Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Heillaður af dauðanum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Brúðuleikhú.shátíð art Kjarvalsstöúum. Eric Bass: HANDLEIKUR <X1 HAUSTMYNDIR Eric Bass er með einkennilegum hætti heillaður af dauðanum. Verk hans fjalla flest um dauð- ann. í Haustmyndum kynnumst við m.a. gamalli sögu af því hvers vegna stríð og tortíming hóf inn- reið sína í veröldina. Móðir vaggar barni sínu sem er óvært. Þá kemur örn og huggar barnið. Þetta endurtekur sig. Móðirin segir föð- ur barnsins frá erninum. Faðirinn tekur boga sinn.og örvar og hyggst skjóta örninn til bana. En örvarn- ar lenda í vöggu barnsins og granda því. Þá leggur örninn á mennina að framvegis muni þeir stunda manndráp. í öðrum þætti kemur engill dauðans að sækja gamlan skó- smið, gyðinginn Zeydl. Hann er ekki sáttur við að yfirgefa verk- stæðið sitt með óloknum verkefn- um og reynir að gera engli dauð- ans það Ijóst að hann hefur skyld- um að gegna. Komdu á morgun, segir Zeydl. Hann reynir að blíðka engilinn með því að bjóða honum stígvél að gjöf. En kemst að þeirri niðurstöðu að það væri fjarri lagi að hugsa sér engil í stígvélum. Það er ekki um annað að ræða en hlýða kallinu. Um dauðann fjalla líka þættirn- ir um gömlu konuna Mæu og munkinn Mon. Handleikur einkennist af atrið- um þar sem meiri glettni ríkir. Það er slegið á létta strengi með ýmsum fulltrúum borgarlífs eins og til dæmis drykkjumanni sem syngur skemmtilegar vísur fyir áhorfendur. En í Handleik er líka gælt við dauðann. Það er í raun- inni stuttur frestur því að sandur- inn er að renna úr tímaglasinu og dauðinn á næsta leiti. Gríma sem tekin er niður veldur því að önnur gríma kemur í ljós: hauskúpa. Það er tilgangslaust að reyna að hafa áhrif á þann dómara sem dæmir alla menn. Menn hafa tvö andlit, annað er góðlátlegt, hitt er ófrýni- leg ásjóna úlfsins og tennurnar þyrstir í blóð. Hlutverkaskipan fer sífellt fram. Öllu þessu stjórnar Eric Bass af miklum þrótti. Hann er sjálfur í hlutverki dómarans. Sýning Eric Bass er á köflum gædd óhugnaði, en yfir mörgum atriðum er ljóðræna og umfram allt mystík. Möguleikar brúðu- leiksins eru vel nýttir hjá Eric Bass, sýning hans verður annað 05 meira en leikur að brúðum. Leik- hús hans er margbrotið og fjöl- breytt þótt efnisval sé oftast hið sama. Brúðurnar lifandi. Jafnvel mjög smáar brúður segja áhorf- andanum mikið. Ég er ekki að mælast til þess að öll brúðuleikhús taki sér Eric Bass til fyrirmyndar. En dæmi hans vitnar um skapandi brúðuleikhús sem býr yfir táknrænu lífi, er hnitmiðuð og vönduð list. Athugasemd Umsögn um Theatre du Fust sem birtist í sunnudagsbl. Mbl. (Frakkar segja griska sögu) er sett saman af undirrituðum, ástæðulaust er að eigna hana öðr- um eins og gert var. Myndlíst Bragi Ásgeirsson Kjallarasalir Norræna húss- ins bjóða þessa dagana og fram til 4. apríl uppá allsérstæða sýn- ingu þeirra félaga Hjörleifs Si- gurðssonar (f. 1925) og Snorra Sveins Friðrikssonar (f. 1934). Þetta eru vel þekkt nöfn á ís- lenzkum myndlistarvettvangi og báðir málarnir eiga að baki mar- gar einkasýningar í höfuðbor- ginni ásamt þátttöku á sýn- ingum víða erlendis. Þá hafa þeir einnig verið virkir í félags- málum íslenzkra myndlistar- manna og þá ser í lagi Hjörlei- fur. Það kemur þó ýmsum undar- lega fyrir sjónir, að jafn gjör- ólíkir málarar skuli taka upp á því að sýna saman, en ástæðan mun í og með vera sú, að þeir sýndu þarna á sama stað ásamt Ragnheiði heitinni