Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 70. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Flokkur Duartes fær um 40% í E1 Salvador San Salvador, 29. marz. AF. KKISTILEGIR demókratar, miðjuflokkur Jose Napo- leon Duarte forseta í El Salvador, hefur mest fylgi af fimm hægri flokkum i kosningum til stjórnlagaþings í landinu samkvæmt tölum sem lágu fvrir í dag, en virðist ckki fá hreinan meirihluta og talningu er ekki lokið. I*egar aðeins 200.000 atkvæði höfðu verið talin sagði Fólk í bidröð við kjörstað í Soyapango í El Salvador — undir hervernd. Kjörsókn var svo góð í kosningunum að furðu þótti sæta. Banda- ríkjamenn hafa látið í Ijós ánægju með framkvæmd kosninganna AF-símamynd talsmaður kristilegra demókrata að flokkur hans hefði hafið viðræður við aðra flokka um myndun bandalags. En talsmaður Bandalags þjóðernisinnaðra lýðveldis- sinna, sem er flokkur hægriöfgamanna og annar stærsti flokkurinn, hélt því fram að sá flokkur gæti myndáð samsteypustjórn án þátttöku Duarte. Á kjörskrá voru 1,5 milljón manna, en engar áreiðanlegar tölur liggja fyrir um kjörsókn. Minnst 60 féllu á kjördag í bardögum örygg- issveita og skæruliða, sem virðist hafa mistekizt að koma í veg fyrir að mikill fjöldi Salvadorbúa kysi. Fréttir um nýja bardaga bárust í dag frá Usulutan og einni útborg San Salvador. Samkvæmt óopinberum tölum hafa kristilegir demókratar fengið 79.680 atkvæði, eða 40,1%, en hægri- öfgaflokkurinn Bandalag þjóðern- issinnaðra lýðveldissinna, undir for- ystu Roberto d’Aubuisson fyrrum majórs, 58.646 atkvæði eða 29,5%. Þjóðarsáttaflokkurinn, sem fór með völdin frá 1961 fram að bylting- unni 1979, hafði fengið 32.190 at- kvæði (16,2%). Lýðræðislegi bar- áttuflokkurinn var í fjórða sæti með 18.828 (9,4%) Alþýðuflokkur Salv- ador hafði 6.597 (3,3%) og annar al- þýðuflokkur 1.605 (1,3%). Alls voru 6.743 atkvæðisseðlar auðir, 17.907 ógildir og 570 höfðu glatazt að sögn kjörstjórnar. í Washington hrósaði Alexander Haig, utanríkisráðherra, einstæðri kjörsókn og skoraði á stjórnlaga- þingið að rétta skæruliðum sátta- hönd. Hann kvað úrslitin hernaðar- legan ósigur fyrir skæruliða, engu síður en pólitíska afneitun. Skæru- liðar hafi ætlað að trufla kosn- ingarnar, en ekki getað haggað þjóðinni eða öryggissveitum þegar verst stóð á fyrir þeim. Talsmaður Hvíta hússins, Larry Columbia lendir líklega á Florida While Sands, Nýju Mexíkó, 29. marz. AF. EYKIRHUGAÐRI lendingu geimferjunnar ('olumbia var frestað i dag aðeins 39 mínútum áður en hún átti að koma af braut vegna hvassviðris og sandfoks á lendingarstaðnum í Nýju Mexíkó. Ráðgert er að ferjan lendi í. dag, þriðjudag, og starfsmaður geimvísindastofnunarinnar, NASA, sagði að miklar líkur væru á þvi að geimferjan lenti i Kennedy-geimstöðinni á Florida. John Young, sem stjórnaði vill helzt að lent verði á söndum fyrstu ferð Columbiu, var sendur í þotu NASA að kanna skýjafar yfir Nýju Mexíkó. Hann lagði fyrst til að skipt yrði um lendingarstað og sagði síðan: „Ég held við ættum að fresta þessu." „Allt í lagi, John,... við samþykkjum það,“ hljóðaði svarið. Geimfararnir Jack R. Lousma og C. Gordon Fullerton, sem eru í engri hættu, fengu ekki að vita um ákvörðunina