Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. 83 og 208 milljóna króna tap Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu síðastliðinn föstudag er talið, að tap á járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga geti numið allt að 50 milljónum norskra króna á þessu ári eða um 83 milljónum íslenskra króna. Þá sagði einnig í sömu frétt, að ríkisstjórnin hefði í undirbúningi frumvarp „til bjargar járnblendiverksmiðjunni" eins og það var orðað og yrði það væntanlega lagt fram í þessari viku. Rétt er í þessu sambandi að rifja það upp, að frá því álverksmiðjan í Straumsvík tók til starfa á árinu 1969 hafa heildartekjur íslendinga af fyrirtækinu numið um 3400 milljónum króna að núvirði. Á síðasta ári var tap álversins 28,7% af veltu þess eða 208 milljónir króna, þó mun ekki koma til þess, að flutt verði á Alþingi frumvarp til laga „til bjargar álverinu", þvert á móti telur sá sami iðnaðarráðherra, sem ætlar „að bjarga járnblendiverksmiðjunni" væntanlega með fé íslenskra skatt- greiðenda, að nú sé rétt að auka tekjurnar af álverinu. Hvers vegna er þessi munur á afstöðu iðnaðarráðherra til þessara tveggja stóriðjufyrirtækja, sem bæði töpuðu fé á síðasta ári? Jú, skýr- ingin er einföld. Alusuisse eigandi álversins axlar tapið vegna þess, en hættir ekki að greiða samningsbundin og lögboðin gjöld til íslendinga. íslenska ríkið á meirihluta í járnblendifélaginu og verður þar af leiðandi að bera sinn áhættuhluta af rekstri þess, ,íslenska ríkið" eru íslenskir skattgreiðendur, þegar í harðbakka slær. Ákvörðunina um meirihluta- eign Islendinga í járnblendifélaginu er ekki unnt að rekja til afkomu- mats, heldur til þeirrar „hugsjónar", að röng ákvörðun hafi verið tekin, þegar ákveðið var, að Alusuisse ætti álverið eitt. Það getur oft verið dýrkeypt að hafa háleitar „hugsjónir", hitt er þó verra, ef menn eru svo þröngsýnir, að þeim er meira að segja um megn að læra af reynslunni. Lægst launaða fólkið og ríkisvaldið Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, ritaði grein hér í blaðið á sunnudag um viðhorfin í kjaramálunum. Þar tekur hann meðal annars á niðurstöðum könnunar kjararannsókna- nefndar um yfirborganir og kaupauka. Ber að fagna því, að forvígismað- ur í verkalýðshreyfingunni taki á þessu máli opinberlega, því að það hlýtur að setja svip sinn á kjaraviðræðurnar, sem nú fara fram. I grein sinni vekur Magnús L. Sveinsson máls á því, að könnunin sýni, að fólk í lægstu launaflokkum fái enga yfirborgun og taki því laun samkvæmt gildandi launatöxtum, komi þetta sérstaklega illa við versl- unarfólk. Síðan segir Magnús L. Sveinsson: „Þetta sýnir okkur, að fólkið, sem í raun býr við lægstu launin, hefur farið langverst út úr þeirri skerðingu, sem stjórnvöld hafa framið á launatöxtum, sem verkalýðs- hreyfingin hefur samið um. Sú skerðing nemur hvorki meira né minna en 30% frá 1. júní 1979.“ Eins og menn muna og vita hefur Alþýðubandalagið afsakað setu sína í þessari ríkisstjórn með því, að það sé að gæta hags láglaunafólks. Sú afsökun er ein mesta stjórnmálablekking, sem sett hefur verið fram hér á landi undanfarin ár. Hún slær jafnvel út þá afsökun framsóknar- manna, að þeir sitji í þessari ríkisstjórn til að lækka verðbólguna! Rauður loginn brennur Hér á þessum vettvangi hefur oftar en einu sinni verið á það bent, að hugmyndir Alþýðubandalagsins um þjóðfélagsskipan á íslandi feli í sér óskir flokksins um að „pólska kerfið" í atvinnu- og fjármálum komist hér á, kerfið, sem