Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Hveragerði og dvalarhemiilið Ás eftir Björn í Bœ Það var næstum af tilviljun og meö hálfgerðri ólund að ég sam- þykkti tillögur barna minna að fá stutta hressingardvöl á dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði eftir smávegis slæmsku sem ég fékk. Mér fannst þetta óþarfi af 79 ára strák, en hafði þó áhuga á að kynnast þessum landskunna rekstri, sérstaklega þar sem Skag- firðingar hafa nú rækilega vaknað til framkvæmda á byggingu 30 íbúða fyrir aldraða á Sauðárkróki, 6 íbúða á Hofsósi og 3 í Varma- Aðbúnaður, umhirða og snyrtimennska eru svo athyglisverðir þættir á þessum stað, að þeir, sem ekki hafa kynnst af eigin reynslu, geta vart trú- að hlíð. A þessum byggingum á að byrja á þessu sumri. Þegar ókunn- ugur maður kemur til Hveragerð- is, gengur um bæinn og athugar með gestsauga þennan rúmlega 1200 manna bæ, verður honum fljótlega ljóst að efri hluti hans er byggður upp af sérstakri ráðdeild og snyrtilegum frágangi. Þar er Ás, dvalarheimili aldraðra, sem er dótturfyrirtæki frá Grund í Reykjavík stofnsett 26. júlí 1952. Vitanlega eru fleiri athyglisverð fyrirtæki í Hveragerði, og má þá sérstaklega telja Náttúrulækn- ingahælið, sem er stórmerk stofn- un, Garðyrkjuskólinn er þar og margar fleiri greinar úr atvinnu- lífinu. Hverir í jörðu virðist manni þó það afl, sem allt byggist á. Hveragerði ber nafn með rentu og þegar gestur kemur ef til vill í rigningu og slagviðri fær augað ekki þá fullnægingu sem óskað er, sýnist þá kirkjan jafnvel standa við suðupott. Stendur hún þó á ágætum stað og setur mikinn svip á bæinn, sagt er þó að hitasvæðið í miðbænum færist nær kirkjunni. Það er rúm fyrir þig hiá INGVARI OG GYLFA Antik 150 Verö m/dýnum kr. 9.687,00. Antik 90 Verö m/dýnu kr. 4.800,00. Ondvegi 150 Verö m/dýnum kr. 7.490,00. Ný rekkja m/útv. og Ijós- um Verö m/dýnum kr. 10.275,00. Verona m/útv. og Ijós Verö m/dýnum kr. 10.879,00. Trog Verö m/dýnum kr. 6.985,00. Fura 85 Verö m/dýnu kr. 4.500,00. Rekkjan m/útvarp og Ijós kr. 9.330,00. Venus eik Verö m/dýnum kr. 7.880,00. Hvers vegna er hagkvæmara að kaupa rúm sem fram- leidd eru hjá Ingvari og Gylfa? Húsgagnaverzlun þeirra er stærsta sérverzl- un landsins meö íslenzk rúm. Húsgagna- vinnustofa þeirra framleiöir fleiri íslenzk rúm en nokkur annar. Þeir hafa yfir 20 ára reynslu í smíöi rúma. Eigin framleiösla tryggir hagstæöasta veröiö. Þeir bjóöa upp á beztu greiösluskilmálana. Góðir skilmálar — betri svefn. Reynslan tryggir gæöin. 5 ára ábyrgö fylgir öllum framleiösluvörum. Þér getiö valiö úr fjórtán gerðum rúmdýna. Öll rúm eru framleidd úr ekta viðarspæni en hvorki plast- né viöarlíkingu. Rúmin endast og endast og endast. Þér getiö valiö úr u.þ.b. 300 rúmum. Fyrirtækið er á íslandi þannig aö ef eitthvaö kemur fyrir rúmiö, eru þeir ávallt til staöar. Fagmenn aöstoöa yöur viö valiö. Þér fáið litmyndalista heimsendan ef þér óskiö. Útvörp, sem fylgja rúmum, eru meö fullri ábyrgö. Boðiö er upp á fullkomna dýnuþjónustu. Ef þér búiö á Stór-Reykjavík- ursvæöinu fáiö þér rúmiö sent heim yöur aö kostnaöarlausu. Verzlunin er opin alla virka daga frá kl. 08 00—19.00 og á laugardögum frá kl. 09.00—12.00. Ef breytinga er þörf er hægt aö leysa flest slík vandamál. íslenzk rúm fyrir íslenzk heimili. Rúm "-bezta verzlun landsins INGI/AR OG GYLFI NSASVICI J IMNiVNJAVtK SlMl IIIM OG 13SJ0 Sérverzlun meó rúm Saelan 115 Verö m/dýnu kr. 3.887,00. Saga 