Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 17

Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 17 fyrirUekja þá yfirfarnir? Hvað er hér um háar upphæðir að ræða? c) Hvað hefur verið gert til þess að bæta úr aðfinnslum bæjarendur skoðanda? d) Hvaða stóru óvissuþættir, sem bæj- arendurskoðandi taldi óleysta 21. október, höfðu verið leystir tveimur dögum síðar og þá hvernig og hve- nær? 3. Viðskipti forstjórans Athugasemdir bæjarendurskoð- anda snúast að töluverðu leyti um viðskipti og fjárreiður forstjóra bæj- arútgerðarinnar. Þar kemur meðal annars fram eftirfarandi: A. Viðskiptareikningur forstjóra: í framhaldsskýrslu bæjarendur- skoðanda frá 6. ágúst 1981 stendur: „Áður en tekið er tillit til 2ja loka- færslna á viðskiptareikningnum, nemur skuld forstjóra gkr. 5.755.322,00 í lok ársins 1980. Loka- færslur nema nákvæmlega þessari framangreindu fjárhæð og eru tald- ar laun fyrir jan. 1981, orlof o.fl. og uppfært á viðskiptareikning: Bið- reikn. fyrirframgreidd laun starfs- fólks.“ Bæjarstjórn skortir hér upplýs- ingar. a) Hvernig og hvenær myndaðist þessi skuld forstjórans g.kr. 5.755.322,00 við fyrirtækið? b) Hefur þessi skuld verið gerð upp og þá hvenær og hvernig? c) Hvenær voru þær lokafærslur færð- ar, sem bæjarendurskoðandi nefnir? d) Hefur biðreikningurinn verið gerður upp og honum lokað og þá hvernig og hvenær? B. Orlof forstjóra: í skýrslu bæjarendurskoðanda frá 6. ágúst 1981 segir svo um orlof for- stjórans: „Annars vegar kemur fram reikningur í apríl 1980 g.kr. 1.709.100,00 vegna orlofsársins 1979—1980, og hins vegar reikningur í febrúar 1981 g.kr. 2.306.090,00 vegna orlofsársins 1980—1981. Orlofsárið skv. kjarasamningi Hafnarfjarðarkaupstaðar við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar er frá 1. maí — 30. apríl þannig að þeg- ar t.d. seinni reikningurinn kemur fram þá er orlofsárið ekki nærri því búið. Skv. upplýsingum forstjóra tók hann sér orlof í apríl 1981, þannig að svo virðist sem um tvígreiðslu sé að ræða.“ Á fundi sínum 8. október 1981 bók- ar útgerðarráð eftirfarandi um þetta mál: „Útgerðarráð telur, þar sem mismunur er á orlofsútreikningi Helga Númasonar og Björns Ólafs- sonar á orlofsreikningi Björns Ólafs- sonar, að þeir komi sér saman um niðurstöðutölu og ljúki málinu samkv. því. Þann 20. október 1981 samþykkir útgerðarráð að láta útreikninga endurskoðanda gilda um orlof for- stjórans. I bréfi bæjarendurskoð- anda frá 21. október 1981 segir: „Það þýðir lækkun á áðursendum reikn- ingum forstjóra um gkr. 600.766,00.“ Engar frekari upplýsingar hafa bor- ist bæjarstjórn um málið, en hér vakna margar spurningar, sem nauðsynlegt er að bæjarstjórn fái svarað: a) Hver heimilaði forstjóranum, að taka sér ekki lögboðið sumarleyfi, heldur greiða sér sjálfum út orlofs- féð í peningum? Er slfkt heimilt samkvæmt orlofslögunum? b) Hefur sú tvíborgun orlofs til for stjórans, sem bæjarendurskoðandi talar um í skýrslu sinni frá 6. ágúst 1981 verið leiðrétt og þá hvernig? c) Með hvaða heimild greiddi forstjór inn sér út orlofsféð fyrir orlofsárið 1980—1981 í febrúar 1981, og. hvernig gat hann reiknað út, að orlofsfé hans væri gkr. 2.306.090,00, löngu áður en orlofsárið var búið? d) Hvernig er fundinn sá mismunur á orlofsútreikningum forstjórans og bæjarendurskoðandans g.kr. 600.766,00 sem fram kemur í bréfi bæjarendurskoðanda frá 21. októ- ber 1981. Hefur hann verið gerður upp og þá hvernig og hvenær? C. Bifreiðakaup forstjóra: Fram kemur í 9. lið fyrirspurnar bréfs bæjarendurskoðenda frá 21. janúar 1981 og í sama lið svarbréfs forstjóra frá 26. janúar 1981, að inn- borgun bæjarútgerðarinnar á bif- reið, sem hún ætlaði að kaupa af Sveini Egilssyni hf., hafi síðan runn- ið upp í kaup á bifreið, sem forstjór- inn keypti af sama fyrirtæki. Ástæða er