Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 27 • Þessi mynd af Stenmark er tekin á sjúkrahúsi eftir aö hann hlaut meiöslin í Schnalstal áriö 1977. En síö- an þaö skeöi hefur hann ekki lagt fyrir sig brun á skíðum. utanaðkomandi aðilar beinlínis krefjast þess að ég geri vel. Oft hef ég áhyggjur er ég renni mér fyrstu ferðina í hverri keppni. Ef vel gengur er allt í góðu lagi, en ef illa gengur versnar í því vegna þess að almenningur fer þá að spyrja hvers vegna gekk illa. En ég er bara mannlegur og svona nokkuð getur alltaf gerst." Þú hefur sigrað í greinum þínum svo reglulega, að hugsanlegt er að keppinautarnir séu komnir með minnimáttarkennd, er það ekki? „Ég vil ekki tjá mig um það, en það hefur bæði kosti og galla hversu miklar kröfur eru gerðar til mín í hvert sinn sem ég keppi. Ég þoli illa að sigra ekki, þó það sjáist kannski ekki á mér og ég legg skíðin á hilluna um leið og ég finn að ég hef ekki gaman af því að keppa lengur." Hvernig er að vera frægur? „Ég finn lítið fyrir því á sumrin, þá er fólk á kafi í knattspyrnu og tennis. En á veturna getur það verið illþolandi, maður verður fyrir ýmiss konar ónæði og það getur skemmt fyrir manni einbeit- inguna." Hvernig er keppnisskapið? „Ég er taugaóstyrkur, en ástandið í þeim efnum var mun verra hér áður fyrr, er ég var óreyndari. En af þessum sökum hefur það loðað við mig að fyrri ferð mín í svigi eða stórsvigi hefur oft verið langt frá því sem ég get best. Það líða yfirleitt 2—4 klukkustundir milli ferða og tím- ann nota ég til að einbeita mér að síðari ferðinni. Ég verð gjarnan geðvondur yfir slöku gengi í fyrri ferðinni og þegar ég er geðvondur stend ég mig best." Að lokum, þú sagðir að þú myndir leggja skíðin á hilluna þegar þú vær ir hættur að hafa gaman af íþrótt- inni. Hvað telur þú að sé langt í það? „Ég er hræddur um að það fari fyrir mér eins og Gustaf Thoeni. í rauninni ætti ég að hætta núna strax, helst í dag, hætta á toppn- um. En ég tel að ég geti orðið enn betri, því held ég áfram. Ef ég geng í gegn um slæmt tímabil, þá reikna ég með að keppa eitt keppnistímabil í viðbót við það, svona til að sýna að ég get enn staðið mig vel. En svo hætti ég.“ 120 kepptu á Vest- fjaróamótinu í svigi VESTFJARÐAMÓT í svigi fór fram á Seljalandsdal fyrir skömmu. Keppend- ur á mótinu voru 120 talsins, frá ísafjarðarfélögunum Herði, Ármanni, Vestra og Skíðafélagi ísafjarðar. Reynir og Ungmennafélag Bolungarvíkur sáu um mótið. Mótið fór vel fram og var keppni bæði hörð og skemmtileg. Úrslit urðu þessi: 8 ára og yngri stúlkur: Fyrri ferð:Síðari ferð: Samtals: 1. Þórdís Þorleifsdóttir Ármanni 27,24 28,32 55,56 2. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir Ármanni 27,83 28,50 56,33 3. Fanney Pálsdóttir Vestra 28,83 28,35 56,81 8 ára og yngri drengir: 1. Jóhann B. Gunnarsson Ármanni 25,07 25,54 50,61 2. Sigurður H. Jóhannsson Ármanni 27,74 26,83 54,57 3. Sigurður Samúelsson Ármanni 27,93 27,27 55,20 9—10 ára stúlkur: 1. Anna S. Valdimarsdóttir ITMFB 47,46. 53,41 100,87 2. Sigríður S. Gautsdóttir 51,70 57,10 108,80 3. Margrét Ó. Arnarsdóttir Ármanni 52,86 61,72 114,58 9—10 ára drengir: 1. Arnþór Þ. Gunnarsson Armanni 46,96 45,17 92,13 2. Hannes M. Sigurðsson UMFB 45,77 47,64 93,41 3. Kristján Flosason Herði 45,62 48,56 94,18 11—12 ára stúlkur: 1. Ásta S. Halldórsdóttir UMFM 50,41 51,00 101,41 2. Ágústa Jónsdóttir Ármanni 49,88 53,98 103,86 3. Guðbjörg Yngvadóttir 54,01 80,22 134,23 11 —12 ára drengir: 1. Olafur Sigurðsson Ármanni 43,58 47,61 91,19 2. Einar Pétursson UMFB 46,38 48,80 95,18 3. Einar Gunnlaugsson Herði 47,48 49,36 96,84 13—15 ára stúlkur: 1. Margrét Valdimarsdóttir UMFB 46,67 47,37 94,04 2. Sigríður L. Gunnlaugsdóttir Vestra 47,02 49,42 96,44 3. Katrín Þorláksdóttir Herði 48,75 49,30 98,05 13—14 ára drengir: 1. Baldur T. Hreinsson Ármanni 44,00 45,53 89,53 2. Ólafur M. Birgisson Herði 43,88 45,83 89,71 3. Guðmundur Harðarson Ármanni 45,32 47,24 92,56 15—10 ára drengir: 1. Guðjón Olafsson Herði 42,35 43,10 85,45 2. Atli Einarsson Herði 42,77 44,29 87,06 Kedir heims- meistari í víðavangs- hlaupum MOHAMMED Kedir, Eþíópiumaðu- rinn lágvaxni, varð heimsmeistari í víðavangshlaupi um fyrri helgi, sigr- aði eftir hörkukeppni við Bandarikjamanninn Alberto Sala- zar. í þriðja sæti varð Nýsjálending- urinn Rod Dixon, fjórði A-Þjóðver- jinn llans-Jörg Kunze og Bretinn Mike Mct'loud fimmti. Eþíópiu- menn sigruðu í sveitakeppninni, en Bretar urðu i öðru sæti. Það var sannkallaður Eþíópíuda- gur í Rómaborg um helgina, því auk þessa áttu Eþíópíumenn fyrsta, an- nan, fjórða og fimmta mann í unglin- gaflokki, og sigruðu léttilega í svei- takcppni unglinga. Norsku stúlkunni Gretu Waitz tókst ekki að vinna fimmta heims- meistaratitilinn í víðavangshlaupi í röð, reyndi til hins ýtrasta og náði um tíma 30 metra forskoti, en tvær rúmenskar stúlkur sóttu að henni undir lokin og hafnaði Waitz í þriðja sæti. I sveitakepp- ninni sigruðu rússneskar stúlkur, sveit Italíu varð önnur og brezku ■stúlkurnar þriðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.