fyrr en átta mínútum seinna, þar sem þeir voru ekki í talstöðvarsambandi. Þeir heyrðu um ákvörðunina kl. 18.02 að ísl. tíma. Þeir áttu að lenda 19.27. Columbia er fyrsta bandaríska geimfarið sem tefst í geimnum vegna slæms veðurs á jörðu niðri. Gömlu geimförin skiptu um lend- ingarstað ef veður var slæmt á fyrirhuguðum lendingarstað. Mikill spenningur fylgir næstu lendingartilraun Columbiu. NASA Nýju Mexíkó og þeim möguleika verður haldið opnum eins lengi og hægt er. En ef veðrið batnar ekki þar verður Columbia að lenda á steyptri flugbraut Kennedy- geimvísindastöðvarinnar á Kana- veralhöfða og geimferjan hefur aldrei lent á slíkri braut. Flug- brautin er 4.570 metra löng. Það hæðnislega er að fádæma vont veður var í Florida í dag, en búizt var við að það mundi lagast. Mikill viðbúnaður var í Nýju Mexíkó og 50.000 manns söfnuðust saman á lendingarsvæðinu, þótt ekkert yrði úr lendingunni. NÁSA vill ekki að Columbia lendi í hvassviðri þar sem prófunum á hæfni geimferjunnar er ekki lokið, en þótt stofnunin vilji ekki heldur lendingar á styttri og steyptri flugbraut virðist það óhjákvæmi- legt. Bretar og Frakkar deila á EBE-fundi Bnisat‘1, 29. marz. AP. FUNDUR leiðtoga EBE hófst í dag og ágreiningur er með Bretum og Frökk- um um háa handaríska vexti, fjárlög bandalagsins, stcfnuna gagnvart Kómönsku Ameríku og önnur mikil- væg mál. Brezkur embættismaður sagði fréttamönnum að Margaret Thatcher forsætisráðherra vildi að EBE færu vel að Bandaríkja- mönnum í umræðum um háa bandaríska vexti, sem valda áhyggjum í Evrópu. Frakkar vilja beita Bandaríkja- menn þrýstingi í málinu, en Thatcher telur það ekki vænlegt til árangurs. Flest EBE-ríkin vilja samninga til að binda endi á átökin í E1 Salv- ador og auka fjárhagsaðstoð við Mið-Ameríku. „Hugmyndin um pólitíska lausn virðist betri eftir kosningarnar í E1 Salvador," sagði brezkur embættismaður. Speakes, hrósaði einnig kjörsókn- inni og sagði: „Við teljum þetta sig- ur fyrir þjóð E1 Salvador. Þrátt fyrir tilraunir skæruliða til að koma í veg fyrir að fólk færi á kjörstað virðist kjörsóknin hafa slegið met. Skæruliðum tókst ekki að aftra þjóðinni frá því að taka þátt í lýð- ræðislegum kosningum ...“ Deane R. Hinton, sendiherra Bandaríkj- anna, endurtók fyrri loforð um að reyna að vinna með hverjum þeim sem sigruðu í kosningunum og sagði að tilraun skæruliða til að trufla kosningarnar hefði „farið gersam- lega út um þúfur". Fyrrverandi forseti Costa Rica, einn 200 erlendra fulltrúa sem fylgdust með kosningunum, sagði að of snemmt væri að segja hver hefði sigrað, „en skæruliðar töpuðu". Langar biðraðir voru við kjörstaði og kjörsókn var svo mikil að lokun kjörstaða var frestað í tvo tíma. „Þetta er furðulegt — ég hef aldrei séð fólk svona ákaft í að kjósa," sagði einn erlendu fulltrúanna. Kanadískur þingmaður þaut í skjól þegar skotum var hleypt af við kjörstað í Santa Ana. En fólkið lét sem ekkert væri og hraðaði sér í átt þangað sem skotið var til þess að komast í biðröðina. „Með öðrum orðum, fólkið kaus hvað sem það kostaði," sagði hann. Au-Þjóðverjar heita Jaruzelski stuðningi Kerlín, 29. marz. AF. AUSTUR-ÞÝZKIR leiðtogar lýstu yfir eindregnum stuðningi við setningu herlaga í