Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
37
hugsjóna samvinnu og samhjálp-
ar, sem voru honum svo eðlislægar
og samræmdust svo vel hans ein-
lægu trú og velvild í garð samferð-
armannanna.
Árið 1960, þá liðlega tvítugur að
aldri, fluttist hann með fjölskyldu
sína í Skagafjörð og gerðist kaup-
félagsstjóri hjá Samvinnufélagi
Fljótamanna í Haganesvík, þá lík-
lega yngsti kaupfélagsstjóri á
landinu. Skagfirðingar kunnu vel
að meta dug og kjark ungu hjón-
anna sem rifu sig upp frá björtum
borgarljósunum til að takast á við
hin fjölbreytilegu verkefni sem
slíkt starf býður upp á í litlu
kaupfélagi sem ætlað var það
hlutverk að annast flestar þarfir
félagsmannanna, innkaup á öllum
varningi sem til heimilishalds og
búskapar þarf, slátrun, frystingu
og sölu á afurðum, auk marghátt-
aðrar fyrirgreiðslu sem nær óra-
langt út fyrir skyldur slíks starfs.
Þá má ekki gleyma að minnast á
þann þáttinn sem að samgöngu-
málum laut. Ætíð stóð heimili
þeirra hjóna opið gestum og gang-
andi og ófáir voru þeir sem hrakt-
ir og slæptir nutu gestrisni þeirra
og greiðasemi þegar norðanbylur-
inn geisaði og allir vegir reyndust
ófærir.
Fljótamönnum var því ekki ljúft
að sjá á bak kaupfélagsstjóra sín-
um vestur yfir fjörðinn árið 1963,
þegar Helgi var ráðinn fulltrúi
kaupfélagsstjórna við Kaupfélag
Skagfirðinga á Sauðárkróki. Góð-
ar óskir og vinarhugur fylgdu
þeim vestur yfir vötnin og traust
voru vinaböndin sem héldust æ
síðan.
Helgi Rafn starfaði sem fulltrúi
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til 1.
júlí 1972 er hann tók við starfi
kaupfélagsstjóra af Sveini Guð-
mundssyni sem gegnt hafði því
starfi um fjölda ára. Reynslan frá
Haganesvík kom nú að góðum not-
um. Hin farsæla stjórn fyrirrenn-
ara hans gerði honum kleift að
hefjast handa við miklar verkleg-
ar framkvæmdir, sem segja má að
hafi staðið óslitið síðan. Byggð
voru bæði sauðfjár- og nautgripa-
sláturhús búin fullkomnum og af-
kastamiklum tækjakosti, byggð
verslunarútibú, hið síðasta að
Ketilási í Fljótum, en Samvinnu-
félag Fljótamanna hafði þá verið
sameinað Kaupfélagi Skagfirð-
inga. Endurskipulagt mjólkur-
samlag og tankvæðing kúabúanna
í héraðinu hélst í hendur við ný-
tískulegri flutningatækni mjólkur
til vinnslustöðvar. Þá kom hann á
fót litlum iðnfyrirtækjum, bæði á
Hofsósi og Sauðárkróki til að auka
fjölbreytni atvinnulífsins á þess-
um stöðum.
Höfuðstöðvar félagsins hafa
lengst af verið staðsettar í ára-
tuga gömlum húsum Gránufélags-
ins við Aðalgötu. Langt er síðan
það húsnæði var ófullnægjandi
fyrir þetta öfluga og vaxandi
fyrirtæki. Þegar atvinnulífið í
héraðinu hafði verið eflt til mik-
illa muna með margvíslegum
hætti, hófst undirbúningur að
byggingu glæsilegs verslunarhúss
sem hýsa á verslunarmiðstöð og
skrifstofur félagsins. Þessi fram-
tíðardraumur Helga Rafns var að
taka á sig raunverulega mynd á
liðnu hausti þegar steypt var 1.
hæð hússins, sem stendur við
Skagfirðingabraut. Þegar sú bygg-
ing verður fullgerð má vissulega
líta á hana sem minnisvarða um
stórhuga leiðtoga samvinnufólks í
þessu gjöfula og fagra héraði.
