Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 46

Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Steingrímur Hermannsson endurkjörinn formaður Á miðsljórnarfundi framsóknar- manna sl. laugardag var kosið í fram- kvæmdastjórn flokksins. Er skemmst frá því að segja að öli stjórnin var endurkjörin. Steingrímur Hermannsson var kos- inn formaður flokksins. Hann hlaut 101 atkvæði, en l’áll Fétursson tvö og Olafur Jóhannesson eitt. Auðir seðlar voru tveir. Kitari flokksins var kjör- inn Tómas Árnason, en næstur hon- um kom Guðmundur Bjarnason með 11 atkva-ði. Aðrir sem hlutu atkvæði voru: Haraldur Olafsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Kagnheiður Svein- björnsdóttir, Magnús Bjarnfreðsson Segerström og María Gísladóttir i hlutverkum sínum. Síðustu sýningar á Giselle í ÞESSAKI viku verða síðustu sýn- ingar í uppfærslu Þjóðleikhússins á ballettinum Giselle sem þeir Anton Dolin og John Gilpin sviðsettu. Næst síðasta sýningin verður þriðju- dagskvöldið .30. mars og síðasta sýn- ingin verður föstudagskvöldið 2. apr- íl. Astæðan fyrir því að sýningum lýkur nú er að Per Arthur Seg- erström, sem hér fer með hlutverk Albrechts sem gestur, verður að snúa aftur heim til starfa sinna við Stokkhólmsóperuna, en þar er hann aðaldansari. Segerström tók sem kunnugt er við hlutverkinu af Helga Tómassyni og hefur vakið mikla aðdáun fyrir líflega túlkun hlutverksins. — Þá hefur sýningin í heild fengið afbragðsdóma og mjög góða aðsókn, segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu. og Halldór Ásgrímsson. Fengu þau öll eitt atkvæði til þessa embættis. Guðmundur G. Þórarinsson var endurkjörinn gjaldkeri með 95 at- kvæðum. Halldór Ásgrímsson fékk þrjú, Guðmundur Bjarnason tvö, Arnþrúður Karlsdóttir, og Valdi- mar Jónsson eitt hvort. Varaformaður var kosinn Hall- dór Ásgrímsson. Hlaut hann 94 at- kvæði. Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir fékk þrjú atkvæði, Arnþrúð- ur Karlsdóttir og Jón Helgason tvö atkvæði hvort. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var kjörin vararitari flokksins. Fékk hún 68 atkvæði í sinn hlut. Guðmundi Bjarnasyni og Arnþrúði Karlsdóttur hlotnuðust 10 atkvæði, Hauki Ingibergssyni 6, en aðrir fengu minna. Varagjaldkeri var kjörinn Hauk- ur Ingibergsson. 57 miðstjórnar- menn greiddu honum atkvæði sitt. Guðmundur Bjarnason fékk 11 at- kvæði til þessa embættis, Arnþrúð- ur Karlsdóttir 10, Jón Helgason og Guðni Ágústsson þrjú hvor, en aðr- ir hlutu færri atkvæði. I framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins voru eftirtaldir endur- kjörnir: Helgi Bergs (83 atkv.), Eysteinn Jónsson (82 atkv.), Ólafur Jóhann- esson (79 atkv.), Jónas Jónsson (78 atkv.), Erlendur Einarsson (77 atkv.), Hákon Hákonarson (69 atkv.), Þórarinn Þórarinsson (69 atkv.), Hákon Sigurgrímsson (68 atkv.) og Ragnheiður Svein- björnsdóttir (64 atkv.). Það má geta þess að Steingrímur Her- mannsson formaður, Tómas Árna- son, ritari, Guðmundur G. Þórar- insson, gjaldkeri, Halldór Ás- grímsson, varaformaður og Guðni Ágústsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, voru sjálfkjörnir í framkvæmdastjórn flokksins. Gerður Steinþórsdóttir, Guð- mundur Bjarnason og Jón Helga- son voru endurkjörin sem vara- menn í framkvæmdastjórn. Hlaut Gerður 61 atkvæði, Guðmundur 50 og Jón Helgason 47. Frönsk mynd í Regnboganum Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir myndina Flic Story í Regnboganum í kvöld klukkan 20.30. Þetta er sakamála- mynd frá 1975, leikstjóri erjacqu- es Deary og