Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 21 • Úrslitaleikir í yngri flokkunum í handknattleik fóru fram um helgina og var því mikiö af handknattleiksfólki ( eldlínunni. í 2. flokki kvenna sigraói lið Víkings. Á myndinni sóst Jón Óskarsson, stjórnarmaður í HSÍ, afhenda fyrirlióa Víkingsliósins, Jóhönnu Halldóru Marteinsdótt- ur, sigurlaunin. Sjá bls. 25. Ljósm. LKI Hart barist í Landsflokkaglímunni — en heldur var HART VAR barist á Landsflokka- glímunni sem fór fram í íþróttahús- inu á Varmá í Mosfellssvcit um helg- ina, en heldur var þátttakan rýr, að- eins 17 keppendur í 5 flokkum. í yfirþungavigt voru keppendur til dæmis aðeins tveir og þar sigraði l’étur Yngvason Arna I>ór Bjarnason úr KR og sigraði því í flokknum. Má Groswallstadt komst áfram Vestur-þýsku meistararnir Gross- waldstadt tryggðu sér sæti í undan- úrslitum Evrópukeppninnar í hand- knattlcik um helgina er liðið gerði jafntefli við Banja Luka í Júgóslavíu 15:15. Þjóðverjarnir unnu fyrri leik- inn 19—16. þátttakan lítil segja að Pétur hafi lagt á sig langa ferð til þess eins að glíma eina glímu. I millivigt voru keppendur fjór- ir. Sigraði Kristján Yngvason, bróðir Péturs, lagði alla andstæð- inga sína að velli. Annar varð Ólafur H. Ólafsson úr KR. Helgi Bjarnason úr KR sigraði í léttþungavigt, keppendur voru þar fjórir talsins og sigraði Helgi alla mótherja sína, en annar varð Árni Unnsteinsson úr UV. Sigurvegari í unglingaflokki varð Bryngeir Stefánsson úr UÍA, keppendur voru fimm og hreppti Bryngeir fullt hús vinninga. Loks má geta þess, að Agnar Arnþórs- son úr UIA sigraði í sveinaflokki, hann sigraði sveitunga sinn, Gauta Marinósson, en keppendur í þessum flokki voru ekki fleiri. „Oska eftir hugar- farsbreytingu" — athugasemd frá Sigurði Val Halldórssyni Athugasemd við ummæli Kolbeins Pálssonar á íþróttasíðu Morgunblaðsins 26. marz 1982. Vegna ummæla Kolbeins Pálsso- nar liðsstjóra KR eftir leik KR og Fram i bikarkcppni KKÍ vill undir- ritaður taka fram eftirfarandi: „Vandamál körfuknattleiksins er ekki hvort að islenskir dómarar eru hæfir til að dæma þcnnan leikinn eða hinn, heldur er það að leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar og áhangendur liða kunna ekki skil á reglum íþrót- tarinnar. Meðan að svo er verður sifelldur misskilningur þessara aðila á atvikum, sem koma fyrir i leikjum. Dómarar eru sjálfsagt þeir einu, sem kunna skil á reglunum til einhverrar hlítar. Ennfremur skal taka það fram, að dómaramál cru og hafa alltaf verið útundan þegar gera skal eitthvað til framdráttar íþróttinni og eru ekki til staðar, eða þá eru neðst á óskalista- num um úrbætur. Meðan svo er, er ekki mikil von um að framantaldir aðilar komi yfirleitt til með að kunna skil á reglum körfuknatt- leiksins. Ósk um að hugarfar manna scm starfa í íþróttinni breytist á næstunni er hér með komið á framfæri.