Auk kaupfélagsstjórastarfsins
hlóðust á Helga fjölmörg trúnað-
arstörf tengd því. Hann sat í
stjórn Fiskiðju Sauðárkróks hf.
frá 1973 og gegndi þar for-
mennsku frá árinu 1978. Var for-
maður stjórnar Landflutninga hf.
í Reykjavík. í stjórn Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins frá
1973—1977. í varastjórn Sam-
bands ísl. samvinnufélaga frá 1975
og svo mætti lengi telja.
Þá var Helgi virkur félagi í
Lionshreyfingunni og einn af
stofnendum Lionsklúbbs Sauð-
árkróks. í mörg ár sat hann í
stjórn Ungmennasambands
Skagafjarðar og var öflugur liðs-
maður UMF Tindastóls enda þátt-
takandi í íþróttum m.a. í frjáls-
íþróttadeild KR og stóð þar í
fylkingarbrjósti við félagsmála-
störf.
Helgi Rafn var einlægur trú-
maður og mátti merkja það í allri
hans breytni og umhyggju fyrir
samferðafólki sínu. Hann sinnti
safnaðarmálum af miklum áhuga
og lagði áherslu á að þáttur kirkj-
unnar í menningarlífi staðarins
væri sem öflugastur. Hann var
formaður sóknarnefndar Sauð-
árkrókskirkju frá árinu 1972 og
sat Kirkjuþing frá 1976. Þar voru
ráð hans og störf mikils metin
sem annars staðar. Hér að framan
befi ég rakið í stórum dráttum
lífshlaup ungs athafnamanns sem
skilað hefur dagsverki sem hver
öldungur hefði getað verið stoltur
af að leiðarlokum.
En Helgi Rafn gekk ekki einn
þessa jöngu og gæfuríku leið á svo
skömmum tíma. Hans hamingju-
sól reis hæst þann 12. október 1957
þegar hann gekk að eiga unnustu
sína, Ingu Valdísi Tómasdóttur.
Öllum stundum, allt frá fyrstu tíð,
hefur Inga Valdís staðið við hlið
eiginmanns síns, stutt hann og
hvatt í störfum, ævinlega reiðubú-
in að létta honum róðurinn og
taka þátt í áhugamálum hans
jafnt sem áhyggjum, bera með
honum byrðirnar sem oft hvíldu
þungt á ungum herðum þeirra. En
það er huggun harmi gegn að hún
á og varðveitir mikinn fjársjóð.
Fjársjóð unaðsstunda og fagurra
minninga sem enginn getur frá
henni tekið. Inga Valdís stendur
heidur ekki ein, trú hennar er
sterk. Minningunum dreifir hún
með 5 einstaklega mannvænlegum
börnum sem tekið hafa í arf hina
fjölþættu mannkosti glæsilegra og
góðra foreldra. Sá arfur mun
reynast þeim drjúgt veganesti.
Trausti Jóel er elstur systkin-
anna, fæddur 21.10. 1958, starfar
nú á skrifstofu Kaupfélagsins á
Höfn í Hornafirði. Hans kona er
Ásta Búadóttir. Rannveig Lilja er
fædd 06.03. 1960, starfar hjá K.S.
Maður hennar, Þorsteinn Hauks-
son, er vélstjóri á togaranum
Skaftá. Tómas Dagur er fæddur
26.10. 1961, stundar flugnám. Guð-
rún Fanney er fædd 28.11 1963,
starfar hjá K.S. Hjördís Anna er
fædd 08.08. 1966, nemandi í
Grunnskóla Sauðárkróks.
Á kveðjustund þakka ég góðum
vini samfylgd. Fjölskyldan öll
minnist hinna mörgu ánægju-
stunda á heimilum okkar og í
ferðalögum. Megi þessi ferð hans
verða eins og til er stofnað. Góður
Guð veri með Helga Rafni og veiti
Ingu og börnunum styrk í þeirra
miklu sorg.
Helgi Ingi.
