Morgunblaðið - 28.02.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 28.02.1982, Síða 2
5 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 SPJALLAÐ VIÐ HAUK GUNNARSSON LEIKSTJORA Haukur hefur víða farið, m.a. til Japan og nú síðast til Kína að kynna sér kínverska leiklist. Jap- önsku talar hann eins og innfædd- ur, að manni virðist. Morgunblað- ið hitti Hauk að máli eftir eina æfinguna á leikriti Horváths í Þjóðleikhúsinu og eftir að hafa fengið sér sæti í Kristalsalnum, var hann spurður að því hvað á daga hans hafði drifið síðan hann var hér 1979 og setti upp japönsku einþáttungana tvo, „Kirsublóm á Norðurfjalli“. Nóg að gera „Ég hef verið að setja upp verk í Abo Svenska Teater í Finnlandi," sagði Haukur og bauð sígarettu. „I Noregi setti ég upp verk í Trönd- lag Teater og einnig í Teatersentr- et Bikuben Scene 7, og í leiklisU ardeild útvarpsins í Noregi. I Danmörku setti ég upp leikrit Tennessee Williams, „Suddenly Last Summer", og þótti afskap- lega gaman að. Milli þess og þar til ég kom hingað heim, setti ég upp útvarpsleikrit í norska út- varpinu. Héðan hverf ég til Bergen og byrja þar að setja upp nýtt norskt leikrit, „Terroristene", eftir Kol- bein Falkeid, en það gerist í Vestur-Þýskalandi og lýsir klofn- ingi og valdabaráttu innan hermd- arverkamannahóps. Það verður frumsýnt í maíbyrjun. Það stend- ur til að sýna það í Festspillene í Bergen, en það er listahátíð, sem er árlegur viðburður þar í bæ. Haukur Gunnarsson leikstjóri: „Menntun leikstjórans lýkur aldrei.“ skaplega vel skrifað. Horváth fjallar um samtíma sinn, þegar nasistar voru að komast til valda í Þýskalandi, stríðsótti var farinn að gera vart við sig, óðaverðbólga og kreppa dundi á fólki og miklar pólitískar sveiflur gengu yfir. Fólk vissi ekki lengur hvar það stóð. Hann hefur mikið að segja okkur sem lifum í dag. Hann predikar kannski ekki yfir fólki, en tekur skýra afstöðu til þess sem hann fjallar um. Hann skrifar ekki í stórum bókstöfum það sem hann vill að fólk fái úr leikritinu. Hann sýnir aðeins þjóðfélagið og fólkið sem lifir og hrærist í því og leyfir áhorfendunum að draga sín- ar eigin ályktanir. Heimskan og lygin er það sem hann er að berj- ast við í þessu stykki, eins og í svo mörgum öðrum verkum sínum." Nasistum var ekki vel við hann. „Nei, hann deildi mjög á nasist- ana í verkum sínum. Hann gerði sér strax grein fyrir ögrun þeirra, enda voru verk hans fljótlega bannfærð eftir valdatöku nasist- anna.“ Æfintýri í París Horváth dó á undarlegan hátt, var það ekki? „Jú, dauða hans bar að með sólarlag og uppstoppaðir niáíar „Ég vil alls ekki missa sambandið við ísland og íslenska leiklist. Þó ég ætli mér að búa áfram á Nordurlöndunum, hef ég hugsað mér að koma hingað á eins til tveggja ára fresti og sviðsetja.“ Þetta segir Haukur Gunnarsson leikstjóri, en hann hefur lengst af á sínum leikstjórnarferli verið erlendis, bæði að læra og leikstýra. Hann er búsettur í Osló og kom hingað til lands að stjórna uppfærslu á leikriti Horváths, „Sögur úr Vínarskógi“, hjá Þjóð- leikhúsinu, sem frumsýnt var sl. föstudag. Svipar til Listahátiðarinnar hér á íslandi. Frá Bergen fer ég til Osló og set þar upp „Kirsublóm á Norður- fjalli“. Eftir það leikstýri ég við norska Þjóðleikhúsið leikritinu „Pedro og Kapteinen", en það er frá Uruguay