Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 18

Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 íslenzkir vopnaflytjendur?: „Líbýa uppeldisstöð hryðjuverkamanna“ sagði Árni Gunnarsson á Alþingi - Ekkert komið fram sem Árni Gunnarsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi sl. mánudag og heindi fvrirspurnum til samgönguráðherra varðandi meinta vopnaflutninga með ís- lenzkum flugvélum til Líbýu, sem hann kallaði uppeldisstöð hcrmd- arverkamanna, og S-Arabíu. Hann kvað íslenzkum flugfélögum óheimilt að flytja vopn nema með sérstöku leyfi samgönguráðuneyt- isins og taldi að um slík leyfi hafi verið sótt varðandi flutninga til S-Arabíu. Hann sagði Arnarflug hafa farið 7 ferðir til Líbýu. I farmskrám hafi verið getið bæði um „æfingaskot“ og efni, sem sprengihætta stafaði af. Ekki hafi vopn verið tilgreind, en farmskrár væru ekki einhlítar um, hver flutmingur er, sagði hann. Arni sagði ekki við hæfi að ís- lenzkir farkostir væri notaðir til þessara verkefna, þ.e. flutninga, sem aðrir litu hornauga, enda væri Líhýa uppeldisstöð hryðju- verkamanna, sem sendir væru til illvirkja vítt um heim. Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagði kæru hafa borizt um meinta vopnaflutninga á vegum Arnarflugs frá Frakk- landi til Líbýu. Loftferðaeftirlit hafi tekið þessa kæru til meðferð- ar og fengið ljósrit af farm- skjölum. Ekkert hafi komið fram í þeim, sem bent hafi til ólöglegra flutninga, en rétt væri, að þar væri getið um sprengihætt efni og æfingaskot. Ekkert hafi heldur komið fram sem benti til óleyfi- legra flutninga Flugleiðavéla í Lí- býu á hættulegum efnum. Hins- vegar hafi það flugfélag fengið leyfi til vopnaflutninga til S-Ar- abíu. Ráðherra kvaðst láta kanna, hvern veg þessum málum væri háttað hjá öðrum þjóðum, en í Bretlandi væri i gildi reglugerð, sem heimilaði vopnaflutninga frá ákveðnum stöðum til ákveðinna staða. Alit eftirlit hér að lútandi er erfiðleikum háð, sagði ráð- herra, en spurning er, hvort banna á íslenzkum flugvélum alfarið vopnaflutninga, en þeir eru veru- legur hluti farms í veröldinni. Benedikt Gröndal (A) sagði Is- lendinga ekki geta hagað utanrík- isviðskiptum sínum eftir því, hverskonar stjórnir sætu við völd í einstökum ríkjum. Hinsvegar væri Líbýa ekki fýsilegur félagi í hópi siðaðra og friðelskandi þjóða. Eg skora á samgönguráðherra að beita áhrifum ráðuneytis síns á viðkomandi íslenzka flutnings- aðila, að þeir hætti með öllu við- skiptum sínum við Líbýu. Guðrún Helgadóttir (Abl) þakk- aði Arna tímabæra fyrirspurn og hvatti ráðherra til að gefa Alþingi tæmandi skýrslu um þessi til- greindu flutningamál. Hinsvegar bendir til ólöglegra flutninga, kvað hún illt í efni, ef strand sov- ét-kafbáts á sænskri grund væri notað til að berja á friðarhreyf- ingum í V-Evrópu. Ólafur 1>. Þórðarson (F) sagði þá hugsun hafa sótt á sig undir þess- ari umræðu, hvort veröldin væri yfirleitt við hæfi íslendinga, sem teldu sig svo miklu betri en af- ganginn af mannkyni. Sósíal- demókratar í ' Svíþjóð eru bæði vopnaframleiðendur og vopnaselj- endur um allan heim. Vita já- bræður þeirra hér á landi ekkert Hver verður af- staða Framsóknar?: „Það er eftir að vita“ - sagði Tómas Árna- son um sérstakan skatt á verzlunar- húsnæði Kagnar Arnald.s, fjármála- ráðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi til framlengingar á sér stökum skatti á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði í neðri deild Al- þingis sl. mánudag. Matthias