Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 15

Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 15 með sitt lag í prýðilegu gervi Loga leikhússtjóra. Ingibjörg Björnsdóttir kom til liðs við sýninguna með dönsum sínum og góðri frammistöðu nemenda sinna í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Leikmynd Birgis Engilberts var ævintýraleg og við hæfi. Hann naut góðrar aðstoðar Ásmundar Karlssonar við að laða fram yndislegan heim fjarri öllu hversdagslegu amstri. Eg hef ekki séð skemmtilegri og markvissari leikmynd frá hendi Birgis Engilberts. Leikstjórn Brynju Benedikts- dóttur var örugg og frammistaða leikara eftir því. Þeir féllu vel inn í hlutverk sín. Árni Tryggva- son var Láki eins og fyrr er sagt, Flosi Ólafsson Logi leikhússtjóri og Sigurður Sigurjónsson Flökkujói. Árni Blandon lék Gosa eins og skapaður fyrir hlutverkið. Margrét Ákadóttir var Hulda. Anna Kristín Arn- grímsdóttir og Hákon Waage voru i kostulegum gervum Kisu og Refs. Andri Örn Clausen lék Ára. Sigrún Edda Björnsdóttir var Stelpa. Of langt mál yrði að telja upp alla hina góðu liðsmenn Gervi- karlaleikhússins, en geta má þess að þeir sem voru í hefð- bundnum hlutverkum ítalska gamanleiksins voru Ásta Hen- riksdóttir, Soffía Marteinsdóttir, Jódís Pétursdóttir og Jóhanna Guðlaugsdóttir. Þessi sýning Gosa er gott framlag Þjoðleikhússins til að skemmta börnum. Jóhann Hjálmarsson hléi að þeim fannst þetta atriði hálf „asnalegt". Mér fannst það gera myndina barnalegri en um leið léttari og skemmtilegri. Hins vegar er ekki því að neita að raun- veruleikablær á vísindaskáldskap gerir áhorfandanum ætíð auðveld- ara fyrir að lifa sig inní atburða- rásina, ég tala nú ekki um jafn fá- ránlega atburðarás og þarna er spunnin. Að þessu leyti víkja höf- undar Star Wars-myndanna, snill- ingarnir George Lucas og Steven Spielberg, frá formúlu Laurentiis um léttvæga skemmtun. Þeirra markmið virðist vera að skapa raunverulegan „framtíðarheim" fyrir augum áhorfenda. Hvort að- standendur Hvell-Geira hafa gefist upp við að skapa fullkominn fram- tíðarheim á hvíta tjaldinu skal ósagt látið, ég veit aðeins að mér fannst ósköp notalegt að svífa eina kvöldstund milli skrautlegra geimkastala fjarri grátbólginni móður jörð. Það ætti kannski að senda apaketti á borð við Jaruz- elski hershöfðingja á svona mynd þá sæi hann formyrkvun eigin sál- ar og hve allífið lítur veru kúgar- anna á jarðartítlunni með mikilli fyrirlitningu. verki. Karl Guðmundsson er ætíð bráðfyndinn, sama hvaða hlutverk hann tekur fyrir. Hér lyftir hann smáborgaranum Gústafi í „absúrd“ hæðir. Eg hef áður minnst á Viðar Eggertsson, Edda Hólm er sömu- leiðis óvenju tilfinningarík í túlkun ófullnægðrar eiginkonu. Edda Björgvinsdóttir skilar nokkuð vel hlutverki Klöru, táningsins á heim- ilinu. Karl Ágúst Úlfsson sýnir að í honum býr kómíker. Man ég varla eftir að hafa séð á sviði Hafnarbíós jafn samstilltan leikhóp þar sem hver bætir annan upp. En Krist- björg Kjeld samhæfir kraftana. Ég minntist í upphafi á þá