Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
ást er...
\/ O 10 !5
... ad halda saman
<jeynum l>ykkt oy frunnt.
TM Reo U.S Pat Ott -all rigtits rtMrveö
c 1981 Los Angales Times Syndicate
Þykir þír poppkorn gott?
Með
morgunkaffinu
l’assailu þig, ég er með berja-
sultubréf í rassvösunum og þú
eyðileggur huxurnar mínar.
HÖGNI HREKKVÍSI
/, £>o /47p 5£~*r. . 'orÓ6r/Z6 //oTAO/r
/c/bS/c/r/pPc'/ "
tT,T rf TT T T-T-T • V • • # • « • # *•«• ■* *■ » 4
íslenskir sjómenn:
Galeiðuþrælar tölvu- og
tækniþjóðfélagsins?
Kinar Grétar Björnsson skrifar:
„Nú vitum við sjómenn það, eftir
fögur og sanngjörn orð Kristjáns
Ragnarssonar í okkar garð í Frétta-
spegli á föstudagskvöld, 2,5 millj.
gkr. á mánuði. Það munar ekki um
það. En hann minnist reyndar ekki
á annað en minni gerð skuttogar-
anna, og þá langaflahæstu, hefur
líklega haft Vestfjarðatogarana í
huga.
Þá vitum við það. Og ekki var
minni hlutur fréttamannsins í
þættinum. Hann sýndi landsmönn-
um, hvernig við sjómenn búum á
hafinu, eða réttara sagt hann sýndi
vistarverur um borð í einum nýj-
asta togaranum, íbúðir og aðstöðu.
Ef hann hefði á hinn bóginn verið
sanngjarn og hlutlaus, hefði hann
einnig átt að sýna aðstæður um
borð i 10—20 ára gömlum bát til að
sýna mismuninn, og taka svo viðtal
við einn eða tvo starfandi sjómenn
til að fá fram þeirra sjónarmið.
Nei, þess þurfti ekki, að hans
mati, það skiptir víst engu máli,
enda hef ég sagt það áður og segi
enn: Við erum ekki álitnir fólk,
heldur þrælar.
En Óskar Vigfússon komst vel
frá sínu og skýrði hlutina eins vel
og hann gat á jafnstuttum tíma og
honum var skammtaður. Það lá svo
mikið á því hjá fréttamönnunum að
koma kafbátsmálinu að, sem þó var
búið að glymja í eyrum landsmanna
í meira en viku. Það hefði mátt
halda að þjóðarhagur stæði og félli
með þessum kafbát en ekki íslenska
fiskiskipaflotanum. Ég spyr: Ætli
hefði nokkuð veitt af öllum þættin-
um til að ræða málefni sjómanna?
Ég er ansi hræddur um að Óskar
Vigfússon hefði þegið að fá að and-
mæla Kristjáni Ragnarssyni kröft-
uglega og þeim tölum sem hann
nefndi. Én Óskari var ekki gefið
tækifæri til slíks. Það lá svo mikið á
að koma kafbátnum á skjáinn, að
halda hefði mátt, að hann lægi
strandaður í fjörunni við Skúlagöt-
una.
Ekki datt fréttamanninum held-
ur í hug að ræða við formann Sjó-
mannafélags Reykjavíkur. Álítur
sennilega að honum komi fiskverðs-
ákvörðun ekkert við. Skrýtin frétta-
mennska það.
Ég er heldur ekkert hrifinn af því
hvað fjölmiðlar hafa verið daufir
við að skýra frá fiskverðsmálinu,
t.d. eftir fundinn á Hótel Sögu, sem
var allheitur á köflum. Þar vantaði
þó ekki fréttamenn og Ijósmyndara.
En til hvers voru þeir þarna? Það
birtist lítið sem ekkert um þennan
fund í blöðunum, nema smáklausa i
Vísi. Það er ekki að sjá, að fólk geri
sér þess enn grein, að þjóðfélag
okkar á allt undir fiskveiðum. Af-
koma þeirra ræður úrslitum um
velmegun þjóðarinnar. Fiskurinn er
okkar olíuauður. En það vilja allir
þiggja afrakstur veiðanna. Eða get-
ur einhver verið svo góður að benda
á eitthvað annað sem þjóðartekjur
og velmegun hvíla jafnþungt á?
Kristján Ragnarsson talaði um
að sjómennskan væri orðin svo
tækni- og tölvuvædd, að helst mátti
skilja, að þetta væri bara „hobbý“
hjá sjómönnum, vinnan væri orðin
svo miklu minni en verið hefði. Ég
ætla samt að fræöa Kristján um
það, svo og aðra landsmenn, að enn
þá er ekki búið að tölvuvæða það að
taka inn troll, bæta troll, splæsa
víra, blóðga, gera að fiski, ganga frá
honum í lest eða landa, beita, leggja
og draga línu, að leggja, steina
niður og draga net. Nei, engin
tækni, engin tölvuvæðing, heldur
mjög svipuð vinnubrögð og tíðkast
hafa í áratugi og meir.