og fjallar um pynt- ingar á pólitískum föngum. Síðan er uppsetning við Álaborgarleik- húsið, en það hefur ekki enn verið ákveðið hvaða leikrit það verður." Gróska í fs- lensku leik- listarlífi Sem sagt nóg að gera hjá þér. Er það ekki þreytandi að vera svona bundinn langt fram í tím- ann? „Nei, þvert á móti. Það er mik- ilvægt að geta byrjað undirbúning á því verki, sem maður hefur verið ráðtnn til að setja upp, nógu snemma. Ég legg líka mikla áherslu á nána samvinnu við leikmyndahönnuðinn, og þarf sú samvinna að hefjast löngu áður en æfingar fara í gang. Leikmyndin, hin myndræna hlið sýningarinnar, er mjög mikilvægur hluti af heild- inni. Svo spilar líka inn í að fyrir mig, sem hef ekki fasta vinnu við leikhús, veitir það mikið öryggi að vita fram í tímann hvað maður kemur til með að fá í laun.“ Þykir þér gróska í íslensku leiklistarlífi þessa dagana? „Já, það er alveg makalaust hvað það er mikið leiklistarlíf hér á íslandi og hefur alltaf verið. Það þyrfti að finna milljónaborg til að finna eins mikla grósku í iðninni eins og hér á landi." Leiklistin almenningseign frá upphafi Hvað heldur þú að valdi þessum vinsældum á leiklistinni? „Ég hallast á þá skoðun, sem Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri heldur á loft í sambandi við þetta. Hann segir, að hér á ís- landi, og í Finnlandi líka, sé leik- listin almenningseign. Hún er ekki komin frá neinni yfirstétt eða hirð, heldur hefur hún sprottið upp á meðal fólksins í löndunum, í formi áhugaleikhúsa. Þannig á hún sér rætur meðal almennings og þess vegna er áhorfendahópur- inn miklu mun breiðari en þekkist í öðrum löndum.“ Þú lærðir í Japan í þrjú ár, en fórstu svo ekki til Kína núna ný- lega? „Jú, mér var boðið til Kína í vor að kynna mér þar leiklist. Ég hef alltaf haft áhuga á hinni stílfæröu austurlensku leiklist. Húri stendur mér nær. Leiklistarformið er eldra en það sem er hér á Vestur- löndum. í Kína er leiklistarlífið mjög virkt, ekki bara í borgum, heldur út um allt Alþýðulýðveld- ið.“ Söngur - dans látbragð og fimleikar „Hvert hérað hefur sitt eigið form hefðbundinnar leiklistar og það er leikið á mállýsku viðkom- andi héraðs. Tónlistin er mismun- andi og ber blæ hvers héraðs. Peking-óperan er þekktust utan Kína, en auk hennar fyrirfinnast tæplega 300 tegundir hefðbund- innar leiklistar, og í þeim öllum gegna söngur, dans, látbragð og fimleikar — „akrobatík" — mik- ilvægu hlutverki. Yuei-ju er einnig hefðbundið leikform, sem nýtur vinsælda í Kína, en þar leika ein- ungis konur, karlahlutverkin líka. í Japan er þetta þveröfugt; þar leika karlmenn öll hlutverk í hinni hefðbundnu Kabukí-leiklist." Er mikið af vestrænum leikrit- um sýnt í Kína? „Á meðan á menningarbylting- unni stóð, var bannað að sýna vestræn leikrit. Síðan 1976 hefur þetta breyst mikið en þó er ekki sýnt mikið af því nýjasta í vest- rænni leikritun. Kínverjar eiga til dæmis erfitt með að skilja „absúrdismann". Þeir eru vanir hreinni rökfræði og vilja hafa boðskapinn á hreinu. Auk þess þykir megnið af vestrænum nú- tímaverkum of klámfengið fyrir kínverska áhorfendur. Þeir leika frekar klassísk verk eins og eftir Shakespeare og Ibsen. Biturleiki vegna menningar byltingarinnar „Einnig sá ég þegar ég var í Kína „Brúðkaup Fígarós" eftir Beaumarchais, leikritið sem óper- an var byggð á. Ég leit líka inn á æfingu á „Kardimommubænum", eftir Torbjörn Egner. Kínverjar vilja kynnast því sem er að gerast í vestrænum leikhúsum. Ég hélt fundi og fyrirlestra í Kína og það vakti óskipta athygli þegar ég sagði þeim frá því nýjasta í leik- list hérna megin á hnettinum. Ég hitti mikið af fólki í Kína, sem hafði orðið fyrir barðinu á menningarbyltingunni. 