Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Hvað stendur til við Laugarnestanga? eftir Þórarinn Björnsson Ég vil leyfa mér að gefnu tilefni að leiða athygli borgarbúa að einu vinsælasta útivistarsvæði, sem þeir eiga og þar á ég við Laugar- nestangann. Þetta svæði er einn af sögufrægustu stöðum höfuðborg- arinnar. Og er nú eitt eftir, að Gróttu undanskilinni, sem eru ósnortin af innreið skipulags- valda. Og vona ég, að svo verði um ókomin ár, að því undanskildu, að það þyrfti að gróðursetja skjól- belti fyrir norðannæðingnum, sem er eina leiða áttin hér á tangan- um. Síðan þyrfti að slétta úr upp- úrgrónum braggagrunnum og rækta fleiri minni skógarrunna og blómabeð. Láta svo öll þau fáu hús, sem eftir standa, algerlega í friði með þeim eigendum, sem í þeim búa. Það ér mitt hús, Laug- arnestangi 9b., húsin númer 60—65, hús og verkstæði lista- mannsins Sigurjóns Olafssonar mynd’nöggvara, svo og númer 87. Einnig bílaverkstæði Tómasar Jónssonar, sem er snyrtilega um gengið og hefur staðið um tugi ára. Svo er það býlið, Laugar- nesbúið, sem áður var. Það þyrfti að endurbyggja. Og ætti, ef íbúar þar vilja flytja, að hafa barna- heimili. Það stendur á þó nokkuð háum hól og er mjög góð skíða- brekka fyrir börn. Ég hefi oft séð tugi barna þar á skíðum og snjó- sleðum á veturna. Það mætti segja mér, að margt ungmennið hefði fengið þar sína fyrstu þjálfun á skíðum. Ég verð að sætta mig við það, að Sigurður Ólafsson kunn- Þórarinn Björnsson „Svo ætla ég ekki að hafa þessi varnaðarorð fleiri um tangann að sinni, en ég verð erfiður til flutn- ings héðan og mun láta mjög illa að stjórn, þegar þar að kemur.“ ingi minn, hestamaður og ógleym- anlegur söngvari, sé fluttur burt. En við höfum þó eftir við húsvegg- inn þar hina merku konu, Hall- gerði langbrók. Mér fyndist, að það mætti girða kringum kirkju- garðinn þar og setja þar blóm. Sumir vilja halda því fram, að Hallgerður sé ekki grafin í þeim garði, heldur í túninu stutt frá. Þetta teljum við Sigurður ekki rétt, þar sem Hallgerður langbrók hafði tekið kristna trú, áður en hún lést í Laugarnesi. Ef halda á því fram, að ekki þrífist gróður á tanganum, þá mótmæli ég því ein- dregið og skal færa sönnur á mál mitt, ef með þarf. Það hafa komið á sumrin tugir túrista, svo og slangur af útlend- ingum á veturna líka. Og allir þeir, sem eru af fjölda þjóðerna, hafa dásamað útsýnið hér og hús- in, sem minna á gömul sveitabýli, að tveimur byggingum undan- skildum, og það eru húsin númer 62, sem ég veit ekki til, að eigandi þess hafi nokkru sinni búið í, ef svo er hljóta að vera tugir ára síð- an. Síðan hefur margur leigt þennan „forskalaða” tveggja hæða spýtnakassa. T.d. sl. ár hrundi „forskalningin“ af þeirri hlið hálfri, sem snýr að húsinu númer 60. Svo stóran bragga, sem Vest- fjarðaleið hafði viðgerðir í í mörg ár. En nú eru þeir löngu fluttir á hraut, en skilja eftir þennan and- skota, öllum til leiða sem augu líta og hafa smekk fyrir fallegu um- hverfi. Margur túristinn hafði á orði, að þessi staður, Laugarnes- tangi, væri með sérstöðu sem væri jafnvel einsdæmi í heiminum, að inni í næstum miðri höfuðborg væri að finna