Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Eftir dr. Braga Jósepsson Undanfarna daga hefur allmik- ið verið rætt um Vogaskóla og framtíð hans. Tilefni þessarar umræðu eru hugmyndir sem fram komu á síðastliðnu ári um að leggja ætti skóiann niður og beina nemendum Vogahverfis í Lang- holtsskóla. Rökin fyrir þessum hugmyndum voru fyrst og fremst þau, að um mikla fækkun nem- enda væri að ræða í Vogaskóla og re.vndar einnig í Langholtsskóla. Einnig var bent á að Langholts- skóli væri þannig staðsettur að lengstu vegalengdir úr Vogahverfi í skóiann væru álíka og þær lengstu úr norðurhluta Lang- holtshverfis. A síðastliðnu ári var einnig gerð sú breyting á hverfa- skipulagi grunnskóla Reykjavíkur að einn eða fleiri grunnskólar m.vnduðu tiltekið skólahverfi, ails átta talsins. Samkvæmt þessari ákvörðun fræðsluráðs Reykjavík- ur mynduðu eftirtaldir skólar sameiginlegt skólahverfi: Lang- holtsskóli, Laugalækjarskóli, Laugarnesskóli og Vogaskóli. Megintilgangur þessa skipulags er að stuðla að sem bestri nýtingu einstakra skóia. Einnig er aug- Ijóst, að nemendur geta með þessu móti kosið að sækja einn skóla fremur en annan. Með hliðsjón af þessum rökum tel ég ótvírætt að þetta hverfaskipulag sé til bóta og auðveldi mjög undirbúning skóla- halds hverju sinni. Aö leggja niöur eöa ekki En svo aftur sé vikið að þeirri hugmynd, að leggja niður Voga- skóla, má gera langa sögu stutta. íbúar Vogahverfis og þá fyrst og fremst foreldrar, nemendur og kennarar í hverfinu, báru fram mótmæli, og vildu ekki failast á þá hugmynd að skóiinn yrði lagður niður. Niðurstaðan varð sú, að sett var fram ný hugmynd, um að efstu bekkir grunnskólans, þ.e.a.s. 4.-9. bekkur, yrðu fluttir úr Vogaskóla í Langholtsskóla en kennsla yngri barna héldi áfram í Vogaskóla, sem þá yrði útibú frá Lang- holtsskóla og heyrði undir skóla- stjóra þess skóla. Á þessari hug- mynd var síðan gerð sú breyting í fræðsluráði, að Vogaskóli yrði áfram sjálfstæður skóli, en haldið fast við þá hugmynd að færa efstu bekkina burt úr Vogaskóla. Enn mótmæltu íbúar Voga- hverfis og kröfðust þess að skólinn yrði rekinn áfram með óbreyttum hætti. Á fundi í fræðsluráði Reykjavíkur 22. febrúar sl., þar sem rætt var um Vogaskóla, gerði ég grein fyrir afstöðu minni til þessa máls, í fyrsta lagi að því er varðar skólann sjálfan og í öðru lagi í víðari skilningi um almenna stefnumótun í skóiamálum. Á þessum fundi var lögð fram eftirfarandi bókun frá Elínu Pálmadóttur, Davíð Oddsyni og Rangari Júlíussyni: „Fræðslu- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins telja nauðsynlegt að huga á nýjan leik að lausn Vogaskólamálsins í framhaldi af bréfum og undir- skriftum íbúa í skólahverfinu." Á þessum sama fundi lét ég bóka eftirfarandi: „Ég get ekki fallist á þær tillögur, sem fyrir liggja um framtíð Vogaskóla og tel eðlilegt að foreldrafélag skólans skipi þriggja manna nefnd til viðræðna við fræðsluráð um framtíðar- skipulag og rekstur skólans." Á næsta fundi fræðsluráðs, viku síðar, var Vogaskólamálið tekið fyrir á nýjan leik og mættu þar stjóra Vogaskóla var lögð fram á fundi fræðsluráðs 8. mars, sl. og hún samþykkt með 6 atkvæðum. Ég greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni og gerði grein fyrir atkvæði mínu með eftirfar- andi bókun: „Ég tel mikilvægt að íbúar einstakra borgarhverfa fái að ráða miklu um þróun og skipu- lag viðkomandi skóla. Ég