Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Stórt EF Hugleiðingar um breyt- ingar á umferðarlögum eftir Ólaf Guðmundsson frv. lögreglumann Lög um breyting á umferðarlög- um nr. 40/1968, sbr. lög nr. 30/1977. 2. gr. 60. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 30/1977, breytist sem hér segir: a. 2. málsgr. orðist svo: Heimilt er að aka á reiðhjóli og leiða reihjól á gangstígum og gangstétt- um, ef það er ekki til hættu eða óþa-ginda fyrir aðra vegfarend ur. Hjólreiðamenn, sem fara eftir gangstígum eða gangstéttum, skulu ævinlega víkja og hliðra til fyrir gangandi vegfarendum. Reglur um gangandi vegfarendur gida að öðru leyti um þá sem Jeiða reiðhjól. b. 8. málsgr. orðist svo: Reglur greinar þessarar gilda einnig um létt bifhjól. Þó má ekki aka léttu bifhjóli á gangstígum eða gang- stéttum, eða flytja á því farþega. Akvæði 4. mgr. 59. gr. gilda og um ökumann létts bifhjóls. 3. gr. A eftir 64. gr. komi nýr liður og ný grein, svohljóðandi: H. Um notkun öryggisbelta í bifreiðum. 64. gr. a Hver sá, er situr í framsæti bifreiðar, sem búið er öryggisbelti, skal nota það við akstur á vegum. Rigi er skylt að nota öryggisbelti við akstur aftur á bak. Sama gildir um akstur á bifreiðastæðum, við bensínstöðvar eða við svipaðar aðstæður. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun öryggisbelta, ef heilsufars- eða læknisfræðilegar ástæður eru taldar gera slíka undanþágu brýna. Fligi er skylt að nota öryggis- belti í leigubifreiðum til mann- flutninga. Dómsmálaráðherra getur sett reglur um undanþágu frá notkun öryggisbelta við annan sérstakan akstur, eða við erfið og hættuleg skilyrði utan þéttbýlis, svo sem í mikilli ófærð eða þar sem hætta getur verið á skriðu- föllum eða snjóflóðum. 4. gr. 2. málsl. 3. málsgr. 67. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 30/1977, orðist svo: Vanræksla á notkun öryggis- búnaðar, sbr. 4. mgr. 59. gr., 8. mgr. 60. gr. og 64. gr. a, leiðir þó ekki til lækkunar eða niðurfell- ingar fébóta. 6. gr. Akvæði 2.-4. gr. koma til framkvæmda 1. okt. 1981. Eigi skal þó refsa fyrir brot gegn 3. gr. fyrr en lokið er þeirri heildarend- urskoðun umferðarlaga sem hófst í september 1980. Samþykkt á Alþingi 25. maí 1981. Eg undirritaður hafði um margra ára bil, það starf að uppfræða börn í barnaskólum borgarinnar um umferðarreglur. Vegna þessara afskipta minna af umferðarfræðslu fór ég að hug- leiða þessar nýju umferðarlaga- breytingar. Á þeim árum og sennilega allt til þessa dags, hefur verið lögð mikil áhersla á að gera hjólreiða- mönnum það skiljanlegt í ræðu og riti að hjólreiðar á gangstéttum og gangstígum væru hættulegur sið- ur, sem yrði að leggja niður. Á ég þar við umferðarfræðsluna í skól- unum og einnig bæklinga sem gefnir hafa verið út af Slysavarn- arfélagi Islands og ýmsum öðrum aðilum til umferðarfræðslu fyrir almenning. ólafur Guðmundsson. En nú er oldin önnur. Mér er spurn: Hafi það verið hættulegt áður, vegna hvers ekki nú með aukinni notkun reiðhjóla, bæði barna og fullorðinna? Hættan er auðvitað fyrir gang- andi vegfarendur, þótt fleira geti komið til. En vel að merkja. Hvað stendur í 2. gr. framanritaðra breytinga? 2. málsgr. orðist svo: Heimilt er að aka á reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstígum og gangstéttum, ef það er ekki til hættu eða óþæginda fyrir aðra vegfarendur. Þarna kemur þetta stóra ef. Þá er mér spurn: Hvar á gangstígum eða gangstéttum, verður þetta ekki til ha-ttu eða óþa-ginda? Auðvitað verður þetta ávallt matsatriði, hvar og hvenær þessi hætta er ekki fyrir hendi svo það verði ekki álitið brot á lagagrein- inni. Það kemur auðvitað í hlut lögregluyfirvalda og umferðar- nefnda á hverjum stað að semja og setja reglur og breyta lögreglu- samþykktum viðkomandi byggð- arlaga í samræmi við nýju laga- breytinguna. Það er von mín og ósk, eins og margra annarra, sem hafa hug- leitt þetta, að takast megi að skipuleggja þessi mál þannig, að ekki verði gengið of mikið á rétt gangandi vegfarenda, eða þeim stofnaði í hættu. í þessu sambandi vakna þessar spurningar: I. Hvaða trygging er fyrir því, að hjólreiðamenn, sem velja sér gangstíga og gangstéttir fyrir akstursleiðir, virði