Pólverjar andmæltu og er nú haldið gangandi með hervaldi. í grein eftir Alexander Solsjenitsyn, sem birtist í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, segir Nóbelsskáldið meðal annars: „Nú á dögum er það álitið mjög við hæfi að ala á tálvonum um að „hin kommúníska hugmyndafræði sé dauð“, að hún hafi farist við hinar válegustu kringumstæður. En ó nei, sú hugmyndafræði logar enn nægi- lega glatt til þess að leggja gjörvallan heiminn undir sig. Það er allt sem bendir í þá átt. Bréshnév og Jaruzelski voru ekki einir um að axla ábyrgðina á þróun mála í Póllandi: við hlið þeirra standa þeir Deng Xiaoping, Pol Pot, Castro, leiðtogarnir í Nicaragúa, Marchais hinn franski og jafnvel Berlinguer og Carillo, já, þeir líka, alveg sama, hve mikið þeir hamast núna við að taka þátt í opinberum mótmælaaðgerð- um. Því það er einmitt þeirra hugmyndafræði, sem með sínum þungu skrefum er í óðaönn að mola niður Pólland. Og látum okkur bara játa, að þessi hugmyndafræði er bara alls ekki svo framandi fyrir jafnaðar- menn, sem að vísu bera fram hávær mótmæli vegna atburðanna í Póllandi." Auðvitað er Alþýðubandalagið á íslandi Solsjenitsyn ekki í huga, þegar hann semur ávarp sitt, en Svavar Gestsson hefði átt heima með hinum talsmönnum heimskommúnismans í grein Nóbelsskáldsins. Hefði skáldið auðveldlega getaö vísað til stefnuskrár Alþýðubandlagsins máli sínu til stuðnings og þess, hve Svavar var fljótur að mótmæla herlögun- um í Póllandi. Myndin er tekin á blaðamannafundi Verslunarráðs tslands. Frá vinstri til hægri: Kjartan Stefánsson, Guðlaugur Bcrgmann, Árni Árnason, Kristinn Ragnarsson, Þórarinn Hjaltason og Guðmundur Arnaldsson. Ráðstefna á Hótel Borg: * Atvinnulífið og höfuðborgin — lifandi miðbær — RÁÐSTEFNAN Atvinnulínð og höf- uðborgin — lifandi miðbær, verður sett á Hótel Borg í dag, 30. mars, kl. 16.15. Þar verða haldin nokkur er- indi um ýmsa þætti atvinnulífs í miðbænum. Fram munu koma Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, Jón Baldvin Hannihalsson, ritstjóri, Guðmundur Arnaldsson, hagfræð- ingur, Þórarinn Hjaltason, verk- fræðingur og Kristinn Ragnarsson, arkitekt. Ragnar S. Halldórsson, formaður VÍ, mun setja ráðstefnuna, en ráðstefnustjóri verður Albert Guðmundsson, alþingismaður. Að loknum framsöguræðum verða al- mennar umræður. Forráðamenn Verslunarráðs ís- lands efndu til blaðamannafundar í gær til að kynna þessa ráðstefnu. Það kom fram hjá Árna Árna- syni, framkvæmdastjóra Verslun- arráðs Islands, að megintilgangur ráðstefnu þessarar væri að vekja athygli á nauðsyn þess að endur- skipuleggja miðbæ Reykjavíkur. Verslunarráðið vill hafa forgöngu um að hagsmunaaðilar í miðbæn- um komi saman með borgaryfir- völdum til að eitthvað verði gert til að lífga upp á miðbæinn. Arni sagði að deyjandi miðborg væri einkenni margra borga erlendis. En dæmin sanna að unnt er að snúa þessari þróun við. Víðs vegar erlendis hafa t.a.m. einkafyrir- tæki og borgaryfirvöld unnið að því í sameiningu að endurreisa miðborgir og gæða þær lífi. Að sögn Árna hefur uppbygg- ingu miðbæjarins lítið verið sinnt af borgaryfirvöldum um langt skeið. Áð vísu hefði miðbærinn verið skipulagður, en framkvæmd- ir hefðu ekki siglt í kjölfarið. Ennfremur hefðu almenn rekstr- arskilyrði verslunar valdið því að fyrirtækin hafa átt í erfiðieikum með að rísa undir þeim kostnaði sem fylgir atvinnurekstri í mið- bænum. Það hefði einnig spillt fyrir framgangi þessa máls að þeir aðilar, sem eiga hagsmuna að gæta í