Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
39
Minning:
Arni Guðmundsson
frá Syðra-Lóni
Látinn er um aldur fram góður
drengur, Árni Guðmundsson í
Keflavík. Hann var fæddur 28.
febrúar 1919 á Syðra-Lóni í
Norður-Þingeyjarsýslu.
Árni var af góðu bergi brotinn,
sonur merkishjónanna Guðmund-
ar Vilhjálmssonar, oddvita og
kaupfélagsstjóra á Syðra-Lóni, og
hans ágætu konu, Herborgar Frið-
riksdóttur frá Syðri-Bakka í
Kelduhverfi. Var Herborg komin
af hinni kunnu Gottskálksætt.
Guðmundur og Herborg eignuð-
ust 12 börn, 5 dætur og 7 syni, og
var Árni sjötta barnið í röðinni af
þeim systkinum. Áður eru látnir
bræður hans tveir, Jón Erlingur,
sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, dá-
inn 1976, og Vilhjálmur bóndi á
Syðra-Lóni, dáinn 1980.
Mjög var gestkvæmt á Syðra-
Lóni enda bærinn í þjóðbraut og
öllum tekið með hlýju viðmóti.
Góðvinur foreldra Árna hafði
þetta um Syðra-Lóns-hjónin að
segja að þeim látnum: hjónin á
Syðra-Lóni voru æðrulaus, þau
lifðu ekki erfiðleikalausu lífi, en
heiðríkjan yfir heimilinu leiddi
margan mæddan mann heim til
þeirra, til að létta af sér raunum
og áhyggjum yfir á þeirra hjálp-
fúsu hendur.
Guðmundur Viihjálmsson bjó
jafnan stórbúi, enda er Syðra-Lón
mikil og góð hlunnindajörð.
Kauptúnið Þórshöfn byggðist í
landi jarðarinnar. Guðmundur var
kaupfélagsstjóri á Þórshöfn um 20
ára skeið, stofnandi kaupfélags
Langnesinga 1911. Hann var odd-
viti Sauðaneshrepps og síðar
Þórshafnarhrepps í 30 ár og fleiri
félagsstörf hafði hann með hönd-
um.
Árni var vélstjóri að mennt.
Starfsævi hans var að mestu
bundin við Keflavík í sambandi
við sjávarútveginn. Lengst af
starfaði hann hjá Fiskiðjunni í
Keflavík, eða um 29 ára skeið.
í einkalífi sínu var Árni mikill
gæfumaður, átti þá góðu konu
Ingunni Einarsdóttur, Hjartar-
sonar, bónda í Saurbæ á Langa-
nesströnd í Norður-Múlasýslu.
Þau giftust 28. júlí 1945. Þau eign-
uðust fjögur myndarleg börn. Þau
eru: Stefán, byggingarmeistari í
Reykjavík, giftur Bryndísi Guð-
mundsdóttur; Herborg, sem gift er
Guðmundi Sigþórssyni frá Ein-
arsnesi í Borgarfirði syðra, deild-
arstjóra í Landbúnaðarráðuneyt-
inu og tvíburabræðurnir Einar og
Guðmundur, byggingarmeistarar í
Keflavík. Barnabörn Árna og Ing-
unnar eru fjögur.
Ég kynntist Árna mági mínum
og fjölskyldu hans fyrir rúmum
þremur áratugum. Ógleymanlegar
eru þær mörgu ánægjustundir
sem ég og fjölskylda mín höfum
átt á heimili hans og hans ágætu
konu í gegnum árin. Börn okkar
hjónanna eiga margar góðar
bernskuminningar frá þeim árum
þegar Árni frændi og Ingunn voru
sótt heim, hvort heldur var á jól-
um eða í annan tíma.
Árna var alla tíð efst í huga vel-
ferð fjölskyldu sinnar, í þeim efn-
um var hann einstakur heimilis-
faðir. Hann gerði fyrst og fremst
kröfu til sjálfs sín og hafði alla tíð
fastmótaða skoðun í þeim efnum.
Hafði að leiðarljósi það uppeldi er
hann naut í bernsku og mótaði svo
djúpt huga hans allan. Árni var
vandur að virðingu sinni, starfaði
á meðan ýtrustu kraftar leyfðu og
lét ekkert það verk eftir sig liggja
sem betur hefði mátt gera. Hann
hélt alla tíð tryggð við æskuslóðir
sínar og naut þess í ríkum mæli að
heimsækja vini og vandamenn þar
eystra ásamt eiginkonu sinni.