Þá veit Kristján það og líka hitt
að það er miklu skynsamlegra að
kynna sér hlutina áður en farið er
Glöggt er auga á annars lýti
Agnar Hannesson skrifar:
„Velvakandi.
Vegna skrifa Árnýjar Björns-
dóttur 22. október („Ekki hefði
ég...“), J.P. 31. október („Dekur-
börn víndrykkjurnnar") og Árna
Helgasonar 4. nóvember („Þurfa
allt annað til að reisa sig við en
vorkunnsemi") langar mig að leggja
orð í belg.
Áfengi er staðreynd. Áhrif þess
eru staðreynd. Drykkjusýki er
sjúkdómur, sjúkdómur sem ekki
verður læknaður að fullu, aðeins
gerður óvirkur, — þannig að lifa má
eðlilegu lífi meðan áfengis er ekki
neytt. Flestir vita að alkóhólismi er
eitt af elstu vandamálum mann-
kynsins. Það er ekki langt síðan við
fórum að njóta góðs af hinum nýju
viðhorfum til þessa vanda. Lækna-
vísindin vita nú miklu meira um
alkóhólisma en fyrir nokkrum ára-
tugum. En það er ekki nóg, að þau
staðfesti að um sjúkdóm er að
ræða, heldur verður almenningur
einnig að gangast við því.
Til að rumska við gömlum og
rótgrónum hindurvitnum, svo og
þekkingarleysi almennings hér á
landi voru samtökin SÁÁ meðal
annars stofnuð. Þau hafa á öfga-
lausan hátt útrýmt hjá fjölda fólks
hindurvitnum og fordómum gagn-
vart áfengisvandamálinu. Samtökin
reka fræðslustöð, sjúkrastöð og
endurhæfingarheimili. Og krafta-
verkin gerast daglega á þessum
stofnunum. Fjöldinn allur af fólki
tekur þar á vandamálum sínum,
öðlast von um betra líf og snýr sið-
an út í hringiðu lífsins á ný, með
meiri þekkingu og fræðslu.
Þegar út er komið taka AA-
samtökin við, samtök mannkær-
leika og samvinnu. Þeir sem ekkki
fá bata í gegnum þetta starf eru
einstaklingar sem geta ekki eða
vilja gefa sig algerlega á vald að-
ferðum samtakanna.
Sem betur fer hefur almennings-
álitið hér á landi gjörbreyst til hins
betra í áfengismálum. En því miður
er ennþá til fólk með svipaðar skoð-
anir og Árný Björnsdóttir, J.P. og
Árni Helgason, fólk sem ber óvild
og biturleika í garð alkóhólista.
Þetta fólk lifir í sjálfsblekkingu,
hindurvitnum, vanþekkingu og for-
dómum. Það er ætíð reiðubúið að
stíga á stall og benda með fyrirlitn-
ingarsvip á meðbræður sína og
segja: „Þú ert aumingi og ræfill,
sjálfselskur monthani, vegna þess
að þú ert háður vímugjöfum." Já,
glöggt er auga á annars lýti. Ég hef
virkilega samúð með þessu fólki;
því hlýtur að líða illa.
Rosknir hjarta-
sjúklingar Jifi
eðlilegu kynlífi
WMhMfttan, 1 nóxrembf-r AP.
BANDARÍSKA ökfnmarfnedr
starauaia riðlcgfDr roukDD fólki
dó láu krorki hjDrUDUg mt Wóó
UpfD hÍDdra uig I k*i aó lifa rólr
lcgD kynlífi. Tekió «r fram aó raun
ar koBDl kjnmók aó draga nr lík
um á þrf aó keir am HM Éu hafa
f»gió hjartaifall fái haó oóru
Að lokum: Fjöldi fólks neytir
áfengis. Hjá sumum verður neysla
þess að vandamáli, hjá öðrum ekki.
Afstöðu fjöldans til áfengis mætti
líkja við litróf ljósbrotsins, allt frá
Ijósasta Ijósu niður í dekksta dökkt,
og allt þar á milli. Þegar einstakl-
ingurinn byrjar að bragða áfengi,
ætlar hann sér auðvitað ekki að
missa tökin á áfengisvenjum sínum
og drekka sér eða öðrum til miska.
En margir missa þau samt og er
ástæðan sú að alkóhólismi er sjúk-
dómur, margþættur sjúkdómur, en
afleiðing hans er þó enn þá marg-
þættari. Og vitað er að þótt aðeins
einn úr fjölskyldunni drekki, skaðar
það alla fjölskylduna, enda er alkó-
hólisminn talinn fjölskyldu-
sjúkdómur. Því er það ekki aðeins
alkóhólistinn, heldur fjölskyldan
öll, sem þarfnast aðstoðar."
Ef þig biður stiílka um strok,
strjúktu niður falda.
Meðan iðar augnalok
á þeim sið að halda.
Ilákur.
VÍSA VIKUNNAR