Innsiglj engir fengu
upp á lífstunda bið
enn þann kosl undir gengu
allir að skilja við.
Það var hringt til mín 21. des.
þegar ég var að koma heim úr
vinnunni. í símanum var virnír
okkar beggja. Hann Helgi Rafn er
dáinn. Straumur sársauka og
kvíða fór um mig allan. Gat það
verið, hann sem hafði verið með
okkur fyrir fjórum vikum, svo
hress og glaður. Við brottför vinar
af þessum heimi kemur margt í
hugann frá liðnum árum. Það
verða 25 ár næsta sumar frá því er
fundum okkar bar fyrst saman.
Það voru kornung hjón, sem komu
til okkar í húsið, Helgi og Inga,
sumarið 1957. Strax féll mér svo
vel við þessi ungmenni, að alla tíð
síðan hefir verið með okkur bróð-
urkærleikur. Þrjú urðu árin í
þessu sambýli. Við vorum þrenn
ung hjón saman í húsinu þessi ár,
en það var eins og ein fjölskylda
væri á öllum hæðum, svo náin vin-
átta tókst með okkur. Ef ein eða
tvenn hjón fóru að heiman að
kvöldi til, gættu hin þriðju barn-
anna á öllum hæðum, opið hús upp
úr og niður. Árið 1960 fluttust þau
Helgi og Inga norður til Haga-
nesvíkur, þar sem Helgi gerðist
kaupfélagsstjóri aðeins 23 ára
gamall. Ekki gátum við séð svo af
Ingu og Helga, að við heimsæktum
þau ekki þangað norður strax
fyrsta sumarið. Þrjú urðu árin í
Haganesvík. Þaðan lá leiðin til
Sauðárkróks, þar sem þau hafa
búið síðan. Helgi starfaði þar við
kaupfélagið alla tíð og síðustu 8
árin sem kaupfélagsstjóri. Sagt er.
að maður komi í manns stað, en til
eru þeir menn sem manni finnst
alveg ómissandi. Svo miklum
eldmóði og dugnaði sem Helgi var
haldinn er fáum gefið. „Þetta er
ekkert mál, blessaður vertu,"
heyrði maður oft Helga segja.
Hvort það var að reisa eitt full-
komnasta sláturhús sem til er á
landinu, eða koma yfir sig og fjöl-
skylduna einu glæsilegasta húsinu
á Sauðárkróki, ekkert mál það.
Eða ef þurfti að greiða götu ein-
hvers samferðamanns, alveg
sjálfsagt, ekkert mál, góði. Ekki
var verið að fjasa um svoleiðis
smámuni. Nú er verið að reisa
stórhýsi yfir starfsemi kaupfé-
lagsins á Sauðárkróki. Það mæddi
að sjálfsögðu mikið á Helga við að
koma því öllu heilu í höfn. Oft hef-
ir mér verið hugsað til þess hvað
einn maður getur áorkað miklu á
stuttum tíma, ef hann fær notið
hæfileika sinna, verið frjáls og
verið hann sjálfur. Þegar Helgi
var aðeins 12 ára gamall missti
hann báða foreldra sína á sama
árinu. Eftir það var hann fóstrað-
ur upp hjá móðursystur sinni,
Mörtu. Helgi Rafn er í mínum
huga eitthvert skýrasta dæmið um
það hvað hægt er að komast áfram
í lífinu, eins og stundum er sagt
þegar stofninn er góður og menn
hljóta gott veganesti í uppeldi
sínu.
Ógleymanleg er ferðin okkur
hjónum til Helga og Ingu haustið
1979. Þá nutum við höfðingsskap-
ar þeirra og gestrisni í ríkum
mæli í nokkra daga. Það var svo
þétt og traust handtakið alla tíð,
svo upplifgandi og skemmtilegt að
vera í návist Helga. Mikið hefur
Skagafjörður misst. Vandfyllt
verður skarð þessa góða drengs.
Einn af bestu sonum íslands fall-
inn frá, aðeins 44 ára gamall.
