Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 47

Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 47
MORGUNBLAÉHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 27 m • Hinn frægi míluhlaupari Englendinga Steve Ow- ett gekk í heilagt hjónaband á síðasta ári. Hann gekk að eiga 23 ára gamla Ijósmyndafyrirsætu Rach- el Waller. Steve Owett gekk nýlega undir uppskurð á hné og hefur ekkert getað æft lengi, en vonast til að vera búinn að ná sér er nær dregur vori, og ætlar sér þá að taka til við æfingar og keppni á nýjan leik. • í öllu er nú sett heimsmet. Þessir tveir stúdentar frá Luzern í Sviss unnu það afrek síðastliðið sumar að hjóla 80 kflómetra á þríhjólum og settu þar nýtt met. Þetta tók þá 24 klukkustundir. Hér koma þeir í mark. Þeir verða því væntanlega í heimsmetabók Guinness þegar hún kemur út á árinu. Steve Fleet þjálfar 1. deildar-lió IBV ÍBV HEFUR ráðið Englendinginn Steve Fleet sem þjálfara fyrir 1. deildar-lið sitt næsta sumar. Steve Fleet þjálfaði lið ÍA síðastliðið sumar og þekkir því nokkuð til knattspyrnunnar hér á landi. Steve er 43ja ára gamall og fæddur í út- borg Manchester. Hann hefur mikla reynslu sem þjálfari. Steve byrjaði að æfa knattspyrnu strax sem strákur í skóla. í sömu götu og Steve bjó, bjó jafnaldri hans og besti vinur, Eddy Colman. Þeir notuðu hverja frístund til að iðka knattspyrnu og svo fór að báðir skrifuðu undir atvinnusamning, Steve við Manchester City en Eddy við Manchester United. Eddy Col- man lést í flugslysinu við Miinchen 1958, þegar stór hluti liðs Manchest- er United fórst. Eins og gefur að skilja varð það mikið áfall fyrir Steve að sjá á eftir besta vini sínum í þessu hörmulega slysi. Hjá Manchester City Steve gerðist Ieikmaður Man- chester City árið 1953 og hann var hjá félaginu til ársins 1963 eða í 10 ár. Steve lék í markinu og lengst af var hann varamarkmaður hins fræga Bert Trautmann og fékk því ekki eins mörg tækifæri með aðal- liðinu og skyldi. Árið 1963 fór Steve til Wrexham og var aðal- markmaður liðsins til 1966 er hann fór til Stockport County. Þar lék hann í markinu til 1969 er leið- in lá til Altringham, þar sem hann gerðist leikmaður og þjálfari. Lið- inu gekk vel en hins vegar varð Steve fyrir því óláni að brotna um úlnlið og þar með voru dagar hans sem leikmanns taldir. Hér urðu þáttaskil hjá Steve. Stockport bauð honum starf þjálf- ara og umsjónarmanns unglinga- starfs. Þar var hann árin 1969—73 og gekk vel. Margir efnilegir ungl- ingar voru undir handleiðslu Steve á þessum árum, þeirra þekktastur er líklega Paul Hart, sem nú leikur með Leeds. í ágúst 1973 gerðist það svo að Steve Fleet var boðið að taka að sér starf unglingaþjálfara Manchester City. Malcolm Allison hafði þá ný- verið farið frá félaginu og við starfi hans tók í stuttan tíma John Hart, faðir fyrrnefnds Pauls. Hann hætti fljótlega vegna veik- inda en við tók Ron'Saunders, sem nú er framkvæmdastjóri Eng- landsmeistara Aston Villa, eins og flestum mun víst vera kunnugt. Saunders var ekki lengi hjá Manchester City en engu að síður var samvinna hans og Steve mjög góð. Og þegar Saunders fór til Áston Villa bauð hann Steve að • Steve Fleet gerast aðstoðarmaður sinn. En Steve hafnaði því eftir nokkra um- hugsun og var ástæðan sú að son- ur hans, Wesley, þurfti að ganga í sérstakan skóla í Manchester og Steve tók fjölskylduna fram yfir eigin frama. Steve náði frábærum árangri sem unglingaþjálfari Manchester City og margir efnilegir knatt- spyrnumenn komu fram í ungl- ingaliðum hans. Má t.d. nefna Pet- er Barnes og Gary Owen, en þeir leika báðir með WBA nú. í vetur urðu enn framkvæmdastjóraskipti hjá City, Allison var enn á ný lát- inn fjúka og með honum Tony Book. Við tók John Bond og hann kom með nýja menn í allar stöður. Steve Fleet var því skyndilega