Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 Strákarnir mættu ofjörlum sínum ISLENSKA drentíjalandsliðið i knattspyrnu tapaði fyrir Skotum í landsleik sem fram fór á KópavoKsvelIinum á sunnudag- inn. Var leikurinn liður i undan- keppni fyrir lokakeppni sem er á danskrá næsta vor. Skotarnir sÍKruðu oruKKlejra i leiknum. lokatolurnar urðu 1—3 ok þrátt fyrir að islensku strákarnir hafi Kert eins ok þeir Kátu. þá var enKÍn spurninK. að skoska liðið var talsvert sterkara. í hálfleik var staðan 0—2. Leikurinn var ekki gamall, er leikmaður að nafni Studden skor- aði fyrsta markið. Studden þessi er á mála hjá Glasgow Rangers. Dave Rennie bætti öðru marki við, einnig snemma leiks og var útlitið því allt annað en gott. Rennie er á bókum Leicester City. íslendingar réttu aðeins úr kútnum í síðari hálfleik og Eyja- maðurinn Hlynur Stefánsson skoraði gott mark, minnkaði þannig muninn í 1—2. En Adam var ekki lengi í paradís, Rangers- • Skotar skora eitt marka sinna. ísland: ^ ** Skotland llO bór Eiríkur Eiríksson llilmar Baldvinsson Sigurbjörn Viðarsson Nói Björnsson bórarinn Jóhannesson Árni Stefánsson Guðmundur Skarphéðinsson Örn Guðmundsson Jón Lárusson Guðjón Guðmundsson Magnús Helgason 8 4 4 5 5 6 5 5 4 4 4 KR Stefán Jóhannsson 6 Jósteinn Einarsson 6 Sigurður Pétursson 5 Ottó Guðmundsson 5 Börkur Ingvarsson 6 Guðjón Hilmarsson 5 Sæbjörn Guðmundsson 6 Elías Guðmundsson 4 Atli Þór Héðinsson 3 Vilhelm Frederiksen 4 óskar Ingimundarson 7 Davíð Egilsson (vm) 4 Sigurður Björnsson (vm) var of stutt inná til að fá einkunn. KR-ingar sækja að marki bórs, en Eirfkur markvörður nær að slá knöttinn frá. Ljósm. Gunnlaugur. leikmaðurinn Ferguson bætti um betur fyrir Skota og skoraði þriðja mark liðsins og 1—3 urðu lokatöl- urnar. Síðari leikur þjóðanna fer fram í Skotlandi 6. ágúst næstkomandi og það liðið sem sigrar samanlagt í báðum leikjunum kemst í loka- keppnina umræddu. Er óhætt að segja að róðurinn verði þungur hjá íslensku strákunum og hæg- ara sagt en gert að vinna upp 1—3 tap á heimavelli. Þór átti ekkert færi • Eitt marka Skota i uppsigl- ingu. en náði samt jafntefli KR OG bór deildu stigunum í sérstaklega leiðinlegum leik á Laugardalsvellinum á laugardag- inn. Hvorugt liðið skoraði mark en talan 0:0 gefur þó ekki rétta mynd af gangi leiksins. KR-ingar h(>fðu svo mikla yfirburði að nægja hefði átt til sigurs. En lánleysi og stórgoð markvarzla Eiriks Eiríkssonar í marki bórs komu í veg fyrir sigur KR. Það er bezt að segja það strax, að Þór átti ekki eitt einasta umtalsvert marktækifæri í leikn- um. Liðið virtist mæta til leiks með því hugarfari að ná í annað stigið og það tókst. Oskar Ingimundarson var lang beittasti framlínumaður KR og flest marktækifæri liðsins féllu honum í skaut. Hann skilaði sínum hlut vel en Eiríkur var ofjarl hans í markinu að þessu sinni. Strax á 2. mínútu átti Oskar þrumuskot að marki eftir mis- heppnaða markspyrnu Þórs en Eiríkur varði mjög vel. Á 8. mínútu átti Óskar fastan skalla DlormmbInÍti?i ilimnfa KR— ft n Þór 0:0 neðst í markhornið en Eiríkur varði frábærlega vel. Á 19. mínútu var Óskar enn á ferðinni en í þetta sinn fór skot hans naumlega framhjá. Og á 30. mínútu varði Eiríkur mjög vel gott skot Vil- helms Frederiksen. Annað mark- vert gerðist ekki í fyrri hálfleik, nema hvað Atla Þór Héðinssyni var skipt útaf strax á 34. mínútu og vakti það athygli. í byrjun seinni hálfleiks sóttu Þórsarar í sig veðrið án þess þó að skapa sér tækifæri. En KR-sóknin þyngdist þegar á hálfleikinn leið. KR-ingar fengu nokkur tækifæri en Eiríkur varði ætíð vel. Stað- setningar hans voru óaðfinnan- legar. Þess má geta að Óskari tókst einu sinni að koma boltanum í netið en markið var dæmt af vegna hendi. Eiríkur markvörður var í sér- flokki hjá Þór í þessum leik. bezti maður vallarins. Árni Stefánsson barðist vel og Guðmundur Skarp- héðinsson tók góða spretti. KR hafði umtalsverða yfirburði Einkunnagiofin í þessum leik. KR-ingarnir gerðu margt laglegt en einnig margar villur. Liðinu hefur greinilega farið aftur frá í fyrra og baráttan í leikmönnum er mikiu minni. En það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær KR-ingarnir rífa sig upp úr þessum öldudal. Óskar var bezti maður liðsins í þessum leik og óheppinn að skora ekki. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 20. júní, KR — Þór 0:0. Áminning: Engin. Áhorfendur: 358. - SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.