kringlukast- ari i viðtali við Morgunhlaðið. Markasúpa á Króknum SAUÐKRÆKLINGAR voru heldur betur á skotskónum um helgina er USAH sótti þá heim í þriðju deildinni. Tindastóll sigraði með sjö mörkum gegn engu og skoraði Örn Ragnars- son tvö markanna og Sigurjón Magnússon. Birgir Rafnsson. Björn Sverrisson, Leifur Harð- arson og Sigurfinnur Sigur- jónsson eitt mark hver. Úrslit í D-riðlinum urðu þessi: KS — Leiftur 1:0 (0:0) Tindastóll — USAH 7:0 (3:0) I E-riðli voru einnig tveir leikir á dagskrár: Dagbrún — HSÞ 1:3 (1:1) Magni — Árroðinn 1:2 (0:1) Hörður Júlíusson var hetja Siglfirðinga. Hann skoraði eina mark leiksins gegn Leiftri. Hörður varð síðan fyrir því óhappi í leiknum að nefbrotna. Jónas Skúlason kom mikið við sögu í leik Dagsbrúnar og HSÞ b. Hann skoraði tvö marka Mývetninga og síðan brenndi hann af vítaspyrnu, — skaut framhjá markinu. Þorlákur Jónsson skoraði þriðja mark þeirra. Mark Dagsbrúnar var þannig að Zophanías Árnason skaut á markið, knötturinn fór í varnarmann og í netið. Á Greni- vík sigraði Árroðinn Magna með mörkum Hafbergs Svanssonar og Baldvins Þórs Harðarsonar en Hringur Hreinsson svaraði fyrir heimamenn. — sor Frestað FRESTA varð leik KA og ÍBV i 1. deild sem fram átti að fara á Akureyri um hclgina þar sem ekki var hægt að fljúga til Eyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.