Morgunblaðið - 28.02.1982, Side 46

Morgunblaðið - 28.02.1982, Side 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjömsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir AUDROTTINSDEGI BIBLÍULESTUR Vikuna 28. febrúar — 6. mars 1982 Sunnudagur 28. febr. Matt. 4,1-11 Mánudagur 1. mars Matt. 16,21—28 Þriðjudagur 2. mars Matt. 17,1—13 Miðvikudagur 3. marsMatt. 17,14—27 Fimmtudagur 4. marsMatt. 18,1—14 Föstudagur 5. mars Matt. 18,15-22 Laugardagur 6. mars Jesaja 53,1-12 Heilagi faðir, helga oss i sannleikanum, þitt orö er líf, andi og sannleikur. Amen. Fasta Fastan er kjarni kirkju- ársins, sá kjarni, sem allt annað snýst um í trú og til- beiðslu kirkjunnar. Fyrsta og lengi eina raunverulega hátíð kirkjunnar, og mesta hátíð kristinna manna um aldir, er páskahátíðin. Páskahátíðin, sem er ekki bara upprifjun atburða lið- innar sögu, heldur stöðug áminning og endurtekin reynsla, sem kirkjan upp- lifir í tilbeiðslunni við Guðs borð sérhvern fyrsta dag vikunnar árið um kring. Fastan hefst eiginlega á öskudegi, og telst 40 virkir dagar til páska. Jesús fastaði í 40 daga í eyði- mörkinni eftir skírn sína í ánni Jórdan, og í minningu þess föstuðu kristnir menn í 40 daga og íhuguðu sér- staklega pínu hans og dauða. En þar sem sunnu- dagarnir eru haldnir í minningu upprisunnar, eru þeir hátíðar- og gleðidagar og því ekki fastað á sunnu- degi, Drottins degi. I frumkirkjunni voru trúnemarnir, þ.e. þeir, sem vildu taka kristna trú, skírðir á aðfaranótt páska- dags, og söfnuðurinn allur endurnýjaði skírnarheit sitt. Þess vegna varð fastan sérstakur undirbúnings- tími, þar sem þeir, sem vildu ganga Kristi á hönd, lifðu sig inn í samfélagið við hinn krossfesta Drottin og frelsara, „til þess að ég geti þekkt hann og kraft upprisu hans og sammynd- aður orðið dauða hans, ef mér mætti auðnast að ná til upprisunnar frá dauð- um,“ eins og Páll postuli segir. Föstutíminn varð því undirbúningsnámskeið, þjálfunartími. Áherslan var tvíþætt, svo sem sjá má í guðspjallatextum sunnu- daga föstunnar, en það eru umfram allt baráttutextar, sem sýna hinn stríðandi Krist, guðhetjuna, sem leggur til atlögu við allt það sem ógnar vilja Guðs á jörðu. Hins vegar er svo íhugunarefni hinna virku dag — píslarsagan, er sýnir hinn líðandi þjón, Krist, harmkvælamanninn, sem var kunnugur þjáningum, en það voru „vorar þján- ingar, sem hann bar... hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon- um ...“ eins og Jesaja seg- ir. Minning píslanna skipar því mikið rúm í kirkjuár- inu og í öllu lífi kristinnar trúar. Krossinn er þunga- miðja kristinnar prédikun- ar, og kristinnar trúar. Það mikla rúm, sem píslarsag- an skipar í helgihaldi og listtúlkun kirkjunnar, á sér hliðstæðu í sjálfum guð- spjöllunum, þar sem síð- ustu dægrum Krists á jörðu er nákvæmlega lýst, honum fylgt skref fyrir skref, á meðan við fáum aðeins myndir og ljósbrot frá lífi hans og starfi að öðru leyti. Vegna þess að þarna er brennidepillinn. Þarna umfram allt sérðu „sanna Guðs ástar hjarta- geð ...“ eins og Hallgrímur syngur um í upphafssálmi Passíusálma sinna. Hvað er fasta? Fasta er velþekkt fyrir- bæri í allri trú, og skipaði mikilvægan sess í Gamla testamentinu. En þegar hjá spámönnunum er að finna magnaða og bein- skeytta gagnrýni á föstu- siði ísraelsmanna. „Sú fasta er mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninn- ar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok, það er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda hælislausa menn ...“ þrumaði Jesaja (58,6). Prédikun Jesú bygg- ir á hefð spámannanna að þessu leyti, vissulega. Þó leggur Jesús mikla áherslu á rétta föstu, og telur hana sjálfsagða í öllu trúarlífi: „Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar ...“ segir hann í fjallræðunni. Hann fastaði sjálfur og talar um bæn og föstu sem virk hjálparmeð- öl í baráttunni gegn hinu illa. En hann lagði engar ákveðnar reglur fyrir um það. Andstæðingar Jesú veittu því athygli, að læri- sveinar hans föstuðu ekki á sama hátt og farísearnir gjörðu. Jesús svaraði því til, að brúðkaupsgestirnir gætu ekki fastað meðan brúðguminn væri á meðal þeirra. En þeir dagar myndu koma að brúðgum- inn yrði frá þeim tekinn, og þá myndu þeir fasta. Kirkjur mótmælenda hafa því engin sérstök fyrirmæli um föstuhald, svo sem tíðkast í róm- versk-kaþólsku kirkjunni og Austurkirkjunni, þar sem löngum hafa tíðkast mjög fastákveðnar og ótvíræðar reglur um hvað má og hvað ekki um föstu. Enda hefur fastan horfið sporlaust úr lífi og vitund þorra fólks. Hvað er fasta? Það er að neita sér um eitthvað, sem í sjálfu sér er bæði gott og gagnlegt. Það er sjálfsaf- neitun til þess að vera frjáls til að þjóna Kristi. Fasta er að neita sér um eitthvað til að sýna sjálfum sér og Drottni sínum, að maður geti átt það en jafn- framt vel verið án þess. Fasta er þá þjálfun í því að vera frjáls frá heiminum. Það er margt í lífinu og heiminum, sem við getum glaðst yfir og þakkað fyrir, margvísleg gæði, sem við njótum frá degi til dags, en ekkert má fá vald yfir okkur. Oft er velsæld okkar og nægtir raunveruleg hindrun gegn því að við getum látið gott af okkur leiða fyrir aðra. Við erum bundin og finnst við ekki geta séð af neinu. Það get- ur verið gagnlegt að fasta á þann hátt, að maður neiti sér um ákveðnar skemmt- anir eða tilhald í mat og leggi andvirðið til líknar- mála eða kristniboðs. Að gefa reglulega ákveðinn hluta af launum sínum er líka nokkurs konar fasta. Aðalatriðið er að maður geri það með gleði, og að það sé einkamál milli þín og Guðs. Friður samviskunnar 1. sunnudagur í föstu Matt. 4. 1—11 ‘ Guðspjallið fjallar um það þegar andinn leiddi Jesú út í óbyggðina til þess að hans yrði freistað af djöflinum. Matteus hefur aðeins skrifað hálfa setningu og þegar eru miklir atburðir farnir að gerast, Jesús, heilagur andi og djöfullinn standa í þröng- um hnapp. Það kann að henda okkur þegar við lesum þessa hálfu setningu að líta afsakandi í kringum okkur og reyna að setja þumalfing- urinn yfir nafn djöfulsins. Við höldum að við séum að verja kirkjuna, það geri hana nefnilega svo fráhrindandi og forneskjulega að halda að djöfullinn sé enn til. En okkur er nauðsynlegt að muna að Matteus er áreið- anleg heimild. Enda finnum við það oft í daglegu lífi. Djöfullinn freistar okkar líka. Hann æðir um eins og öskrandi ljón og hann kemur til okkar í ljósengilsmynd eins og þeir Pétur og Páll tala um í bréfunum. Þá verð- um við vonlaus af skelfingu og þegar hann kemur í ljós- engilslíki er okkur ómögulegt að greina hvort það er Guð eða djöfullinn sem talar. Við verðum tíðum að heyja hart trúarstríð áður en við kom- umst að sannleikanum og finnum frið í hjarta okkar. Þá verður okkur það erfið gáta hvers vegna Guð lætur slíka óvissu og hættu yfir okkur dynja, hvers vegna tal- ar hann ekki við okkur úr skýjunum, skrifar okkur svar á himininn ellegar læt- ur Biblíuna opnast á þeim stað, sem augu okkar hljóta að rekast á hið rétta svar. Svo virðist sem Guð hafi val- ið okkur það til uppeldis áð takast á við freistingar djöf- ulsins, hversu sem við biðj- umst oft undan því uppeldi. Þá er okkur mikilvægt að þekkja orð Guðs eins og Jes- ús í baráttu sinni. Við meg- um treysta því að Guð fylgist með því, sem fram fer. Heil- agur andi biður fyrir okkur í baráttunni og ef við sigrum koma englar Guðs og gleðja okkur. Finnum við það ekki oft? Ef við töpum huggar Guð okkur samt, við eigum fyrirheit um fyrirgefningu ef við iðrumst eins og Pétur gerði þegar hann leit í augu Jesú eftir afneitunina í garði æðsta prestsins. Notum nú föstuna til að æfa okkur í iðrun, auðmýkt og trúar- styrk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.