er mót- faliinn því að nemendum í grunnskólum Reykjavíkur sé stokkað upp vegna fjölgunar eða fækkunar í hverfum en tel aftur á íslenski grunnskólinn er ódýr skóli tveir fulltrúar foreldrafélagsins ásamt skólastjóra Vogaskóla. Á þessum fundi gerði formaður fræðsluráðs, Kristján Benedikts- son, grein fyrir tillögu, sem síðan var samþykkt með 6 atkvæðum. Ég taldi mér hins vegar ekki fært að greiða þessari tillögu atkvæði þar sem í henni fólust ákveðnar takmarkanir á viðunandi aðbún- aði á skólahaldi í Vogaskóla. Til- lagan var svohljóðandi: „Með til- liti til eindreginna óska aðstand- enda Vogaskólans telur fræðslu- ráð rétt að gerð verði áætlun um skólahald í Vogahverfi næsta skólaár, sem miðast við að í Voga- skóla verði starfræktur óskertur grunnskóli, enda fari kostnaður við skólahaldið ekki verulega fram úr þeim fjárveitingum sem skól- inn á rétt á miðað við nemenda- fjölda. Fræðslustjóra og skóla- stjóra Vogaskóla er falið að gera slíka áætlun og leggja fyrir fræðsluráð eigi síðar en fyrir 15. þ.m.“ Eins og áður segir var þessi tillaga samþykkt og komu ekki fram neinar athugasemdir við efni tillögunnar frá fulltrúum for- eldrafélagsins. Hins vegar lögðu fulltrúarnir áherslu á þá kröfu Foreldra- og kennarafélags Voga- skóla að haldið yrði uppi eðlilegu grunnskólastarfi innan hverfisins og efstu bekkirnir yrðu ekki færð- ir yfir í Langholtsskóla. Það lá að vísu ljóst fyrir á þess- um fundi, og reyndar áður, að meirihluti fræðsluráðs mundi ekki treysta sér til að knýja fram nein- ar meiriháttar breytingar á starf- semi Vogaskóla að sinni, enda þótt áhuginn væri fyllilega til staðar. Allt reglunum að kenna Tillaga fræðslustjóra og skóla- móti að eðlilegt sé að gera nauð- synlegar breytingar á rekstri ein- stakra skóla án þess að færa nem- endur milli hverfa eða með því að leggja niður heila bekki eða jafn- vel heila skóla. Ég tel því ekki rétt að samþykkja þá breytingu sem lögð er til. Ég tel þó að kostur A sé aðgengilegri en sá, sem hér er val- inn.“ í framhaldi af þessari bókun lagði meirihluti fræðsluráðs fram svofellda bókun: „Vegna bókunar Braga Jósepssonar viljum við taka fram að með þeirri samþykkt sem við höfum gert um skipulagningu skólastarfs í Vogaskóla fyrir næsta skólaár er ekki gert ráð fyrir að „færa nemendur milli hverfa“ og því síður „að leggja niður, heila skóla". Meginefni samþykktarinnar er að Vogaskóli starfi áfram með öllum aldursár- göngum með skipan sem gerir unnt að raka hann innan ramma núgildandi laga og reglugerða um skólakostnað. Við viljum leggja áherslu á að þær reglur gera erfitt að skipuleggja skólastarf í grunnskólum í Reykjavík þannig að æskilegur nemendafjöldi verði í bekkjum. Brýnast er í því sam- bandi að unnið verði að fækkun í fjölmennum deildum. Reglurnar þyrfti að endurskoða þannig að hver skóli verði gerður sjálfstæð rekstrareining." Agreiningur um hvaö? I tiilögu þeirri, frá fræðslu- stjóra og skólastjóra Vogaskóla, sem fræðsluráð samþykkti, er gert ráð fyrir fjölmennari og færri bekkjardeildum en nú eru í skól- anum og er þá miðað við óbreytt- an nemendafjölda. í 7 ára bekk „Agreiningurinn í fræðsluráði Reykjavíkur stendur ekki um það, hvort menn telji bekkj- ardeildirnar of stórar eða viðunandi. Agrein- ingurinn stendur um það, hvort fræðsluráð Reykjavíkur eigi að sætta sig við þá túlkun menntamálaráðuneytis- ins á grunnskólalögun- um að stíft peningasjón- armið ráði ferðinni um allt sem viðkemur skólastarfi í grunnskól- um Reykjavíkur.