Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 3
Óverðug og óvið-
eigandi ummæli
segir Lárus Helgason um ummæli f jármálaráð-
herra að læknar láti deiluna bitna á sjúklingum
„MÉR ÞYKIR það einkennilegt
af yfirlæknum að beina áskor-
unum sínum eingöngu til ríkis-
valdsins, eins og eina lausnin á
þessari deilu sé sú að rikið
gangi að þeim afarkostum, sem
læknar hafa sett. Ef neyðar-
ástand skapast á sjúkrahúsun-
um, þá er engin önnur skýring
á þvi en sú, að læknar hafa hert
aðgerðir sinar og láta deiluna
bitna með fullum þunga á
sjúklingum i þeirri von að það
auðveldi þeim að vinna sem
mestan sigur i þessari deilu,“ er
haft eftir Ragnari Arnalds f jár-
málaráðherra í sjónvarpsírétt-
um um helgina.
Sagði ráðherrann einnig að
ljóst væri að það stæði fyrst og
fremst á læknum að ganga frá
málum sínum og koma í veg
fyrir að deilan bitnaði á sjúkl-
ingum og valdi þeim meiri þján-
ingum, en ummæli þessi viðhafði
Ragnar Arnalds í tilefni bréfs er
Félag yfirlækna ritaði honum í
síðustu viku þar sem lýst er
alvarlegu ástandi á sjúkrahús-
unum og skorað á yfirvöld að
draga ekki að semja. Lárus
Helgason formaður Félags yfir-
lækna sagði að sér fyndust þessi
ummæli ráðherra mjög óviðeig-
andi og óverðug, yfirlæknar
hefðu ásamt lágmarksaðstoð síð-
ustu sólarhringa lagt sig fram
um að halda uppi neyðarþjón-
ustu og sinnt brýnustu verkefn-
um. Brýnt væri að semja strax
þar sem menn héldu ekki lengi
út í viðbót. Hjalti Þórarinsson
yfirlæknir sagði lækna vissulega
einnig hafa skorað á sína menn
að hraða samningum, en til þess
þyrfti ekki að rita ráðherrabréf,
þeir hefðu beint samband við
sína samningamenn og fylgdust
gjörla með málum.
Um 30 læknanemar á 4. og 5.
námsári hafa nú hætt vinnu á
spítölum, en þeir hafa að nokkru
leyti starfað sem aðstoðarlækn-
ar og enn stærri hópur þeirra
hefur farið til afleysingastarfa á
Norðurlöndum. Ástand á sjúkra-
húsunum verður stöðugt verra
og sagði Grétar Ólafsson yfir-
læknir á handlækningadeild ,
Landspítala að þar væru nú
aðeins framkvæmdar tíundi
hluti aðgerða miðað við eðlilegt
ástand. Þá hefur verið breytt
fyrirkomulagi bráðavakta þann-
ig að Landspítali og Borgarspít-
ali taka nú vakt einn dag í senn,
en Landakotsspítali áfram 3 og 4
daga í einu.
Ríkisútvarpið:
Beinar útsendingar
íþrótta að hef jast
NÚ GETA hlustendur Ríkisút-
varpsins átt von á beinum lýsing-
um frjálsra iþrótta og knatt-
spyrnuleikja innan skamms. Tek-
izt haía samningar á milli Frjáls-
íþróttasambands tslands og
Ríkisútvarpsins um útsendingar
og samningar við Knattspyrnu-
samband íslands liggja nú nán-
ast fyrir til undirskriftar.
Að sögn Harðar Vilhjálmsson-
ar, fjármálastjóra Ríkisútvarps-
ins, eru þessir samningar byggðir
á grunnsamningi, sem öll sérsam-
böndin hafa skrifað undir og er
það ýmist að sérsamböndin fá fast
gjald fyrir alla atburði á þeirra
vegum á árinu, eða að til kemur
ákveðið grunngjald að viðbættum
greiðslum fyrir ákveðna viðburði.
I þeim tilfellum er íþróttaviðburð-
um skipað í ýmsa flokka og eru
þeir flestir í knattspyrnunni. Sem
dæmi um það má nefna að í efsta
flokki eru landsleikir í heims-
meistarakeppni, næst koma vin-
áttulandsleikir, Evrópuleikir, bik-
arúrslit og 1. deildar- og bikarleik-
ir innanlands.