sautjándajúnístemmningu sem stúdínurnar og blöðrurnar vöktu í salnum fyrir sýninguna. Þar á Guðrún Svava Svavarsdóttir stór- an hlut að máli með ágætri hönnun búninga og all skemmtilegri sviðsmynd, dálítið sundrgerðar- legri. Lýsing Davids Walter er hugmyndarík. En síðast en ekki síst ber að nefna leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar. Fyrir utan einstaka „móment" í leiknum er þáttur Gunnars hvað eftirtektar- verðastur í þessari undarlegu leik- sýningu. Þá vakti athygli mína vönduð leikskrá sem gæti orðið gagnleg heimild. íslensk málfræði gefin út í Japan NÝÚTKOMIN er hjá Daigakusy- orins-forlaginu í Tókýó bókin AISURANDO-GO BÚMPO („fs- lenzk málfræði") eftir prófessor Sadao Morita. Bókin skiptist í þrjá meginhluta auk inngangs, og er í þeim fjallað um I. fram- burð og hljóðfræði (þ.á m. framburðarsérkenni eftir landshlutum), II. beygingar- fræði og III. setningafræði, í samtals 38 köflum. Tekið er í senn mið af fornu máli og nú- tímamáli, og er munur forn- máls- og nýmálsorðmynda sýndur með tveimur leturgerð- um (beinu letri og skáletri), en þriðja leturgerðin (feitt letur) er á orðmyndum, sem sameig- inlegar eru fornu máli og nýju. Hefur bókin þannig að geyma drög að málsögulegu yfirliti, auk þess sem víða eru málsögu- legar og samanburðarmál- fræðilegar athugasemdir til skýringar. I bókinni er rækileg ritaskrá, og henni lýkur á nafna-, atriða- og orðaskrám. Samtals er bókin xiii + 280 bls. auk Islandskorts. Höfundurinn, prófessor Sa- dao Morita, er mörgum kunnur hérlendis, frá því er hann var við nám í Háskóla íslands fyrir tuttugu árum; hann hefur og lagt leið sína til íslands nokkr- um sinnum síðan. Hann er prófessor í norrænum málum í Waseda-háskólanum í Tókýó og kennir þar íslenzku að stað- aldri. Sadao Morita HÉR KAUPiR ÞÚ MIÐA FYRIR „ I2.JANUAR! Aðalumboð, Suðurgötu 10, Reykjavík. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, Reykjavík. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, Reykjavík. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, Reykjavik. SÍBS-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkoti, Kjós. Verslunin Staðarfell, Akranesi. Sigríður Bjamadóttir, Reykholti, Borgarfirði. Elsa Ambergsdóttir, Borgamesi. Anna Þórðardóttir, Miðhrauni, Miklaholtshreppi. Gunnar Bjamason, Böðvarsholti, Staðarsveit. Ingjaldur Indriðason, Stóra-Kambi, Breiðuvík, Snæfellsnesi. Svanhildur Snæbjömsdóttir, Hellissandi. Verslunin Þóra, Ólafsvík. Guðlaug E. Pétursdóttir, Grundarfirði. Esther Hansen, Stykkishólmi. Ólafur Jóhannsson, Búðardal. Jóhann G. Pétursson, Stóm-Tungu, Fellsströnd. HalldórD. Gunnarsson, Króksfjarðamesi. Einar V. Hafliðason, Sveinungseyri, Gufudalssveit. Vigdís Helgadóttir, Hjöllum 2, Patreksfirði. Sóley Þórarinsdóttir, Bjarmalandi, Tálknafirði. Gunnar Valdimarsson, Bíldudal. Guðrún Ingimundardóttir, Þingeyri. Alla Gunnlaugsdóttir, Ólafstúni 7, Flateyri. Guðmundur Elíasson, Suðureyri. Guðrún Ólafsdóttir, Bolungarvík. Vinnuver, Mjallargötu 5, ísafirði. Steinunn