Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 18

Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 18
18 MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 Pólland: 130% gengisfelling og miklar verðhækkanir Wojciech Jaruzel.ski, hershöfdingi, forsetisrádherra og formaður kommúnistaflokksins, sést hér þar sem hann kannar flokk manna úr pólska hernum. Myndin birtist í pólska sjónvarpinu en ekki er vitað hvar eða hvenær hún var tekin. AP-símamynd. 4. janúar. AP. l*OLSK stjórnvöld felldu gengi zlotysins um helgina og sögðu jafnframt frá fyrirhuguðum verðhækkunum á ýmsum helstu nauðsynjavörum. Einnig var tilkynnt, að 90 háttsettir embættismenn í borgar og héraðs- stjórnum hefðu verið reknir fyrir „að valda ekki starfi sínu á tímum herlaga í landinu" og í fréttum frá Vín segir, að níu forystumenn Samstöðu í Katowice hefðu verið dæmdir í fangelsi fyrir að hvetja til og standa fyrir verkföllum. Herstjórnin pólska tilkynnti sl. laugardag, að verð á brýn- ustu lífsnauðsynjum yrði stór- hækkað einhvern næstu daga, allt að fjórfaldað og auk þess, að gengi zlotysins hefði þegar verið fellt um 130%. Ekki er liðin nema vika síðan matarskömmt- un var enn aukin í Póllandi en hún ásamt verðhækkunum voru ástæðurnar fyrir óeirðunum 1970, 1976 og stofnun Samstöðu 1980. í fréttum Varsjárútvarpsins, sem náðust í Vín, sagði sl. laug- ardag, að níu forystumenn í Samstöðu hefðu verið dæmdir í þriggja til sjö ára fangelsi fyrir verkfallsstarfsemi. Mikið var gert úr þessum dómum í Var- sjárútvarpinu og augljóslega til að skjóta fólki skelk í bringu. 90 háttsettir embættismenn í borgar- og héraðsstjórnum víða í Póllandi hafa verið reknir, að því er Varsjárútvarpið sagði. Er þeim gefið að sök að hafa ekki getað uppfyllt þær kröfur, sem gerðar hefðu verið til þeirra á tímum herlaga, en ekki nánar skýrt hvað við var átt. Hörð átök í stríði írana og Iraka Beirut, 4. janúar. AP. Útvarpsstöóvarnar í Teheran og Bagdad skýrðu báðar frá því í dag, að komið hefði til mikilla átaka írana og íraka á landamærum ríkjanna um helgina. í Teheran var því haldið fram að 700 íraskir hermenn hefðu verið felldir og 144 teknir til fanga, en aðeins hefðu 14 íranskir hermenn fallið. í Bagdad var því hins vegar haldið fram að 997 íranskir hermenn hefðu verið felldir og viðurkennt að 58 íraskir hermenn hefðu fallið i klukkustundir. Utanríkisráðherra írana sagði í dag að íranir hefðu engan áhuga á að ræða um frið við Iraka meðan íraskar hersveitir væru í íran. Af hálfu yfirvalda í Kuwait voru yfir- völd í Bagdad og Teheran hvött til þess að leggja niður vopn og semja um frið, en stríð þeirra hefur staðið yfir í 14 mánuði og hafa tilraunir til þess að koma deiluaðilum að samn- ingaborði engan árangur borið. Fimm andstæðingar klerka- orrustunni, sem stóð yfir án hléa í 20 stjórnarinnar í Teheran voru teknir af lífi á ýmsum stöðum í íran um helgina og tveir féllu í átökum við byltingarverði, að sögn útvarpsins í Teheran. Þá skýrði hin opinbera fréttastofa landsins frá því í dag, að þrír byltingarverðir hefðu týnt lífi og kona og barn særst er sprengja sprakk í íbúðarhverfi í miðhluta Te- heran. Var neðanjarðarhreyfingu Khalq-skæruliða kennt um verknað- inn og hefndum heitið. Mikil flóð í Bretlandi liondon, 4. januar. AP. MIKIL flóð urðu víða í norðurhluta Englands og suðurhluta Skotlands, sums staðar hin mestu í manna minnum. Gífurleg rigning var á þessu svæði í dag og mikill snjór hefur fallið þar síðustu vikur og leysingar því miklar í dag sökum hlýviðrisins. í bænum Boroughbridge, nyrst í Jórvíkurskíri, braust áin Ure yfir bakka sína og rúmlega meters djúpt vatn flæddi um næsta nágrenni og fyllti hús og verslanir. Lögreglumenn og her- menn skutu út bátum til að bjarga þeim sem lokuðust inni i flóðunum. Þá einangraðist þorpið Lower Dunsforth í næsta nágrenni en þar er flóðvatnið 1,5 metrar. Einnig er færð í York erfið vegna vatns og áin Ouse við það að flæða yfir bakka sína í dag, var jafnvel búist við flóðum í kvöld. Vegna leysinganna hafa fjöl- margir lent í erfiðleikum, en ekki er vitað um manntjón enn- þá. Þá er ljóst að tjón á mann- virkjum og gróðri er orðið mikið. Búist er við frekari flóðum og áframhaldandi erfiðleikum af þeirra völdum næstu daga. Mubarak útnefnir 12 nýja ráðherra Kosningabandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra: Aukakosningar í (.lasgow, 4. janúar. AP. óeiningar Kairó, 4. janúar. AP. NÝ RÍKISSTJÓRN sór embættiseiða