Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 29 t Sporður RE er fyrsta skipið, sem Stálfélagið fær til niðurrifs og er myndin tekin þegar komið var með það til Stálvíkur í Arnarvogi. i.jó»m. Mbl.: Arnór. Stálfélagið fær fyrsta skipið til niðurrifs STÁLFÉLAGIÐ hefur nú fengið fyrsU íslenzka skipið til niðurrifs og er þegar byrjað að rífa skipið í broU- járn hjá Stálvík hf. í Garðabæ. Haukur Sævaldsson hjá Undir- búningsfélagi Stálfélagsins sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að félaginu hefðu verið boð- in tvö önnur skip í brotajárn, Ár- sæll Sigurðsson eldri, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, og Birgir BA. Formlegur stofnfundur Stálfé- lagsins verður haldinn hinn 25. apríl næst komandi, en að sögn Hauks, þá hefur hlutafjársöfnun ekki gengið nógu vel, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Alyktun kennara á Húsavík: Kennarasambandið segi sig úr BSRB ÞANN 16. mars 1982 komu kennar- ar við grunnskólana á Húsavík sam- an til fundar í Barnaskóla Húsavik- ur. Efni fundarins var kjaramál kennara. Nær allir kennarar beggja skólanna voru á fundinum. Eftirfarandi ályktun til Kenn- arasambands íslands var sam- þykkt samhljóða: „Fundur grunnskólakennara á Húsavík, haldinn 16. mars 1982, telur nýgerða sérkjarasamninga með öllu óviðunandi. Þá telur fundurinn að þróun í launamálum kennara hafi verið þannig á undanförnum árum að í algert óefni sé komið. I framhaldi af þessu ályktar fundurinn að Kennarasambandi fslands beri að segja sig úr SRBB, og gerast sjálfstæður samningsað- ili.“ Helgi Hálfdanarson: Skælingar, æsingar, fyssingar og krækingar Enn hafa Skagfirðingar efnt til sæluviku á Sauðárkróki. Að sjálfsögðu hefur þessa merka viðburðar í menningarlífinu ver- ið rækilega getið í fjölmiðlum nú sem fyrr og Sauðárkróksbúum maklega valið margt hrósyrði fyrir rækt sína við þessa ágætu hefð. Þó hefur þar slegið illilega í baksegl, þegar það góða fólk hefur hvað eftir annað verið kallað Sauðkrækingar. Einn af dýrindis eðliskostum íslenzkrar tungu eru hljóðvörp- in. Enda erum við íslendingar svo hugfangnir af þessari gáfu, að okkur getur jafnvel hætt til að flíka henni í ótíma. En hóf er á hverju bezt, ekki aðeins hóf á syndum, heldur líka hóf á dyggð- um; og hljóðvarpa-svall er ekki betra en hver annar ólifnaður. Þegar orð eru mynduð, er ekki nóg að fylgt sé réttum orðmynd- unarreglum; þar verður einnig smekkvisin að hafa hönd í bagga. Eitt af því sem gæta verður, þegar orð eru mynduð, eru hug- tengsl sem upp kunna að koma. Þau geta orðið svo varhugaverð og svo áleitin, að orð sem ella væru góð og gegn, verði ónothæf með öllu. Á þetta reynir ekki sízt, þegar íbúum héraða eða kaupstaða eru valin heiti, sem oft verður að eðlilegum hætti með hljóðvarpi. Góð dæmi þess eru: Rangæingar, Sunnmýlingar, Mývetningar, Barðstrendingar, Rauðsendingar; eða úr bæjum: Hafnfirðingar, Seltirningar, Breiðhyltingar, Norðhælingar, o.s.frv. En þarna má ekki alltaf mikið út af bera án þess varasöm hug- tengsl láti á sér kræla. Stundum hafa menntaskólanemar verið kallaðir menntskælingar í gamni eða til háðungar. Niðrun- in er að sjálfsögðu fólgin í hug- tengslum frá orðliðnum „skæl- ingur“, sem þó er allsendis rétt myndaður af „skóli". En sökum þess að tvenns konar æ hefur runnið saman í eitt, minnir „skælingur" um leið á sögnina að „skæla" eða „skælast". Og til þess var nafngiftin einmitt ætl- uð. Oft hef ég undrazt geðprýði Selfossbúa, þegar þeir eru kall- aðir Selfyssingar án þess að mögla. Orðliðurinn fyss kemur varla fyrir nema í orðum þar sem hvít fer á undan, og merkir þá einhvern herjans