Þakkir skulu færðar Árna og
Ingunni fyrir allt sem þau hafa
verið fjölskyldu minni fyrr og síð-
ar. Það er margs að minnast og
mikið að þakka.
Við hjónin heimsóttum Árna
nokkrum sinnum á sjúkrahúsið.
Sýndi hann ætíð mikinn andlegan
styrk og æðruleysi í þungbærum
veikindum sínum. Gerði hann sér
þó grein fyrir að hverju stefndi.
Þess bið ég ástvinum hans, að
umhyggjan, er hann bar fyrir
þeim, megi verða þeim styrkur,
þótt hann sé nú ekki lengur nærri
með sama hætti og áður var.
Guð blessi minningu Árna Guð-
mundssonar.
Reynir Ármannsson.
Hrefna Erlendsdótt-
ir Hollan - Minning
Fædd 11. nóvember 1925.
Dáin 24. desember 1981.
Það er skammt stórra högga á
milli, Hrefna er sú þriðja úr hópi
sjö systkina sem látist hafa á ár-
inu 1981: bræður hennar létust
einnig, Ólafur Pálmi 28. maí og
Haukur 17. júlí. Það er því stórt
skarð höggvið í systkinahópinn.
Hrefna var næstyngst þeirra
systkina og kynntist ég henni
fyrst ungri stúlku er ég bættist í
fjölskylduna sem eiginkona
Hauks. Með okkur tókst strax
mikil vinátta sem haldist hefur
alla tíð síðan, þó langt hafi verið á
milli okkar. Þær minningar sem
koma upp í hugann eru allar
tengdar skemmtilegum atvikum,
því alltaf var Hrefna hrókur alls
fagnaðar. Oft var glatt á hjalla
þegar farið var í ferðalög, hún
hafði mikið yndi af náttúrunni,
enda hafði hún eytt mörgum
sumrum í sveit á unglingsárum
sínum.
Árið 1947 flutti Hrefna til Am-
eríku og kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, James F. Holl-
an, og var búsett þar alla tíð síðan.
Sjálfri hefur mér aldrei hlotnast
sú ánægja að heimsækja þau hjón,
en það voru hennar mestu gleði-
dagar þegar fjölskyldan kom frá
íslandi og þá var allt gert til að
gestunum liði sem best.
Á undanförnum árum hefur
Hrefna oft komið til íslands, allt-
af einu sinni á ári og stundum
oftar. Það hefur oft verið mikið
átak að drífa sig í svona langa ferð
þrátt fyrir veikindi, en sl. 5 ár hef-
ur hún barist við þann sjúkdóm,
sem loks leiddi hana til dauða.
Þann 6. desember sl. kom hún
heim í sína síðustu ferð. Þá var
hún orðin mikið veik. Síðustu vik-
urnar bjó hún hjá Grétu systur
sinni, sem annaðist hana af ein-
stakri alúð fram á síðasta dag, en
Hrefna lést á afmælisdegi Hauks
bróður síns 24. desember. Það var
ósk hennar að fá að hvíla í ís-
lenskri mold og nú fær hún þá ósk
uppfyllta.
Þessar fátæklegu línur vil ég
enda með ósk um að Guð gefi eig-
inmanni hennar og ástvinum
styrk í þeirra miklu sorg.
Söster.
í dag er til moldar borin Hrefna
Erlendsdóttir Hollan. Hrefna
fæddist þann 11. nóvember 1925 í
Reykjavík. Hún var dóttir hjón-
anna Hrefnu Ólafsdóttur og Er-
lendar Pálmasonar. Hún var
næstyngst af sjö börnum þeirra
hjóna þar sem voru tveir bræður
og fimm systur. Hrefna fór til
Ameríku árið 1949 og kynntist þar
tilvonandi eiginmanni sínum,
James F. Hollan. Þau giftu sig 24.
mars 1951. Síðan hefur Hrefna bú-
ið í Ameríku, fyrst í Washington,
svo í Charlotte, North Carolina.
Það hefur verið skammt stórra
högga á milli á nýliðnu ári í systk-
inahópnum. Bræðurnir tveir,
Ólafur og Haukur, létust með
skömmu millibili á síðastliðnu
sumri og nú síðast kvaddi Hrefna
okkur aðfaranótt aðfangadags
jóla. Árið hefur markað djúp spor
í lifi fjölskyldunnar.
Okkur er ekki ætlað að lifa að
eilífu hér á jörð. Dauðinn er stað-
reynd sem hvert okkar verður að
gera upp við sig innra með sér.
