Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
19
Jose
Napoleon
Duarte
San Salvador, 29. marn. AP.
JOSE Napoleon Duarte,
forseti samsteypustjórnar
hersins og borgara El
Salvador, hefur lýst því yfir
að flokkur hans, kristilegir
demókratar, sé sá eini í
landinu, sem aðhyllis lýð-
ræði í raun. Þegar þetta er
ritað hefur fiokkur hans
hlotið nær 40% talinna at-
kvæða í nýafstöðnum kosn-
ingum í landinu. Flest
bendir því til að hann vinni
umtalsverðan sigur. ,
Duarte er ekki sjálfur í
framboði, en nái flokkur hans
meirihluta þeirra 60 þing-
sæta, sem keppt eru um í
Skotmark hægri — jafnt sem
vinstrimanna í E1 Salvador
Jose Napoleon Duarte, forseti El Salvador (i Ijósum jakkafötum á miðri myndinni), ásamt varaforseta landsins,
Jaime Gutierres hershöfinga (til hægri) vid liðskönnun rétt áður en gengið var til kosninga í landinu.
kosningum, má fullvíst telja,
að hann taki við embætti for-
seta til bráðabirgða í landinu.
Þingið, sem sett verður sam-
an eftir kosningarnar hefur
rétt til að breyta stjórnarskrá
landsins og undirbúa aðrar
kosningar.
Líf almennra borgara í E1
Salvador hefur löngum verið
ofurselt fámennum hópi land-
eigenda. Þeir hafa notið
stuðnings hersins, sem um
langt árabil hefur verið
sakaður um grófleg mann-
réttindabrot. Vilji Duarte til
að koma slíku þjóðfélags-
ástandi á að nýju hefur komið
honum í úlfakreppu á milli
hægri- og vinstrimanna í
landi, sem hefur mátt þola
borgarstyrjöld í 2% ár.
Flokkur hans ræður ríkjum í
fjögurra manna stjórn lands-
ins og sem forseti verður
hann fyrir hörðum árásum úr
báðum áttum.
Öfgasinnar hægrimanna
hafa lýst honum sem „linum"
leiðtoga, sem villi mönnum
sýn. A ytra borðinu flaggi
hann græna litnum, tákni
kristilegra demókrata, en
innviðirnir séu rauðir.
Vinstrimenn lýsa honum sem
„söluvöru". Þar sem hann sé
leiðtogi stjórnar sem nýtur
stuðnings Bandaríkjamanna,
hafi hann einungis áhuga á
sjónarmiðum þeirra.
Duarte kom fyrst fram á
sjónarsviðið árið 1960 er
hann var kjörinn borgarstjóri
í E1 Salvador. Hann bauð sig
fram til forseta 1972 og var
efstur í talningunni er herinn
stöðvaði þær og setti sinn
frambjóðenda efstan. Duarte
var handtekinn og sendur í
útlegð til Venezúela.
Hann sneri aftur til lands-
ins eftir að ungliðar innan
hersins byltu stjórn hægri
manna, sem var við völd í
landinu, 1979.
Honum var vel fagnað og
hann tók sæti í stjórn lands-
ins í janúar 1980 eftir að
nokkrir hinna upphaflegu
stjórnarmanna höfðu dregið
sig í hlé. Héldu þeir því fram,
að stjórnin væri orðin of
hægrisinnuð. Einn þeirra
óánægðu stjórnarmanna var
einmitt Guillermo Ungo
Ramirez, sem nú er helsti
leiðtogi vinstrimanna í land-
inu.
Times verð-
ur tölvusett
London, 29. mars. AP.
TIMES of London var í fyrsta sinn í
197 ára sögu hlaðsins tölvusett í dag.
Skýrði blaðið lesendum sínum frá
þvi, að allt efni þess væri tölvusett.
Þróun þessi hófst fyrir nokkru
og er gert ráð fyrir að allt efni og
auglýsingar að auki verði komið
undir sama hatt; tölvusetningu í
lok aprílmánaðar. Times er fyrsta
enska dagblaðið til að taka alfarið
upp tölvusetningu þrátt fyrir þá
staðreynd að blaðið hefur átt í gíf-
urlegum rekstrarerfiðleikum.
Magna Carta
slapp naum-
lega í eldi
SalLsbury, Knglandi, 29. mars. AP.
FRIJMÚTGÁFA Magna
Carta (frelsisskráin mikla)
slapp naumlega í eldsvoða,
sem viröist hafa verið kveikt-
ur af ásettu ráði af þjófum í
dómkirkjunni í Salisbury.
Sjálfvirkir brunaboðar tóku að
láta öllum illum látum snemma á
laugardagsmorgun og er það mál
talsmanna dómkirkjunnar í Sal-
isbury að án þeirra hefði tjónið
orðið margfalt meira. Er jafnvel
talið að kirkjan hefði hrunið ef
eldsins hefði ekki orðið vart jafn
fljótt og raun bar vitni.