til, að bæjarstjórn fái upplýsingar um, á hvers nafn inn- borgunarkvittunin frá Sveini Egils- syni hf. hljóðaði, svo og hver það var, sem endurgreiddi bæjarútgerðinni þessa peninga 31. desember 1980. Um þetta hefur bæjarstjórn engar upplýsingar fengið. D. Utanlandsferðir forstjórans: Margar fyrirspurnir og athuga- semdir endurskoðandans varða utanlandsferðir forstjórans. í skýrslu endurskoðanda frá 6. ágúst 1981 kemur fram, að forstjórinn hafi mótað sér þá reglu að vera með 30% ofaná venjulega dagpeninga sem opinberir starfsmenn fá. Ennfremur segir bæjarendurskoðandi, að svo virðist sem hærra en 30% álag hafi verið notað þegar út var farið vegna Júní í júlí 1980. Engar upplýsingar liggja fyrir bæjarstjórn, samkvæmt hvaða heimild forstjórinn hefur greitt sér þetta álag og heldur ekki um það, hversu mikið hærra en 30% álagið var, sem hann fékk í það sinn, sem bæjarendurskoðandi nefnir. Nauð- synlegt er, að bæjarstjórn fái þetta hvoru tveggja upplýst. Hér skal látið staðar numið í upp- talningu á þeim helztu atriðum, sem fram koma í athugasemdum bæjar- endurskoðanda og við teljum nauð- synlegt að bæjarstjórn fái frekari upplýsingar um, þó ýmislegt fleira mætti nefna, svo sem gögn málsins bera með sér. Tillögur til úrskurðar: í 57. grein sveitarstjórnarlaga eru svofelld ákvæði: „Að lokinni endurskoðun skal endurskoðandi gera skriflega skýrslu um endurskoðunina, þar sem grein er gerð fyrir öllum athuga- semdum, sem gerðar hafa verið við bókhald og fjárreiður. Reikningshaldari skal eiga kost á einnar viku fresti til þess að svara athugasemdum, en síðan gerir endurskoðandi tillögur til sveitar- stjórnar um úrskurð á athugasemd- um. Ársreikningar, ásamt endurskoð- unarskýrslu, svörum reikningshald- ara og úrskurðartillögum endur- skoðenda, skulu lagðar fyrir sveitar- stiórn til ályktunar." Svo sem áður hefur verið marg- rakið, þá héfur bæjarendurskoðandi gert margar athugasemdir við reikn- inga og fjárreiður bæjarútgerðar- innar. Hann hefur hinsvegar ekki gert neinar tillögur til bæjarstjórn- ar til úrskurðar á þessum atriðum, svo sem framangreind lagaákvæði mæla fyrir um. I bréfi bæjarend- urskoðanda frá 21. október 1981 kveðst hann vilja gera tillögur um ákveðin atriði, síðan koma aðeins fram ýmsar upplýsingar um stöðu mála í 7 liðum, en engar tillögur til úrskurðar á athugasemdum hans. Til þess að hægt sé fyrir bæjar- stjórn að afgreiða reikninga hæjar- útgerðarinnar svo sem lög mæla fyrir um, er nauðsynlegt að fyrir liggi tillögur frá endurskoðanda til úrskurðar á athugasemdum hans. Nánar um þau atriði, sem telja verð- ur, að bæjarstjórn sé skylt að úr- skurða um, leyfum við okkur að vísa til þeirra mála, sem við höfum talið hér upp að framan og við teljum nauðsynlegt að upplýst verði betur, svo og ýmissa atriða, sem fram koma í fyrirspurnarbréfum bæjarendur- skoðanda og svarbréfum bæjarút- gerðarinnar, en ekki eru talin upp hér sérstaklega. í tillögu okkar undirritaðra, sem áður er getið og meirihluti bæjar- fulltrúa samþykkti að vísa frá á bæj- arstjórnarfundi 27. okt. sl., er einnig lagt til, að bókhald fyrirtækisins fyrir yfirstandandi ár verði endur- skoðað eftir því sem tilefni kann að gefast til, enda ná mörg þau atriði, sem bæjarendurskoðandi hefur gert athugasemdir við fram á þetta ár. Það er skoðun okkar, að á meðan bæjarstjórn skortir enn margvísleg- ar upplýsingar varðandi reikninga og fjárreiður bæjarútgerðarinnar fyrir árið 1980, svo og á meðan að ekki liggja fyrir frá endurskoðanda tillögur til úrskurðar á athugasemd- um hans, þá sé ekki hægt að afgreiða reikningana í bæjarstjórn með lögmætum hætti. Við leggjum áherslu á að lögum samkv. er bæjar- stjórn úrskurðaraðili um athuga- semdir endurskoðanda, en ekki út- gerðarráð. Við teljum, að meirihluti bæjarfulltrúa hafi ekki farið