miðbænum, hafa ekki haft samráð sín á milli, um aðgerðir til að lífga upp á miðbæinn. I máli Þórarins Hjaltasonar verkfræðings kom fram að þörfin á nýjum bílastæðum hefði vaxið til muna á síðustu árum. Af þeim sökum þyrfti að koma upp bíla- geymslu í miðbænum sem rúmaði 1000—1500 bifreiðir. Guðlaugur Bergmann forstjóri kvað þessa hugmynd um lífgun miðbæjarins koma fyrst og fremst neytendum til góða. Því bæri að rýmka opnun- artíma verzlana og þjónustufyr- irtækja til að gefa neytendum frjálsari hendur til innkaupa. I tillögum Verslunarráðs um endurskipulagningu miðbæjarins kemur m.a. fram, að opinberir Iánasjóðir skuli lána jafnt til upp- byggingar í Reykjavík og á lands- byggðinni. Einnig beri að minnka skattheimtu til að örva einkaaðila til fjárfestingar í miðbænum. En ráðið leggur á það áherslu að sjón- armið um húsfriðun og uppbygg- ingu verði samræmd. Sameiginlegt prófkjör í Þorlákshöfn: Framsókn og Alþýðuflokk- ur lokuðu á sveitafólk Einar Sigurðsson skipstjóri efstur hjá Sjálfstæðisflokki FRAMSÓKNARFLOKKUR og Alþýðuflokkur lokuðu á þátttöku sveitafólks í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks í Ölfushreppi um helgina og var þátttaka því einskorðuð við Þorláks- höfn. Alls voru 279 á kjörskrá, en með þessu móti voru 208 kjósendur útilokaðir gegn mótmælum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsnefnd. Morgunblaðið ræddi við Frank- lín Benediktsson, fulltrúa D-list- ans í sameiginlega prófkjörinu, og spurði hann um málið. „Það bar við á föstudagskvöld, liðlega einum sólarhring fyrir prófkjörið, að A- og B-listarnir neituðu að hafa prófkjörið algjör- lega opið eins og til hafði staðið og neituðu þeir því að fólki úr sveit- inni gæfist kostur á þátttöku þótt þetta sé allt sami hreppurinn, Ölf- ushreppur, sem nær allt austur að Sogi,“ sagði Franklín. „Við sjálf- stæðismenn mótmæltum þessu og létum bóka það en höfðum um það að velja að beygja okkur fyrir vilja meirihluta prófkjörsnefndar eða hætta við prófkjörið og mál voru það langt komin að við áttum erfitt með að hætta við þátttök- una. Hins vegar fékk fólk sem kom úr sveitinni til að kjósa að vita af hverju þetta var og það er satt að segja furðulegt að vinnubrögð framsóknarmanna og Alþýðu- flokks séu með þessu móti á 20. öld.“ Alls greiddu 249 atkvæði í próf- kjörinu, 109 konur og 140 karlar. A-Iistinn fékk 73 atkvæði, B-list- inn 111 atkvæði og D-listinn 62 atkvæði. Af D-lista varð Einar Sigurðsson skipstjóri efstur, þá Kristín Þórarinsdóttir hjúkrun- arkona, Guðbrandur Einarsson rafverktaki, Jón H. Sigurmunds- son íþróttakennari, Karl Karlsson útgerðarmaður, Franklín Bene- diktsson kaupmaður og Karl S. Karlsson vélstjóri varð í sjöunda sæti. Af A-lista urðu Ásberg Lárent- ínusson verkamaður og Erling Ævar Jónsson skipstjóri efstir. Af B-Iista urðu efstir Þorleifur Björgvinsson forstjóri og Þorvarð- ur Vilhjálmsson verksmiðjustjóri. Helgi Ólafsson hlutskarpastur HELGI Ólafsson varð efstur á þrett- ánda Helgarskákmótinu. Hann hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum, en mótið fór fram á Hótel Höfn i Siglu- fírði. Jón L. Árnason hafnaði í öðru sæti með 7 vinninga, þeir Jóhann Hjartarson og Dan Hansson höfn- uðu í 3.-4. sæti með 6V2 vinning og Sævar Bjarnason hlaut 6 vinninga. Benóný Benediktsson hlaut verðlaun í öldungaflokki en hann hlaut 5 xk vinning. í kvennaflokki varð Ólöf Þráinsdóttir efst með 4'A vinning. Mótið tókst í alla staði vel. Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.