Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Lokið er sérstöku ári fatlaðra og
mun það mál fróðra, að það hafi
tekist vel svo sem lesa má í dagblöð-
um borgarinnar. Undirritaður
fylgdist ekki svo nákvæmlega með
gangi mála nema rétt úr fjarlægð,
— þó var farið fram á það við mig,
að ég lánaði nokkrar myndir á
menningarviku þá, er haldin var í
n’óvemberlok, og aðstoðaði jafn-
framt við val mynda, er uppi skyldu
hanga, meðan á öðrum dagskrárlið-
um stæði, og var það auðsótt mál.
Menn voru strax sammála um að
höfuðáherzla skyldi lögð á myndir
skapandi athafna og hugarflugs en
ekki eftirmyndir úr vikublöðum eða
andlausa uppdrætti hlutveruleik-
ans. Veit ég nú, að ekki munu allir
hafa sætt sig við þá stefnu, en það
er hlutur, sem verður að taka með
stóískri ró. Annað vakti meir at-
hygli mina og það er merkileg við-
kvæmni úr þessari átt. Ég hafði tek-
ið að mér að semja formála í
dagskrá menningarvikunnar og kom
þá óvart við kviku ýmissa með því
að ætla að nota andstæðurnar fatl-
aðir-heilbrigðir. Þessu var þó breytt
í fatlaðir og ófatlaðir og munu menn
hafa látið sér vel líka, þótt það sé að
mínu mati ennþá lakara og geti
skapað meiri misskilning og vanga-
veltur en hitt, því að ákaflega erfitt'
er að skilgreina hverjir séu raun-
verulega alveg ófatlaðir. Þá á orðið
fötlun eingöngu við sýnileg veikindi
eða meiðsl (samkvæmt skilgrein-
ingu orðabókarinnar), en þar sem ég
hef ekki annað heildarorð tiltækt
leyfi ég mér að nota það hér í al-
tækri merkingu. Ekki veit ég ná-
kvæmlega, hvernig viðkomandi líta
Einn frægasti málari seinni alda
var Francisco Goya en sá missti
heyrnina á miðjum starfsferli
sínum. Hann gerði sínar nafn-
toguðustu myndir heyrnarlaus
og hóf m.a. steinþrykkið í æðra
veldi. Myndin „Risinn“ er gerð í
raderingu og mezzotintu og er'
með þekktari grafísku verka
hans. í myndinni er ógnþrungin
þögn og það er líkast sem Ijósið
sé tákn lífsins og eina samband
mannverunnar við umheiminn.
og vekja forvitni og athygli á al-
mannafæri með merkjamáli sínu.
Þetta fólk er þó alla jafna manna
heilbrigðast fyrir utan fötlun sína
og hefur vísast engar aðrar kenndir
misst gagnvart umhverfinu nema að
lifa í, að hluta til eða algjörri þögn.
Vanmat er þeirra versti þröskuldur
í lífinu, einkum hvað langskólanám
snertir en það má vera hérlendum
hvatning að víða ytra hefur þessi
þröskuldur verið yfirstiginn. Menn-
ingarvikunni lauk svo með eftir-
minnilegri hátíð og var áhrifaríkt
að sjá, hve fólk lagði sig fram við að
skemmta sér og öðrum.
Gagnrýnendur —
listrýnendur
— Það virðast fleiri eiga til við-
kvæma strengi en fatlaðir, og það
varð ég áþreifanlega var við, er
samband gagnrýnenda var endur-
vakið úr löngum dásvefni nú á dög-
unum. Ég bar þar fram þá tillögu,
Guðberg Bergsson og Thor Vil-
hjálmsson, ásamt tilfallandi leynd-
armálum í kringum meistarann og
líf hans. Var helst á þessum skrifum
að skilja, að Picasso eigi minna í
tilurð myndarinnar og raunar ann-
arra mynda honum eignuðum en áð-
ur var haldið, ef maður hefur þá
skilið greinarnar rétt.