A. Mathiesen (S) sagði sjálfstæðis- menn, bæði stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga, hafa lýst yfír andstöðu við þessa skattheimtu. Sama mætti segja um framsóknar þingmenn, ef marka mætti um- mæli Steingríms Hermannssonar, formanns flokksins, og Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, sem látið hafí að því liggja í þing- ræðum að þessi skattur yðri felld- ur niður, enda kæmi hann til við- bótar hækkuðum eignaskatti og mjög illa við strjálbýlisverzlunina. Matthías sagðist efast um að þessi skattheimta hefði tilskilið þingfylgi. Beindi hann þeirri fyrirspurn til Tómasar Arna- sonar, hver væri afstaða hans og framsóknarþingmanna til þess- arar skattheimtu nú. Tómas svaraði því einu að vísa til ræðu sinnar á fyrra þingi. Þá spurði Matthías enn: „Stendur ráð- herra við hana?“ Og ráðherra svaraði: „Það er eftir að vita." Matthías spurði þá, hvort sú saga endurtæki sig að varaþing- maður kæmi inn fyrir ráðherr- ann til að samþykja það sem honum væri óljúft. Það er auð- séð, sagði Matthías, hverjir ráða ferð í skattheimtunni, þ.e. Al- þýðubandalagið. sagði samgönguráðherra þar um? Og hver veit nema ís- /lenzkur fiskur hafi verið á borðum í sovézka kafbátnum, er hann strandaði hjá sænskum. Naumast hættum við að selja þeim ugga. Auðvitað var það rétt hjá Grön- dal, að íslenzk utanríkisviðskipti geta ekki tekið mið af stjórnarfari einstakra ríkja, en okkur ber að halda alþjóðlega samninga. Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði strand sovézks kafbáts, með kjarnvopn innanborðs, á ströndu S-Svíþjóðar, að viðbættri upp- ljóstran um danskan Sovétþjón, sem starfaði á vegum svokallaðrar friðarhreyfingar um einhliða af- vopnun í V-Evrópu, og haft hafi milligöngu um rússneska fjár- mögnun á tiltekinni starfsemi hreyfingarinnar, hafa svipt áróð- urshulunni af þessari starfsemi. Hún vitnaði til leiðara í málgagni Guðrúnar Helgadóttur, sem séð hefði sig knúið til að lýsa því yfir, að friðarhreyfing, byggð á rússn- eskum friði, væri verri en engin friðarhreyfing. Guðrún Helgadóttir (Abl.) sagði sök kollega síns í Danmörku ekki sannaða. Hún biði með eigin for- dæmingu málalykta. Friðrik Sophusson (S) las úr leið- ara Þjóðviljans, þar sem friðartali Sovétríkjanna var líkt við heims- met í hræsni og yfirdrepsskap. Hann sagði framvindu mála hafa sýnt svo ekki yrði um villst, að einhliða yfirlýsing um afvopnun af hálfu lýðræðisríkjanna væri út í bláinn. Svipmynd frá Alþingi Einn flokkur, tveir armar, gæti hún heitið myndin sú arna, sem tekin var í bakgarði Alþingis: Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra og Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrv. borgarstjóri í Reykjavík Sjálfvirk lán í Útvegsbanka: Óheppilegur fjölmiðlamatur - sagði Alexander Stefánsson Sighvatur Björgvinsson(A) beindi þeirri fyrirspurn tii Tóm- asar Árnasonar, ráðherra bankamála, í neðri deild sl. mánu- dag, hvað fælist í þeim orðum Halldórs Ásgrímssonar, for manns bankaráðs Seðlabanka, að grípa þyrfti til „viðeigandi ráðstafana", ef Útvegsbankinn hætti sjálfvirkri afgreiðslu afurðalána til atvinnuveganna, eins og Albert Guðmundsson, formaður bankaráðs Útvegsbankans, hefði látið að liggja. Hver er afstaða annarra viðskiptabanka til þessa máls? Hvað felst í orðunum „viðeigandi ráðstafanir“? Tómas Árnason, vióskiptaráð- herra, sagði spurningunum fljót- svarað. Enginn hefur rætt við mig um þetta mál, hvorki af hálfu Seðlabanka né Útvegsbanka, ég hefi því ekkert um málið að segja hér og nú. Albert Guðmundsson (S) sagðist harma orð ráðherra, sem stönguð- ust á við það sem hann (Albert) hefði áður sagt um þetta mál. Bankaráð hefur ekki aðeins gert samþykkt í málinu, heldur og rit- að ríkisstjórn um væntanlegar ráðstafanir af hálfu bankans. Áuk þessa hefi ég rætt persónulega bæði við forsætisráðherra og bankamálaráðherra um málið. Tómas Árnason, ráðherra, endur- tók, að hann hefði ekki séð nein bréf né átt neinar viðræður varð- andi þetta mál. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði alvarlegt mái, ef einn af þrem viðskiptabönkum ríkisins tæki ákvörðun um að hætta lána- fyrirgreiðslu við atvinnuvegina, sem honum bæri að sinna. Ég trúi ekki að slíkt verði gert án samráðs við ríkisstjórn, þó ráðherra þykist ekkert vita. Alexander Stefánsso (F), sem jafnframt er bankaráðsmaður Út- vegsbanka, sagði samþykkt bankaráðs vera gerða fyrr á þessu ári, áður en til kom sérstök aðstoð við bankann. Samþykktin hafi fal- ið það í sér að bankinn gæti ekki veitt viðbótarlán, ofan á venjuleg lán, nema að undangenginni fyrir- greiðslu. Hann hefði ekki fjár- magn til slíks. Engin önnur sam- þykkt hefur verið gerð í banka- ráði. Og ég tel óheppilegt að gera þetta mála að fjölmiðlamat. r r ^ I stuttu máli I stuttu máli — I stuttu máli — I stuttu máli Fasteignaskattur af sumarbústöðum Pétur Sigurðmon (S), Guðmund- ur J. Guðmundsson (Abl.), Vil- mundur Gylfason (A) og Guð- mundur G. Þórarinsson (F) flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitar- félaga, þess efnis, að fasteigna- skattur af mati sumarbústaða- lóða og mannvirkja á þeim skuli vera 0.25%. Með hliðsjón af því að not af þessum bústöðum séu ekki að jafnaði nema 3 mánuðir á ári sé rétt, að skatturinn sé aðeins fjórðungur af samskonar skatti af heilsárshúsnæði. Námsmenn og alþingiskosningar Salome Þorkelsdóttir (S), Stefán Jónsson (Abl.), Stefán Guð- mundsson (F) og Eiður Guðnason (A) flytja frumvarp til breytinga á kosningalögum, þess efnis, að námsmenn búsettir á Norður- löndum skuli færðir á kjörskrár þar sem þeir vóru síðast heimil- isfastir hérlendis, nema gild ástæða sé til annars. Frumvarp- ið felur og í sér styttingu á kærufresti til sveitarstjórna. Frumvarpið gerir ráð fyrir laugardagskosningu í stað sunnudags. Og veltistimplakosn- ingu við utankjörstaðaatkvæða- greiðslu, til að fyrirbyggja ógildi seðla vegna þess að listabók- stafir eru á stundum illa skrifað- ir. Samkvæmt samstarfssamn- ingi Norðurlanda er aðeins hægt að eiga lögheimili í einu land- anna. Þetta hefur skapað örðug- leika við að koma atkvæðum — í stuttu máli námsmanna til skila. Frumvarp- ið á að gera bragarbót á því. Sjónvarp á Vestfjörðum Karvel Pálmason (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild sl. mánudag og gerði at- hugasemdir við sjónvarpsskil- yrði á Vestfjörðum, en skil á sjónvarpsefni til Vestfirðinga væru fyrir neðan allar hellur og þann veg, að ekki væri við hæfi að heimta afnotagjöld af þeim, ef ekki yrðu tafarlausar bætur gerðar. Menntamálaráðherra las — í stuttu máli upp skýringu tæknideildar Pósts og síma, sem fól í sér vilyrði um úrbætur, eftir því sem aðstæður og efnahagur leyfðu frekast. Fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll Karl Steinar Guónason (A) endurflytur tillögu til þings- ályktunar um fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll, sem ætl- að er að styrkja atvinnugrund- völl á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.