í Egyptalandi í dag og hvatti Hosni Mubarak forseti ráðherrana 34 til að forðast að gefa glæst loforð en halda sig heldur við staðreyndir og láta verkin tala. KOSNINGABANDALAG jafnaðar manna og frjálsiyndra á Bretlandi hefur nú fengið enn eitt tækifærið til að auka þingmannatölu sína. Um helgina lést Sir. Thomas Galbraith, þingmaður íhaldsflokksins fyrir Hill- head-kjördæmi í Glasgow, og af þeim sökum verður að efna þar til auka- kosninga innan skamms. Sigurlíkur kosningabandalagsins eru taldar miklar í Hilihead enda var meirihluti íhaldsflokksins þar mjög lítill. Hitt veldur þó vandræð- um, að nú eru uppi miklar deilur innan bandalagsins um hvernig skipta skuli kjördæmum á milli flokkanna og slitnaði upp úr við- ræðunum um það í síðustu viku. Hvor flokkanna um sig sakar hinn um að vilja tryggja sér líklegustu kjördæmin og frjálslyndir óttast auk þess margir hverjir, að jafnað- armenn ætli bara að nota þá til að komast til valda en varpa þeim síð- an fyrir róða. Hva sem þessum ágreiningi líður er búist við, að tekin verði um það ákvörðun nk. föstudag hver verði í framboði fyrir kosningabandalagið í Hillhead og er einkum hallast að því, að Roy Jenkins verði fyrir val- inu. Jenkins er nú sá eini úr fjór- menningaklíkunni svonefndu, sem ekki situr á þingi, en honum er tal- ið það nauðsynlegt ef hann á að geta gert sér vonir um formannsst- EITT stærsta blaðið í Japan skýrði frá því sl. sunnudag, að Bandaríkjamenn hefðu á síðasta sumri komið upp eftir litsstöð í VesturKína til að fylgjast mcð eldflaugatilraunum Sovétmanna og öðrum herumsvifum. Einnig var sagt, að Kínverjar hygðust veita skip- um úr 7. flotanum bandaríska aðstöðu til að taka vatn og vistir í hafnarborg- inni Dalian í NorðausturKína, en kínverskur embættismaður ber þær fréttir til baka. Samkvæmt frétt japanska blaðs- öðu í jafnaðarmannaflokknum síð- ar á þessu ári. Frambjóðandaefni frjálslyndra í Hillhead sagði í dag, að hann myndi ekki taka um það ákvörðun fyrr en eftir fund bandal- agsstjórnarinnar nk. föstudag hvort hann drægi sig í hlé. ins Yomiuri Shimbun, sem ber fyrir sig heimildir innan japanska varn- armálaráðuneytisins, er eftirlits- stöðin nálægt Lop Nor í Xinjiang Uygur í Vestur-Kína, afskekktu og lítt byggðu héraði við landamæri Sovétríkjanna. Sagt er, að stöðin sé mönnuð bandarískum tækni- mönnum, sem fylgist með fjarskipt- um, eldflaugatilraunum og öðrum umsvifum sovéska hersins á þessum slóðum. Áður höfðu Bandaríkja- menn slíkar stöðvar í Iran en misstu í stjórninni eru 22 ráðherr- ar úr síðustu ríkisstjórn og 12 ný andlit. Ein kona fer með ráðherradóm í nýju stjórninni, en forsætisráðherra er Fuad Mohieddin. Helztu breytingar frá fyrri stjórn er að finna í þeim ráðu- neytum er fara með fjármál og atvinnumál. Þannig tók Mo- hammed Abdel-Fattah Ibra- him fyrrum seðlabankastjóri við af Abdel-Meguid sem að- stoðarforsætisráðherra og yf- irmaður fjármála og atvinnu- þær með byltingunni. Kínversk stjórnvöld og bandarísk gera hvorki að játa né neita þessum fréttum. í Yomiuri Shimbun var einnig sagt, að Kínverjar hygðust leyfa skipum úr 7. flotanum bandaríska að taka vatn og vistir í hafnarborginni Dalian en í dag var haft eftir ónefndum embættismanni í kín- verska varnarmálaráðuneytinu, að slíkt kæmi ekki til mála vegna fyrir- hugaðrar hergagnasölu Bandaríkja- manna til Taiwan. mála og skipt var um ráðherra er fara með efnahagsmál, fjár- mál, iðnaðarmál, landbúnað- ar- og ferðamál. Talsmaður hinnar nýju stjórnar sagði í dag, að búast mætti við óbreyttri stefnu Eg- ypta í utanríkismálum. Stjórnarbreytingin er hin fyrsta sem Mubarak fram- kvæmir frá því hann tók við af Sadat, sem myrtur var í októberbyrjun. Herma fregnir að Mubarak hafi notað tæki- færið til að losa sig við ýmsa ráðherra er honum þótti ekki hafa skilað árangri í starfi eft- ir að Meguid fyrrum aðstoð- arforsætisráðherra var orð- aður við hneykslismál og mút- ur. Ekki hafði verið búist við því að Mubarak gerði breyt- ingar á stjórninni fyrr en í janúarlok í fyrsta lagi. Mubarak hefur gagnrýnt efnahagsstefnu Sadats fyrrum forseta og eru breytingarnar á stjórninni m.a. liður í því að snúa við blaðinu í þeim efnum. Þá hefur hann stefnt mörgum gagnrýnendum efnahags- stefnu Sadats til fundar í Kairó síðar í janúar. Nýju ráð- herrarnir í stjórn Mubaraks eru ýmist fræðimenn eða tæknikratar. Bandarísk eftirlits- stöð í Vestur-Kína? Tókýó, 4. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.