Póllandi og tóku á móti leiðtoga landsins, Jaruzelski hershöfðingja, með tnikilli viðhöfn þegar hann kom til Austur-Berlínar i dag. Hershöfðinginn kvað Bandaríkin og sum vestræn ríki vísvitandi magna „erfiðleika", sem við væri að stríða i Póllandi, þar eð „þau hefðu greinilega áhuga á aftur- hvarfi til öngþveitis, stjórnleysis og efnahagslegrar upp- lausnar". Sjónvarpið sýndi komu hershöfð- ingjans til Schönefeld-flugvallár í beinni útsendingu, svo og ferð hans um götur borgarinnar fram hjá tug- þúsundum Austur-Berlínarbúa, sem margir veifuðu litlum pólskum og austur-þýzkum fánum. Fréttastofan ADN sagði að í við- ræðum Jaruzelski og austur-þýzka kommúnistaleiðtogans Erich Hon- ecker hefði verið látinn í ljós „fullur skilningur" á ákvörðuninni um setn- ingu herlaga vegna „hættu á gagn- byltingu". A-Þjóðverjar muni „sem fyrr styðja eindregið erfiða baráttu kommúnista og allra þjóðhollra afla fyrir alhliða eflingu sósíalískrar reglu í alþýðulýðveldinu Póllandi". Búizt er við að Jaruzelski fari seinna til Prag og annarra höfuð- borga Austur-Evrópu til að leggja áherzlu á að Pólverjar hafi aftur tekið upp rétttrúaða, Moskvuholla stefnu. Vestrænir fulltrúar telja tilgang ferðarinnar sennilega þann að sýna fram á einingu kommúnistablakkar- innar í kjölfar umrótsins í Póllandi. í sendinefnd Jaruzelski voru Josef Czyrek utanríkisráðherra, fulltrúar Smábændaflokksins og kaþólsku leikmannasamtakanna Pax og fyrrverandi Samstöðufulltrúi, Zofia Gryzb, sem var kjörin í stjórnmála- ráðið. Jaruzelski var tekið með meiri viðhöfn en almennt gerist og hún minnti á viðtökur þær sem Leonid Brezhnev forseti fékk í október 1979 á 30 ára afmæli austur-þýzka ríkis- ins. Blöð birtu áskoranir til fólks að fagna „fulltrúa bróðurlegrar ná- grannaþjóðar okkar“ og geysistórar myndir af Honecker og Jaruzelski voru hengdar upp ásamt borðum með slagorðum um „ævarandi tengsl“ beggja þjóðanna og Sovét- ríkjanna. I Varsjá sagði formaður nýs, stjórnskipaðs blaðamannafélags, Klemens Krzyzagorski, að 705 af um 8.000 blaðamönnum Póllands hefðu verið reknir og 21 blað bannað. Hann réðst á gamla blaðamannafé- lagið (SDP), sem studdi Samstöðu, og mótmælti yfirlýsingum leiðtoga þess, Stefáns Bratkowski. Bratkowski sagði 20. marz að um 15% blaðamanna, eða um 1.200, hefðu verið reknir. Meðal þeirra blaða, sem hafa verið stöðvuð, eru vikuritið „Kultura" og fleiri blöð kunna að hætta að koma út af „efnahagsástæðum". Fyrrverandi varaforsætisráð- herra, Franciszek Kaim, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og sekt að upphæð 300.000 zloty (3 millj. ísl. kr.) fyrir að misbeita valdi sínu. Hann er fyrsti ráðamaðurinn sem hefur verið dæmdur í réttarhöldum sem hófust eftir setningu herlag- Sprenging í hraðlest l.ímoccs, Frakklandi, 29. marz. Al’. SPRENGING varð í París-Toulouse- hraðlcstinni í kvöld og margir biðu hana og slösuðust að sögn talsmanns frönsku rikisjárnbrautanna. I Limoges var vitað að minnst sex hefðu farizt og tveir slasazt alvar- lega, en 17 minna. Talsmaður yfirvalda í Li kallaði sprenginguna „árás ) verkamanna“, en vissi ekk bæri ábyrgðina. Lestin, sem sprengingin ' heitir „Capitole".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.