Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGTJR 10. NÓVEMBER 1981
35
Leifur Bcnediktsson
reiknaður með byggingarvísitölu.
Þessa útreikninga má framkvæma
fyrir lán sem greidd hafa verið að
fullu en það á við um lánveitingar
vegna húsa sem fokheld verða
fyrir 1. júlí 1980. Raungildi lán-
anna hefur á þessu tímabili orðið
hæst 17,3% í byrjun árs 1977 en
hefur síðan lækað ár frá ári og
voru komin niður í að vera milli 10
' og 13% árin ’79 og ’80.
En hvernig er þessu háttað nú?
kunna menn að spyrja. Því er ekki
unnt að svara enn sem komið er,
því fleiri lán hafa ekki verið
greidd að fullu.
Hinsvegar má gefa sér forsend-
ur og sjá hvað út kemur. Ef bið
eftir láninu verður sú sama næsta
ár og hún hefur verið á síðasta ári
og verðbólga verður 40% ár ári
fæst línan sem sýnt er strikuð á
myndinni. Með því að hækka
lánsfjárhæðina nú fjórum sinnum
á ári jafnast raungildi lánanna, og
standist framangreindar forsend-
ur munu þau á þessu ári nema
12% —13% af byggingarkostnaði
staðalíbúða 2. Ef biðtími styttist
eða verðbólga minnkar hækkar
raungildi allt upp í 17,4% en það
er hlutfall hámarksláns af verði
staðalíbúðar í ár.
greina, og einnig umsóknir sem
snerta uppbyggingu tækniþjón-
ustu hér á landi fyrir tilstuðlan
reynslu frá öðrum Norðurlöndum.
Hefur sjóðurinn undanfarin ár
veitt styrki til slíkra verkefna hér.
Atak sem nú er yfirstandandi í
húsgagnaiðnaði hefur t.d. fengið
styrk úr sjóðnum tii að nýta nor-
ræna ráðgjafaþjónustu á því sviði
hér á landi. Þá hefur Samband
málm- og skipasmiðja fengið
styrk til að aðlaga norskt flokkun-
arkerfi vegna viðgerða og að-
stæðna í íslenzkum skipa-
smíðastöðvum. Kerfi þetta mun
t.d. auðvelda áætlanagerð við við-
gerðarframkvæmdir og gera við-
komandi aðilum fært að gera til-
boð í slíkar framkvæmdir með
minni fyrirvara en fært hefur ver-
ið hingað til.
Náið samband er milli sam-
starfsstofnunar norrænna rann-
sóknastofnana, Nordforsk, og
Norræna iðnþróunarsjóðsins og
hefur sjóðurinn styrkt ýmis stærri
verkefni sem skipulögð hafa verið
á vegum Nordforsk. Meðal þeirra
verkefa á vegum Nordforsk sem
íslendingar hafa tekið þátt í ná
nefna svonefnt „Kolmunnaverk-
efni“ sem unnið var sameiginlega
á vegum Norðmanna, Færeyinga
og Islendinga, að hluta til fyrir
styrk frá sjóðnum. Verkefni þetta
miðaði að því að rannsaka sér-
staklega veiðar, vinnslu og mark-
aðsfærslu á kolmunna með það
fyrir augum að gera hann hæfari
sem neysluvöru til manneldis.
í undirbúningi er verkefni sem
miðar að orkunýtingu í fiskveiðum
á mjög hreiðum grundvelli eins og
áður segir. Þá eru til athugunar
ýmsir möguleikar á samstarfs-
verkefnum milli íslenskra og nor-
rænna fyrirtækja sem e.t.v. verða
styrkt úr sjóðnum.
Hefur sjóðurinn á þessu ári
samþykkt lánveitingu til eins slíks
verkefnis og er þar um að ræða
samstarf milli íslensks og norsks
fyrirtækis.