Það fer eftir trú og innri styrk
hvers og eins hversu vel okkur
tekst að sætta okkur við þessa
staðreynd lífsins. Meðan við erum
ung leiðum við hugann lítið að
dauðanum, hann virðist fjarlægur
og framtíðin blasir við. En við
hljótum að vera minnt á hann af
og til. Það var ómetanlegt innlegg
í þetta innra uppgjör hjá undirrit-
aðri að fá að vera samvistum við
Hrefnu hennar síðustu daga í
þessu lífi. Öll hennar framkoma
einkenndist af æðruleysi og
skapstyrk sem var með ólíkindum.
Það verður ómetanlegt seinna í
lífinu þegar að herðir að hafa ver-
ið þess aðnjótandi að kynnast
Hrefnu og verða vitni að því hve
lengi er hægt að halda mannlegri
reisn þrátt fyrir þung áföll. Létt-
lyndi er dýrmætt veganesti í líf-
inu. Hrefna var gædd þessum
eiginleika í ríkum mæli. Hún var
næm á björtu hliðarnar á lífinu og
hvers konar þunglyndi og sjálfs-
vorkunn var andstætt hennar eðli.
Hrefna bjó meirihluta ævi sinn-
ar erlendis. En hún kom alltaf
reglulega til íslands til ættmenna
og vina. Hún var ættrækin og það
var fastur liður þegar einhver fjöl-
skyldumeðlimur átti afmæli að
kort kom frá Hrefnu og James til
að minna á að hún hugsaði heim
og myndi eftir sínu fólki. Og það
var í hennar anda að kortin komu
alltaf á réttum tíma.
Hrefna var snyrtileg kona, ró-
lynd og fastmótaður persónuleiki
sem líður seint úr minni þeim sem
kynntust henni. Eftirlifandi eig-
inmanni hennar votta ég mína
dýpstu samúð, svo og öðrum að-
standendum.
Megi hún hvíla í friði.
Valborg Kjartansdóttir.
+
Eiginmaöur minn,
ÞÓR SKAFTASON,
yfirvólstjóri
andaöist um borö í m.s. Stuölafossi í Boulogne 4. janúar 1982.
Hulda Helgadóttir.
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓNAS JÓNSSON
fró Bessastöóum,
Kambsvegi 21,
sem lést á Borgarspitalanum á aöfangadag jóla, veröur jarösung-
inn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Erla Kristin Jónasdóttir, Birgir Sveinbergsson,
Jón Jónasson, Gunilla Skaptason,
og barnabörn.
Faöir okkar og tengdafaöir,
ÞORKELL KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi fulltrúi,
Dalbraut 27,
er andaöist 24. desember sl., veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju miövikudaginn 6. janúar kl. 10.30.
Siguröur Ómar Þorkelsson, Inga Eiríksdóttir,
Margrét Þorkelsdóttir, Magnús Friöriksson.
Móöir mín,
LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunbæ 86,
er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Fyrir hönd vandamanna.
Hafsteinn Már Matthíasson.
Faöir minn,
BJARNI GUÐBJARTSSON,
Bergstaöastræti 33,
er lést á heimili sínu 22. desember, veröur jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 7. janúar 1982 kl. 3.00 e.h.
Jóhann Þ. Bjarnason.
Útför móöursystur minnar,
GUÐLAUGAR SNÆBJARNARDÓTTUR,
Hátúni 10,
verður gerð frá Fríkirkjunni, miövikudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hennar, góöfúslega látiö öryrkjabandalag
islands, Hátúni 10, njóta þess.
Haraldur Hannesson.
+
Utför,
JÓNU AOALSTEINSDÓTTUR,
Uthlíö 5,
fer fram frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 7. janúar kl. 3 e.h.
Ingvi Þórðarson.
+
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
THEODÓR GUÐMUNDSSON,
vélvirkjameistari,
Flókagötu 9,
veröur jarösunginn þriöjudaginn 5. janúar kl. 15.00 frá Fríkirkjunnl
í Reykjavik.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á liknarsjóö Oddfellow-reglunnar, stúku nr. 5 Þor-
steinn.
Laufey Þorgeirsdóttir,
Louíse Kristín Theodórsdóttir, Ragnar Már Hansson,
Hlíf Theodórsdóttir,
Þorgeir Theodórsson, Birna Björnsdóttir,
Guómundur Ægir Theodórsson, Ingveidur Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.