Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Hvar er kjarabótin af stór- batnandi viðskiptakjörum? Fáum 20—30% meira af vörum innfluttar frá Evrópu fyrir hvern útfluttan fisk heldur en fyrir ári síðan Hverjum kæmi það ekki þægi- lega á óvart, ef hann uppgötvaði, að núna gæti hann fengið 6 kg af osti fyrir tímakaupið sitt í stað 5 kg fyrir ári, eða að hann væri 8 mánuði í stað 11 mánaða fyrir ári að vinna sér inn fyrir kaupverði á nýjum Fiat-bíl, eða að kaupið hans fyrir 93 stunda vinnu hrykki nú fyrir nýrri AEG-þvottavél, sem hann var 120 klst. að vinna sér inn fyrir á sl. ári. Þetta væri raun- veruleg kjarabót og mikil tilbreyt- ing frá því sem menn hafa átt að venjast. Menn hafa e.t.v. ekki veitt því eftirtekt, en samt er það svo að íslenzka þjóðarbúinu hefur á einu ári, án nokkurs tilverknaðar af íslenzkri hálfu, hlotnast kjarabót af þessu tagi. Hins kunna menn að spyrja sig hvernig það megi vera, að þeir hafi ekki fundið fyrir því, að þessi kjarabót hlotnaðist þeim sjálfum. íslendingar selja stærstan hluta útflutnings síns í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Stærstan hluta innflutningsins kaupum við ís- lendingar hins vegar í Evrópu. Á einu ári eða frá 15. maí 1980 til 15. maí 1981 hefur gengi Bandaríkja- dalsins hækkað um 20—22% gagnvart myntum Norðurland- „Einhverjum kynni að þykja nærtækt að ætla, að við þessar aðstæður mætti bara aí þessum sökum lækka verðbólguna um 20—30% á Islandi. Ég ætla ekki að ger- ast svo djarfur. Hins vegar þykir mér harla einkennilegt, þegar ríkisstjórnin, sem tók við í 42% verðbólgu- hraða, ætlar sér ekki háleitara markmið en svo við þessar aðstæð- ur, að verðbólguhrað- inn á þessu ári verði 40%.“ anna Danmerkur og Svíþjóðar, um 33% gagnvart franska frankan- um, 25% gagnvart svissneska frankanum, um 29% gagnvart þýzka markinu og 36% gagnvart ítölsku lírunni. Þetta þýðir að þjóðarbúið hefur fengið 20—36% meira af vörum innfluttar frá Evrópu fyrir hvern útfluttan fisk bara vegna gengisþróunar. Það ætti að þýða raunverulega vöru- verðslækkun á Islandi miðað við óbreytta stöðu gagnvart dollar. Það ætti að þýða að við þyrftum skemmri vinnutíma til þess að vinna okkur fyrir þeim hlutum, sem við kaupum. Einhverjum kynni að þykja nærtækt að ætla, að við þessar aðstæður mætti bara af þessum sökum lækka verðbólguna um 20—30% á íslandi. Ég ætla ekki að gerast svo djarfur. Hins vegar þykir mér harla einkennilegt, þeg- ar ríkisstjórnin, sem tók við í 42% verðbólguhraða, ætlar sér ekki háleitara markmið en svo við þessar aðstæður, að verðbólgu- hraðinn á þessu ári verði 40%. Af því verður ekki annað séð en ríkisstjórnin ætli að láta þetta einstaka tækifæri til þess að lækka verðbólguna framhjá sér fara. Ofan á þessi einstaklega góðu skilyrði í gengismálum fyrir til- verknað ýmissa annarra en ríkis- stjórnar Islands bætist svo hækk- eftir Kjartan Jóhannsson, formann Alþýðuflokksins un á útflutningsverði afurða okkar, sbr. 10—20% hækkun á saltfiski og skreið og nú nýverið 12—13% hækkun á frystum þorskafurðum, sem ætti að vega upp verðbólguna í innflutnings- löndunum. Ef saman fara 12% hækkun verðlags í dollurum og 25% hækk- un verðs á dollar miðað við gengi á myntum innnflutningsins þá þýðir það hvorki meira né minna en 40% verðhækkun á fiski miðað við innflutningsvörur (því að 1,12x1,25=1,40) á stöðugu verðlagi. Þetta er það, sem íslenzka þjóðarbúinu hefur hlotnazt. En hvar er svo kjarabótin, sem þjóð- arbúið ætti að skila allri alþýðu við þessar aðstæður? Við þessar aðstæður hrósar Alþýðubandalag- ið sér af því að hafa haft forgöngu um að skerða kaup um 7%. Hefur þá kaupmáttur vaxið? Ekki agnar- ögn. Sumir ríkisstjórnarstuðn- ingsaðilarnir hrósa sér af því að hann hafi ekki minnkað sam- kvæmt einhverjum