Nýjungar hjá Flugleiðum:
Farskráning innanlands í tölvu
Nýtt tölvukerfi í millilandaflugi á næsta ári
Karskrárkerfi Flugleiða innan
lands hefur nú verid tölvuvætt. Krá
og með 1. nóvember eru allar far
skráningar farþega til og frá Reykja-
vík framkvæmdar með tölvu félags-
ins, sem staðsett er í aðalskrifstofu á
Keykjavíkurflugvelli. Þriðjudaginn 3.
nóvember var skrifstofa félagsins á
Akureyrarflugvelli tengd að fullu við
tölvukerfið. Stefnt er að því að aðrar
söluskrifstofur Klugleiða innanlands
verði tengdar kerfinu í náinni fram-
tíð, ef nauðsynlegar línur fást hjá
Pósti og síma. Með tölvuvæðingu far-
skrár innanlandsflugs verður far
skráning fljótar afgreidd og auðveld-
ara er að fylgjast með hvort sæti eru
til á þeirri leið sem farþegi óskar eft-
ir. Sömuleiðis auðveldar tölvan betri
nýtingu flugvélanna.
Allt frá því að Flugleiðir tóku
fyrst upp tölvuskráningu farþega í
millilandaflugi árið 1972 hefur
skráningin verið í tölvu í Atianta í
Bandaríkjunum og nefnist kerfið
„Gabriel". Með samdrætti í Atl-
antshafsflugi félagsins, hefur orðið
mikil breyting á uppruna farþega.
Árið 1975 komu 47% farþega frá
Ameríku, en nú eru flestir farþegar
skráðir á svonefndu Norðursvæði,
þ.e. á íslandi og í N-Evrópu. Með
tilkomu nýrrar tölvu Flugleiða,
nýrrar tækni og fyrrgreindrar
breytingar á uppruna farþega, hef-
ur félagið ákveðið að frá og með
næsta vori verði eigin tölva einnig
nýtt til skráningar millilandafar-
þega. Verulegur sparnaður fylgir
þessari ráðstöfun.
í hinu nýja bókunarkerfi Flug-
leiða verður kerfi sem notað er hjá
sjö öðrum flugfélögum og hefur á
íslensku hlotið nafnið „Alex“. Með-
al þess sem afgreiðslufólkið mun
hafa aðgang að í þessu kerfi eru:
Eigin áætlanir Flugleiða, upplýs-
ingar um framhaldsflug með öðr-
um félögum, samskipti við tölvur
annarra félaga, farseðlaútgáfa,
farþegalistar, fargjaldalistar o.fl.
Efnt var til samkeppni meðal
starfsmanna Flugleiða um íslenskt
nafn á hið nýja tölvukerfi og varð
hugmynd Samúels Gústafssonar á
ísafirði, „Alex“, hlutskörpust. Þyk-
Lr nafnið þjált og þess utan minna
á nafn eins frumkvöðuls íslenskra
flugmála, Alexanders Jóhannes-
sonar fyrrum háskólarektors.
Nokkrir forráðamenn Klugleiða við
hinn nýja tölvubúnað á Keykjavíkur-
flugvelli. Krá vinstri: Sveinn Sæ-
mundsson blaðafulltrúi, Þorsteinn
Thorlacius deildarstjóri farskrár
deildar, Sverrir Jónsson stöðvar
stjóri, Björn Theodórsson fram-
kvæmdastjóri markaðsdeildar, Sig-
urður Helgason forstjóri og Jakob
Sigurðsson yfirmaður tölvudeildar
Klugleiða. Við lölvuskjáinn situr
Edda Snæhólm.
(I.jósm. Mbl. ÓI.K.M.)
>»
Borð við allra hæfi. Ymsar stærðir - sporöskjulaga, hringlaga
eða ferköntuð. Borðplötur úr harðplasti, ólitaðri eik, ólitaðri
fum, lituðu beyki - og auðvitað stólar í stfl.
IHÍSI|SII|IISlkllul
oínvi iiuii'ii a o OiAAi onccc
SIDUMULA 2 - SIMI 39555
Komdu og fw™*1