Morgunblaðið - 23.06.1981, Side 30

Morgunblaðið - 23.06.1981, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Heimsókn forseta íslands í Strandasýslu: Fyrsta sinn í sögu lands- ins að saman fara kon- ur í þessum embættum Hér hoilsar sýslumaður Strandasýsiu, Hjördis Hákonardóttir, forseta íslands, Vijfdísi Finnbogadóttur, á sýslumörkum Dalasýslu og Strandasýslu á Laxárdalsheiði. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Hjördis sýslumaður lýsir kennileitum fyrir forsetanum úr Grimseyj- arvita á Steinirrímsfirði, en þanirað var farið i gærmorgun. Frá llildi II. SÍKurtardóttur hlaóamanni Mhl. á Hólmavik. SÝSLUMAÐUR Stranda- sýslu, Iljördís Hákonar- dóttir, tók á móti forseta íslands á sýslumörkum Dala- ok Strandasýslu á Laxárdalsheiði á sunnu- das, en þangað fylgdi sýslumaður Dalasýslu forseta. Var ekið sem leið lá norður á Hólmavík og haldið að grunnskólan- um, en þar beið marg- menni. Segja má að mikið sé um dýrðir hjá Strandamönnum þessa dagana því bæði forseta- heimsókn og menningarvaka standa sem hæst, en menning- arvaka Strandamanna hófst sama dag og forsetann bar að garði. Gengu forseti og sýslu- maður í húsið og var það í fyrsta sinn í sögu þessa lands að saman fari tvær konur, sem þessum embættum gegna. Hjördís Hákonardóttir sýslumaður flutti ávarp og bauð forseta íslands velkom- inn í Strandasýslu og lýsti hún ánægju sinni yfir því að svo vel skyldi vilja til að menning- arvakan stæði yfir meðan á heimsókn forseta stæði, því Vigdísi Finnbogadóttur treysti hún manna bezt til að sýna frjórri menningu í hvaða mynd sem væri skilning. Vigdís talaði því næst og minntist einnig á gildi menn- ingarinnar og það hve ánægju- legt væri að sjá hana dafna svo vel í sveitum landsins. Vék hún síðan nokkrum orðum að listamanninum Isleifi Kon- ráðssyni, en sýning á verkum hans er nú uppi í grunnskóla Hólmavíkur og opnaði forseti hana. Eftir að hafa snætt kvöld- verð í sýslumannsbústaðnum, en þar gistir forseti meðan á dvölinni stendur, var haldið að félagsheimilinu Laugarhóli í Bjarnafirði. Þar sýndi Þjoð- leikhúsið leikritið „í öruggri borg“ eftir Jökul Jakobsson. Vigdís Finnbogadóttir ásamt Karli Loftssyni oddvita Hólmavikur um borð i Sigurbjörgu sem sigldi með forsetann og fylgdarlið til Grímseyjar og Drangsness. Sýslumaður Strandasýslu, Hjördís Hákonardóttir, tók á móti Vigdísi Finnbogadóttur á Laxárdalsheiði Forsetinn og fylgdarlið ásamt sýslumanni Strandasýslu og heima- mönnum að Laugarhóli sátu á sunnudagskvöld sýningu Þjóðleikhúss- ins á leikritinu „I öruggri borg“ eftir Jökul Jakobsson. Forseti opnar málvcrkasýningu i grunnskólanum i Hólmavik og setur þar meó menningarvöku Strandasýslu 1981. Fjölmenni var við höfnina á Drangsnesi, er forsetinn og fylgdarlið komu þangað i gær, eins og sjá má. Á hægri hönd forsetans er Þórir Haukur Einarsson oddviti i Kaldrananeshreppi. en hann tók á móti forsetanum á bryggjunni. 11« * **» **«■••*«•*• «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.