Gunnarsdóttir, Súðavík. Engilbert Ingvarsson, Tyrðilsmýri, Snæfjallaströnd. Pálína Þórólfsdóttir, Finnbogastöðum, Ámeshreppi. Sigurmunda Guðmundsdóttir, Drangsnesi. Hans Magnússon, Hólmavík. Erla Magnúsdóttir, Þambárvöllum, Bitrufirði. Pálmi Sæmundsson, Borðeyri. Helgi Benediktssson, Hvammstanga. Kaupfélag Hiinveminga, Blönduósi. Ása Jóhannsdóttir, Lækjarbakka, Skagaströnd. Verlsunin Björk, Aðalgötu 10B, Sauðárkróki. Guðni S. Óskarsson, Hofsósi. Georg Hermannsson, Ysta-Mói, Haganeshreppi. Kristín Hannesdóttir, Siglufirði. Jórflnn Magnúsdóttir, Grímsey. Valberg hf., Ólafsfirði. Guðlaugur Jóhannesson, Hrísey. Sólveig Antonsdóttir, Versluninni Sogn, Dalvík. Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, Akureyri. SIBS-deildin, Krismesi, Eyjafirði. Bára Sævaldsdóttir, Sigluvík, Svalbarðsströnd. Hafdís Hermannsdóttir, Túngötu 15, Grenivík. Rannveig H. Ólafsdóttir. Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu. Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Mývamssveit. Eysteinn Hallgrímsson, Grímshúsum, Aðaldal. Jónas Egilsson, Húsavík. Óli Gunnarsson, Kópaskeri. Vilhjálmur Hólmgeirsson, Raufarhöfn. Hulda Gestsdóttir, Lækjarvegi 4, Þórshöfn. Hafliði Jónsson, Sunnuhlíö, Bakkafiröi. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði. Jón Helgason, Laufási, Borgarfirði eystra. Óli Stefánsson, Merki, Jökuldal. Bjöm Pálsson, Laufási 11, Egilsstöðum. Ragnar Nikulásson, Seyðisfirði. Viðskiptaþjónusta Guðm. Ásgeirssonar, Neskaupstað. Benedikt Friðriksson, Hóli, Fljótsdal. Hildur Metúsalemsdóttir, Eskifirði. Ásgeir Metúsalemsson, Reyðarfirði. Margeir Þórormsson, Fáskrúðsfirði. Kristín Helgadóttir, Stöðvarfirði. Þórður Sigurjónsson, Snæhvammi, Breiðdal. Elís Þórarinsson, Höfða, Djúpavogi. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Homafiröi. Einar Ó. Valdimarsson, Kirkjubæjarklaustri. Marteinn Jóhannsson, Bakkakoti, Meðallandi. Halldóra Sigurjónsdóttir, Vík, Mýrdal. Fanný Guðjónsdóttir, Skólavegi 6, Vestmannaeyjum. Jóna Guðmundsdóttir, Amarhvoli, Hvolsvelli. Magnús Sigurlásson, Þykkvabæ. Aðalheiður Högnadóttir, Verkalýðshúsinu, Hellu. Hjalti Gunnarsson, Fossnesi, Gnúpverjahreppi. Sólveig Ólafsdóttir, Grund, Hmnamannahreppi. Sigurður Bjamason, Hlemmiskeiði, Skeiðum. Ásta Skúladóttir, Sólveigarstöðum, Biskupstungum. Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni. Kaupfélag Ámesinga, Bókabúð, Selfossi. Þórgunnur Bjömsdóttir, Þórsmörk 9, Hveragerði. Oddný Steingrímsdóttir, Stokkseyri. Pétur Gíslason, Eyrarbakka. Bóka- og gjafabúðin, Unubakka 4, Þorlákshöfn. Guðfinna Óskarsdóttir, Grindavík. Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, Höfnum. Jórunn Guðmundsdóttir, Hlíðargötu 31, Sandgerði. Ingveldur Jónsdóttir, Gerðum, Garði. JónTómasson, Vatnsnesvegi 11, Keflavík. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Vogum, Vatnsleysuströnd. Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ. SÍBS-deildin, Vífilsstöðum. Borgarbúðin, Hófgeröi 30, Kópavogi. HAPPDRÆTn SIBS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.