Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981
23
f
3. Finnerty írl.
4. Laures Lux.
5. Hjörtur ísl.
800 metra hlaup
I 800 metra hlaupinu virtist allt
geta gerst, því allir áttu mjög
svipaðan árangur. Millitíminn á
fyrstu 400 metrunum var 57,0
sekúndur og var Gunnar Páll
Jóakimsson í forystu fyrstu 300
metra hlaupsins. Á síðari hring
var hraðinn aukinn til muna og
þegar 200 metrar voru eftir í
markið hófu keppendur mikinn
sprett. Þá kom í ljós, að Gunnar
Páll gat ekki fylgt keppinautum
sinum eftir. Eftir hlaupið sagði
Gunnar, að hann hefði fengið
krampa, og tognun í kálfa sem
(Jrslit:
1. Timurlenk Tyrkl. 1:51,46
2. Jensen Danm. 1:51,71
3. O’Hara írl. 1:52,50
4. Becker Lux. 1:52,94
5. Gunnar Páll 1:53,91
Sleggjukast
Óskar Jakobsson þurfti að
keppa fyrir Islands hönd í sleggju-
kasti, hann tók enga áhættu þar
sem kringlukastið var strax á
eftir, kastaði aðeins þrjú köst og
það lengsta var 52,58 metrar.
Irinn Eagan var hinn öruggi
sigurvegari, kastaði 66,28 metra.
Úrslit:
1. Eagan írl. 66,28
2. Fisker Danm. 59,90
3. Sel Tyrkl. 55,30
4. Óskar ísl. 52,58
5. Potz Lux. 48,00
Úrslit:
1. Brian írl. 8:49,63
2. Het Tyrkl. 8:51,53
3. Nielsen Danm. 9:06,57
4. Ágúst ísl. 9:17,71
5. Becker Lux. 9:49,52
Millitíminn eftir 1500 metra var
4:24,1 mínútur.
200 metra hlaup
Það fór kliður um hina fjöl-
mörgu áhorfendur, þegar skotið
reið af í 200 metra hlaupinu og
ljóst var að keppendurnir frá
Danmörku og Luxemborg náðu að
þjófstarta gróflega. Hlaupararnir
voru ekki kallaðir til baka og voru
það mikil mistök hjá ræsi. Oddur
Sigurðsson lét það ekki á sig fá,
hljóp mjög glæsilega og sýndi
hversu sterkur hlaupari hann er.
Hann var kominn með 5 metra
forskot eftir 100 metra og leyfði
sér að slaka verulega á í lokin.
Hann hafði ekkert að óttast,
slíkur yfirburðasigurvegari var
hann. Á því leikur enginn vafi, að
Oddur á eftir að setja nýtt ís-
landsmet í 200 metrunum á þessu
sumri. Annar í hlaupinu var
Tyrkinn Abrasali.
Úrsiit:
1. Oddur ísl. 21,55
2. Kabrasali Tyrkl. 22,01
3. Kieran írl. 22,04
4. Martinelli Lux. 22,06
5. Karlsen Danm. 22,26
15,10
15,42
15,47
• Einar Vilhjálmsson, sigurveg- • Jón Oddsson tekur við verft-.
ari i spjótkasti. launum sínum fyrir langstökkift. Stangarstökk
hann fékk fyrir skömmu hefði
tekið sig upp. „Það voru mikil
vonbrigði fyrir mig, að geta ekki
gert betur, þar sem ég var búinn
að búa mig vel undir mótið," sagði
Gunnar. Gífurleg barátta var i
hlaupinu milli Tyrkjans og Dan-
ans, þeir hlupu svo til samsíða
síðustu 100 metrana, en á mark-
línunni kastaði Tyrkinn sér fram
og náði að sigra naumlega.
3.000 m Krind
Ágúst Ásgeirsson keppti fyrir
íslands hönd í þessu hlaupi. Hann
hafnaði í fjórða sæti, hljóp á
9:17,71, en það er nokkuð langt frá
hans besta tíma, en eins og
kunnugt er, á Ágúst íslandsmetið
í greininni, 8:54,0. Tveir hleuparar
höfðu algera yfirburði í þessari
grein, írinn Brian og Het frá
Tyrklandi.
Ekki ánægóur með
árangur minn
- segir Sigurður T. Sigurðsson
„ÉG ER iangt frá þvi að vera
ána'gftur meft árangur minn á
mótinu hérna, ég var vel yfir
5,10 metrum, en gerfti smávægi-
leg mistök i sjálfri atrcnnunni.
