Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 Fyrsta ákæran í Atlanta-morðunum Atlanta. 22. júni. AP. LÖGREGLAN í Atlanta handtók 23ja ára Ijós- myndara um helgina og ákærði hann um morð á einu fórnardýranna í Atl- anta-morðunum svoköll- uðu. Wayne Williams er sá fyrsti sem ákærður hefur verið í þessu máli en 23 börn og 5 unglingar hafa verið myrtir í Atlanta á síðustu tveimur árum. ERLENT Rannsóknir lögreglunnar sýndu að trefjum sem fundust á einu líkanna bar saman við gögn af heimili Williams. Hann var handtekinn en sleppt fyrir þremur vikum eftir að lögregla og fulltrúi alríkislög- reglunnar, FBI, heyrði eitthvað detta niður af brú ofan í Chattahoochee-ána. Tveimur dögum síðar fannst lík Nath- aniels Cater sem var 27 ára nokkru neðar í ánni. Fylgst var með ferðum Williams eftir það og hann handtekinn þegar rannsóknum á línu var endan- lega lokið. Williams er svartur en fórn- ardýrin í Atlanta hafa öll verið svertingjar. Vinir hans og kunningjar segja hann fluggáf- aðan. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld yfir honum hefjast. Páfinn þjáist af brjósthimnubólgu Róm, 22. júní. AP. JÓIIANNES Páll páfi sem hefur verið á Gemelli-sjúkrahúsinu síð- an á laugardag þjáist af brjóst- himnubólgu. Læknar sögðu á mánudag að hann væri á bata- vegi. Páfi hefur haft hita í tvær vikur. Lækna telja að hann kunni að hafa ofreynt sig á hvítasunnu- dag en þá kom hann tvisvar fram opinberlega. Brjósthimnubólgan hefur tafið fyrir græðslu skot- sársins sem páfi hlaut þegar tilræði var gert við líf hans í maí. Emilio Tresalti, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, sagðist ekki telja líf páfa í alvarlegri hættu og að honum liði betur í dag en í gær. Mynd þessi var tekin í þinginu í Te- heran þegar þingmenn greiddu at- kvæði með því að lýsa van- * þóknun á Bani-Sadr for- seta. í þessu f jöl- býlishúsi í París búa tvær dætur Bani- Sadr forseta írans. Þar er nú lögreglu- maður á verði, búinn skot- heldu vesti. Óttast innrás í Pólland fyrir flokksþingið 14 júM Sadat ásakar kommúnista Kairó. 22. júní. AP. ANWAR Sadat Egyptalandsfor- seti sagði um helgina að komm- únistar stæðu að baki ófriðar milli kristinna manna og mú- hameðstrúar sem endaði með slagsmálum í Kairó í síðustu viku. Tíu létust í ólátunum. Sadat sagði í viðtali við viku- blaðið Mayo: „Við vitum öll sann- leikann um komma ... þeir hvetja lýðinn til uppþota en flýja svo af hólmi áður en til átaka kemur." Hann sagði að frekari bardagar yrðu ekki þolaðir. Innanríkisráð- herra hefur fengið fyrirmæli um að vera viðbúinn og taka hart á hvers kyns ólátum. Moskvu, Varsjá. Bonn, 22. júní. AP. VESTRÆNIR fréttaskýrendur í Moskvu óttast nú að Sovétríkin kunni að senda hersveitir inn i Pólland áður en flokksþing þar- lendra kommúnista hefst þann 14. næsta mánaðar. Benda þeir á að innrásin í Tékkóslóvakíu árið 1968 var einmitt gerð rétt áður en þar átti að halda flokksþing. þar sem ræða átti svipaðar um- bætur og nú eru á döfinni i Póllandi. Stjórnin í Vestur-Þýzkalandi ber sama ugg í brjósti eftir því sem fram kemur í blaðaviðtali við Jurgen Möllemann, talsmann Frjálsra demókrata í öryggismál- um, og birt var í Bonn í gær. Þar segir Möllemann að stjórnin í Bonn hafi þungar áhyggjur vegna þróunar mála, og ótta við að svo geti farið að Sovétríkin, eða Var- sjárbandalagið, grípi til aðgerða gegn Póllandi fyrir flokksþingið 14. júlí. Hefur Möllemann farið þess á leit við Willy Brandt fyrrum kanslara, sem nú er for- maður v-þýzka Jafnaðarmanna- flokksins, eða sósíaldemókrata, að hann sýni sovézkum yfirvöldum fram á hve alvarlegar afleiðingar afskipti þeirra í Póllandi geti