Ream árið 1976. Sumarsýning Norræna hússins það árið þótti takast vel og munu margir verða til að minnast hennar nú er þeir sýna þar á ný, Hjörleifur og Snorri. Ekki síst vegna þess á nákvæm- lega sama tíma stendur yfir minningarsýning á verkum Ragnheiðar að Kjarvalsstöðum, — merkileg tilviljun, og þó máski engin tilviljun. Hafi sýning þremenninganna smollið óaðfinnanlega saman árið 1976 þá skortir nokkuð á að þeir tveir einir myndi hliðstætt samræmi því að nú virðist skorta millistigið. Harka Snorra annars vegar og mýkt Hjörleifs hins vegar verða nú of ríkjandi þáttur og þessir tveir andstæéfu pólar rekast áberandi mikið á. Samvinnan verður meiri ávin- ningur fyrir Hjörleif, því að myndir hans virka ennþá mýkri og fágari fyrir vikið en myndir Snorra verða ennþá þyngri en þær eru í raun og veru. Þetta kemur greinilegast fram við fyrstu sýn en breytist allnokkuð við næsta innlit. — Hjörleifur Sigurðsson he- fur dvalið í Noregi síðustu árin, fyrst í Lofoten en svo í nágrenni Oslóborgar. Dvölin ytra virðist hafa haft góð áhrif á listaman- ninn því að nú er öllu léttara yfir myndum hans en áður. Hann he- fur haft nógan tíma til að mála, kynnst ótölulegum fjölda an- narra listamanna og síðast en ekki síst verið laus við allt fé- lagsmálaþras. Það er rétt að samgleðjast Hjörleifi með hinn nýja og hlýrri tón í myndum hans, — það er ótvírætt meira sólskin í myndum listamannsins, eins og ein ágæt kona sagði við mig á dögunum. Það er annars merkilega löng leið frá myndum Hjörleifs er hann kom fyrst fram með hina hörðu geometríu og til þess sem hann hefur verið að gera síðustu árin. Raunar er áferð þessara mynda ekki ósvipuð elstu mál- verkum Hjörleifs en þó öllu fá- gaðri í útfærslu. Myndir Hjörleifs á sýningunni eru svo margar jafngóðar, að vonlaust er að telja þær allar upp hér en þó sker eitt málverk sig úr og er það myndin „Lófót- svíta hin minni, 1980“. Áferð mynda Hjörleifs er merkilega keimlík hvort heldur hann málar með olíu eða vatnslit, — mjög sérstæð áferð, gagnsæ og líkast örlítið úr fókus eins og sagt er. — Myndir Snorra Sveins eru dökkar, kraftmiklar og harðar og sem slíkar hefðu þær alveg staðið fyrir sínu einar í í salar- kynnunum og hefðu þá notið sín margfalt betur að mínu mati. Styrkur hans kemur helst fram í kolteikingunum en slíkar myn- dir þurfa þó rýmri upphengingu en þær fá í þetta sinn. Sterkust þykja mér málverk hans, sem hafa svip þéttriðins nets línu- heims svo sem nr. 31. „Ljósa- skipti, 1980“ og 32. „Glitregn, 1980“ svo og einfaldari ands- tæður þessara málverka eins og „Kyrrð 1982“ (39) og „Tregi, 1982“ (41). Þegar litið er yfir sýninguna dettur manni ósjálfrátt í hug, að vísast þyrfti Snorri að hleypa heimdraganum og slappa af líkt og Hjörleifur. Það mætti að minnsta kosti vera meira sólskin í myndum hans ... Á myndlistarvettvangi er þetta ótvírtt listviðburður er rétt er að vísa til. Bragi Ásgeirsson. Sanki og Kóti Leiklíst Jóhann Hjálmarsson Alþýðuleikhúsið: Don Kíkóti eða Sitthvað má Sanki þola eftir James Saunders byggt á skáldverki M. de Cervantes. I*ýðandi: Karl Guðmundsson. Lýsing: David Walters. Tónlist: Eggert l'orleifsson. Ix'ikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Um þessar mundir erfmikill áhugi á þeim félögum Don Quijote og Sancho Panza. Hafin er útgáfa á sögu Miguels de Cervantes Saav- edra í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar, sjónvarpið sýnir spænska teiknimynd um riddarann og nú er leikgerð Bretans James Saunders