Mestur er þó missirinn hans góðu
konu og börnum þeirra fimm, sem
sjá á eftir einstökum föður og
verndara. Guð styrki þau öll í
þessari miklu sorg. Guð styrki
einnig aldraða tengdamóður hans
og móðursystkini, sem hann bar
svo mikla umhyggju fyrir alla tíð,
og annað venslafólk. Ég veit að
Helga Rafns er sárt saknað af svo
mörgum vinum hans nær og fjær.
Hvort heldur var í kristilegu
starfi eða öðrum félögum, sem
hann var starfandi í. Það er oft
sagt að þar sem góðir menn fara
séu Guðs vegir. Það sannast vel
um Helga Rafn, manna glaðastur
og skemmtilegastur á gleðistund-
um. Eins og höfðingi heim að
sækja á hans fagra heimili alla
tíð, hvort heldur það var í Hlunna-
vogi, Haganesvík, Hólmagrund
eða Smáragrund á Sauðárkróki.
En hann var ekki bara hlýr og
glaður þegar það átti við, heldur
það sem mest er um vert, maður
með mikla ábyrgðartilfinningu.
Svo snarráður ef einhver þurfti
einhvers hjálpar með, eða ef sorg-
in kvaddi dyra hjá vinum hans, þá
var hann þar mættur til að veita
styrk. Nú um áramót reikar hug-
urinn fram og aftur og við vinir
hans spyrjum, hvers vegna, hvers
vegna Helgi Rafn, af hverju, af
hverju hann, en fáum ekkert svar.
Við horfum fram á veginn og
þökkum fyrir að hafa átt því láni
að fagna að eiga hann að vini.
Megi minningin um hann vera
ástvinum hans stoð og styrkur.
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
I)eyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr el sama.
Kn ordslírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
Halldór Karlsson
Sjaldan hefur mér brugðið
meira heldur en kvöldið 21. des.
sl., þegar ég frétti að vinur minn
og stéttarbróðir, Helgi Rafn
Traustason, kaupfélagsstjóri á
Sauðárkróki, hefði látist á heimili
sínu þá fyrr um daginn. Það var
skólabróðir og náinn vinur Helga
sem flutti mér þessa frétt. Ég hef
í löngu starfi lært að vera sem
best viðbúinn bæði góðum og
slæmum fréttum. Það er nauð-
synlegt mönnum, sem fást við fjöl-
þætt verkefni og umgangast
margt fólk. En fráfall Helga
Rafns nú í blóma lífsins, þar sem
hann stendur í broddi fylkingar í
stóru og umsvifamiklu kaupfélagi,
er okkur vinum hans og sam-
vinnufólki yfirleitt sem reiðarslag
og þá fyrst og fremst skagfirskum
samvinnumönnum.
Þegar ég og Anna kona mín
stofnuðum heimili árið 1949, tók-
um við á leigu íbúð að Grettisgötu
82 í Reykjavík. Einmitt í því húsi
bjuggu Helgi og foreldrar hans, þá
tiltölulega nýflutt til borgarinnar
vestan af Patreksfirði. Helgi er
því aðeins tólf ára, þegar fundum
okkar og hans ber saman fyrst.
Okkur fannst hann þá þegar
myndarlegur drengur og sérstak-
lega einarður og frjálslegur í allri
framgöngu af svo ungum pilti að
vera.
Foreldrar Helga voru þau
Trausti Jóelsson, vélstjóri og kona
hans, Rannveig Lilja Jónsdóttir.
Þegar við kynntumst Helga, var
faðir hans vélstjóri á togara.
Á Grettisgötu 82 hafði fjöl-
skyldan komið sér vel fyrir og
ástæðulaust annað fyrir unga pilt-
inn Helga Rafn en að vera bjart-
sýnn á framtíðina, en hann var
eina barn þeirra hjóna, Trausta og
Rannveigar.