gusugang. I orðabók Sigfúsar stendur sögnin að hvítfyssa og merking sögð „skumme, fraade", og nafnorðið hvítfyssi í merkingunni „Skumm- en, Fraaden, skummende Ström“. Þessi froðubuslu- merking gerir alltaf vart við sig þegar fyssingar eru nefndir. Ekki skil ég hvernig það fær dulizt nokkrum manni, hvað Selfossbú- ar er miklu fallegra heiti en Sei- fyssingar. Hvernig ætli Blönduósbúum líkaði að vera kallaðir Blöndæs- ingar? Ætli einhverjum þætti það ekki minna helzttil mikið á æsingar, kannski útaf Blöndu- virkjun? Og þó er „æsingur" rétt myndun af „ós“. Öðrum kynni að þykja „dæsingur“ bjóða sig fram sem orðlið og minna á sögnina að „dæsa“. Svona geta hug- tengslin verið út undir sig. Þegar Sauðárkróksbúar eru kallaðir Sauðkrækingar, verður ekki sagt að orðliðurinn „kræk- ingur" sé ýkja smekklegur ásýndum, þó málfræðilega sé hann „rétt“ myndaður af „krók- ur“, eins og „skælingur" af „skóli“. Auðvitað minnir hann alls fyrst á sögnina að krækja, en hún fer ekki aðeins kauðalega í nafninu, heldur getur hún, sem kunnugt er, haft nokkuð blendna merkingu, svo sem í sambandinu að „krækja sér í“, og kemur þá fljótt í hugann jólasveinninn Bjúgnakrækir, en þá fer svipur orðsins „sauðkrækingur" að ger- ast eilítið ískyggilegur. Verður það naumast vefengt, að fræg- ustu sauðkrækingar, sem uppi hafa verið, voru þeir Fjalla-Ey- vindur og Arnes kumpáni hans, þótt aldrei kæmu þeir til Sauð- árkróks, enda enginn staður til með því nafni á þeirri tíð. Sauðárkróksbúar hafa löngum haft kímnina á réttum stað, og oft hafa þeir hent á lofti nafn- giftina „Sauðkrækingar" og brúkað hana sjálfir á sama hátt og gamanheitið „Gaflarar" um Hafnfirðinga er mest notað af Hafnfirðingum sjálfum. Þó er öllum ráðlegast að hafa það í huga, að hver sá, sem kall- ar Sauðárkróksbúa sauðkræk- inga framvegis, á það á hættu, að sumir þeirra hefni sín, þessa heims eða annars, nema hvort- tveggja verði. Aukning erlendra lána: Fjárfesting og þjóðarfram- leiðsla dragast saman, Framkvæmdir i Helguvík eru hafnar og var bor Jarðborana ríkisins fluttur á staðinn og er reiknað með að boranir hefjist á morgun, miðviku- dag. Hér er verið að vinna að vegarlögn að borunarstaðnum. * Afengi hefur hækkað um 53% en verðbótavísitala um 39% Frumvarp að lánsfjárlögum kom til þriðju umræðu i neðri deild Al- þingis í gær. Ilmræðunni lauk ekki. Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, mælti fyrir hönd stjórnarliða, en Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Karvel Pálmason (A) fyrir hönd stjórnarandstöðu. Helztu efnispunktar í máli fjármála- ráðherra: • Stjórnarandstæðingar hafi hvorki flutt tillögur um samdrátt framkvæmda, sem vinna á með erlendu lánsfjármagni, né um lægri lánsfjárheimildir. • Afkoma ríkissjóðs 1981 var hagstæðari en um langt árabil. Leita þarf aftur til ársins 1970 að hliðstæðu. • Löng erlend lán 1981 eru 37,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Nettóskuldastaða þjóðarbúsins út á við er hinsvegar 31,8%. Láns- Lraust okkar erlendis er traust. • Afkoma ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði 1982 er mun betri en á sama tíma í fyrra. • Ríkisstjórnin hyggur á sparnað í ríkiskerfinu: 6% niður- skurð framkvæmda og samsvar- andi niðurskurð framlaga til fjár- festingarsjóða. Þá.er stefnt að 4% samdrætti í áætluðum rekstrar- útgjöldum. • Draga þarf úr þörf á erlendu lánsfjármagni með innlendum sparnaði. Helztu efnispunktar stjórnar- andstöðu: • Skuldastaða langra erlendra lána í hlutfalli af VÞF var 34,4% 1979, 34,7% 1980 og 37,2% 1981. Sýnt er hvert stefnir. Hinsvegar sleppti ráðherra áætlaðri stöðu 1982 sem er 