Hörður vildi ekki nefna neinar
upphæðir í þessum samningum, en
sagði að samkomulag hefði náðst
um þessar greiðslur og þær væru
eins háar og Ríkisútvarpið réði
við.
Eðlilegt að
brennisteins-
tvíildi sé
mælt við álverið
„MÉR FINNST eðlilegt að þetta
mál verði skoðað,“ sagði Ragnar
S. Halldórsson, forstjóri íslenzka
álfélagsins hf., er Morgunblaðið
spurði hann um viðbrögð hans
við grein. sem birtist i Morgun-
blaðinu fyrir helgi, þar sem
fjallað er um hugsanlega mengun
frá álverinu i Straumsvik vegna
brennisteinsdioxiðs. „Það hefur
verið, eins og Pétur Sigur jónsson
tók fram,“ sagði Ragnar, „eng-
inn sem hafði orð á því á sinum
tíma.
Þegar járnblendið kom til sög-
unnar,“ sagði Ragnar, „þá var
talað um að nauðsynlegt væri að
skoða mengun vegna brenni-
steinstvíildis hjá þeim, þar sem
þar er engin flúormengun. Það
hefur síðan verið gert. Ég hef
ekkert á móti því að það verði gert
einnig hér í kringum álverið. Slíkt
efni myndast vegna brunans á
forskautunum með svipuðum
hætti og í járnblendinu, þar sem
brennt er miklu af kolum. Brenni-
steinstvíildi myndast við allan
bruna á kolum og olíu. Lítið er
notað af kolum, nema í járnblend-
inu, en svartolían hefur einnig
ákveðið magn af brennisteini, þótt
magnið sé tiltölulega lágt í þessari
rússnesku svartolíu, sem hér hef-
ur verið seld. Þessi mál verða
tekin upp í flúornefndinni nú í
þessari viku.“
lyrirárisídan
spáðum við byltingu!
Nú hafaGrundig, B&OJLuxor,
Pye, Siemens og ITT
tekið upp
Philipskerfið V2QOO
.... og það er engin furða
því V2000 er eina kerfið
sem býður uppá mynd-
kassettu sem hægt er að
snúa við og hefur þar af
leiðandi helmingi lengri
upptöku og sýningartíma.
Þar að auki er hver klst.
helmingi ódýrari en á
spólum hinna kerfanna og
„fljótandi haus“ tryggir
truflanalausa afspilun á
hvaða V2000 tæki sem er.
Það var skynsam legt
af þér að bíða eftir rétta
kerfinu. Nú er það komið -
auðvitað frá Philips.
Framtíðin brosir við V2000
Philips V2000 kerfið mun
örugglega halda velli því
myndkassettan getur
óbreytt tekið við öllum
hugsanlegum tækni-
nýjungum s.s. mun lengri
upptökutíma og steríó
hljóði.
Framleiðendur meira en 20
meiriháttar merkja í video-
heiminum hafa nú þegar
valið V2000,-sömu merkja
og finnast á u.þ.b. helmingi
allra sjónvarpstækja í
Evrópu.
VR2020 er yfirburða tæki
Philips VR2020 hefur því
sem næst ótrúlegt minni.
Það er hægt að stilla á 5
mismunandi upptökur á 16
daga tímabili og sjálfvirki
snuðrarinn finnur mynd-
efni á kassettunni á
met-tíma.
Enaðalatriðiðerað
PhilipsVR2020ertækisem
gert er fyrir rétta kerfið:
VR2000.
5000 króna útborgun
Philips VR2020 kostar
aðeins 18.950 krónurog
útborgunin er aðeins 5000
krónur. Um leið og þú
kaupir tæki hjá Heimilis-
tækjum verður þú félagi í
Philips Videoklúbbnum,
sem veitir þér30% afslátt
á leigu myndefnis. Ef þú
leigir að meðaltali 4 spólur
á viku sparar það þér
2500.- krónuráári!
Philips V2000 slær í gegn - hvað sögðum við ekki!
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
jfumémJtMUk smæúi m *■* éÁA**Ai AáiAik uauiniium