Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981
29
Brúnin lyftist á
bændum
SÍKlufirði. 22. júni.
TOGARINN Stálvík landar hér
um 150 tonnum i dag og Sigurey
mun væntanleK inn á morgun.
Fyrir forgöngu Síldarverksmiðja
ríkisins er nú verið að koma upp
netaverkstæði hér á Siglufirði og
er það m.a. gert með þjónustu við
loðnuskipin i huga.
í Fljótum
Mikið vatn er í ám þessa dagana
og eru vorleysingarnar loksins
komnar. Það er alft annað að ræða
við bændur úr Fljótum þessa
dagana, en fyrir tveimur vikum
síðan var heldur kuldalegt að líta
yfir tún þeirra. í dag sér maður
grasið næstum spretta, svo snögg
hafa umskiptin verið. — mj
Helgarvinnubann
í gildi á Bíldudal
Bildudalur, 22. júni.
Umhleypingasamt hefur verið
hér á staðnum siðustu daga og
hefur rignt dálítið af og til. Tiðin
er þó að batna eftir mjög kalt
vor. Tún eru byrjuð að spretta og
hefur kal gert talsvert vart við
sig.
Aflabrögð báta hér á Bíldudal
hafa verið fremur léleg nema hjá
togaranum Sölva Bjarnasyni sem
hér landar. Hann er væntanlegur
hingað í fyrramálið með um 150 til
160 tonn eftir viku útiveru. Nóg
atvinna er því hér á staðnum og er
frekar að það vanti fólk en hitt.
Unnið er alla daga fram á kvöld en
nú er í gildi helgarvinnubann og
er Bíldudalur líklega eini staður-
inn á Vestfjörðum sem slíkt hefur
verið sett á.
Félagslífið hefur verið með
daufasta móti upp á síðkastið.
Sjómannadagurinn féll svo til
alveg niður vegna veðurs, en sú
hátíðardagskrá sem þá átti að
fara fram var færð fram til 17.
júní. Þá var brugðið á leik og farið
í kappróður og fleira. Auk þess var
haldinn dansleikur að kvöldi 16.
júní og var hann vel sóttur enda
frídagur daginn eftir.
Miklar framkvæmdir eru nú við
flugvöllinn á Hvassnesi, en þar er
verið að lengja flugbrautina og
endurbæta alla aðstöðu. Á meðan
framkvæmdir standa yfir sækjum
við okkar flugþjónustu til Pat-
reksfjarðar og Tálknafjarðar.
Hins vegar höfum við ekki séð
neinar vegaframkvæmdir ennþá
og er eiginlega á takmörkunum að
vegir hafi verið opnaðir svo slæm-
ir eru þeir.
Dágott ástand er í húsnæðis-
málum hér á Bíldudal og er nýlega
byrjað á byggingu þriggja einbýl-
ishúsa, en auk þess er nú eitt
fjölbýlishús í byggingu.
- Páll
Bílar skemmast
vegna slæmra vega
Hvanneyri, 22. júni.
í BORGARFIRÐI er gott hljóð I
bændum enda góð spretta og fer
túnum nú vel fram. Sláttur hófst
á föstudag á einum bæ, en það
var hjá Sigurjóni Guðmundssyni
á Kirkjubóii i Innri-Akranes-
hreppi. Ilann mun vera fyrsti
hóndinn hér um slóðir, sem byrj-
ar sláttur, en aðrir eru mislangt
á veg komnir og er allt að
mánuður þar til sumir geta
byrjað að slá.
Vegamál og símamál eru það
sem hrjáir menn hvað verst hér í
sveit. Mjög slæmt ástand hefur
verið í símamálum okkar að und-
anförnu og fer það versnandi
vegna aukins álags.
Vegir eru margir nánast ófærir
og virðist lítið útlit vera fyrir
úrbætur í þeim málum. Vitað er
um tvo bíla sem skemmst hafa
vegna slæms hvarfs á veginum
upp í Húsafell við Geirsá í Flóka-
dal, en víða eru slæm hvörf í
vegum. Vegaviðhald virðist minna
hér en víða annars staðar og eru
menn að vonum óánægðir yfir því.
— Ófeigur.
Siunarið kom seint og
því mikiö kal í túnum
BorKarfirAi eystra. 22. júni.
SUMARVEÐUR hefur verið
hér undanfarna daga og er það
mikil bót á slæmu vori. Mikill
kuldi var hér fram eftir öllu
vori og hitinn jafnan um frost-
mark á næturnar. Vegna tið-
arfarsins er nú mikið kal i
túnum og úthagar litið farnir
að grænka. Töluvert var hér
sett niður af kartöflum cn þær
ekki farnar að koma upp ennþá
vegna kuldans. Nú vona menn
að sumarið sé komið með öll sín
blóm i haga.
Bátar hafa verið á veiðum að
undanförnu og aðallega stundað
handfæraveiðar. Þeir hafa fisk-
að sæmilega af þorski og er því
nóg atvinna í frystihúsinu og
hefur jafnvel legið við að skort-
ur væri á mannskap. Að öðru
leyti eru litlar framkvæmdir hér
á staðnum og saumastofa sem
hér er starfrækt berst nú í
bökkum.
Sjómannadagsins var minnst
með einum dansleik, sem var
nokkuð vel sóttur. Haldið var
upp á 17. júní með smásamkomu
á íþróttavellinum og var hún
fjölmenn miðað við mannfjölda
hér á staðnum.
— Fréttaritari
Græða upp kalin tún
Skálholtl. ItiskupstunKum. 22. júni.