á fjölum Alþýðuleikhússins. Don Kíkóti eða Sitthvað má Sanki þola, nefnist hnyttileg þýð- ing Karls Guðmundssonar á leik- riti Saunders. Á frummálinu er leikritið kallað The Travails of Sancho Panza og þess má geta að það var frumsýnt 1969. Eins og heiti leikritsins bendir til fjaliar Don Kíkóti, eða Sitthvað má Sanki þola, ekki síst um Sancho Panza. Leikgerð Saunders er fyrst og fremst sótt til fyrsta hluta sögu Cervantes. Það er al- kunna að leikgerðir mikilla sagna verða tíðum langdregnar. Þetta hefur jafnvel Saunders ekki geta forðast, einkum í síðari hluta leik- ritsins, en fyrir hlé er leikræn spenna í heiðri höfð. Vandamálið að segja sögu í leikhúsi er að því virðist óviðráðanlegt, en ég vona að þessar aðfinnslur verði ekki til þess að fæla fólk frá sýningunni. Hún á góða aðsókn skilið. Þórhildur Þorleifsdóttir hefur í samvinnu við Messíönu Tómas- dóttur og David Walters gert úr Don Kíkóta dæmigerða alþýðu- leikhússýningu í anda Skollaleiks og fleiri stykkja. Um það vitna m.a. grímurnar sem sumir leikar- anna eru með. Möguleikar sviðsins eru vel nýttir og gripið er til þess ráðs að láta sýninguna ná fram í sal til að auka tengsl við áhorfend- ur. Þetta er ekki ný bóla, en heppnast vel. Sumir leikaranna eru í mörgum hlutverkum og er hlutur þeirra allra góður. Ég nefni námsmann, bónda og gestgjafa Bjarna Ingvarssonar, rakara Eggerts Þorleifssonar, prest Guðmundar Ólafssonar, smaladreng og gest- gjafakonu Helgu Jónsdóttur og bústýru og Maríu Sifjar Ragnhild- ardóttur. Engu að síður er mest um vert að kynnast mögnuðum samleik þeirra Borgars Garðarssonar í hlutverki Sankó Pansa og Arnars Jónssonar sem er riddarinn sjón- umhryggi, Don Kíkóti frá Mancha. ■ Borgari Garðarssyni tekst að sýna okkur hinn alþýðlega skjaldsvein Sankó sem er haldinn fánýtri von um eyju sem húsbóndi hans lofar að gefa honum að lokn- um riddaralegum frægðarverkum. Sankó er í leikriti Saunders gerð- ur mun klókari en við eigum að venjast og Don Kíkóti er látinn taka meira mark á honum en slík- um riddara sæmir. Það ber lítið á flónsku Sankós í leikritinu. Hann er rödd skynseminnar. Hið jarð- bundna hrósar sigri yfir hugar- flugi og ævintýraþrá. í ísmeygi- legri túlkun Borgars Garðarsson- ar verður Sankó höfuðpersóna verksins eins og Saunder-ætlast til. Arnar Jónsson er í gervi riddar- ans, ógæfusamlegur og starandi vitfirringur sem tengist ekki sam- tíð sinni, hefur lesið yfir sig. Réttlætið verður hjákátlegt á vör- um hans vcgna þess að enginn get- ur vænst þess að hann frelsi heim- inn og réttlætið sjálft er líklega ekki til. Arnar er sannfærandi í hlutverkinu. En bestur er hann í samleik við Borgar. Af mörgu er að taka. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna fyrri hluta áttunda atriðis: Don Kíkóti segir Sankó svarbréf Dúlsineu fögru. Mörg atriði eru afar skemmti- leg, skopleg án þess að vera skrípaleikur. Þó er skammt á milli skops og ærsla. Sýnd eru í skuggamyndum á tjaldi nokkur eftirminnileg atriði úr ferðum riddarans. Þetta lukk- ast oftast, einkum viðureign Don Kíkóta við risann sem var nú reyndar ekki annað en rauðvíns- belgir gestgafans. Bardaginn við vindmyllurnar var svipminni. Tónlist Eggerts Þorleifssonar þótti mér ekki vera sýningunni styrkur, en hún getur verið ágæt fyrir utan það. Alþýðuleikhúsið hefur með Don Kíkóta eða Sitthvað má Sanki þola komist einna næst því að vera það sem maður hlýtur að tengja nafni leikhússins. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.