mælikvarða, hvað svo sem buddan okkar segir. Alþýðubandalagið hrósar sér af því að hafa tekið viðskiptakjara- viðmiðun launa út úr vísitölunni. Það var líklega ekki seinna vænna, ef sjá átti til þess að bati í viðskiptakjörum kæmi íslenzku launafólki á engan hátt til góða. Gengishækkun dollarans gagnvart Evrópumyntum kemur fram í viðskiptakjörum. Hækkun á út- flutningsverði hefur sams konar áhrif. Það góðæri, sem nú hefur gefzt í afurðaverði og gengisbreytingum án nokkurs tilkostnaðar af ís- lenzkri hálfu, mætti ætla að nýta ætti til þess jöfnum hjöndum að bæta hag íslenzkrar alþýðu og draga úr verðbólgu. Hvorugt virð- ist ríkisstjórninni gefið. Kjörin verða óbreytt. Verðbólguhraðinn, sem var 42% þegar ríkisstjórnin tók að sér stjórnvölinn, á sam- kvæmt hennar eigin markmiðum að verða svipaður. Þetta ytra góðæri eitt sér ætti að gefa tilefni og tækifæri til að minnka verð- bólguhraðann verulega. Kjartan Jóhannsson Stefán Pétursson, útgerðarmaður frá Húsavík — 75 ára Kvöld á Húsavík. Þriðji dagur jóla um miðjan 6. áratuginn. Ég lít út um vesturgluggann er veit að höfninni. Engin umferð. Allt hljótt. Ljós á bryggjunni og í skini þeirra sjást fáeinir bátar. Skyndilega krækja tveir menn fyrir hornið á garðinum fyrir framan húsið hjá mér og stefna að stiganum sem liggur niður bakk- ann á stéttina framundan. Þarna eru feðgar á ferð. Sá eldri, hlaðinn pinklum, þéttur á velli, vaggar aðeins í göngulagi, líkt og sá er lengi hefir ölduna stigið. Skrefin eru föst og ákveðin. Verður senni- lega ekki svo auðveldlega velt. „Þeir eru þá að fara,“ hugsa ég, „og Stefán fyrstur." Hér má sjá Stefán Pétursson, skipstjóra á Pétri Jónssyni, eina ferðina enn á leið á vetrarvertíð til suðvesturhornsins eins og jafnan frá því um 1940. Með honum er sonur hans, Pétur, að fylgja föður sínum um borð. Jólafríið er stutt nú sem endranær. Þar eru orðnar margar ferðirnar sem Stefán hefir frá fyrstu tíð farið frá Borgar- hólnum til bryggju, um borð og á mið um lengri eða skemmri leið. Um tíma er ekki spurt. I dag eru 75 ár síðan lífsróður Stefáns Péturssonar hófst, en hann fæddist 23. júní 1906. I viðtali við Stefán, sem nýlega birtist í Morgunblaðinu, er gerð grein fyrir lífshlaupi hans, um- fangsmiklu starfi og þróun at- vinnurekstrar, allt frá útgerð lítils árabáts og til margra stórra skipa og fyrirtækja. Sú saga skal ekki endurtekin hér. En fyrir húsvískum eyrum hljóma kunnuglega nöfnin Skalla- grímur, Barði, Pétur Jónsson, Náttfari og Dagfari. Tvö þau síðustu táknræn fyrir útgerðar- þátt þeirra bræðra, þar sem löng- um hefir verið siglt náttfari og dagfari: Við þau eru tengd nöfn Borgarhólsbræðra, Þórs og Stef- áns Péturssona. Hafa hlotið sess í sögu útgerðar á Húsavík. Sú saga minnir um margt á ævintýri sem þó hefir engan veginn gerst af sjálfu sér. Faðir Stefáns, Pétur Jónsson, löngum kenndur við Rauf á Tjör- nesi, var búfræðingur að mennt, kunnur af jarðabótastarfi sínu á Húsavík og nágrenni. Þótti greindur vel og glettinn oft í tilsvörum. Kona hans var Hólm- fríður Eiríksdóttir, greind kona og mæt, komin af Djúpadalsætt í Skagafirði. Þrjú börn þeirra hjóna eru nú á lífi: Þór, Stefán og Guðrún. Lengst áttu þau hjón heima að Borgarhóli, Húsavik, á hólnum þar sem sagnir telja, að Garðar Svavarsson hafi byggt sér hús forðum. I æsku þeirra bræðra bjó fjöl- skyldan við þröngan kost, eins og víða var um þær mundir. Snemma varð að taka til hendi og ekki undir þá bræður mulið í upphafi. En samheldnin var mikil innan fjölskyldunnar og með samstilltu átaki unnið bug á margvíslegum erfiðleikum. Óblíð lífskjör geta leikið menn grátt, en þau geta líka stælt menn til meiri átaka. Manni með lund Stefáns og stolt gaf mótlætið byr. Kjörin setja á manninn mark. Með hörku, sjálfs- afneitun