En skjótt syrti í lofti, Rannveig
lést 17. des. 1950, aðeins fertug að
aldri og skömmu seinna lagðist
faðir hans banaleguna. Á ferming-
ardegi Helga Rafns var það fyrsta
verk hans, að lokinni fermingar-
athöfn í kirkju, að koma að
sjúkrabeði föður sins, sem þá lá á
sjúkrahúsi. Trausti lést 6. maí árið
1951, tæplega 42ja ára að aldri.
Helgi naut því ekki lengi sam-
vista við foreldra sína og stóð ung-
ur uppi foreldralaus. Hann mun
að vísu hafa átt náin skyldmenni,
sem hann hafði stuðning af, en því
máli er ég ekki kunnugur. Ungum
skildist honum þó, að hann varð
að standa á eigin fótum og treysta
sinni eigin dómgreind. Setti þetta
mjög svo svip sinn á Helga alla
tíð, enda varð hann fljótt sjálf-
stæður í skoðunum.
Á unglingsárum sínum vann
Helgi á sumrin hjá Kaupfélagi
Patreksfjarðar, en stundaði nám í
Reykjavík á veturna. Hann fór í
Samvinnuskólann og lauk þaðan
prófi vorið 1955.
Að loknu samvinnuskólaprófi
hóf Helgi störf hjá Samvinnu-
tryggingum. Fyrst í sjódeild, en
síðan í bókhaldi, þar sem hann
vann til ársins 1960.
Árið 1957 kvæntist Helgi jafn-
öldru sinni, Ingu Valdísi Tómas-
dóttur. Inga er ættuð úr Reykja-
vík, ágætis myndarkona, sem nú
lifir mann sinn ásamt fimm börn-
um þeirra hjóna, en þau eru:
Trausti Jóel f. 1958, Rannveig
Lilja f. 1960, Tómas Dagur f. 1961,
Guðrún Fanney f. 1963 og Hjördís
Anna f. 1966. Börnin eru öll dugn-
aðarfólk.
Eins og fyrr segir, starfaði
Helgi hjá Samvinnutryggingum
um fimm ára skeið. Án efa hefði
hann hlotið þar mikinn trúnað og
verið falin meiriháttar ábyrgð-
arstörf, ef hann hefði starfað þar
áfram. En Helgi og Inga völdu
aðra leið. Hann gerðist kaupfé-
lagsstjóri og tók að sér fram-
kvæmdastjórn Samvinnufélags
Fljótamanna árið 1960. Það ár
fluttu þessi ungu glæsilegu hjón
með tvö börn frá góðum störfum í
höfuðborginni norður til Haga-
nesvíkur.
Fljótin eru fögur sveit og þar
hefur margt breyst til batnaðar
síðan árið 1960. En þá var vega-
samband lélegt og hafnleysi nær
algjört. Svo byggðin var þá veru-
lega afskekkt og einangruð frá
næstu héruðum, sérstaklega á vet-
urna. Það þurfti því verulegan
kjark til að ráðast í þetta verkefni.
En það gerðu þau og leystu með
prýði.
Árið 1963 bauðst Helga að ger-
ast fulltrúi kaupfélagsstjórans hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauð-
árkróki. Réðist hann til þess
starfs og gegndi því til ársins
1972. Leysti hann það starf með
þeim hætti, að þegar Sveinn Guð-
mundsson lét af starfi kaupfélags-
stjóra hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga hinn 1. júlí 1972 þótti Helgi
sjálfsagður eftirmaður hans.
Kaupfélag Skagfirðinga er eitt af
stærstu og umsvifamestu kaupfé-
lögum landsins. Þar hafa löngum
verið mikilhæfir menn kaupfé-
lagsstjórar. Helgi Rafn reyndist
fullkomlega verðugur þess að fylla
þann hóp. Á þeim tæplegu tíu ár-
um, sem hann var þar kaupfélags-
stjóri, hafa stórvirki verið unnin,
sem fá ein verða þó talin upp hér.
Má nefna byggingu nýs slátur-
húss, eins hins fullkomnasta á
landinu, byggingu nýrra frysti-
geymsla, allsherjar endurbætur
og að miklu leyti vélvæðingu
mjólkursamlags kaupfélagsins,
tankvæðingu hjá mjólkurfram-
leiðendum í héraðinu, og nú síðast
stendur yfir bygging nýrra höfuð-
stöðva félagsins, þar sem m.a. er
fyrirhuguð stórmarkaðsverslun.