“ Sigurður Valur Halldórsson Evrópukeppnin í handknattleik: Lið Þróttar mætir hinu sterka liði Dukla Prag í undanúrslitunum — fyrri leikur liðanna hér á landi „VTD DRÓGUMST gegn tékkn- eska liðinu Dukla Prag, þeir slógu út Bareelona í síðustu umferð og þar áður júgóslavneska liðið Zagr- eb með umtalsverðum yfirburðum, sigruðu heima 23—16 og úti 22—20. Þetta lið er því ekkert gúmmí,“ sagði Gunnar Gunnars- son, stjórnarmaður hjá hand- knattleiksdeild Þróttar í samtali við Morgunblaðið í gær, en dregið var til undanúrslita í Evrópukeppni bikarhafa á sunnudaginn. í hinum leik undanúrslitanna mætast Gunzburg frá Vestur-Þýskalandi og Rostock frá Austur-Þýskaiandi. Það má því kannski segja að Þrótt- ur hafi í raun haft heppnina með sér eina ferðina enn, ef svo má að orði komast, þegar svo sterk lið eru eftir í keppninni. Til þessa hef- ur gæfan brosað við Þrótti, liðið hefur dregist gegn léttum mótherj- um, norskum, belgískum og nú síð- ast ítölskum. „Þaö er alltaf glæta," sagöi Gunnar og hélt áfram: „En viö hugsum ekki svo langt á þessu stigi að úrslitaleikurinn sé t augsýn, við vitum að vísu lítið um þetta tékkneska lið, en það er þó örugglega mjög sterkt. En ís- lendingum hefur mjög oft gengið vel gegn tékkneskum liðum og ,ið höfum verið að ná okkur aft- ur á strik að undanförnu, en við fórum ofan í smá lægð eftir landsleikina í vetur Þetta hefur verið að koma aftur og það er mikill hugur í strákunum. Þá er- um við eftir atvikum ánægðir nieð mótherjann, betra að fá Tékkana heldur en þýsku liðin." Pyrri leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni í vikunni 5.—11. apríl og hafa Þróttarar sett stefnuna á þriðjudaginn 6. apríl eða miðvikudaginn 7. apríl. Útileikurinn fer svo fram í Prag í vikunni á eftir. —gg. Sjö íslandsmet sett á Akureyrarmótinu SÍDASTA laugardag var haldið Ak- ureyrarmót í lyftingum í íþróttasal Lundarskóla. Atta keppendur tóku þátt í mótinu og voru þar sett 7 ís- landsmet og nokkur Akureyrarmet. í 67,5 kg. flokki voru tveir kepp- endur: Viðar Eðvarðsson snaraði 85 kg og jafnhattaði 115 kg. samanl. 200 kg., Kári Elísson snaraði 97,5 kg. og jafnhattaði 107,5 kg. samanl. 205 kg. 75 kg. flokkur: Eyþór Hauksson snaraði 62,5 kg. og jafnhattaði 90 kg. eða 152,2 kg. alls. Haraldur Ólafsson snar- aði 130 kg. og jafnhattaði 162,5 kg. eða 292,5 kg. alls. Haraldur setti þrjú íslandsmet þ.e. í snörun, jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Þess má geta að Haraldur átti 2 góðar tilraunir við 168 kg. í jafnhöttun sem hefði orðið nýtt Norðurlandamet og samanlagður árangur þá jafn gildandi Norður- landameti í 75 kg. flokki. í 82,5 kg. flokki snaraði Ólafur Ólafsson 80 kg. og jafnhattaði 107,5 kg. eða alls 187,5 kg. 90 kg. flokkur: Kristján M. Fals- son féll úr keppni í snörun. í jafn- höttun lyfti hann 167,6 kg. Gylfi Gíslason snaraði 175 kg og jafn- hattaði 175 kg. sem er jafnt gild- andi íslandsmeti í unglingaflokki. Samtals lyfti Gylfi 305 kg. í 100 kg. flokki þríbætti Garðar Gíslason íslandsmet unglinga í snörun, lyfti mest 142,5 kg. Garðar jafnhattaði 170 kg. og átti tvær góðar tilraunir til að lyfta 175 kg. og bæta þannig íslandsmet Gylfa bróður síns um 2,5 kg. Samtals lyfti Garðar 