Mér varft á að taka siðustu
skrefin of löng i stað þess að
stytta skrefin og auka hraðan,“
sagfti íslandsmethafinn i stang-
arstökki, Sigurður T. Sigurðs-
son eftir keppnina i Luxem-
borg. „Ég veit þó eftir keppn-
ina, að ég get gert betur, en mig
vantar stífari stöng til að
stökkva með. Þá stöng ætla ég
að kaupa i Þýskalandi ef pen-
ingaráðin leyfa,“ sagði Sigurð-
ur og brosti. „Ég er ákveðinn að
reyna að æfa af krafti og bæta
tslandsmetið, þetta mót hér i
Luxemborg var mikil reynsla
fyrir mig, ég er óvanur alþjóð-
legum mótum og þetta herðir
mann upp,“ bætti Sigurður við.
Framfarir Sigurðar hafa verið
mjög miklar, sumarið nú er
annaö keppnistímabil hans.
Fyrir tveimur árum keppti hann
á einu móti t september, stökk
þá 4,20 metra. i fyrra bætti hann
sig í 4,60 metra og í sumar hefur
hann stokkið 5,05 metra á æfing-
um, en 5 metra slétta S keppni,
sem er nýtt íslandsmet. Þetta
sýnir best hinar miklu framfarir
hjá Sigurði en hann varð fyrstur
íslendinga til þess að stökkva 5
metra í stangarstökki.
Það var ekki laust við að
íslensku keppendurnir biðu
spenntir eftir því hvað Sigurður T.
Sigurðsson myndi gera í stang-
arstökkinu. Byrjunarhæðin var 4
mertrar og þá hæð felldi írinn
Hennesy þrisvar sinnum og hlaut
írland því ekkert stig fyrir stang-
arstökkið. Næsta hæð var 4,20
metrar og þá felldi Luxemborgar-
maðurinn Eschleck hæðina þrisv-
ar sinnum og var þar með úr leik.
Þá voru aðeins þrír keppendur
eftir og þeir báðu um að ráin yrði
hækkuð í 4,50 metra. Sigurður og
Tyrkinn fóru léttilega yfir í fyrstu
tilraun, en Daninn Jensen fékk
rána hækkaða í 4,60 metra og fór
yfir hana í fyrstu tilraun. Þeirri
hæð slepptu Sigurður og Tyrkinn.
Næst var hækkað í 4,70 metra,
Sigurður fór yfir í annari tilraun,
Tyrkinn í þeirri fyrstu, en Daninn
sleppti hæðinni. Sigurður sleppti
næstu hæð, sem var 4,80 metrar,
en Daninn fór yfir í annari
tilraun. Tyrkinn felldi hins vegar
þessa hæð tvívegis og hætti síðan
keppni. Næst var hækkað í 4,90
metra og þá voru aðeins tveir
keppendur eftir, Sigurður og Dan-
inn. Það var farið að fara um
íslenska liðið, er Sigurður var
búinn að fela þessa hæð tvívegis,
en í þriðja stökkinu sýndi hann
mikið öryggi í atrennunni og
uppstökkinu og fór glæsilega yfir.
Daninn Jensen felldi hæðina einn-
ig tvívegis og ákvað síðan að taka
mikla áhættu með því að sleppa
síðasta stökki sínu og nota það á 5
metra. Það sýndi hversu vanur
keppnismaður hann er, að hann
stökk yfir hæðina í fyrstu tilraun.
• Sterku karlarnir Hreinn og
Óskar. Sigurvegarar i kúlu og
kringlukasti.
Sigurður felldi illa 5 metrana í
fyrsta stökki sínu, var vel yfir 5
metrum í öðru stökki, en felldi
með hendinni á niðurleið. En í
sinni þriðju og síðustu tilraun fór
hann hátt og glæsiiega yfir.
Næsta hæð var 5,10 metrar og átti
Sigurður tvær mjög góðar tilraun-
ir við þá hæð. Var vel yfir ránni í
síðustu tilrauninni, en hafði rétt
aðeins snert hana. Hún hristist,
en féll ekki niður fyrr en um það
leyti sem Sigurður lenti á dýn-
unni. Daninn felldi þessa hæð
gróflega þrisvar sinnum, en stóð
uppi sem sigurvegari eftir klók-
indalegt keppnisbragð.
Úrslit:
1. Jenson Danm. 5 m
2. Sigurður ísl. 5 m
3. Asikata Tyrkl. 4,70 m
4. Schleck Lux. 4 m
5. Hennesay írl. felldi byrj.hæð
Kringlukast
Óskar Jakobsson var hinn ör-
uggi sigurvegari, kastaði því sem
næst tíu metrum lengra en næsti
maður. „Þegar munurinn er svona
mikill á mér og næstu keppendum,
og um enga keppni er að ræða, er
varla að maður hafi skap til að
beita sér,“ sagði Óskar eftir
keppnina.
