Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 26

Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ3ÍUDAG<UR 10. NÓVEMBER 1981 Hvað eru húsnæðislán há miðað við byggingarkostnað? eftirfarandi samanburði er því reiknað út hve stór hluti af verði staðalíbúðar 2 fáist fyrir hvern þriðjung lánsins, og er þá miðað við verð íbúðarinar eins og það var daginn sem viðkomandi lánshluti kom til greiðslu. Lánshlutfallið í heild fæst svo með því að leggja hlutana þrjá saman. Eftir Leif Benedikts- son verkfrœöing Með nýjum lögum um Húsnæð- isstofnun ríkisins, sem komu til framkvæmda nú á þessu ári, urðu tvær meginbreytingar á reglum um úthlutun svokallaðra Húsnæð- ismálastjórnarlána. Önnur var sú að lánsupphæð fer nú að nokkru eftir . fjölskyldustærð umsækj- anda, en var áður sú sama fyrir alla, hvort sem umsækjandi var einhleypur eða í stórri fjölskyldu. Hin breytingin er að lánin eru nú hækkuð fjórum sinnum á ári í hlutfalli við hækkun á bygg- ingarkostriaði, en voru áður aðeins hækkuð einu sinni á ári. Reglur um greiðslur lána eru hinsvegar þær sömu og áður. Lánsfjárhæð hvers umsækjanda ákvarðast af því hámarksláni sem í gildi er þegar hús hans verður fokhelt, og kemur lánið til greiðslu í þremur hlutum. Síðari hlutar lánsins hækka ekki þó að lánsfjárhæð til nýrra umsækjenda hafi hækkað. Á undanförnum árum hefur bið lántakenda eftir að fá 1. hluta lánsins verið nokkuð mislöng eftir því hvenær ársins þeir gerðu fok- helt. Lengst hefur hún verið hjá þeim sem gerðu fokhelt í janúar, 6—7 mánuðir, en styst um 3 mán- uðir, hjá þeim sem gerðu fokhelt í ágúst og september. Seinni tveir hlutar lánsins hafa komið á um það bil 6 mánaða fresti á eftir 1. hluta. Þannig hefur lánið að jafn- aði ekki verið fullgreitt fyrr en 15 til 19 mánuðum eftir að húsin urðu fokheid og er ekki að sjá að nein veruleg breyting verði á þessu á næstunni. VIÐMIÐUNARÍBÚÐIR Ef finna á hve hátt hlutfall lán Húsnæðisstofnunar er af bygg- ingarkostnaði þarf að huga að tvennu. I fyrsta lagi þarf að velja byggingarkostnað einhverrar heppilegrar íbúðar til viðmiðunar, í öðru lagi þarf að athuga hvaða áhrif verðbólgan hefur á lánshlut- fallið. Verð viðmiðunaríbúða þarf að vera sem næst meðalverði þeirra íbúða sem sótt er um lán til að byggja. Þar sem ekki liggja fyrir neinar tölur um slíkt meðal- verð, þarf að nálgast það eftir öðr- um leiðum. Talið er að meðal- fjölskyldustærð umsækjenda sé 3—4 og kæmi því eirihver eftirtal- inna íbúða til greina sem meðal- íbúð. im, en um 40% vegna ibúða í fjöl- býlishúsum. Samkvæmt þessu er ljóst að óraunhæft er að nota íbúð í fjöl- býlisvísitöluhúsinu til viðmiðunar, því hún er bæði sögð óeðlilega ódýr og lánsumsóknir eru að meirihluta til byggingar á einbýl- is- eða raðhúsum. Einbýlisvísi- töluhúsið er á hinn bógirjn að lik- indum dýrara en meðalíbúð. Því hefur verið valinn sá kostur að miða við staðalíbúð nr. 2 sem við- miðun, enda ætti hún að vera til þess vel fallin, hafi lögum verið framfylgt við könnun hennar, en þar segir: „Miða skal við að (staðal) íbúðir séu hagkvæmar, einfaldar að allri gerð, hóflegar að stærð en Húsgerð: