Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 47 Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Mikil óánægja með ritstjórnar- stefnu Tímans „Tlminn hefur svikiö framsóknarmenn illilega“ sagði einn miðstjórnarmanna í UMKÆÐUM á aðallundi miðstjórnar Franisóknarflokksins, sem haldinn var um helgina, kom fram hörð ádeila á ritstjórnarstefnu Tímans. Vegna þessa var kjöri i blaðstjórn Tímans frestað frá laugardegi til sunnudags og í ályktun fundarins um útgáfustarfsemi var samþykkt áskorun í níu liðum þar sem er lögð áhersla á að blaðið verji verulegu rými til að kynna stefnu flokksins og störf. Hafsteinn Þorvaldsson sjúkra- húsráðsmaður á Selfossi, sagði m.a. í umræðum á fundinum, að sú andlitslyfting sem ætti sér stað á blaðinu, eins og hann orðaði það, mætti ekki verða til þess að blaðið færi út í að lepja slúðursögur og fréttir. Hann sagðist vona það eitt að Tíminn brygðist flokknum ekki. Tíminn er í eigu og á að vera málgagn Framsóknarflokksins, sagði Björn Líndal lögfræðingur. Hann sagði málefni Tímans hafa verið til umræðu á fundi ungra framsóknarmanna á föstudag og þar hefði komið fram mikil óánægja með núverandi ritstjórnarstefnu og þess æskt að tekið yrði meira mið af hagsmun- um Framsóknarflokksins. Fleiri fundarmenn tóku til máls og sagði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Hafnarfirði, m.a. að Tíminn væri að svíkja framsóknarmenn illi- lega. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans sagði það vafalaust rétt, að Tímanum gætu orðið á mistök, en sagði einnig að eflaust mætti einnig rekja þetta til þess að framsóknarmenn hefðu ekki nægi- legt sambandi við Tímann. Hann sagði í lokin að ef einhver mistök hefðu átt sér stað myndu þau ekki endurtaka sig. Ályktunin með áskoruninni um málefni Tímans var samþykkt samhljóða en þar er m.a. skorað á Tímann að birta ætíð greinar eftir höfunda með staðgóða þekkingu á viðkomandi efni; að reynt verði að koma við sérþekkingu og verka- skiptingu blaðamanna; að Tíminn fylgist sem best með þjóðmála- umræðunni og leiti álits fram- sóknarmanna á þróun mála; að Tíminn sé ætíð virkur í sókn fyrir baráttumálum Framsóknarflokks- ins og samvinnuhreyfingarinnar og annarra frjálslyndra umbóta- afla í þjóðfélaginu; að ráðherrar, þingmenn og aðrir flokksmenn skrifi greinar í Tímann um stjórn- mál og þau mál sem hæst ber. í lok samþykktar ályktunarinn- ar var blaðstjórn Tímans endur- kjörin óbreytt, að undanskildu því, að í stað Péturs Einarssonar, sem ekki gaf kost á sér, var kjörinn Þorsteinn Ólafsson. Kynning á sjóskátastarfi SJÓSKÁTAR hafa hug á því að auka áhuga unglinga á sjóskátastarfi og hafa ákveðið að bjóða öllum 11—12 ára unglingum á kynningarfund að Kríkirkjuvegi 11, miðvikudaginn 31. marz klukkan 20. Sjóskátastarf hefur verið stund- að á íslandi um nokkurra ára skeið en aðallega fyrir unglinga 15 ára og eldri. Nú er sem sagt ætl- unin að bjóða stelpum og strákum 11 og 12 ára að kynnast sjóskáta- starfinu, siglingum og bátasmíði. Mun kennslan m.a. miða að því að eftir 4ra ára nám geti unglingarn- ir stjórnað 30 tonna bátum og minni, segir í frétt frá sjóskátum. Fundir verða haldnir vikulega og á sumrin eru áformaðar siglingar, útilegur og önnur útivera. SJÓSKÁTAPRÓF arsson og Gunnlaugur Rögn- valdsson á Escort 1600, eftir bar- áttu við Birgi og Gunnar Vagns- syni, sem óku gamalli Cortinu 2000 listavel. Sá bíll er lenti í neðsta sæti var Camaro Halldórs Úlfarssonar. Hafði hann verið mjög framarlega í rallinu, þegar bíllinn bilaði skyndilega á Reykja- nesi. Tókst hhonum að gera við bilunina, en tapaði það miklum tíma, að neðsta sætið varð hans. Alls hófu 19 bílar keppni í Tommaralli, en 14 þeirra komust í mark við Tommaborgara á sunnu- dagskvöldið. (Ljósm. Mbl. Kmilia) í gær var verið að hreinsa Fokker-vélina, en viðgerð hefst i dag í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Fokkerinn kominn í skýli á Reykjavlkurflugyelli: Viðgerð hefet í dag verður væntanlega lokið eftir 6—8 vikur Fokker-vél Flugleiða, sem nauð- lenti vegna sprengingar í hreyfli á Keflavíkurflugvelli, er nú komin inn í flugskýlið á Reykjavíkur- flugvelli og var byrjað að hreinsa vélina í gær og undirbúa hana und- ir þær viðgerðir sem munu fara fram á næstu vikum. Flutningafyrirtækið G.G. sá um flutninga á vélinni frá Kefla- vík til Reykjavíkur og sagði Gunnar Guðmundsson i samtali við Mbl. að flutningarnir hefðu gengið mjög vel, vélin var dregin á hjólunum, en þar sem átta metrar eru milli hjólanna var eðlilega erfiðara að aka þessa vegi sem hingað til hafa svo til eingöngu verið ætlaðir bílum. Lögreglan var með í ferðinni og vísaði ökumönnum á að fara gamla veginn. í vélinni sjálfri voru Flugleiðamenn til að stíga á hemla og annað þessháttar. Henning Finnbogason flug- vélvirki Flugleiða sem var með í þessum flutningum sagði að smávandræði hafi verið vegna hálku og dálítið hvasst á Hval- eyrarholtinu, auk þess sem þrengsli hafi verið milli götu- ljósa í Garðabæ. Ferðin tók um átta tíma og var vélin komin í flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf níu á sunnu- dagsmorgun. Vængir og stél vél- arinnar urðu eftir í Keflavík og verða flutt seinna. Henning var spurður um áætl- aðan viðgerðartíma og sagði hann að búist væri við 6—8 vik- um miðað við vinnu 8—10 manna. „Það þarf að skipta um plötur í botni vélarinnar, og skipta um mikinn part á vinstra hjólahúsinu og hreyfilsfestingar fyrir vinstri hreyflilinn." Búið er að panta hluta af þeim varahlut- um sem vantar, en aftur verður sendur maður frá Fokker-verk- smiðjunum þegar búið er að taka vélina sundur og sjá hvað vantar til viðbótar. mm FLUGLEIÐIR Til að auðvelda flutninga voru vængir og stél vélarinnar tekin af og verða flutt seinna frá Keflavík. Fokkerinn á leið sinni frá Keflavík til Reykjavtkur, en ferðin tók átta tíma, og var vélin komin í skýlið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf níu á sunnudagsmorgun. (Ljósm. Sveinn imrmóómmn)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.