Um meistara Picasso hafa mynd-
azt svo margar sögusagnir að vísast
er af nógu efni að taka í öll helgar-
blöð Þjóðviljans á ársgrundvelli og
mun erfitt að greina hvað sé satt og
hvað logið. Skemmtileg og fróðleg
gæti sú lesning orðið. Hver atlagan
af fætur annarri hefur verið gerð að
risanum í þvi skyni að ómerkja
framleiðslu hans. Minnist ég þess,
að er ég var í Múnchen árin
1958—'60 hafði næstum tekizt að
gera hann að ósköp venjulegum en
ofauglýstum málara, eða svo hafði
maður á tilfinningunni. Fátt hatast
meðalmennskan meira við en snilld-
ina og þeir eru fjölmargir, er koma
af stað hinum aðskiljanlegustu
sögusögnum um sér meiri listamenn
þeim til lítillækkunar. Máski hefðu
hinir ágætu rithöfundar mátt at-
huga sinn gang betur, áður en þeir
hættu sér út á ritvöllinn með það,
sem mætti ætla hæpnar fullyrð-
ingar þótt í þeim felist sjálfsagt
margt sannleikskornið.
Ég minnist þess hér, að er ég var í
Osló veturinn 1952—’3, var dreift
meðal nemenda listaháskólans
plaggi með yfirlýsingu meistarans,
þar sem hann viðurkenndi mistök
sín og hvað óhlutlæga list ekki geta
staðizt, vera fals og hjóm. Þetta
plagg gekk um allan heim og varð
MANNIÍFSVETTVANGIIR
á málin, en ég get ekki fallizt á það
að t.d. heyrnarskertir hafi heil-
brigða heyrn eða að blindir hafi
heilbrigða sjón, — en hins vegar
geta menn sjálfsagt verið fílhraust-
ir fyrir utan fötlun sína og með öðr-
um mönnum heilbrigðari hugsun-
arhátt. Nú hef ég fengið að vita, að
fleiri hafi í grandleysi sínu rekið sig
illa á þetta og tel því rétt, að það
komi á yfirborðið til nánari krufn-
ingar og heilbrigðrar skilgreiningar,
hvernig sem hún nú reynist.
En hafa menn eiginlega hugsað út
í það, hve fötlun er víðtæk í eðli
sínu, svo sem hún skilst hér, þ.e.
hindrun (handicap)? Menn geta ver-
ið fatlaðir á svo mörgum sviðum, því
að menn geta t.d. verið að hiuta til
tónrænt eða sjónrænt fatlaðir þótt
ekkert sé annars að skynfærunum.
Það er t.d. mjög bagalegt að hafa
ekki tilfinningu fyrir tónrænum
hrynjandi og hefur í för með sér
margvíslega erfiðleika fyrir þoland-
ann. Þá geta menn á sama hátt ver-
ið algjörlega tilfinningarlausir fyrir
dýpri atriðum sjónarinnar og/eða
litblindir, og það er í sjálfu sér einn-
ig hindrun. Afleiðingarnar geta iðu-
lega orðið útilokun frá atvinnu og
víðtækir sálrænir erfiðleikar í öllum
tilvikum.
— En rétt er það, að margt verða
hinir fötluðu að þola fyrir hugsun-
arleysi og blindu samborgaranna
(sem má telja skynræna fötlun) og
mætti rita um það langt mál. Ég get
komið með mjög nærtækt dæmi,
sem er fréttaágrip heyrnarskertra í
sjónvarpinu. í upphafi brostu marg-
ir, er þeir sáu tilburði hinna heyrn-
arskertu á skjánum, en nú eru
áreiðanlega flestir hættir að hlæja
og um marga veit ég, sem dást nú að
þessu framtaki og sumir hafa jafn-
vel orð á því, að þetta sé líkast mím-
ískum ballett, — látbragðsballett.
Þetta er augljóst dæmi um, hve
miklu má áorka með skilningi og
heilbrigðum hugsunarhætti, þótt
róðurinn kunni að vera erfiður í
fýrstu. Hér er um stóran sigur að
ræða fyrir þennan hóp fatlaðra, er
vekur þeim vafalaust enn frekar trú
á mátt sinn og megin. Heyrnin er
útvörður allra skilningarvitanna og
telst samkvæmt skilgreiningu
lærðra mikilvægust þeirra. Þá
leggst það til viðbótar á þann, sem
heyrnina hefur misst, að engin get-
ur séð á honum fötlun hans í fljótu
bragði, sem verður til margvíslegra
óþæginda og ama fyrir viðkomandi.