þetta ef og fyrirvarann í lagagreininni? II. Hver ber ábyrgð á því lík- amlega eða fjárhagslega tjóni, sem gangandi vegfarendur á gangstígum eða gangstéttum kunna að verða fyrir af völdum gálausra hjólreiðamanna, sem aka burt af slysstað, óþekktir á ein- kennislausu reiðhjóli? Á það skal þó bent, að í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur hefur verið, a.m.k. frá 1939 og er í útgáfu 1974, eftirfarandi heimild: I V. kafla. Um reiðhjól. á blaðsíðu 22: Bæjarstjórn er heimilt aí ákveða, að reiðhjól, sem notuð eru í umdæminu, skuli skrásetja hjá lögreglustjóra, og merkja sam- kvæmt reglum, er bæjarstjórn setur, að fengnum tillögum lög- reglustjóra. Skal í þessum reglum ákveðið allt fyrirkomulag skrá- setningarinnar og merkjanna og hvaða gjald eigandi (umráðamað- ur) reiðhjóls skuli greiða fyrir skrásetningu þess og einkenni. Ákvörðun bæjarstjórnar og reglur þessar skal lögreglustjóri birta í Lögbirtingablaðinu. Eigandi (umráðamaður) reið- hjóls ber ábyrgð á því, að það fullnægi ákvæðum þessarar sam- þykktar, er það er í notkun, með Hjólreiðar á gangstéttum. þóttu hættulegar í þá daga. hans vitund og vilja. Ennfremur ber eigandi (umráðamaður) reið- hjóls ábyrgð á öðrum brotum á samþykkt þessari, ef hann lánar það þeim, sem eru yngri en 14 ára. Ég hef að undanförnu ferðast mikið gangandi um götur borgar- innar, og kynnst því hvernig hjólreiðamenn hafa lagt undir sig gangstíga og gangstéttir, þótt lagabreytingin hafi ekki öðlast gildi. En það er ekki fyrr en 1. október. Ég tel, að ef slíku heldur fram sem horfir, þá sé hjólreiðamaður, sem ekur eftir akbraut og fylgir í öilu umferðarreglum í minni hættu, en gangandi fólk á gang- stéttum mikilla umferðargatna. Hjólreiðamenn hafa þó mögu- leika á tjóna- og slysabótum, hafi þeir sannanlega fylgt umferðar- reglum, ef slys verður af völdum bifreiðaumferðar. Tillitssemi íslenskra ökumanna eða annarra vegfarenda hefur ekki þótt til fyrirmyndar. En vonandi lagast það með stórauk- inni umferðarfræðslu í skólum landsins. í greinargerð með lagafrum- varpinu er greint frá því, að í Noregi hafi verið lögleitt, að hjólreiðamenn hafi heimild til að ferðast eftir gangstígum og gangstéttum. Hafi það gefist vel þar. Ég tel það hinsvegar ekki full- kominn mælikvarða á hvað gæti gerst hér á landi. Það kemur í ljós síðar. Hugsanlegar afleiðingar af þessari lagabreytingu hafa verið ræddar í dagblöðum. Bendi ég á grein í dagblaðinu Tímanum 14. maí, eftir Jórunni Ólafsdóttur frá Sörlastöðum, „Er réttur gangandi vegfarenda enginn?" Og grein í sama dagblaði, 21. maí.: „Kunn- áttuleysið er einkennandi," samtal við Sigurð Ágústsson, fulltrúa hjá Umferðarráði. Fjallar greinin um hjólreiðamenn, og annað varðandi þessi mal. Hjólreiðar barna Hjóleiðar barna á umferðargöt- um borgarinnar eru sérstakt um- hugsunarefni. Ég hef víða farið erlendis, en minnist þess ekki að hafa séð jafn ung börn hjólandi á miklum um- ferðargötum og hér í Reykjavík. Hvaða trygging er svo fyrir því að þessi börn hjóli aðeins á gangstígum og gangstéttum, eða fari yfirleitt eftir settum reglum þótt þau hafi fengið umferðar- fræðsíu í skólum, eða hjá foreldr- um? Það þarf varla að spyrja svona, því börn eru alltaf börn, þó misjafnlega gætin og kunnandi umferðarreglur. Um öryggisbelti Að lokum örfá orð um öryggis- öryggisbelta mun örugglega fækka slysum þótt deila megi um sjálfa lagasetninguna, eins og komið hefur fram í dagblöðum að undanförnu. Eitt finnst mér þó furðulegt og fráleitt í lögunum, að farþegar í leigubifreiðum til mannflutninga eru undanþegnir notkun öryggis- belta. Er ekki nauðsynlegt fyrir farþega í framsæti leigubifreiða, að tryggja öryggi sitt, eins og farþegar í einkabifreiðum. Farþegi, sem situr í framsæti fylgist ekki alltaf með umferð, og ef bifreiðarstjórinn þarf snögg- lega að hemla, til að forðast árekstur eða annað sem valdið gæti slysi, bjargar notkun örygg- isbeltis farþeganum frá því að kastast á framrúðu bifreiðarinnar og má koma þannig í veg fyrir slys. Ég hef þá skoðun að við svona aðstæður geri öryggisbeltin mest gagn þegar ekið er í mikilli umferð. Til þess eru vítin að varast þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.