90 prósent allra listamanna voru sendir út á landsbyggðina og fengu ekki að stunda listgrein sína. Þeir sögðu, að þá skorti tíu ára þjálfun og æf- ingu í leiklistinni þegar menning- arbyltingunni lauk og Kínverjarn- ir vilja vinna upp þessa tíu ára eyðu, sem varð vegna hennar. Ég fann oft fyrir biturleikanum hjá fólki vegna menningarbyltingar- innar. Mjög gaman að Tennessee Það kemur greinilega fram í verkum Kínverja, að þeir eru mik- ið fyrir „melodramað", eða leikrit, sem sýna miklar tilfinningar og skarpar, nokkuð sem við myndum kalla væmni. Bleikt sólarlag og uppstoppaðir máfar í snæri fljúg- andi yfir baksviðið. Það ber vott um gjörólíkan smekk kínverskra áhorfenda." Áttu þér einhvern uppáhalds- höfund í leikritun? „Nei, það er enginn einn. Tenn- essee Williams þykir mér mjög gaman að. Þetta, hvernig hann fjallar um mannleg samskipti og hvernig hann tekur fyrir þá sem standa neðar í þjóðfélagatröppun- um en aðrir. Hann fjallar um fólk í þjóðfélagi, þar sem ekki er pláss fyrir aðra en þá sterku; Svo er þetta, hvernig hann lýsir sálarlífi persóna sinna. Það er skaphrti í Tennessee, sem ég kann vel við.“ Heimskan og lygin Og nú ert þú kominn til að setja upp leikritið „Sögur úr Vínar- skógi“, eftir Horváth. „Já, ég er mjög hrifinn af því leikriti. Það er sérkennilegt og af- nokkuð sviplegum hætti. Þannig var, að hann var gerður brottræk- ur úr Þýskalandi 1936, en þaðan komst hann eftir talsverða erfið- leika til Sviss. Frá Sviss fór hann síðan til Amsterdam, þar sem hann hitti að máli spámann nokk- urn sem sagði honum að fara til Parísar. Þar biði hans mesta ævintýri lífs hans. Nema hvað, þangað hélt Horváth og eitt kvöld- ið þegar hann var á gangi eftir götu í París, nýkominn úr bíó, skall á óveður. Hann flýði eins og svo margir aðrir undir tré í skemmtigarði nokkrum ekki langt frá. Eldingu laust niður í tré, sem stóð við hliðina á því, sem fólkið kúrði undir, þannig að það féll á tréð sem skýldi fólkinu. Af því tré brotnaði grein sem lenti í höfðinu á Horváth. Hann dó samstundis, en engan annan sakaði." Menntun leik- stjórans lýk- ur aldrei Ferð þú mikið í leikhús, Hauk- ur? „Já, það er mikilvægt að fylgj- ast með því sem er að gerast í leikhúsum og því fer ég oft til ann- arra landa að sjá leikrit. Menntun leikstjórans lýkur aldrei. Það hættulegasta sem getur komið fyrir nokkurn leikstjóra er að hann lokist inni í eigin list og sjái ekki út fyrir hana.“ Gagnrýnendur? „Það er lágmarkskrafa að gagn- rýnandi hafi góða þekkingu á leiklist og þeirri vinnu sem liggur að baki hverrar leiksýningar. Mér finnst oft skorta ótrúlega mikið á þá þekkingu. Lélegur gagnrýnandi er hættulegur, því gagnrýnandi gegnir miklu ábyrgðarhlutverki, bæði gagnvart áhorfendum og listafólki. Maður sem vinnur í leikhúsi þarf að geta tekið gagn- rýnendur alvarlega. Það er bara alltof oft sem maður getur það ekki.“ — ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.