Herbergja- fjöldi: Verð 1.7.1981 íbúð í vísitöluhúsi Fjölbýlishús 3 375.350 Staðalíbúð 2 Parhús 4 739.700 Staðalíbúð 3 Parhús 5 874.000 Einbýlis vísitöluhús Einbýlishús 5 1.092.700 Verð allra þessara íbúða er reiknað af Rannsóknarstofnun b.vggingariðnaðarins og Hagstofu Islands, og eru upphæðir sam- bærilegar að öðru leyti en því að „fjármagns- og yfirstjórnunar- kostnað á byggingartíma" vantar í verð vísitöluhúsanna. Þessi liður er tæp 4% af verði íbúðanna. Fróðlegt er að sjá hve íbúðin úr fjölbýlisvísitöluhúsinu er sögð miklu ódýrari en hinar íbúðirnar, og er raunar vafasamt að unnt sé að fá íbúð á þessu verði. Könnun á lánSumsóknum bend- ir til að um 60% umsókna sé vegna íbúða í einbýlis- og raðhús- vandaðar og uppfylla kröfur um hönnun, gerð og búnað á hverj- um tíma.“ Þess má og geta að lán til verka- mannabústaða miðast við verð staðalíbúða, þannig að þau nema 90% af öllum byggingarkostnaði svo lengi sem hann er undir bygg- ingarkostnaði staðalíbúða. ÁHRIF VERÐBÓLGU OG BIÐTÍMA Áhrif verðbólgunnar eru í því fólgin að lánið er ekki fullgreitt fyrr en um hálfu öðru ári eftir að lánslofrtrðið var veitt. Á þessum tíma hefur upphæð lánsins í krón- um haldist óbreytt en raunveru- legt verðmæti minnkar um eða yf- ir 30% miðað við 40—50% verð- bólgu eins og hún hefur verið á undanförnum árum. Að sjálfsögðu geta húsbyggjendur ekki farið að greiða kostnað með lánsfénu fyrr en þeir hafa sjálfir tekið við því. í NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður framangreindra út- reikninga eru sýndar á meðfylgj- andi súluriti. Þar er sýnt hve hátt hlutfall hver einstök lánveiting frá 1975 hefur verið af bygg- ingarkostnaði staðalíbúða 2 eins og hann var á hverjum tíma um- Norræni iðnþróunarsjóðurinn — Nordforsk: Lánveitingar og styrkir til iðnþróunar á íslandi Hugsanlega mætti spara 40 prósent af olíunotkun fiskiskipaflotans Samstarfastofnun norra nna rann- sóknarstofnana, Nordforsk, hefur nú í undirbúningi rannsóknarverk- efni sem miðar að bættri orkunýt- ingu í fiskveiðum, einkanlega með tilliti til olíusparnaðar. Kr talið af þeim sem að undirbúningi verkefn isins standa að spara mætti um 40 prósent þeirrar olíu sem nú er notuð með því að haga öllum þáttum út- gerðar með tilliti til olíusparnaðar. Kins og segir í frétt Mbl. af þessu sl. lostudag er heildarkostnaður við rannsóknarverkefnið áætlaður rúml. 19 millj. dkr. en farið hefur verið fram á lán hjá Norraena iðnþróun- arsjóðnum að upphæð tæplega 4,5 millj dkr. Munu Norðmenn, Danir og Færeyingar taka þátt í rannsókn- arverkefninu ásamt íslendingum samkvæmt áætlun Nordforsk. Akvörðun um hvort af lánveitingu verður mun væntanlega verða tekin á fundi Norræna iðnþróunarsjóðsins hinn 21. þessa mánaðar. Þann hluta verkefnisins er fram fer á íslandi munu Fiskifélag Ís- lands og Raunvísindastofnun Há- skólans annast, en þátttakendur í verkefninu er áætlaó að verði: Sjávarútvegsráðuneytið, Iðnað- arráðuneytið, Landssamb. ísl. Ut- vegsmanna, Farmanna- og fiski- mannasambandið, Sjómannsam- bandið, Siglingamálastofnun ríkisins, Félag dráttarbrauta- og skipasmiðjaeigenda, Knörr — fé- lag