at- vinnulaus þótt Bond léti þau orð falla að hann hefði engar athuga- semdir að gera við starf hans, hann vildi bara skipta um fólk i öllum stöðum. • Það verða oft miklir árekstrar í formúlu 1-kappakstri, einn slíkur er í uppsiglingu á þessari mynd. Ljósmyndar inn náði að smella af rétt áður en bifreiðin skall niður á næsta bfl. Myndin er tekin í Kaliforníu. Knattspyrnumenn Evrópu • Sir Stanley Matthews var fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlaut titilinn Knattspyrnumaður Evrópu. Var það árið 1956. Á myndinni hér að ofan má sjá hvar Matthews er borinn af leikvelli í kveðjuleik sínum. Og sá, sem er hægra megin við hann, er enginn annar en sá frægi Puskas. Hér að neðan má svo sjá, hverjir hafa hlotið kosningu í gegnum árin. Og víst er að ailir kannast við nöfnin. ÞESSIR hafa hlotið titilinn knattspyrnumaður Evrópu frá því fyrst var farið að velja hann árið 1956. FyrsU s**ti: 1956 Stanley Matthews (Blackpool) 1957 Alfredo di Stefano (Real Madrid) 1958 Raymond Kopa (Real Madrid) 1959 Alfredo di Stefano (Real Madrid) 1960 Luis Suarez (Barcelona) 1961 Omar Sivori (Juventus) 1%2 Josef Masopust (Dukla Prague) 1963 Lev Yashin (Moscow Dynamo) 1964 Denis Law (Manchester l'nited) 1965 Fusebio (Benfica) 1%6 Bobby ('harlton (Manchester l’nited) 1%7 Florian Albert (Ferencvaros) 1968 (ieorge Best (Manchester l’nited) 1969 (vianni Rivera(A(' Milan) 1970 (ierd Miiller (Bayern Munich) 1971 Johan (’ruyff (Ajax) 1972 Franz Beckenbauer (Bayern Munich) 1973 Johan ('ruyff (Barcelona) 1974 Johan (’ruyff (Barcelona) 1975 Oleg Blokhin (Dynamo Kiev) 1976 Franz Beckenbauer (Bayern Munich) 1977 Allan Simonsen (Bor. Moenchengladb.) 1978 Kevin Keegan (Hamburger SV) 1979 Keving Keegan (Hamburgar SV) 1980 Karl H. Rummenigge (Bayern Munich) 1981 Rummenigge (B. Munich) Annad sæti: Alfredo di Stefano (Real Madrid) Billy Wright (Wolverhampton Wanderers) Helmut Rahn (Rot-Weiss Rssen) Raymond Kopa (Reims) Ferenc Puskas (Real Madrid) Luis Suarez (Internazionale) Kusebio (Benfica) (•ianni-Rivera (A(' Milan) . Luis Suarez (Internazionale) Giacinto Facchetti (Internazionale) Kusebio (Benfica) Bobby ('harlton (Manchester l'nited) Bobby ( harlton (Manchester United) Luigi Riva (('agliari) Bobby Moore (West Ham United) Sandro Mazzola (Internazionale) (ierd Miiller (Bayern Munich) Dino Zoff (Juventus) Frans Beckenbauer (Bayern Munich) Franz Beckenbauer (Bayern Munich) Robbie Rensenbrink (Anderlecht) Kevin Keegan (Hamburgar SV) Hans Krankl (Barcelona) Karl-Heinz Rummenigge (Bayern Munich) Bernd Schuster (Barcelona) Paul Breitner (B. Munich) • Guðmundur Jóhannsson, íþróttamaður ársins á ísafirði. Myndin er tekin við afhendingu heiðursverðlauna og eru foreldrar Guðmundar með á mynd- inni. íþróttamaður ísafjaröar NÚ FER VÍÐA fram kosning á íþróttamanni nýliðins árs. Við rákumst á eftirfarandi mynd og klausu í Vestfirska fréttablaðinu og þar er skýrt frá þvi hver var kjörinn fþróttamaður ísafjarðar. „Guðmundur Jóhannsson skíða- maður var kosinn íþróttamaður ársins 1980. Var honum og for- ystumönnum íþróttamála og öðr- um gestum haldið veglegt hóf í Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal af bæjar- stjórn ísafjarðar, þar sem Guð- mundi var afhentur farandbikar er sæmdarheitinu fylgir það ár er hann var valinn, einnig sérstakt viðurkenningarskjal og ákveðin verðlaunaupphæð í peningum. Guðmundur Jóhannsson var einróma kosinn, enda árangur hans á skíðamótum vetrarins 1980 mjög góður. Einnig þótti Guð- mundur vel að sæmdarheitinu kominn sakir prúðmennsku og góðrar framkomu, bæði í leik og starfi. Þetta var í fyrsta sinni sem íþróttamaður ársins var valinn samkvæmt nýrri reglugerð sem bæjarstjórn ísafjarðar lét semja fyrir sæmdarheitið íþróttamaður ársins ísafirði."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.