kyrrlátan stað, sem minnti mest á sveit. Ég ætla ekki að gleyma öllum þeim Reykvíking- um og öðru því fólki, sem kemur hér svo mörgum tugum skiptir ekki síður en útlendingar. Þar í flokki eru bæði börn, unglingar og aldrað fólk, svo og fólk af öllum aldursflokkum. Það væru þau mestu mistök og högg, sem hægt væri að greiða Reykjavíkurborg, ef farið væri að hefja hér hús- byggingar. Það fór að læðast að mér geigur, eftir að hér komu fyrir stuttu karlmaður og ung stúlka. Fóru þau umsvifalaust að mæla hús mitt utan, svo og lóðina, sem er greinilega afmerkt, án þess að tala við mig eða láta mig vita, hvað þau væru að gera með þessu at- hæfi. Mér þótti nóg um og fór út að fá fréttir. Stúlkan brást vel við, en maðurinn lét sem hann sæi mig ekki, og saknaði ég þess ekki, þar sem ég hafði unga, fallega konu fyrir svörum. Hún tjáði mér, að þau væru að gera uppdrátt af svæðinu hér í kring. Svo mörg voru þau orð. En nú spyr ég og óska eftir frekari skýringum; hvað til stendur? Á virkilega að fara að hefja einhverjar byggingarfram- kvæmdir hér, eða annað umrót á tanganum? Þá skora ég á ykkur, góðir borgarbúar, að veita okkur stuðning, sem viljum fá að hafa þennan eina ósnortna blett af mannavöldum í friði, öllum borg- arbúum sem vilja til afþreyingar frá ys og þys borgarinnar. Ég hefi rætt við góðan sam- ræðukunningja minn, Guttorm Þormar, sem er yfirverkfræðingur umferðardeildar, um tangann í sambandi við hraðbrautina, sem aðskilur tangann frá næsta um- hverfi. Við erum ekki sammála um gatnamótin, sem liggja inn á tang- ann. Yfir hraðbrautina þurfa bæði ungir sem aldnir að fara til þess að komast í kyrrðina hér. Ég fór þess á leit við Guttorm, sem er stór mikilsráðandi í umferðarmál- um, að það yrði sett sebragang- braut yfir, hjá gatnamótunum, og gönguljós. Ég tel þetta afar nauð- synlegt til að verja líf og limi þeirra þúsunda sem hingað leita á sínum gönguferðum. Við Gutt- ormur höfum oft rætt um þær lífshættulegu hættur, sem víða eru því samfara að fara yfir götur og stræti. Ég tel, að komið hafi verið í veg fyrir margt slysið og dauðann með fyrirbyggjandi ráðstöfunum, svo sem gönguljós- um og girðingum á eyjum, sem liggja milli aðalbrauta, svo sem á Hringbraut, Skeiðarvogi, Grens- ásvegi og jafnvel víðar. Það er furðulegt að horfa á fullorðið fólk ráðast yfir og undir þessar varnir, sem eru því sjálfu til lífs, þegar það æðir yfir götur hvar sem er. Ég vona, að hvorugur þeirra, Guttormur Þormar né Óskar Ólason yfirlögreglumaður, sem þessi mál mæða einna mest á, láti eftir þeim, sem vilja girðingarnar ogjafnvel gönguljósin burt. Því að hér er um slys, örkuml, líf og dauða að tefla. Ég var að tala um, að við Gutt- ormur værum ekki sammála um nauðsyn á sebrabraut og göngu- ljósum, sem gerði þúsundum fólks ferðir inn á tangann öruggari. Hann segist eiga nóg með að verja það sem komið sé, samanber ljós og gangbrautir við Elliheimilið Grund og við Elliðavog og Holta- veg. Hins vegar hafa verið sett upp tvö hættumerki á Sætúnið. Tvö fyrir neðan býlið Laugarnes, svo og fyrir sunnan gatnamótin inn á tangann. En því miður taka sárafáir tillit til þeirra, heldur æða áfram sem bolar í