ísl. skipafræðinga, Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins og Hafn- arsamband sveitarfélaga. í verk- efninu felst víðtæk rannsókn á öll- um þáttum útgerðar s.s. sóknar- háttum, vélbúnaði og notkun hans, lögun skipsskrokka með tilliti til vatns- og vindmótstöðu á siglingu, skrúfubúnaði o.fl. Áætlað er að kostnaður við rannsóknir hér verði rúml. 1,5 millj. dkr. en þar af mun Norræni iðnþróunarsjóður- inn lána rúml. 0,5 millj. dkr. ef af lánveitingunni verður. Iðntæknistofnun boðaði til blaðamannafundar sl. fimmtudag þar sem starfsemi Norræna iðn- þróunarsjóðsins var kynnt/ Markmið sjóðsins er að stuðla að betri nýtingu á tækniþekkingu og iðnþróunarmöguleikum á Norður- löndum. Leiðir að þessu marki eru m.a. stuðningur við saínstarfs- verkefni á ýmsum tæknisviðum í iðnaði, sem unnið er að sameigin- lega með þátttöku a.m.k. tveggja landa. Til greina koma einnig lánveiting til vprkefna sem unnin Á / eru á vegum stofnana, starfs- greina og fyrir tækja eða samtaka þeirra. Auk þessara verkefna ef sjóðnum ætlað að styðja samnor- ræna rannsóknar- og þróunar- starfsemi á sviði orkumála. Stuðningur sjóðsins getur verið með tvennum hætti. í fyrsta lagi styrkur til verkefna sem tengd eru starfssviði iðngreina og áhugverð eru fyrir tvö eða fleiri lönd. Skýrslur um árangur skulu að- gengilegar öllum aðilum á Norður- löndum sem áhuga hafa á viðkom- andi verkefni. I öðru lagi áhættu- lán til þróunarverkefna á vegum a.m.k. tveggja iðnfyrirtækja í tveim löndum þar sem niðurstöður koma lántakendum til góða. Ekki er skylt að birta niðurstöður öðr- um aðilum. Lánaskilmálar eru hagstæðir og lánið aðeins endur- greitt ef verkefni ber árangur og niðurstöður nýtast í framleiðslu. Stuðningur sjóðsins fer að jafnaði ekki fram úr helmingi kostnaðar við verkefni. Norræni iðnþróunarsjóðurinn hefur aðsetur í Stokkhólmi og eru starfsmenn átta talsins. Stjórn sjóðsins er skipuð einum fulltrúa hjá hverju landanna og einum varamanni. Iðnaðarráðuneytið fer með mál sjóðsins að því er ísland varðar. Fjárveitingar til sjóðsins erú hluti af sameiginlegum fjár- lögum Norðurlandaráðs. í ár nema framlög til sjóðsins um 26 millj. kr. miðað við núverandi gengi. ísland hefur haft nokkra sér- stöðu að því er varðar lánsum- sóknir. Stjórn sjóðsins hefur í því efni tekið sérstakt tillit til ís- lenzkra aðstæðna m.a. með hlið- sjón af iðnaðaruppbyggingu hér og þróunarstigi íslensks iðnaðar. Samstarf fyrirtækja og starfs- greina hér á landi við aðilja á öðr- um Norðurlöndum er miklum erf- iðleikum bundið. Stjórn sjóðsins hefur hinsvegar jafnan tekið vel í umsóknir frá íslandi sem varða miðlun á tækniþekkingu og reynslu frá hinum löndunum til íslenzkra fyrirtækja eða starfs- jfl w ► A n Á Frá blaðamannafundinum á Iðntæknistofnun. F.v. Kristmundur Halldórsson deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu, Hörður Jónsson framkvæmdastj. hjá Iðntæknistofnun, Robert von Ffaler og Jens Peter Nielsen starfsmenn Norræna iðnþróunarsjóðsins, og Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs ríkisins. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.