TÚN hafa aldrei verið eins skemmd
af kali og nú i sumar, en kalhlettirn
ir eru nú heldur að ganga saman
eftir að byrjaði að rigna fyrir
nokkrum dögum.
Menn hafa lagt mikið kapp á að
rækta upp illa kalin tún og hefur
einn bóndi hér í sveit til dæmis
endurunnið allt að tuttugu hektur-
um, en margir eitthvað minna. Mikil
vinna felst í endurræktun kalblett-
anna og á eftir að verða töluverður
fjárhagslegur baggi á bændum.
Sláttur getur ekki hafist hér nærri
strax, eða varla fyrr en um miðjan
júlí.
Sauðburður gekk þokkalega hér í
sveitinni og var óvenjumikil frjó-
semi, enda margar ær tvílembdar. Af
þeim sökum eru lömb töluvert fleiri
nú en venjulega. — Björn.
Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ, t.v. ásamt Sigrúnu Pálsdóttur frá Húsavik, Grimi Bjarnasyni frá
ólafsfirði og Sigmari Benediktssyni frá Svalbarðseyri. Tvö þau fyrrnefndu voru gerð að
heiðursfélögum Slysavarnarfélagsins, en Sigmar fékk þjónustumerki félagsins úr gulli fyrir frábært
Starf. Ljósm. Mbl.
Aðalfundur Slysavarnarfélags íslands að Laugum:
Aðalmál fundarins voru
breytingar á f jarskipta-
málum björgunarsveitanna
AÐALFUNDUR Slysavarnarfé-
lags íslands var haldinn um
siðustu helgi að Laugum i
Þingeyjarsýslu og sátu hann
milli 130—140 fulltrúar víðs
vegar að af landinu. að sögn
Haraldar Henrýsonar, varafor-
seta félagsins. Landsþing fé-
lagsins eru haldin þriðja hvert
ár, en þess á milli eru haldnir
aðalfundir.
„Aðalmál fundarins að þessu
sinni voru fjarskiptamál. en
fyrir dyrum stendur að breyta
öllum fjarskiptabúnaði björg-
unarsveita félagsins, eins og
annarra björgunarsveita, yfir í
svokallað VHF-kerfi, sem gefur
mun betri raun heldur en það
kerfi, sem nú er við lýði.
Það var rætt vítt og breytt um
þessi fjarskiptamál, bæði tækni-
lega og fjárhagslega, en þetta er
gífurlega mikið átak, sem þarf
að gera,“ sagði Haraldur Henrý-
son ennfremur.
„Annað aðalmál fundarins
voru drög að nýjum lögum fyrir
félagið, en þau voru rædd fram
og aftur, og verða væntanlega
tekin til endanlegrar umfjöllun-
ar á næsta landsþingi félagsins.
Aðalbreytingin á þessum nýju
lagadrögum eru í sambandi við
björgunarsveitirnar. Það er
kveðið mun nánar á um stöðu
björgunarsveitanna innan fé-
lagsins. Sömuleiðis er kveðið
nánar á um hlutverk og stöðu
umdæmisstjóra björgunarsveit-
anna, en þeim er skipt niður í tíu
umdæmi.
Síðan voru auðvitað ýmis
björgunar- og slysavarnarmál til
umræðu á fundinum, t.d. voru
miklar umræður um gúmbjörg-
unarbáta og björgunarbúnað
þann er Sigmund hefur hannað.
Menn voru almennt mjög
ánægðir með þá þróun, sem fram
kemur í hönnun þess búnaðar.
Skorað var á viðeigandi stjórn-
völd, að taka þetta tæki mjög
fljótlega til athugunar, með það
í huga að lögbinda, fullnægi þau
skilyrðum.
Þá urðu nokkrar umræður um
umferðarmál, sérstaklega um
hjólreiðamál og slysahættu þeim
samfara. I ályktun um hjólreiða-
málin var bent á, að sérstaklega
þyrfti að athuga í sambandi við
hágírahjólin, hvort ekki væri
rétt að setja aldurstakmörk
vegna þeirra. Jafnvel þyrfti að
nota hjálma á slík hjól, því þau
eru svo hraðskreið, að hætta
getur stafað af,“ sagði Haraldur
Henrýson ennfremur.
Þá kom það fram hjá Haraldi,
að nokkrar umræður hefðu orðið
um fjáröflun félagsins, sem er
fyrst og fremst fólgin í lands-
happdrætti, auk þess sem inn
kemur frá deildunum víða um
land, en samkvæmt lögum fé-
lagsins skulu deildirnar senda til
félagsins % hluta allra tekna.
„Það er síðan félagsstjórnar að
útdeila fjármagninu hverju sinni
eftir þörfum á hverjum stað,“
sagði Haraldur ennfremur.
Ekki fóru fram neinar kosn-
ingar á fundinum, þær fara fram
á landsþingum. I stjórn félagsins
sitja Gunnar Friðriksson, for-
seti, Haraldur Henrýson, vara-
forseti, Ingólfur Þórðarson,
gjaldkeri, Baldur Jónsson, með-
stjórnandi, Hörður Friðberts-
son, meðstjórnandi, Hulda Vikt-
orsdóttir, meðstjórnandi, og
Eggert Vigfússon, meðstjórn-
andi. Auk þess sitja fulltrúar
landsfjórðunga í stjórninni.
Niðurstöðutölur reksturs-
reiknings fyrir árið 1980 voru
tæplega 200 milljónir gkróna, en
niðurstöðutölur fjárhagsáætlun-
ar fyrir þetta ár eru tæplega 2,6
milljónir króna.
Aðalfundarfulltrúar að Laugum.