Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 19 Reksten-útgerð- in í upplausn Osló, 22. júní. Frá Jan Erik Lauró. íréttaritara Mbl. REKSTEN-útgerðarfélag- ið norska er nú í upplausn. Þetta risaíyrirtæki með milljarðatekjur árlega að undanförnu, stendur nú frammi fyrir gjaldþroti, og verða skip þess trúlega Stal 768 þús. úr kassanum Frá fréttaritara MontunhlaÖsins í Osló. 22. júní. Póstmeistarinn i Osló tók sér fri á laugardag. Sá er leysti hann af notaði tækifær- ið og stakk á sig 640.000 norskum krónum eða 768.000 íslenskum og hefur ekki látið sjá sig siðan. Maðurinn er 22ja ára gam- all. Hann bað um óvenju mikla peninga frá aðalpóst- húsinu á laugardagsmorgun og þegar vinnudegi lauk sendi hann alla starfsmenn heim. Á mánudagsmorgun þegar póst- meistarinn kom til vinnu var kassinn tómur. Lögreglan veit ekki um manninn en telur að hann hafi farið úr landi. seld öðru norsku útgerðar- félagi eða félögum. Reksten-útgerðin hefur lengi verið í sviðsljósinu í Noregi, og stjórn þess sökuð um að hafa dregið sér milijónir norskra króna, sem lagðar hafi verið í erlenda bankareikninga. Þegar Reksten-útgerðin rambaði á barmi gjaldþrots fyrir nokkrum árum, setti norska stjórnin á fót sérstaka tryggingarstofnun fyrir skipa- útgerð og olíuleitarpalla, Gar- antiinstituttet, eða GI, og veitti jafnframt Reksten 870 milljón króna stuðning til áframhald- andi reksturs. Nú hefur GI hinsvegar rekið Johan Reksten úr starfi forstjóra útgerðarinn- ar þar sem stofnunin treystir honum ekki lengur fyrir fyrir- tækinu. Einnig leikur grunur á um að hann hafi haft vitneskju um það að stjúpfaðir hans heitinn, Hilmar Reksten, hafi stungið undan hundruðum milljóna norskra króna í erlend- um bankareikningum þegar hann lýsti útgerðina gjaldþrota og leitaði til ríkisins um fjár- hagsaðstoð. Hefur stjórn GI einnig lýst ábyrgð á hendur Reksten vegn rekstrartaps að undanförnu, er nemur um millj- arði króna. Átak Útvegsbanki íslands og útibú hans hafa byrjað samstarf við félags- samtökin Átak. Bankinn tekur nú þegar á móti innlánsfé merktu Átaki. Allar upplýsingar veittar í spari- sjóðsdeildum aðalbankans og úti- búa hans. ÚTVEGSBArNKI ÍSL4NDS Fór að fyrir- mælum Guðs Chapman játar morðið á John Lennon New York, 22. júní. AP. MARK David Chapman játaði fyrir rétti í New York í dag að hafa myrt bítilinn fræga John Lennon í desember í fyrra. Fram til þessa hefur lögfræðingur Chapmans haldið fram ósaknæmi hans þar sem Chapman hafi framið ódæðið í stundarbrjálæði. Lögfræðingur Chapmans, Jona- than Marks, skýrði hæstarétti Manhattan frá játningu ákærða við upphaf réttarhaldanna i morgun. „Ákvörðunina tók Chapman sjálfur," sagði lögfræðingurinn. „Hann gerði það í blóra við ráðleggingar mínar, og aðallega vegna þess að Guð hafði sagt honum 8. og 10. júní að játa sekt sína.“ Dennis Edwards, settur dómari í málinu, tók játninguna gilda, og boðaði að dómur yrði kveðinn upp í málinu 24. ágúst. Réttarhöldin í dag áttu að hefjast með vali kviðdómenda, en með játningu sinni batt Chapman enda á frekari aðgerðir. Hann játaði að hafa 8. desember sl. skotið Lennon til bana eftir að hafa fylgst með ferðum bítilsins fyrrverandi í marga daga. Var morðið framið þegar Lennon og eiginkona hans, Yoko Ono voru að koma heim til sín seint um kvöldið að lokinni hljómplötuupptöku. Frakkland: Úrslitin í þingkosn- ingunum Parls. 22. júní. AP. PIERRE Mauroy forsætisráð- herra Frakklands ræðir endanlega úrslit seinni hluta þingkosn- inganna í Frakklandi á sunnudag. Jafnaðarmannaflokkurinn vann kosningarnar með miklum yfir- burðum og hlaut hreinan meiri- hluta á þinginu. Niðurstöður frönsku kosninganna í þingmannatölu Klokkur Flokkar lengst til vinstri Kommúnistar Jafnaðarmenn Ýmsir vinstri flokkar Umhverfisverndarflokkurinn Gaullistar (rpr) Giscardar (udf) S msir hægri flokkar Flokkar lengst til hægri Á slúasta þinKÍ ílrslitin nú IJnnir/tapaðir 0 0 0 86 44 -42 116 285 +169 2 4 +2 0 0 0 150 83 -67 122 64 -58 12 8 -4 0 0 0 Fegmóu garóinn meó gaióve Fallegur garður krefst umhirðu og góð umhirða krefst góðra garðverkfæra. Sandvik garðverkfærin eru þekkt fyrir gæði og endingu. SANDVIK GRASSKERINN er nýjung frá SANDVIK. Hann er handhægur, með þeytihníf og gengur fyrir rafhlöðu. Alla toppa, kanta og skúfa, sem sláttuvélin nær ekki til, skerð þú auðveldlega með SANDVIK GRASSKERANUM. SANDVIK ánægja í garðsstörfunum, fallegt umhverfi ærum & Hafnarstræti 21 Ármula 42 SANDVIK hekkklippur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.