39%! Nettóstaðan var 31,8% 1981, en er áætluð 1982 34,9%, en þeirri tölu sleppti ráð- herra einnig. • Skuldaaukning 1982 verður þrátt fyrir verulega ráðgerðan samdrátt bæði í raforku- og hita- veituframkvæmdum. • Ráðherra sleppti og úr sam- anburðardæmi sínu greiðslubyrði erlendra lána, sem fer í 19—20% af útflutningstekjum 1982, sem er ógnvekjandi hlutfall ef óvæntar sveiflur verða í þjóðarbúskapnum. Hætt er við að slík staða kunni að veikja mjög lánstraust okkar. • „Góð staða ríkissjóðs“ hefur fengizt með þessum hætti: 1) ís- landsmeti í hverskonar skatt- heimtu á fólk og fyrirtæki, 2) markaðir tekjustofnar, s.s. launa- skattur, sem áður gengu til ákveð- inna viðfangsefna, renna nú beint í ríkishítina, 3) ríkisstofnanir og fjárfestingar- og fyrirgreiðslu- sjóðir (s.s. byggðasjóður og sjóðir húsnæðislánakerfis) eru látnir safna stórfelldum skuldum, sem ekki koma fram í ríkissjóðsdæm- inu, 4) sama má segja um fjölda ríkisfyrirtækja, sem látin eru mæta rekstrarhalla með erlendri lántöku, til að fela raunverulega verðbólgu með óraunhæfum gjaldskrám. Þetta gildir og um lán, sem byggðasjóður tekur til að framlána fyrirtækjum í sjávarút- vegi, sem rekin vóru með umtals- verðum halla á sl. ári, og skulda- söfnun fjölda fyrirtækja í undir- stöðuatvinnugreinum okkar. Allt eru þetta eyðslulán en ekki fjár- festingar. • Innlendur sparnaður verður ekki efldur nema með breyttri efnahagsstefnu, sem hvetji fólk til að geyma fjármuni sína. Júní 1981 — marz 1982: ÁFENGI og tóbak hækkaði að með- altali um 10% 1. marz sl. og hefur áfengi og tóbak þvi hækkað um lið- lega 53% frá í júníbyrjun á síðasta ári. Á sama tíma hefur verðbótavísi- tala hækkað um liðlega 39%, eða 14 prósentustigum minna. Þetta er athyglisvert fyrir þær sakir, að í frétt frá fjármálaráðu- neytinu 1. apríl á síðasta ári segir m.a.: „Ríkisstjórnin telur óhjá- kvæmilegt m.a. með hliðsjón af af- stöðu Áfengisvarnaráðs og Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, að áfengi og tóbak hækki jafnmikið og almenn laun í land- inu. Þessu markmiði hefur þó ekki verið framfylgt til fullnustu að undanförnu." Allar áfengis- og tóbakshækk- anirnar fjórar á tímabilinu júní 1981 til marz sl. hafa verið um- fram hækkun verðbótavísitölunn- ar, en misjafnlega mikið. í byrjun júní á síðasta ári hækkaði áfengi og tóbak um 10%, en verðbótavísitala hins vegar um 8,01%. í byrjun september sl. hækkaði áfengi og tóbak um 10%, en verð- bótavísitalan hins vegar um 8,99%. í byrjun desember sl. hækkaði áfengi og tóbak um 15%, en verð- bótavísitala hækkaði hins vegar um 9,92%. Loks hækkaði áfengi og tóbak um 10% í byrjun marz sl., en verð- hótavísitala hækkaði hins vegar um 7,51. Aúalfundur miðstjórnar Framsóknar: Myntbreytingin stórkostlegur þjófnaður úr vösum almennings — sagði Guðni Ágústsson formaður SUF MYNTBREYTINGIN var stórkost legur þjófnaður úr vösum almenn- ings, sagði Guðni Ágústsson, for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna, á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins um helgina. Guðni lýsti þeirri skoðun sinni, að myntbreytingin hefði svo gjör- samlega rýrt almenning öllu verðskyni, að í dag hyrfu mánað- arlaun launþegans strax á fyrstu dögum eftir útborgun, án þess að hann gerði gerði sér grein fyrir í hvað þau hefðu verið. Guðni flutti tillögu um að í stjórnmálaályktun fundarins yrði sett yfirlýsing um að ekki yrði slakað á virkri verð- gæzlu og var sú tillaga samþykkt í fundarlok.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1982)
https://timarit.is/issue/118598

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1982)

Aðgerðir: