Morgunblaðið - 28.02.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 28.02.1982, Síða 31
Alþjóðleg samkeppni hefur að vísu dregið úr áhrifum samtaka fyrir- taekja í einstökum ríkjum. En markaðskerfinu í vestrænum ríkj- um er samt viss hætta búin. Enn alvarlegri áhrif hefur það, þegar ríkisvaldið hefur afskipti af ein- stökum starfsgreinum. Þá er lagð- ur steinn í götu eðlilegrar verð- myndunar. Oft er hér í raun og veru um að ræða endurvakningu hinna gömlu verndartollahug- mynda og kenninga kaupauðgis- stefnunnar eða merkantilismans um stjórn rikisins á iðnaði og viðskiptum. En fyrir löngu hefur verið sýnt fram á, að slíkar ráð- stafanir skerða bæði hagkvæmni og velferð. I öðru lagi verður afleiðing þess, að yfirvöld hafa aukin áhrif á fjárfestingu og framleiðslu, þau, að ákvarðanir eru teknar af aðil- um, sem hafa ekki nægilega sér- þekkingu á framleiðsluskilyrðum og markaðsmöguleikum. Auk þess er hætta á, að ákvarðanir séu mið- aðar við skamman tíma og hags- muni í stjórnmálum. Ef aðstæður verða þannig, að samningar við stjórnmálamenn og embættis- menn verða mikilvægari fyrir hag fyrirtækis en góð stjórn á fram- leiðslu, framkvæmd nýrra hug- mynda og framsýnt sölustarf, þá er bæði hagkvæmni og velferð í hættu. Þá er sú tilhneiging fyrir- tækja áberandi, að falast eftir að- stoð ríkisvaldsins, ábyrgðum þess, fjárframlögum og innflutnings- vernd. Hér má segja, að um sé að ræða tilhneigingu til „félagslegrar aðstoðar" við atvinnurekendur. Þeir gegna ekki í sama mæli og áður hinu hefðbundna hlutverki sínu að taka á sig áhættu. En um leið dregur úr áhrifum launþega- samtaka að vilja takmarka hagn- aðarmöguleika fyrirtækja. Þar, sem það hefur átt sér stað í ríkum mæli, hefur orðið vart minnkandi framtakssemi og aukinnar þátt- töku rikisvaldsins í atvinnu- rekstri. En víðtækustu afleiðingar hinna auknu ríkisáhrifa sjást í þriðja lagi, ef litið er á málið í heild frá stjórnmálalegu, þjóðfé- lagslegu og menningarlegu sjón- armiði. Valdahlutföll í þjóðfelag- inu taka gagngerum breytingum. Aðstæður geta smám saman orðið þannig, að áhrif ekki aðeins fárra stjórnmálamanna og embætt- ismanna, heldur einnig nokkurra atkvæðamikilla forstjóra stórra fyrirtækja — og í ýmsum löndum jafnframt voldugra verkalýðsleið- toga — vaxi verulega á kostnað neytenda, lítilla fyrirtækja og þeirra, sem stofna vilja ný fyrir- tæki. Við gætum hafnað í þjóðfé- lagi, þar sem valdið er í höndunum á litlum hópi stjórnmálamanna, stóratvinnurekenda og verkalýðs- leiðtoga, sem tengjast bræðra- böndum og leysa málin út frá sín- um eigin sjónarmiðum, en ekki með tilliti til heildarhagsmuna þjóðarinnar. Þá verða sambönd og samningar orðnir mikilvægari í efnahagslífinu en hugmyndaauðgi og framtakssemi og hæfileikinn til þess að keppa á markaði. V. Að sjálfsögðu verður að láta þess getið, að ýmiss konar ríkis- afskipti af atvinnulífi í vestræn- um iðnríkjum hafa leitt til hag- kvæmari hagnýtingar fram- leiðsluafla en ella, og þau hafa jafnframt bætt skilyrði ýmissa þjóðfélagshópa til athafnafrelsis, einkum og sér í lagi þeirra, sem orðið hafa útundan, en fengið hafa tekjur sínar bættar. En dæmi má einnig finna hm hið gagnstæða. Ef athuguð eru þau ríkisaf- skipti, sem draga úr valfrelsi í þjóðfélaginu, verður að greina milli þeirra afskipta, sem hafa áhrif á fyrirtæki og einstaklinga. Almenningur verður ekki beint var við áhrif afskipta af atvinnu- rekstri, þótt þau geti orðið til þess að draga úr framkvæmdasemi. En hann finnur, ef ráðstafanir snerta hann beinlínis, svo sem á sér stað, þegar settar eru reglur, sem tor- velda stofnun nýrra fyrirtækja eða gera rekstur smáfyrirtækja erfiðan, reglur um lokunartíma MORGUNBLADID, SUNNUDAG^R^gfiB^^R 1982 79 verzlana, sem torvelda neytendiyn innkaup, takmarkanir á ráðstöfifff á húsnæði og byggingarskilyrðum, gjaldeyrisreglur, sem torvelda utanlandsferðir, reglur um skóla- hald o.s.frv. Mjög háir tekjuskatt- ar geta einnig haft þau áhrif að menn reyni ekki að bæta afkomu sína með aukinni athafnasemi, heldur með því að ætlast til meira af hinu opinbera. VI. Að síðustu spyr Assar Lindbeck, hvað unnt sé að gera til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, sem hann telur mjög varhugaverða. Hann nefnir sjö atriði. 1. Þar sem fjölræðisþjóðfélag er nátengt dreifðri ákvarðanatöku í efnahagsmálum, sem að hinu leytinu gerir markaðsbúskap nauðsynlegan, er frumforsenda fjölræðis að hagkerfið mótist fyrst og fremst af markaðsbú- skap. Það verður að hafa vissan hemil á stórfyrirtækjum. Efna- hagskerfið verður að vera opið gagnvart erlendri samkepppi. 2. Til þess að varðveita samkeppni og sómasamlegan markaðsbú- skap verður ríkisvaldið að forð- ast afskipti af einstökum svið- um efnahagslífsins, aðstoð við einstök fyrirtæki, atvinnugrein- ar eða landsvæði, ódýra lánafyr- irgreiðslu, verðlagaafskipti, inn- flutningshöft, leyfisveitingar og skömmtun. Afskipti ríkisvalds- ins af efnahagslífi eiga að lúta að almennun skilyrðum til at- vinnurekstrar, að því að bæta umhverfi fyrirtækjanna, en ekki hafa áhrif á sjálfan rekstur þeirra. 3. Eignaraðild og yfirráð yfir fjár- magni og framleiðslutækjum verða að vera dreifð á margar hendur til ■þess að auðvelda nýtt framtak og skilyrði til stofnun- ar nýrra fyrirtækja. 4. Aðrar stofnanir, svo sem verka- lýðsfélög, samvinnufélög, menn- ingarfélög og stjórnmálafélög, háskólar og rannsóknarstofnan- ir, verða að vera svo óháð ríkis- valdinu sem mögulegt er. 5. Yfirráðin yfir hinum stóru fjár- magnsstofnunum, bönkum, líf- eyrissjóðum, tryggingarfélög- um, fjárfestingarsjóðum o.s.frv. ættu að dreifast á fleiri hendur. 6. Áhrif launþega innan fyrir- tækja ættu að vaxa. 7. Réttlátari skiptinga tekna og eigna milli heimila ætti að auka skilning á markaðsbúskapnum og þá sérstaklega á hlutverki hagnaðar í hagkerfinu. Ef höfð yrði hliðsjón af þessum atriðum við stefnumótun í efna- hagsmálum, telur Assar Lindbeck, að ríkisvaldið gæti einbeitt sér að þeim verkefnum, sem almenning- ur telji í raun og sannleika mikil- væg og ekki megi búast við, að jafnvel hið fullkomnasta mark- aðskerfi gæti leyst, í stað þess að eyða kröftum sínum í ótal afskipti sem hafa skammvinn áhrif og oft beinlínis skaðleg. Dæmi um slík mikilvæg verk- efni séu viðleitni til þess að út- rýma fátækt og bæta atvinnuskil- yrði þeirra, sem hafa takmarkaða starfsgetu, að fegra umhverfi í þéttbýli og auðvelda fólki að njóta náttúrunnar, að tryggja stöðugri og jafnari hagvöxt og bæta gæði þeirrar vöru og þjónustu, sem boð- in er fram til samneyzlu. Sam- skipti fyrirtækja og embætt- ismanna gætu þá miðast við verk- efni, þar sem báðir hafa sitt til mála að leggja: Samgöngumál, orkumál, skipulagsmál o.s.frv. Óski menn víðtækra ráðstafana af opinberri hálfu á sviði félagsmála — í þeim kveðst Assar Lindbeck vera — og í þeim hópi er ég einnig — eigi það að vera höfuðkrafa þeirra að látið sé af rikisafskipt- um á ótal öðrum sviðum, þar eð þeim fylgi sóun á starfskröftum stjórnmálamanna og stjórnsýslu- manna og skapi óvissukennd hjá almenningi. Mér kæmi ekki á óvart, þótt ým- islegt, sem hér hefur verið sagt, þætti umhugsunarvert miðað við aðstæður á Islandi. Strásykurinn í gulu pökkunum sem þú notar ... í baksturinn, í kaffið, í teiö, í matinn, á morgunmatinn, út á grautinn, út á skyrið. er fyrsta flokks strásykur. VOLKSWAGEN Þýskur bíll sem allir þekkja Framhjóladrif - Halogen höfuóljós - Aflhemlar - Höfuöpúóar Þynnuöryggisgler í framrúöu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöórunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir islenskt veöurfar og vegi. Rúöuþurrka á afturrúöu Veró frá kr. 115.000 Gengi 24. 2. '82.______________________________________________________________________________________prisma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.