Því miður entist Helga ekki aldur
til þess að ljúka því stóra verkefni.
Helga voru um dagana falin
margvísleg trúnaðarstörf, svo sem
hjá ungmennafélögunum og
íþróttahreyfingunni. Þá átti hann
um tíma sæti í Framleiðsluráði
landbúnaðarins. Nokkuð starfaði
Helgi að safnaðarmálum á Sauð-
árkróki og átti nokkrum sinnum
sæti á kirkjuþingi. Undanfarin ár
hefur Helgi verið fyrsti varamað-
ur í stjórn Sambandsins. Enginn
vafi er á, að hans hefðu beðið fleiri
og meiri trúnaðarstörf innan sam-
vinnuhreyfingarinnar, ef honum
hefði enst líf til.
Helgi mætti að sjálfsögðu á
Sambands- og kaupfélagsstjóra-
fundum, svo og á fjölmörgum
smærri fundum á vegum sam-
vinnumanna. Hann var fundar-
maður góður, hafði sig gjarnan
nokkuð t frammi og flutti mál sitt
af hreinskilni, undirhyggju- og
tæpitungulaust. Hann var alltaf
drengilegur í samskiptum og
málflutningi og hafði breiða og
hljómmikla rödd. Hann var maður
skapmikill og talaði stundum af
nokkrum hita.
Helgi Rafn var drengur góður.
Við kaupfélagsstjórarnir söknum
hans mjög. Við söknum hans við
okkar félagslega sameiginlegu
störf. Við söknum þess að heyra
ekki lengur hans þróttmiklu
drengilegu rödd í símanum, þegar
við gjarnan ræðum saman sam-
eiginleg vandamál. Ég hefði kosið
að samvinnuhreyfingin hefði
miklu lengur notið starfskrafta
hans og þá fyrst og fremst sam-
vinnumenn í Skagafirði. Um það
er ekki að ræða, og eina ráðið, sem
fyrir hendi er, er að sætta sig við
orðinn hlut, þó með trega sé.
Sárast er þetta auðvitað eigin-
konu, börnum og öðrum ástvinum.
En hjá þeim hefur sorg og söknuð-
ur ríkt um þessa mestu hátíð
kristinna manna, jólin.
Ég og kona mín, Anna, vottum
Ingu og fjölskyldu hennar dýpstu
samúð og vonum að hækkandi sól
og vorið framundan græði sárin
frá svörtu skammdeginu.
Olafur Sverrisson.
Kveðja frá framkvæmdastjórn Sam-
bandsins.
Ein er sú stétt manna á íslandi,
sem gegnir óvenjulega þýðingar-
og ábyrgðarmiklum störfum, en
það eru kaupfélagsstjórar lands-
ins. Þeirra hlutskipti er að stjórna
umfangsmiklum atvinnurekstri,
sem í flestum tilfellum er burðar-
ás viðkomandi byggðarlags. í um-
róti verðbólguþjóðfélagsins hér á
landi er það ef til vill vandasam-
ara verk en flest annað, að stýra
kaupfélögunum þannig, að rekst-
urinn komist klakklaust í gegnum
brim og boðaföll efnahagslífsins.
Starfsálag kaupfélagsstjóranna er
því oftast mjög mikið. En það er
mikið í húfi að þessi rekstur gangi
áfalialaust. Atvinnuöryggi ótrú-
lega margra er í húfi. Heill byggð-
arlags getur oltið á því, að starf-
semi kaupfélags geti gengið án
áfalla.
Stétt kaupfélagsstjóra telur 41
mann, eða réttara sagt taldi, því
21. desember sl. var einn úr hópn-
um skyndilega kallaður burt í
blóma lífsins. Harmafregnin um
lát Helga Rafns Traustasonar
kom til okkar vina hans og félaga
SJÁ NÆSTU SÍÐU.