með aðalhlutverk fara Alain Delon og Jean-Louis Trint- ignant. Aðgangur er ókeypis. Á annað hundrað barna og unglinga tók þátt í sveitakeppni grunnskóla í skák. Sveitakeppni grunnskóla I skák: A-sveit Hvassaleitis- skóla hlutskörpust A-SVEIT Hvassaleitisskóla sigraði í skáksveitakeppni grunnskóla í Kcykjavik, en mótinu lauk um helgina. A-sveit Hvassaleitisskóla háði mikið einvígi við a-sveit Æf- ingadeildar Kennaraháskóla fs- lands, en þessar tvær sveitir voru í sérflokki. A-sveit Hvassaleitisskóla hlaut 32 xk vinning af 36 mögu- legum en a-sveit Æfingadeildar- innar hlaut31% vinning. B-sveit Hvassaleitisskóla hafnaði í þriðja sæti með 22 vinninga og a-sveit Seljaskóla hlaut 20'A vinning. Á annað hundrað barna og unglinga tók þátt í mótinu, sem tókst í alla staði mjög vel. Til leiks mættu 27 sveitir og var hver sveit skipuð fjórum mönnum. Sigursveit Hvassaleit- isskóla skipuðu Arnór Björns- son, Björn Sveinn Björnsson, Tómas Björnsson og Snorri Bogason. A-sveit Hvassaleitis- skóla mun líklega taka þátt í næsta Norðurlandamóti grunnskóla, sem haldið verður í Finnlandi í haust. Upprennandi skákmenn að tafli. Myndir Mbl. Kmilía Hafsteinn Aðalsteinsson og Birgir V. Halldórsson sigruðu í Tommaralli LOKSINS eftir langa bið tókst ein- hverjum að hrófla við veldi bræðr- anna Omars og Jóns Ragnarssona i rallakstri. IJm helgina var haldið svokallað Tommarall, og lauk því með sigri félaganna Hafsteins Aðal- steinssonar og Birgis V. Halldórs- sonar á Escort RS 2000. Ómar og Jón duttu út snemma á sunnudag þegar drifoxull bilaði i bil þeirra. Hafsteinn Aðalsteinsson hafði for- ystu er Omar datt út og hélt henni alit til loka. í öðru sæti lentu Þor- steinn Ingason og Sighvatur Sigurðs- son á BMW 2002 Turbo, en ekki fyrr en eftir jafna keppni við Braga Guðmundsson og Inga Grétarsson á f,ancer 1600. Þess má geta að Bragi hefur keppt á Lancernum í yfir 6 ár og telst þvi árangur hans sérlega góður. Fyrir rallið áttu flestir von á hörkukeppni um fyrsta sætið. En fyrri dag keppninnar féll keppni nær alveg niður vegna þess að lögreglan á Selfossi stöðvaði flesta keppnisbílana á miðri sérleið. Töldu þeir keppendur hafa ekið á ólöglegum hraða, en bílarnir voru stoppaðir á miðri sérleið þar sem almenn umferð er bönnuð. Voru skiptar skoðanir um aðgerðir þessar. Railið hélt síðan áfram á sunnu- dag og var ekið meðfram Kefla- víkurveginum og um Reykjanes. Þegar að Reykjanesleið kom var barátta um nær öll sæti og þá hvað mest um fyrsta sætið. Haf- steinn Aðalsteinsson og Birgir V. Halldórsson á Escort RS 2000 höfðu forystu, en Hafsteinn Sigurvegararnir Hafsteinn Aðalsteinsson og Birgir Viðar Halldórsson aka hér um hlykkjótta Reykjanesleiðina. Hauksson og Ólafur Guðmunds- son fylgdu fast á eftir. En Haf- steinn og Ólafur misstu af lestinni þegar bíll hans lenti utanvegar. Átti nafni hans Aðalsteinsson því létt með að halda fyrsta sætinu, en eins og fyrr segir duttu Ómar og Jón Ragnarssynir snemma út á sunnudag. En það var mikil bar- átta um sætin á eftir. Fjórir bílar átti í harðri keppni um annað sæti, en Reykjanesleið skipti þar sköpum. Matthías Sverrisson og Sigurjón Harðarson á Celeste 1600 urðu að láta af keppni um annað sæti þegar Celesta þeirra rann út- af veginum í beygju. Á endanum tryggðu Þorsteinn Ingason og Sig- hvatur Sigurðsson sér annað sæti, það þriðja hrepptu Bragi Guð- mundsson og Ingi Grétarsson á Lancer, en það munaði aðeins nokkrum sekúndum á þessum sæt- um. I fjórða sæti lentu Logi Ein-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.