og seiglu var barist áfram og brotist til mikilla um- svifa og gefur auga leið, að varirnar flutu þar ekki alltaf í gælum. Lífið var þeim bræðrum vinna, en vinnan jafnframt líf. Samheldni og samvinna þeirra bræðra var sérstök. Segja má, að um langt árabil hafi þeir notað sömu pyngju. I þeim viðskiptum gætti ekki tortryggni. Bræðralag eins og best gerist. Þrátt fyrir vaxandi auðlegð hafa þeir bræður ekki borist á, lystisemdir þessa heims aldrei glapið þá. Árið 1976 var fyrirtækinu skipt, enda fleiri aðilar komnir í spilið þar sem voru börn þeirra bræðra. Fyrstu persónulg kynni mín af Stefáni voru þau, að ég var að ljúka námi í Reykjavík og þurfti að komast norður. Frétti að bátur- inn Pétur Jónsson væri að ljúka vertíð og þann veginn að fara til Húsavíkur. Ég brá mér um borð og falaði far. „Það geturðu fengið, ef þú stendur vakt um borð frá kl. 6—12 meðan strákarnir fara að skemmta sér,“ sagði Stefán. Hann hefir jafnan viljað, að menn ynnu fyrir mat sínum og oft hefir hann minnst á menntamenn við mig síðan, án sérstakrar hrifningar. Er við fórum fyrir Horn á norður- leið, var talsverður veltingur og leiðindasjór. Var ég lengi uppi í brú hjá Stefáni og spjölluðum við þá margt. „Já, svona er með ykkur bölv. landkrabbana, þið finnið ekki fyrir sjóveiki, en ég er búinn að vera áratugi á sjó og aldrei alveg laus við hana ef vont er,“ sagði Stefán þá m.a. Jafnframt sagðist hann eiga við sykursýki að stríða og þyrfti sjálfur að sprauta sig á sjónum. Mér varð ljóst hvílík harka byggi í þessum manni og ekki furða þótt skapið gæti stundum verið eins og ólgandi sjór ef svo bar undir. Frá þessari ferð hefir fundum okkar stundum borið saman. Mér er minnisstætt svar Stef- áns eitt sinn er ég var að segja honum frá miklum athafnamanni er ég kynntist um skeið. Stefán hlýddi á hljóður en sagði svo: „Mikið er þessum körlum bölvað, en margt haa þeir líka gert fyrir byggðarlag sitt.“ Stefán var einn af stofnendum kommúnistaflokks íslands á sín- um tíma. „Ég lenti þar upphaf- lega,“ sagði hann eitt sinn við mig, „og hefi fylgt Alþýðubandalaginu síðan, þótt ekki hafi ég alltaf verið ánægður." Margir hafa undrast hvernig stórútgerðarmaðurinn Stefán hef- ur getað sameinað verkalýðsmann og atvinnurekanda í sjálfum sér. Hvað segja þeir hvor við annan? Kannski hefir hvor um sig þurft á hinum að halda, verkalýðssinn- inn átt undir högg að sækja hjá atvinnurekandanum, sem e.t.v. hefir haft beyg af verkalýðssinn- anum? Báðum hlutverkum hefir Stefán gegnt á langri ævi og gjörþekkir af eigin raun. Orðið þar að sætta eða reyna a.m.k. Báðir hafa í Stefáni margt afrekað, ýmist í harðri baráttu hvor við annan eða með samvinnu og sameiginlegu átaki. Stefán fluttist alfarinn frá Húsavík 1979 og er nú búsettur í Reykjavík. Fylgist enn vel með fyrirtækjum sínum og er þar þáttakandi. Ég árna honum, konu hans, Katrínu, og sonum þeirra, Júlíusi og Pétri allra heilla á þessum tímamótum í lífi Stefáns. S.J. Veggspjöld með íslenzka hestinum GEFIN hafa verið út tvö stór vcggspjöld mcð myndum af ís- lenzka hestinum. Eru það stækk- aðar litljósmyndir, annars vegar meri á stökki ásamt afkvæmi sinu, hins vcgar af ungu fóiki á tölt- hestum. Útgefendur eru tímaritin Eið- faxi, sem er sérrit um hesta og „Á tölti“, annað vegg- spjaldanna sem talað er um i fréttinni. hestamennsku, og Iceland Review, sem gefið er út á ensku. Heita myndirnar á spjöldunum „Frelsi" og „Á tölti“. Eru þær báðar teknar af hinum kunna hestaljósmyndara Sigurgeir Sigurjónssyni. Spjöldin eru í stærðinni A-l. Þau eru litgreind og prentuð í Kassagerð Reykjavíkur í nýjum og fullkomn- um prentvélum, sem tryggja full gæði litmynda. Veggspjöldin fást í helztu bóka- og ritfangaverzlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.