Eldur var kveiktur á tveimur
stöðum í kirkjunni. Annars vegar
við altarið og hins vegar í
geymslu í hinum enda byggingar-
innar. Skemmdir af völdum brun-
ans urðu umtalsverðar, en Magna
Carta sakaði ekki. Svo virðist,
sem þjófarnir hafi kveikt eldinn í
bræði sinni yfir að finna enga
fjármuni í kirkjunni.
Kirkjuturninn á dómkirkjunni
í Salisbury er sá hæsti í Eng-
landi, 123 metra hár. Salisbury er
smáborg í Wiltshire suðvestur af
Lundúnaborg.
Vísarnir snúast rangsælis
Komin eru á markað í Japan armbandsúr, þar sem vísarnir snúast rangsæl-
is. (Irin heita l*uma Quartz Zouthern Cross, og voru framleidd „til gamans",
að sögn framleiAendanna. Að sögn framleiðendanna höfðu fjölmargir er
reyndu úrin vanist þeim að fullu eftir örfáar klukkustundir. ílrin eru seld á
25 þúsund jen, eða sem svarar 108,70 Bandaríkjadollurum.
Falklandseyjadeila Argentínumanna og Breta:
Carrington frest-
ar ísraelsför sinni
London, 29. marz. AP.
CARRINGTON lávarður, utanríkis-
ráðherra Breta, hefur ákveðið að
hverfa til Lundúna á þriðjudags-
morgun frá Brussel vegna aukinnar
kreppu í samskiptum Breta og
Argentínumanna út af Falklandseyj-
um. Carrington hefur frestað ísraels-
ferð af sömu sökum, en hann mun
gefa út yfirlýsingu um Falklands-
eyjadeiluna á morgun.
Argentínsk og brezk yfirvöld
hafa skipst á orðsendingum i því
augnamiði að koma í veg fyrir að
upp úr sjóði, en Bretar halda því
fram, að nokkrir Argentínumenn
hafi með ólöglegum hætti farið í
land á Suður-Georgíu, sem til-
heyrir Falklandseyjum, og dregið
argentínska fánann að húni. Þar
eru taldir vera eftir um tíu Arg-
entínumenn að hirða brotajárn úr
fornri hvalveiðistöð.
Brezk blöð gerðu mikið úr nær-
veru argentínskra herskipa, sem
stefni nú til eyjanna. Sögðu blöðin
Argentínumenn hafa sent tvær
950 lesta korvettur, sem séu m.a.
vopnaðar eldflaugum, og allt að
þrjú önnur herskip. „Spennan út
af Falklandseyjum eykst," sagði
Times í dag, og Daily Telegraph
sagði í fyrirsögn til marks um
versnandi ástand, að Argentínu-
menn hefðu sent herskip á vett-
vang.
Brezka varnarmálaráðuneytið
staðfesti að 42 hermenn væru á
leið til Port Stanley, höfuðborgar
Falklandseyja, en sagði að hér
væri aðeins um að ræða venjulega
afleysingu, sem jafnan færi fram
á þessum árstíma. Talsmaður
brezkra samtaka, sem borið hafa
hagsmuni eyjaskeggja á Falk-
landseyjum fyrir brjósti, hvatti til
þess í dag að sendar yrðu tvær
freigátur og flugvélamóðurskip til
Falklandseyja til að reka argent-
ínsk skip á brott þaðan. Keith
Speed fyrrum flotamálaráðherra,
sem Margrét Thatcher setti af í
fyrra, tók í sama streng og hvatti
til liðsafnaðar við Falklandseyjar.
Gefur út sögu
salernispappírsins
Oxford, Knglandi, 29. mar.s. AP.
PKFNTAHi nokkur í Knglandi,
Barry McKay, hefur gefið út nokkuð
sérstæða bók fyrir margra hluta sak-
ir. Hér er um að ræða söfpi salernis-
pappirs í heiminum, allt frá því
snemma á öldum.
Bókin er aðeins gefin út í 30 ein-
tökum og hefur hvert eintak að
Keyma sýnishorn af salernispappír
víða að úr heiminum or frá hinum
ýmsu tímum. Að því er sögur
herma hófst notkun salernispapp-
írs fyrst í Kína árið 875, en til
þessa hefur enginn sinnt því að
rita sögu þessa annars stórmerki-
lega pappirs í sögu mannkynsins.
McKay hefur boðið hverjum
þeim er útvegað getur 30 sýnishorn
af sjaldgæfum salernispappír ein-
tak af bók sinni. Það sem hann
sækist einkum eftir nú, er sýnis-
horn af pappír þeim sem konungs-
fjölskyldan breska notar. Á meðal
sýnishorna í bók hans má nefna
pappír frá Louvre, Vatikaninu og
Alhambra.