“ yrðu því 27 nemendur saman í deild, í 8 ára bekk 26 nemendur og í 13 ára bekk yrðu 29 nemendur saman í deild. Samkvæmt valkosti A, sem ég taldi æskilegri, hefði þessum þrem bekkjardeildum ver- ið skift upp í sex deildir og hefðu þá nemendur skólans, 273 talsins, jafnast niður á 15 deildir í staðinn fyrir 12 deildir, sem að vísu yrðu misstórar eftir aldurshópum. Hér er reyndar ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að skifta sjö og átta ára bekkjum upp í þrjár deildir í staðinn fyrir fjórar enda mundi sú tilhögun stríða mjög gegn hefðbundnum vinnubrögðum um skólaskipan hér á landi. Ágreiningurinn í fræðsluráði Reykjavíkur stendur ekki um það hvort menn telji bekkjardeildirn- ar of stórar eða viðunandi. Ágreiningurinn stendur um það hvort fræðsluráð Reykjavíkur eigi að sætta sig við þá túlkun mennta- málaráðuneytisins á grunnskóla- lögunum að stíft peningasjónar- mið ráði ferðinni um allt sem við- kemur skólastarfi í grunnskólum Reykjavíkur. Ef við lítum á 76. gr. grunn- skólalaganna fáum við m.a. eftir- farandi leiðarljós um það hvernig skipuleggja eigi skólastarf. Þar segir, að verði nemendur allt að 20, verði kennslustundir á hvern nemanda 3, en séu nemendur 21 til 100 samtímis í skólanum verði kennslustundirnar 20, og að auki 2 á hvern nemanda. Ef fjöldi nem- enda er hins vegar 101 til 350 verða kennslustundirnar 60, og að auki 1,6 á hvern nemanda. Verði nemendur fleiri en 350 samtímis i skóla verða kennslustundirnar 130, og að auki 1,4 á hvern nem- anda. „Uppeldisfræðileg nauðsyn“ Hvaö er nú það? Það er á grundvelli slíkra fyrir- mæla sem íslenski grunnskólinn er rekinn og það er orðin venja hjá fræðsluráðum, skólanefndum og öðrum starfsmönnum skólanna að láta fjármálasérfræðinga mennta- málaráðuneytisins túlka einhliða þá endemis þvælu sem viðmiðun- arreglur, á borð við þá sem hér er vitnað til, fela í sér. Sannleikurinn er sá, að ýmsir af okkar ágætustu skólamönnum, sem vinna í fræðsluráðum, skóla- nefndum og á fræðsluskrifstofum hafa hreinlega gefist upp fyrir því ofríki sem einstakir embættis- menn menntamálaráðuneytisins hafa komist upp með að beita. Það þýðir ekkert að tala um uppeldis- fræðilega nauðsyn við þessa menn eða um eitthvað sem heitir góður skóli eða eitthvað þess háttar. Þeir bara brosa og vitna í formúl- una um 60 kennslustundir plús 1,6 og skólamennirnir liggja í valnum. Hér í Reykjavík hefur uppbygg- ing grunnskólans, að mörgu leyti, verið langt á undan því sem þekk- ist annars staðar á landinu. Ég tel að Reykjavík haldi enn þessari forystu í skólamálum enda þótt borgin standi frammi fyrir fjöl- mörgum vandamálum af félags- legum toga, sem ekki eru jafn al- varleg í öðrum og fámennari sveit- arfélögum. Hvaö er til úrbóta? Ég tel að fræðsluyfirvöld borg- arinnar hafi ekki markað nægi- lega afgerandi stefnu og að sparn- aðarsjónarmið fræðsluyfirvalda hafi kostað borgarana of mikið. Ég tel því að fræðsluyfirvöld Reykjavíkurborgar eigi að marka ákveðna stefnu um uppbyggingu, skipulag og rekstur grunnskóla. V I Athugasemd við tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar til að endurskoða mörk núgildandi lögsagnarumdæma Fram er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar til að endurskoða mörk núgildandi lögsagnarumdæma. Fjölmiðlar hafa skýrt frá þessari tillögu