310 kg. sem er nýtt íslandsmet unglinga. Phil Mahre lauk tímabilinu með sigri gegn Ingemar Stenmark Heimsbikarkeppninni í skíða- íþróttum lauk formlega með sam- hliða svigkeppni í Montgenevre á ít- alíu um helgina. Frammistaða sænska skíðakóngsins fór hrað- versnandi er nær dró lokum þessar- ar miklu keppni og hápunktinum (eða kannski öllu heldur lágpunktin- um) náði hann er hann tapaði fyrir heimsbikarhafanum Phil Mahre frá Bandaríkjunum í samhliða svig- keppninni um helgina. í kvenna- flokkinum sigraði Irene Epple frá Vestur-Þýskalandi, en hún keppti gegn Leu Sölkner frá Austurríki. Segja má að bandarískt skíða- fólk hafi sett hvað mestan svip á heimsbikarkeppnina að þessu sinni, sérstaklega að sjálfsögðu tvíburarnir Phil og Steve Mahre. Þeir unnu saman 13 heimsbikar- sigra, auk þess sem Steve varð heimsmeistari í stórsvigi. Christ- ine Cooper og Holly Flanders unnu tvo heimsbikarsigra hvor. Phil Mahre vann auk þess þrjá heimsbikara fyrir einstakar grein- ar. En samhliða svigkeppnin gaf aðeins stig til keppni landslið- anna. I síðustu stórsvigskeppni kvenna, í Montgenevre á laugar- daginn, sigraði Christine Cooper. Karlarnir kepptu þá í stórsvigi í Sansicario og sigraði Andreas Wenzel frá Liechtenstein, en Marc Girardelli frá Luxemborg varð annar. Ingimar Stenmark náði að- eins 11. sætinu í þessari keppni og allt mun vera á huldu hvort hann keppir á næstu heimsbikarkeppni. Annars er viðtal við kempuna á blaðsíðum 26—27 og ræðir hann þar um heima og geima, m.a. viðh- orf hans til skíðaíþróttarinnar, ekki síst til brunsins, en hann hef- ur nú í nokkur ár harðneitað að keppa í þeirri grein heimsbikars- ins með þeim afleiðingum að hann á enga möguleika á að vinna bik- arinn. Trjmmdagur ÍSÍ verður 27. júní ÁKV'EÐIÐ hefur verið að efna til sérstaks trimmdags fyrir alla lands- menn og fyrir valinu hefur orðið sunnudagurinn 27. júní nk. Með þessu er ætlunin að vekja athygli alls almennings á íþróttastarfinu og hvetja sem allra flesta til að vera með. Yfirstjórn á þessu verkefni verður hjá Trimmnefnd ÍSÍ, en ætl- ast er til, að framkvæmdin verði í höndum héraðssambanda innan ÍSÍ og þá cinnig á vegum allra íþrótta- og ungmennafélaga. Akveðið hefur verið að veita a.m.k. þrenn verðlaun til þeirra hér- aðssambanda, sem best standa sig, m.a. til þess héraðssambands sem flest stig hlýtur miðað við íbúafjölda 1. des. sl. Nánar verður skýrt frá hver verðlaunin verða. Reutemann hættir öllum kappakstri Argentínski kappakstursmaðurinn Carlos Reutemann hefur ákveðið að hætta keppni i kappakstri fyrir fullt og allt. Hann tilkynnti eftir síðasta keppnistímabil að hann væri hættur en vegna þrýstings frá ýmsum auk samnings sem honum bauðst, sem talinn er gefa honum ríflega eina milljón punda í vasann hélt hann áfram. En nú eftir aðeins tvær keppnir á þessu ári segist hann vera endanlega hættur. Keutemann er elsti og reyndasti kepp- andi í Grand Prix i heimi í dag og varð hann í öðru sæti í heimsmeistara- keppninni í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.