Þá þykja slíkir nokkuð sérkennilegir
að orðið list tengdist nafninu, þann-
ig að samtökin nefndu sig t.d. „Fé-
lag íslenzkra listgagnrýnenda", en
það var kolfellt. Þannig mætti ætla
að gagnrýnendur á listasviði séu
mjög viðkvæmir fyrir orðinu „list“,
sem þó sízt skyldi þar sem þeirra er
að halda uppi reisn listarinnar með
skrifum sínum. Mætti jafnvel til
sanns vegar færa, að réttast væri að
nota hér orðið listrýnir, því að menn
skilgreina hlutina eins mikið á al-
mennum grundvelli og þá frekar
meira en að lofa þá eða lasta. Orðið
gagnrýni er mjög misskilið hér á
hjara veraldar og þá ekki sízt meðal
listamannanna sjálfra, en þeim
finnst mörgum sem við listrýnendur
gagnrýnum (löstum) aðra aldrei
nógu hart né lofum sjálfa þá og fé-
laga nógu mikið.
Jón Stefánsson
— Rétt er að minnast á það hér,
að hundrað ár voru liðin sl. ár frá
fæðingu eins gáfaðasta, menntað-
asta og þekktasta myndlistarmanns
þjóðarinnar, Jóns Stefánssonar.
Þessi tímamót fóru hljótt hjá, —
lítil sýning var haldin á Listasafni
íslands og undirritaður ritaði um
hann ítarlega grein í Lesbók. Fleira
veit ég ekki um. Tel ég þjóðina illa á
vegi stadda, er hún kemur þannig
Eftir Braga
Asgeirsson
fram við minningu manns, sem bar
hróður íslenzkrar myndlistar vítt
um lönd, þegar hún var að rísa úr
öskustónni eftir aldalanga niður-
lægingu. Jón var tvímælalaust
nafntogaðastur íslenzkra myndlist-
armanna erlendis um áratugi enda
var hann á Norðurlöndum nefndur
„Islands store maler", og hefði þjóð-
in mátt minnast þessa tímamóta á
verðugan hátt, t.d. með útgáfu veg-
legrar listaverkabókar. Þjóðin
stendur þannig ennþá í mikilli og
ógoldinni þakkarskuld við þennan
hugumstóra brautryðjanda. — Hér
má einnig koma fram, varðandi
kynningu íslenzkrar myndlistar, að
undarlegar eru þær upplýsingar,
sem troðið er í útlendinga er heim-
sækja landið og vilja kynnast
myndlist þjóðarinnar. Ég las fyrir
nokkru í virtu norsku blaði um
myndlistir langa grein eða réttara
greinaflokk um íslenzka myndlist
þar sem þröngsýni var í hámarki í
nafni svonefndra nýlista. Þar kom
þetta fram: Að Aðalsteinn Ingólfs-
son væri eini maðurinn, er um
myndlist fjallar hérlendis, er fylgist
með því, sem sé að gerast á alþjóða-
vettvangi(l) Að Jóhannes Kjarval
hafi verið andlega bilaður á sama
hátt og sænsku myndlistarmennirn-
ir C.F. Hill og Ernst Josephson, en
báðir tveir voru þeir hælissjúkl-
ingar á bezta aldri. Lægi eftir
Kjarval heilmikið af myndlistar-
verkum, sem hann hafi gert í leyni
og enginn fengi að sjá. Að fólk hefði
ótrú á Kjarvalsstöðum og að Nor-
ræna húsið nyti meiri hylli. Allt er
þetta endemis þvættingur og skora
ég á heimildarmanninn að koma
fram í dagsljósið og standa fyrir
máli sínu.
En það má vera alveg víst, að slík-
ur málflutningur verður aldrei upp-
rættur, fyrr en út verður gefin ítar-
leg íslenzk myndlistarsaga, þar sem
fjallað yrði vítt og breitt um þróun-
ina síðustu áratugi. En þangað til
geta óvandaðir menn falsað söguna
og logið á sig tilhæfulausum að-
dróttunum um ófsóknir af hálfu
eldri listamanna. En slíkt dugar
þeim ekki nema takmarkað tíma-
skeið. An skipulegrar kynningar á
myndlist hlýtur margt að gleymast
og týnast, því þá er hætta á að ís-
lenzk myndlistarakademía verði al-
farið „undirróður og moldvörpu-
starfsemi ásamt vænum skammti af
lágkúru“.
— Hvernig væri að veita í eitt ár
álíka miklu fé og til kvikmynda-
gerðar, til kynningar á íslenzkri
myndlist? Væri það gert er ég full-
viss um að um álíka tímamót yrði að
ræða og hafa orðið í kvikmyndun-
um. Má minna hér á, að í uppslátt-
arritum um myndlist heimsins er
ísland ekki til nema í örfáum tilvik-
um og er þá oftast um undarlega
kynningu að ræða ...
Guðbergur —
Thor — Picasso
Lesa hefur mátt í helgarblöðum
Þjóðviljans mikil skrif um hið
fræga málverk meistara Pablo Pic-
asso „Guernica" eftir þá rithöfunda
Jón Stefánsson mun hafa gert
þessa teikningu í London árid
1910 en þar var hann staddur á
þeim tíma er hann stundaði nám
hjá Henri Matisse í París.
Myndin er teiknuð í uppsláttar
rit af London sem Jón hefur haft
í vasanum.
geysivinsælt og víða hampað með
miklum hávaða. Ég man ekki eftir
því að þetta hafi strax verið borið til
baka, en það kom þó seinna fram að
hér var um hreinan tilbúning
manna að ræða, er virðast leggja
áherzlu á slíka iðju þá er pentskúf-
urinn bregzt í höndum þeirra. List-
sagnfræðingar er vilja vekja á sér
athygli koma og einnig við sögu.
Það kemur mér ekki á óvart að á
þessum tímamótum spretti upp ótal
lágkúrulegar sögusagnir og fullyrð-
ingar um vafasama tilorðningu
verka meistarans, en það kemur
mér á óvart, að hluti þessa skuli
rekið upp af mjðg svo ágætum ís-
lenzkum rithöfundum.
En eitt er vissulega hárrétt og það
er, að meistarar nota sér óspart
hugmyndir frá hægri og vinstri, er
þeir gera myndir sínar og hér er
Picasso engin undantekning. Hann
kann einnig að hafa haft aðstoð-
armenn, svo sem margir fyrirrenn-
arar hans í listasögunni. Minnumst
þess hér hvernig gömlu meistararn-
ir fóru að, og nærtæk dæmi fyrir
rithöfenda ættu málaferlin er
spunnust út af leikritinu „Cyrano de
Beregerac“ eftir E. Rostand að vera,
og sú staðreynd að hugmyndin um
Robinson Krúsó mun ekki komin frá
Daniel Defoe, — en hann á að hafa
umskrifað handrit annars manns. í
báðum tilvikum voru hin uppruna-
legu handrit hálfgerður leirburður,
sem varð að snilld í umskrifi hinna
æfðu rithöfunda. Þá má geta þess,
að hinn frægi gamanleikari Bob
Hope hefur fjölda manns í kringum
sig til að búa til gamansögur og
brandara, en enginn þeirra færi í
skóna hans.
Er Picasso vann við Guernicu, tók
Dora Maar, ljósmyndari, fjölda
Ijósmynda af þróun listaverksins og
varð víst á sama tíma ástkona hans.
Hún var einmitt að taka slíkar
myndir á vinnustofunni á Rue
Grand Augustins er þáverandi lags-
kona Picasso um árabil, Maria
Therese Walter, birtist skyndilega.
Upphófust mikil slagsmál á milli
hinna tveggja valkyrja og skemmti
Picasso sér konunglega við að horfa
á atganginn og naut þess víst sjald-
an betur að vera karlmaður. Þetta
atvik ásamt fleiri sögum en þó aðal-
lega myndinni sjálfri ættu að sanna
það ótvírætt, hver stóð að baki til-
urð hennar öðrum fremur, þót.t ein-
hverjir aðrir hafi einnig blandazt í
málið.
— Máski ná einhverjir svo langt