ásamt röksemdum flutn- ingsmanns. Sjálfsagt er hér um markverða tillögu að ræða, án þess að undir- ritaður ætli að leggja á það mat. Gjalda ber þó varhuga við breyt- ingum á mörkum lögsagnarum- dæma, nema um brýna þörf sé að ræða og íbúar viðkomandi um- dæma óski slíkra breytinga. Lesendum, a.m.k. kunnugum í Borgarfirði, hljóta þó að koma all spánskt fyrir sjónir sum þau rök, sem flutningsmaður notar í grein- argerð með tillögunni, máli sínu til stuðnings. Tel ég mér skylt að leiðrétta eftirfarandi firru hér, því ætla verður, að fleiri en flutnings- maður séu ókunnugir málavöxt- um. I greinargerðinni segir svo: „Þá er víða mjög langt að fara til við- komandi sýslumanns þóekki þurfi að fara um önnur lögsagnarum- dæmi. Má nefna sem dæmi, að íbúar norðanvert við Hvalfjörð þurfa að aka til Borgarness til að hitta sinn sýslumann, en mun styttra er til Akraness, þar sem bæjarfógeti situr ...“ Enginn Borgfirðingur hefur í mín eyru kvartað undan því, að þurfa að aka til Borgarness til að hitta mig eða mitt starfsfólk að máli, og er mér raunar nær að halda, að fæstir íbúanna á því svæði, sem flutningsmaður nefnir, óski eftir breytingu á mörkum lögsagnarumdæma vegalengdar vegna. Satt að segja hélt ég og, að fram hjá fáum hefði farið, að tekin hef- ur verið í notkun brú yfir Borg- arfjörð, sem styttir leiðina frá Borgarnesi suður í Hvalfjörð um tæpa 30 km. Þótt vegalengdin á milli hafi ekki vaxið mönnum í augum fyrir tilkomu brúarinnar, þá held ég að hún hljóti að gera það enn síður nú. Reyndar er það algert öfugmæli að telja þetta mjög langa leið, eins og staðhæft er í greinargerðinni, ef ég skil hana rétt. Kunnugir telja þessa leið stutta og mætti víst flest _ dreifbýlisfólk sæmilega vel við una, ef það þyrfti almennt ekki að fara lengri leið til að hitta emb- ætti sýslumanns en raun ber vitni hér. T.d. er vegalengdin frá olíu- stöðinni í Hvalfirði til Borgarness 43 km. Vegalengdin frá Reykjavík til Borgarness er nú 9 km lengri en frá Reykjavík til Akraness, sem þýðir u.þ.b. 7 mín. lengri akstur. Á svæðinu norðanvert við Hvalfjörð búa flestir íbúanna í Hval- fjarðarstrandarhreppi. Sá munur á vegalengd, sem hér var nefndur, er því hinn mikli munur sem flutningsmaður virðist ætla að sé. Að vísu eiga íbúar í Innri- -Akraneshreppi og á örfáum bæj- um í Skilmannahreppi styttra að fara til Akraness, en mér finnst í rauninni alls ekki unnt að nota þessar stuttu leiðir, sem hér eru nefndar, sem veigamikil rök fyrir því að breyta mörkum lögsagn- arumdæma. Hitt er aftur á móti víst, að ef rök mismunandi vegalengda eiga ein að duga til breytinga á mörkum, sem ég dreg mjög í efa, þá er að sjálfsögðu unnt að nefna ótal dæmi um slíkan mismun í flest- um, ef ekki öllum lögsagnarum- dæmum landsins, þar sem munur- inn er þó margfalt meiri en í fyrr- nefndu dæmi tillöguhöfundar. Sjálfur ætti hann meira að segja að hafa dæmi sér nærtækari, sbr. vegalengdir innan Rangárþings. Þó ber að hafa hugfast, að stórbættar samgöngur, ekki síst á hringveginum, stöðugt fullkomn- ari samgöngutæki og sjálfvirkur sími gera vegalengdir í dag að miklu þýðingarminni þætti en áð- ur var með tilliti til allra sam- skipta fólks í hinum dreifðu byggðum við miðstöðvar sínar. Eg vil að lokum láta í ljósi þá skoðun mína, að rétt sé í þessu máli sem öðrum að hafa það held- ur sem sannara reynist. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.