Úrslit:
1. Óskar ísl. 60,66
2. Andreasen Danm. 51,10
3. Karabiyk Tyrkl. 49,02
4. Sweeney írl. 47,00
5. Duponte Lux. 41,28
Þrístökk
Tveir menn náðu að stökkva yfir
15 metra í þrístökkinu, Tyrkinn
Erbech sem sigraði, stökk 15,11
metra og Knutsen frá Danmörku,
sem stökk 15,03 metra Friðrik Þór
Óskarsson stökk 13,23 metra í sínu
fyrsta stökki, en bætti sig síðan í
hverju stökki eftir það og í sínu
síðasta stökki náði hann þriðja
sætinu, stökk 14,85 metra. „Ég er
ekki nægilega ánægður með
frammistöðu mína,“ sagði Friðrik
Þór, „því að á góðum degi á ég
hæglega að geta stokkið yfir 15
metra.“
Úrslit.
1. Erbec Tyrkl. 15,11
2. Knutsen Danm. 15,03
3. Friðrik ísl. 14,85
4. Power Irl. 14,55
5. Kipgen Lux. 13,20
5 km hlaup
írinn John Treacy sigraði í
þessu hlaupi á 14:09,77 mínútum.
Hann hljóp mjög létt og skemmti-
lega, tók mikinn endasprett síð-
ustu 200 metrana og sigraði
Tyrkjann Ayaz örugglega. Þessir
tveir keppendur voru í algerum
sérflokki i greininni. Sigurður P.
Sigmundsson kom lang síðastur í
mark og hljóp langt frá sínum
besta tíma. Tími fyrstu manna
eftir 3 km var 8:22,34 mínútur.
Úrslit:
1. Treacy írl. 14:09,77
2. Ayaz Tyrkl. 14:10,84
3. Sörensen-Danm. 14:35,59
4. Mellina Lux. 14:48,19
5. Sigurður P. ísl. 15:29,99
4x400 m boðhlaup
Vegna töluverðra meiðsla í ís-
lenska hópnum breyttist íslenska
boðhlaupssveitin verulega. ís-
lenska sveitin náði mjög slökum
tíma, hljóp á 3:29,44 mínútum.
Sigurður Sigurðsson hljóp fyrsta
sprettinn fyrir ísland og millitími
hans var 55,5 sekúndur og eftir
fyrsta sprettinn átti íslenska
sveitin aldrei neina möguleika.
Millitímar Jóns Diðrikssonar og
Jóns Oddssonar, sem hlupu annan
og þriðja sprett voru all þokka-
legir, Jón Driðriksson hljóp á 51,0
sekúndum og Jón Oddsson, sem
kom inn sem varamaður og er
óvanur 400 metra hlaupari, komst
mjög vel frá sínum spretti. Oddur
Sigurðsson hljóp síðasta sprettinn
fyrir ísland og hljóp vel þó hann
væri langt á eftir. Hljóp hann létt
í gegn á 49,9 sekúndum.
Úrslit:
l.Sveit Danm. 3:11,41
2. Sveit írl. 3:11,96
2. Sveit Tyrkl. 3:16,91
4. Sveit Lux. 3:22,46
5.Sveit ísl. 3:29,44
• Oddur Sigurðsson sigrar i 200 metra hlaupinu. Myndir tók þr.
Ætla að setja Islands-
met í 200 metra hlaupi
ÞAÐ LÉK enginn vafi á þvi. að
Oddur Sigurðsson var maður
mótsins í Luxemborg. Yfirleitt
einbeita keppendur sér að einni
grein á svona mótum, en Oddur
þurfti fimm sinnum að bregða
sér i gaddaskóna og taka
sprett. Oddur keppti i 100, 200
og 400 metra hlaupum og i
báðum boðhlaupunum. Blaða-
maður Mbl. ræddi við Odd eftir
keppnina og innti hann eftir
því hvort hann væri i betri
æfingu en áður. „Ég hef aldrei
æft jafn mikið og nú. ég stund-
aði nám við háskólann í Hous-
ton í Texas og heí verið að
keppa stanslaust siðan i febrú-
ar. Ég er búinn að keppa 20
sinnum i 400 metra hlaupi og
all oft i 100 — 200 m og boð-
hlaupum og þvi hefur verið á
mér geysilega mikið álag. Það
sem mig vantar helst þessa
stundina, er meiri snerpa. Það
er ekkert launungarmál, að ég
stefni að því að setja Islandsmet
i 200 metra hlaupi i sumar. Það
verður hins vegar erfiðara að
setja met i 400 metra hlaupi og
þetta fer töluvert eftir þvi hvort
keppt er á mótum erlendis eða
heima. Ég stefni að þvi að
komast á heimsleika stúdenta.
en þeir fara fram i júlílok i
Búdapest í Ungverjalandi og
reyna að ná góðum árangri þar.
Þegar keppnistímabilinu lýkur
í haust mun ég fara aftur út til
Houston, þar sem ég stunda nám
og þar ætla ég mér að æfa af
miklum krafti og öðruvísi en
áður. Ég ætla að sleppa öllum
innanhússkeppnum og reyna að
mæta sterkur til leika í utan-
hússmótin á næsta sumri og ná
einu sinni virkilega góðu keppn-
istímabili,” sagði þessi geðþekki
og sprettharði hlaupari.
I