rétt að, er hann ákvað að taka reikningana til afgreiðslu og samþykkti að visa þeim til síðari umræðu, án þess að fullnægjandi upplýsingar og tillögur til úrskurðar lægju fyrir bæjar- stjórn. Undirskrift bæjarendurskoð- anda á útgerðarráðsfundi 23. októ- ber 1981 undir það, að með þeim þremur atriðum, sem þar eru bókuð og áður hafa verið rakin, þá telji hann „að fullnægjandi grein hafi verið gerð við aðfinnslum hans vegna endurskoðunar hans fyrir árið 1980,“ breytir hér engu, enda ekki í samræmi við þau gögn málsins, sem fyrir liggja, né þær staðreyndir, sem hér hafa verið raktar. Þessi undir- skrift bæjarendurskoðanda getur heldur ekki fríað bæjarfulltrúa þeirri ábyrgð, að upplýsa öll atriði málsins, né að gegna þeirri skyldu sinni að taka athugasemdir endur- skoðandans til efnislegs úrskurðar. I framhaldi af því, sem nú hefur verið rakið, leyfum við okkur með vísan til 3. kafla sveitarstjórnarlaga, sérstaklega 61. greinar, að kæra mál þetta til hins háa ráðuneytis. Við óskum úrskurðar um eftirtalin atriði: 1. Er sú meðferð á fjárreiðum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, sem fram kemur í skýrslum bæjarendurskoð- anda og öðrum gögnum málsins heimil samkvæmt ákvæðum 3. kafla sveitarstjórnarlaga, sérstaklega ákvæðum 47. greinar, samanber d- lið 56. greinar? 2. Ber endurskoðanda ekki skylda til að gera tillögu til bæjarstjórnar um úrskurð á athugasemdum sínum við reikninga Bæjarútgerðar Hafnar fjarðar fyrir árið 1980, samkvæmt ákvæðum 57. greinar sveitarstjórn- arlaga? Ber bæjarstjórn ekki skylda til að taka síðan þær tillögur að úr skurði til ályktunar við afgreiðslu reikningana? 3. Er bæjarstjóm heimilt að taka reikn- inga Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar til afgreiðslu, áður en nefndar tillögur bæjarendurskoðanda til úrskurðar liggja fyrir og áður en bæjarfulltrúar hafa fengið þær upplýsingar, sem við höfum rakið hér að framan, að enn skorti, vegna athugasemda bæjar endurskoðanda? 4. Ef ráðuneytið kæmist að þeirri niðurstöðu, að ekki hafi verið farið að lögum í máli þessu, þá óskum við eftir því að ráðuneytið leggi fyrir bæjarstjóm Hafnarfjarðar, að þau atriði, sem rakin hafa verið hér að framan, og við teljum enn skorta á að hafi verið upplýst, verði kunngerð bæjarfulltrúum á fullnægjandi hátt." Ennfremur, að lagt verði fyrir bæjar stjórn að afgreiða reikningana í sam- ræmi við 57. grein sveitarstjórnar laga, þannig að fyrir liggi tillögur um úrskurð á athugasemdum bæjarend- urskoðanda, sem bæjarstjórn álykti um. Með bréfi þessu sendum við eftir- talin gögn: 1. Ljósrit af bréfi bæjarendurskoð- anda til forstjóra BUH dagsett 21. janúar 1981. 2. Ljósrit af svarbréfi forstjórans til baejarendurskoðanda dags. 26. janúar 1981. 3. Ljósrit af bréfi bæjarendurskoð- anda til BÚH dags. 28. apríl 1981. 4. Ljósrit af svarbréfi skrifstofu- stjóra BÚH dags. 15. maí 1981. 5. Ljósrit af endurskoðunarskýrslu dags. 21. maí 1981. 6. Ljósrit af framhaldsendurskoðun- arskýrslu dags. 6. ágúst 1981. 7. Ljósrit af bréfi bæjarendurskoð- anda til bæjarráðs dags. 21. októ- ber 1981. 8. Ljósrit af fundargerðum bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar dags. 13. og 27. október 1981. 9. Ljósrit af fundargerðum útgerð- arráðs dags. 8., 20. og 23. október 1981. Virðingarfyllst, Árni Grétar Finnsson, Einar Þ. Mathiesen. OtNSTELLIb Glæsilegt í formi - fágað í áferð Nýja Öðustellið er glæsilega yfirvegað í formi með silkimjúka pastelgráa áferð og býður upp á fjölbreyttustu möguleika í uppröðun. Einfalt, beint á tréborðið, eða á glæsilegt veisluborö með kertum og blómaskreytingum. — Ö^ustellið, form og áferð, fer allsstaðar vel. Ööustellið er glerjað með sterkustu steinefnum. SENDUM MYNDALISTA HANDVERKí SÉRFLOKKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.