150 Verö m/dýnum kr. 5,930,00. Öndvegi 85 Verö m/dýnu kr. 3.910,00. Alltaf fjölgar gróðurhúsum þó þegar muni þau vera nær 100, og nú mun vera búið að skipuleggja svæði þar sem eingöngu á að staðsetja ylrækt. Þó ég hafi ekki um það tölur, en flest af vinnu- færu fólki á staðnum mun starfa að ylrækt. Dvalarheimilið Ás ætlaði ég sem gestur að minnast á. Mér virðist það sérstaklega athyglis- verður staður. Fyrirtækið á orðið 45 hús í bænum sem oftast eru öll fullskipuð öldruðu eða hjálpar- þurfandi fólki. Um 100 manns munu starfa þar, þó mest í 'A dags vinnu, jafnvel dvalargestir fá at- vinnu sem er oft nauðsyn heilsu- veilu fólki. Öll húsin og fyrirtækið eru kennd við Neðra-Ás í Hjalta- dal í Skagafirði en þar var fæddur og uppalinn sr. Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason, sem var einn aðalhvatamaður að stofnun dval- arheimilisins Grundar í Reykjavík og prestur þeirrar stofnunar, en það heimili var stofnsett 29. október 1922. Aðbúnaður, umhirða og snyrti- mennska eru svo athyglisverðir þættir á þessum stað, að þeir, sem ekki hafa kynnst af eigin reynslu, geta vart trúað. I öllu þessu hjálparstarfi á vitanlega stærsta þáttinn framkvæmdastjóri, Gísli Sigurbjörnsson, sem sagt er að sjái á svipstundu allt sem laga þarf. Hann er sérstakur persónu- leiki, skipuleggjandi og sjálfsagt fjármálamaður, sem við íslend- ingar eigum of fáa. Ég hygg að af allra dómi hafi hann eftir nær 50 ára starfsreynslu við stjórnun slíkra heimila. Þá reynslu á að nota við uppbyggingu dvalarheim- ila, sem verið er að reisa víða á landi okkar. Ekki má gleyma forstöðukonunni henni Líneyju Kristinsdóttur sem starfað hefur á Ási jafn lengi og Gísli sem forstjóri. Það er sagt að hún þurfi ekki annað en reka fingur í óþekka karla svo að þeir verði sem lömb, en öllum þykir þó vænt um hana, sem sýnir að hún er ekki sú sem hræðast þarf, en hefur það í sér að geta stjórnað — bætir og hlúir að þeim sem lasburða eru og má í raun og veru ekkert aumt sjá. Hitt er jafn augljóst að stofnun sem þessi verður ekki rekin án þess að fundið sé að og kemur þar oftast skapgerð og jafnvel veikindi þeirra sem þola og kvarta. Við stutt kynni af þessari stofn- un virðist mér að ekki sé grund- völlur fyrir rekstri smærri eininga eins og við hugsum okkur í Skagafirði og kemur þar margt til greina svo sem öll hjúkrun, um- hirða, fæði og allt hið mikla umstang í kring um þann þátt. Kostnaðarhlið má aldrei vanmeta og ekki verður heimili, hvort sem það er stórt eða smátt, rekið með halla til lengdar. Á slíkum rekstri verður vantrú fólksins góðu mál- efni til skaða. Mesta atriðið er að stjórnun sé góð bæði til lands og sjávar og hvort sem um stóran eða smáan rekstur er að gera. Sagt er mér að á Ási sé mest af matnum heimatilbúinn og efni í mat aflað sem mest af eigin framleiðslu, svo sem allt kálmeti, slátur og álegg, gert af vinnandi höndum sem starfa þar. Sögn heyri ég um forstöðukonuna: Hún var slæm í baki og gat illa staðið upprétt. Þá var smíðaður kassi handa henni til að sitja á en á hann málað stjórnstöð. Það sýnir að rekstur dvalar- heimila á rétt á sér og er engin hégómi því að nú keppast kaup- staðir og héruð um að byggja upp heimili fyrir aldraða, sem fjölgar mjög t.d. með bættri læknisþjón- ustu. Kynslóðabilið og aðstaða á heimilum hefur breyst svo að meiri þörf er á hjálp til þeirra sem hjálp þurfa. Björn í Bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.