moldar- flagi. Enda sýnir hraðinn sig, þeg- ar lögreglan kemur að mæla hrað- ann. Það væri synd að segja að þá veiddu þeir vel, því fjöldinn sem þeir stoppa er næstum ótrúlegur. í sambandi við það, sem ég sagði um ánægju útlendinga við komu þeirra hingað, þá hefi ég fengið kort og kveðjur frá nokkrum þeirra. T.d. fékk ég jólakort frá tveimur konum, sem komu hér sl. sumar. Þær vinna báðar hjá Rauða krossi Finnlands. Þær skildu ensku, þýsku, sænsku, en ís- lensku skildu þær ekki, því miður. Þær heita Eliegren og Karin Lindström. Svo ætla ég ekki að hafa þessi varnaðarorð fleiri um tangann að sinni, en ég verð erfiður til flutn- ings héðan og mun láta mjög illa að stjórn, þegar þar að kemur. Laugarnestanga, 15.03. 1982. Sveit Karls Sigurhjartarsonar með fullt hús: Arnór Ragnarsson llndankeppni íslandsmótsins í bridge, sveitakeppni, lauk sl. sunnu- dagskvöld á Hótel Loftleiðum. Spilað var í fjórum riðlum, þremur í Keykja- vík og einum á Akureyri, alls 24 sveitir og komust tvær efstu sveitim- ar í hverjum riðli í 8 sveita úrslita- keppni sem fram fer á Hótel Loftleið- um um bænadagana. Kftirtaldar sveitir spila í úrslitum: Sveit Sævars Þorbjörnssonar Sveit Eiríks Jónssonar Sveit Stefáns Ragnarssonar Sveit Þórarins Sigþórssonar Sveit Karls Sigurhjartarsonar Sveit Gests Jónssonar Sveit Arnar Arnþórssonar Sveit Steinbergs Kíkarðssonar Sveit Karls Sigurhjartarsonar hlaut fullt hús, þ.e. 100 stig í und- ankeppninni en þeir sigruðu sem kunnugt er á Stórmóti Flugleiða, sem lauk fyrir nokkru, þar sem þeir rúlluðu upp nokkrum sterk- ustu þjóðum heims. Verður að telja líklegt að þeir verði erfiðir í úrslitakeppninni og fyrirfram lík- legir til að sigra. Þá vakti það at- h.vgli að íslandsmeistararnir frá í fvrra, sveit Egils Guðjohnsens, komst ekki í úrslitakeppnina. A-riðill: Reykjavíkurmeistararnir, sveit Sævars Þorbjornssonar, tapaði ekki leik í þessum riðli. Keppnin um annað sætið var milli sveita Eiríks Jónssonar frá Akranesi, Erlu Sigurjónsdóttur og Ármanns J. Lárussonar, sem oft hefir komið skemmtilega á óvart í Islandsmót- inu. Fyrir síðustu umferðina átti sveit Eiríks alla möguleika til að verða í öðru sæti. Höfðu þeir 59 stig. Erla 43 og Ármann 45. Ár- mann spilaði gegn sveit Sævars og varð að vinna stórt til að komast áfram. Hann tapaði leiknum með mínusstigi á meðan Eiríkur náði í 7 stig sem gulltryggði honum ann- að sætið enda þótt konusveitin ynni 20—0. Lokastaðan í A-riðli: Sævar Þorbjörnsson 83 Eiríkur Jónsson 66 Erla Sigurjóndóttir 63 Ármann J. Lárusson 42 Bragi Björnsson 24 Sigfús Þórðarson 10 B-riðill: Þessi riðill var spilaður í Iðn- skólanum á Akureyri og var hann langskemmtilegastur. Þegar einni umferð var ólokið gátu 5 sveitir unnið riðilinn. Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar stóð þar best að vígi með 49 stig en átti að spila gegn sveit Þórarins Sigþórssonar sem hafði 42 stig. Sveit Stefáns Ragnarssonar átti að spila gegn sveit Jóns Stefánssonar sem var eina sveitin sem ekki átti mögu- leika á að vinna riðilinn. Sveit Sig- fúsar Arnar Árnasonar og Aðal- steins Jörgensens spiluðu saman í síðustu umferðinni og fyrir leikinn hafði Sigfús 39 stig en Aðalsteinn 37 stig. Ef einhver sveit var heppin í undankeppninni þá var það sveit Þórarins sem vann Sigurð 14—6 og gerði þar með draum Sigurðar að engu, því Aðalsteinn og hans menn unnu Sigfús „aðeins" 18—12. Stef- án og hans menn héldu sínu striki og unnu 20 mínus 2 og þar með riðilinn. Sveit Stefáns Ragnarssonar er skipuð fimm ungum mönnum sem spila allir gamla góða Vínarkerfið. Það sem kannski er enn merki- legra við spilamennskuna hjá þeim er að annað parið notar engin köll sveitanna voru úr Reykjavík og ein af Reykjanesi. Sveit Arnar Arn- þórssonar tapaði ekki leik en keppnin um annað sæti var skemmtileg. Fyrir síðustu umferð- ina áttu þrjár sveitir möguleika. Jón Þorvarðarson hafði 50 stig, Steinberg Ríkarðsson og Egill Guðjohnsen 47 stig. Sveit Jóns átti að spila gegn Erni þannig að róður hans var hvað erfiðastur. I hálfleik var staða Egils vænlegust, þeir höfðu yfir á meðan sveitir Jóns og Steinbergs voru að tapa sínum leikjum. í síðari hálfleik höfðu Steinberg og félagar hans enda- skipti á leiknum og unnu örugglega 19—1 og tryggðu sér annað sætið en sveit Egils vann „aðeins" 15—5. Lokastaðan í D-riðli: Örn Arnþórsson 82 Steinberg Ríkarðsson 66 Egill Guðjohnsen 62 Jón Þorvarðarson 55 Guðni Þorsteinsson 23 Sigurður Steingrímsson 7 Úrslitakeppnin hefst 8. apríl á Hótel Loftleiðum. Keppnisstjórar voru Agnar Jörgensson og Vil- hjálmur Sigurðsson í Rvík. Áhorfendur voru allmargir alla dagana í Reykjavík, en alltaf troð- fullur salur fyrir norðan. Þar var gífurleg spenna í keppninni ekki hvað sízt í lokaumferðunum. Nokk- urrar óánægju varð vart méðal hluta sunnlenzku spilaranna sem fóru norður, en þeir skiptust alveg í tvo hópa að sögn tíðindamanns þáttarins fyrir norðan, Frímanns Frimannssonar. en kallkerfi hinna spilaranna er það háþróað að það dugar fyrir bæði pörin. Sveitin varð nýlega Akureyrarmeistari í bridge 1982. Þá eru þeir í efsta sæti í hrað- sveitakeppni sem nú stendur yfir hjá Bridgefélagi Akureyrar. Ixikastaðan í B-riðli: Stefán Ragnarsson 63 Þórarinn Sigþórsson 56 Aðalsteinn Jörgensen 55 Sigurður B. Þorsteinsson 55 Sigfús Örn Árnason 41 Jón Stefánsson C-riðill: Sveit Karls Sigurhjartarsonar spilaði i þessum riðli og eins og áður sagði, vann hann alla sína leiki. Reyndar þótti það góður ár- angur að fá ekki mínusstig gegn sveitinni. Baráttan um annað sæt- ið var milli sveita Gests Jónssonar og Kristjáns Kristjánssonar. Sveitirnar mættust í síðustu um- ferðinni en fyrir leikinn hafði Gestur 48 stig en Kristján 46. í hálfleik hafði sveit Gests örlítið forskot sem hann jók svo í síðari hálfleik og sigraði örugglega. Lokastaðan í C-riðli: Karl Sigurhjartarson 100 Gestur Jónsson 64 Kristján Kristjánsson 50 Jón Ágúst Guðmundsson 42 Aðalsteinn Jónsson 20 Gunnar Jóhannesson 14 D-riðill: Almennt var talið að þessi riðill væri sterkasti riðillinn. Fimm Tuttugu og fjórar sveitir víðs vegar að af landinu tóku þátt í undan- keppni íslandsmótsins í sveita- keppni, sem fram fór samtímis í Reykjavík og á Akureyri um helg- ina. Ljósm. Arnór Bridge Þykir orðið góður árangur að fá ekki mínusstig gegn þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.