Morgunblaðið - 28.02.1982, Page 28

Morgunblaðið - 28.02.1982, Page 28
ViðUl: Bragi Óskarsson — Ég er fæddur á Oddsflöt í Jökulfjörðum árið 1898. Þegar ég man fyrst eftir mér var allsstaðar hyggð í Jökulfjörðum en nú er orðið langt síðan aílir bæir þar fóru í eyði — það var lengst búið á Kvíum í Lónafirði, Marðareyri í Veiðileysufirði og í Grunnavík. Ég átti heima á Oddsflöt þar til ég varð 12 ára gamall en þá fluttu foreldrar mínir vestur í Hnífsdal. Guðfinnur Sigmundsson man langt aftur. Ég er þó ekki kominn til viðtals við hann í þeim tilgangi að ræða um byggðina í Jökulfjörðum held- ur annað og óskylt efni. Á árunum eftir stríð fékkst Guðfinnur við að óvirkja tundurdufl og var einn fárra manna sem hafði til þess kunnáttu hér á landi. Hann býr nú á elliheimilinu Hélvangi í Keflavík ásamt konu sinni, en til Keflavíkur fluttu þau frá ísafirði fyrir 20 árum. Ég byrja á þvi að spyrja Guðfinn hvað hefði orðið til þess að hann tók sér fyrir hendur að óvirkja tundurdufl. Þverskurðarmynd af tundurdufli a: snertirofi, b: rafhlaða, c: hvellhetta, d: forsprengja, e: búnaöur sem gerir dufliö virkt er þaö kemur í sjó, f: sprengiefni, g: kveikju- búnaöur. Guðfinnur Sigmundsson Ljósm. Heimir Stígsson Maður mátti ekki einu sinni hafa nagla í vasanum — það gat nægt til að tundurduflið spryngi — Ég veit það nú eiginlega ekki — alveg frá því að ég var strákling- ur var ég alltaf eitthvað að grúska, aðallega í alls konar járnadóti. Sem ungur maður fór ég svo á mótornámskeið og var vélamaður á bátum frá Hnífsdal í nokkur ár en síðan fór ég að vinna í Vélsmiðj- unni Þór á Isafirði. Þegar ég hafði unnið þar í eitt ár var mér gefinn kostur á að öðlast vélvirkjaréttindi ef mér tækist að Ijúka iðnskólanum á tveim árum. Mér tókst það og vann svo áfram í Þór og fékk þar mín meistararéttindi. Eftir það fór ég að vinna sjálf- stætt með öðrum manni — við vor- um með smiðjukompu og rákum hana i þrjú ár. Ég hafði aflað mér ökuréttinda og sneri mér að akstri á tímabili. Þá keypti ég Bifreiða- stöð ísafjarðar ásamt öðrum manni og rákum við hana í fimm ár. Svo var það að ég frétti að þeir voru að leita fyrir sér um mann til að óvirkja tundurdufl, sem þá var farið að reka hér á land á árunum eftir stríð. Mér leist strax vel á þetta og ákvað að gefa kost á mér til starfsins. Ég fór svo á námskeið til Reykjavíkur — það voru Bretar sem stóðu fyrir þessu námskeiði og lærðum við þarna að óvirkja ensk, þýsk og ítölsk tundurdufl. Rak mikið a/ þessum tund- urduflum á þessum árum ? — Nei, það var aldrei mikið af þeim. Það rak svona tvö dufl á ári — mest í Reykjarfirði og Bolung- arvík á Ströndum. Ég mun hafa gert þrjú dufl óvirk í Bolungarvík, tvö í Reykjarfirði, eitt í Þaralát- ursfirði, eitt í Skáíavik við Öskú- bak og eitt í Súgandafirði. Þetta voru nær allt ensk tundurdufl sem ég fékkst við, nema eitt var þýskt og annað ítalskt. Þessi tundurdufl hefur sjálfsagt öll rekið langt að — þeim hefur trúlega verið lagt við Bretlandsstrendur og í Norðursjó. Það er hins vegar ekki gott að segja hvaðan ítalska duflið var komið. Fólk var mjög hrætt við tund- urduflin enda voru þetta mjög öfl- ugar og hættulegar sprengjur. Mér var alltaf gert viðvart strax og menn urðu varir við að tundurdufl hafði rekið. Þegar maður svo kom á staðinn, var fyrsta atriðið að glöggva sig á hverrar tegundar tundurduflið var. Ef um segulduf) var að ræða, en þau voru algengust, mátti ekki fara með járn nálægt þeim. Það varð að nota á þau kop- arlykla og gæta þess að hafa ekki á sér nein verkfæri úr járni — maður mátti ekki einu sinni hafa nagla í vasanum eða járntölur á fötum sín- um, því það gat nægt til að tund- urduflið spryngi. Hvernig voru tundurduflin svo óvirkjuð? — Ef tundurduflið var rétt í fjör- unni, en það voru þau venjulega, byrjaði maður að skrúfa ofan af því kúpt lok efst á duflinu sem var beint fyrir ofan búnaðinn er kom sprengingunni af stað í því. Þegar maður hafði náð þessu loki gat maður komist með hendina niður um opið undir því og náð til hvell- hettunnar. Þegar búið var að ná henni úr tundurduflinu stafaði engin hætta af því meir. I þessum tundurduflum voru frá 150 til 200 kíló af sprengiefni og fór það eftir því hverrar tegundar duflið var. Þau voru þannig útbúin að efst í þeim var patróna, sem minnti á skothylki og var rúmlega 20 sentimetrar á lengd. Var henni stungið niður í sprengiefnið í dufl- inu en það var storknað og hart efni. Þessi patróna var full af for- sprengiefni en efst í henni var hvellhettan. Forsprengiefnið var í töfluformi og var auðvelt að tína það úr patrónunni. Hvellhettan var úr kopar, sívöl og um 1,5 tomma í þvermál þar sem hún var gildust. Henni var komið fyrir efst í patrónunni en niðurúr hvellhettunni lá alllöng trjóna niður í forsprengiefnið. Ekki man ég lengur hvað þau hétu þessi sprengiefni sem notuð voru í tund- urduflin en það þurfti mjög mikið til að koma þeim til að springa ef hvellhettunnar naut ekki við. Þegar maður hafði náð hvellhett- unni varð helzt að sprengja hana svo ekki stafaði hætta af henni — það dugði ekki að sökkva henni í sjó því þar gat hún enst heilan ára- tug áður en hún varð óvirk. Ég var vanur að sprengja hvellhetturnar í eldi — fór með þær á afvikinn stað í fjörunni, vafði þær með olíublaut- um tvist og kveikti í. Það var um að gera að snúa þeim rétt þegar þær voru sprengdar því þær sprungu í tvær áttir ef svo má segja. Ef þær voru látnar standa upp á endann & rrr ERtlM FLOTTIR r r I NY OG GLÆSILEG HUSAKYNNI AÐ GRENSASVEGI 8 Eigum fyririiggjandi hreinlætistæki, biöndunartæki, ofnioka, rör og röra- fittings, einangrunarhólka, plaströr og plastfittings, ásamt öðrum fylgi- hlutum tii vatns, hita og frárennslislagna. OPNUNARTÍMAR: Mánud. - föstud. kl. 8 • 6 laugard. kl. 9 ■ 12 K. AUÐUNSSON HE GRENSASVEGUR 8 — SÍMAR 86775 86088

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.