haft. Reiknað er með að Brandt heim- sæki Moskvu síðar í þessum mán- uði í boði sovézkra yfirvalda. Ráðamenn í Moskvu hafa lítið gert til að draga úr þessum ótta. Leonid M. Zamyatin, aðaltalsmað- ur Miðstjórnar sovézka kommún- istaflokksins kom fram í sjón- varpsþætti á laugardag og sagði þar meðal annars að tími væri kominn til aðgerða varðandi Pól- land til að koma í veg fyrir sundrungu þar. Sagði hann sjón- varpsáhorfendum að sovézkum yf- irvöldum hefði borizt mikill fjöldi bréfa frá sovézkum og pólskum borgurum, sem spyrðu hvers vegna ekki væri gripið til harðari aðgerða. Þúsundir flúðu sprengiárásina Islamahad. 22. júni. AP. „YFIR þúsund manns komu hlaupandi út úr gamla borgarhlutanum,“ sagði vitni að sprengiárás sovéskra MIG 17-flugvéla á borgina Kandahar í Afg- anistan á föstudag. „Marg- ir höfðu misst hendur eða fætur og varð að bera þá á Nixon greiði skaðabætur Washington. 22. júní. AP. IIÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna staðfesti í dag fyrri úr- skurð alrikisréttar í Washing- j ton um að Richard Nixon fyrr- um forseta og tveimur nánum samstarfsmönnum hans beri að greiða skaðabætur fyrir ólög- . legar njósnir um bandariskan ! borgara. Málið fer nú á ný til alríkis- ; réttarins þar sem Morton Halpe- rin, fyrrum starfsmaður Örygg- isráðs Bandaríkjanna, mun leiða rök að því að greiða beri honum og fjölskyldu hans háar skaða- bætur fyrir það brot á stjórn- arskránni að heimasími þeirra var hleraður í nærri tvö ár á tímabilinu maí 1969-febrúar 1971. Fjórir dómarar Hæstaréttar greiddu atkvæði með staðfest- ingu, en fjórir á móti, og einn sat hjá. Hleranir á heimasíma Halpe- rin-fjölskyldunnar voru fyrir- skipaðar eftir að ljóst var að fréttir af umræðum í Öryggis- ráðinu af umræðum um styrjöld- ina í Víetnam láku út til fjöl- miðla. Þótt Halperin hætti störf- um hjá ráðinu í september 1969, var hlerunum haldið áfram í hálft annað ár. brott. Borgin líkist helst rústum eftir mikinn jarðskjálfta,“ sagði maður sem flúði til Pakistan. Talið er að hundruð hafi látið lífið við árásina. Sagt var að sovéskir skriðdrekar hafi ekið inn á svæðið að árásinni lokinni en hún var gerð til að eyðileggja starfsemi neðanjarðarsveita í borginni. Skotbardagi milli uppreisn- armanna og sovéskra og afg- anskra hersveita stóð alla helg- ina. Uppþot hafa verið tíð í borginni síðastliðna 6 mánuði en hún er næst stærsta borg Afgan- istan. Uppreisnarmenn höfðu hana á valdi sínu í tvær vikur í vor. Sovésk þyrla lét dreifibréf falla yfir gamla borgarhlutann daginn fyrir árásina. Þar voru íbúarnir varaðir við að eitthvað verra en skriðdrekar yrði notað gegn þeim ef uppþot héldu áfram í borginni. Veður víða um heim Akureyri 14 alskýjað Amsterdam 13 skýjað Aþena 30 heiðskírt Barcelona 22 þokumóða Berlín 18 skýjað Briissel 17 skýjað Chicago 23 skýjað Dyflinni 20 heiðskírt Feneyjar 13 rigning Frankturt 16 skýjað Faereyjar 11 súld Genf 18 skýjaö Helsinki 17 skýjað Hong Kong 32 heiðskírt Jerúsalem 27 heiðskírt Jóhannesarborg 17 heiöskírt Kaupmannahöfn 14 heióskírt Kairó 35 heiðskírt Las Palmas 24 skýjað Lissabon 23 skýjað London 20 heiðskírt Los Angeles 31 heiðskirt Madrid 33 heiöskirt Malaga 25 mistur Mallorka 27 skýjað Mexicoborg 24 skýjað Miami 36 rigning Moskva 22 heiðskirt Nýja Dehlí 41 heiöskírt New York 30 skýjað Osló 18 heíðskírt París * 19 heiðskirt Reykjavík 8 súkf Ríó de Janeiro 20 skýjaö Rómaborg 26 heiðskírt San Francisco 29 heiðskirt Stokkhólmur 17 heiðskírt Sydney 19 heiðskírt Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 18 skýjað Vancouver 14 rigning Vínarborg 19 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.