Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Ekki sjálfgefið að launþegi sé í verkalýðsfélagi — segir Þorsteinn Pálsson, en í stefnuyfirlýsingu VSI er krafa um að ákvæði um forgangsrétt og innheimtu félagsgjalda verði endurskoðuð Opið bréf til Kjartans Ólafssonar ritstjóra Þjóð- viljans og Tómasar Árnasonar viðskipta- ráðherra frá Davið Sch. Thorsteinssyni SJÖTTI lidur stefnuyrirlý.singar Vinnuveitenda.sambands íslands fyrir komandi kjarasamninga er „aö ákvæöi um forgangsrétt og inn- heimtu félagsgjalda verði endurskoð- uð“. Morgunblaöið leitaði til Þor- steins l’álssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, og spurði hann hvers vegna þetta atriði væri inni í stefnuyfirlýs- ingunni. Hann svaraöi því til, að þaö væri alls ekki sjálfgefið að launþegi væri í verkalýðsfélagi og af honum væru skilyrðislaust tekin gjöld i sjóði þess. Þorsteinn sagði, að á síðasta sumri hefði fallið dómur fyrir Mannréttindádómstóli Evrópu í máli þriggja Breta gegn Stóra- Bretlandi. Málið höfðuðu þre- menningarnir er þeim var sagt upp störfum hjá brezku járnbrautun- um þar sem þeir neituðu að gerast félagar í einu þriggja verkalýðsfé- laga, sem þeim var boðin aðild að og gerð að skilyrði fyrir frekara starfi hjá járnbrautunum. Bret- arnir unnu málið. í fréttabréfi VSÍ frá því í októ- ber á síðasta ári er fjallað um þetta mál undir fyrirsögninni „Einkaréttindi og mannréttindi". Þar segir, að krafa Bretanna hafi verið viðurkenning á því, að brottrekstur þeirra úr starfi á þeim grundvelli, að þeir neituðu að ganga í verkalýðsfélag, væri brot á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu, einkum 11. grein hans. Þar segir m.a:. „Rétt skulu menn hafa að koma saman með friðsöm- um hætti og mynda félög með öðr- um, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum.“ Töldu þeir, að ákvæði þetta ætti ekki síður að tryggja launþegum rétt til að standa utan verkalýðsfélaga, en að stofna þau eða ganga í. I niðurstöðum dómsins segir, að í þessu máli sé ljóst að um brot á fyrrnefndri grein sáttmálans sé að ræða. Island er aðili að Evrópuráð- inu og hefur sáttmáli þess um verndun mannréttinda og mann- frelsis lagagildi hér á landi, segir í fréttabréfinu. Magnús Thoroddsen, nýskipaður hæstaréttardómari, skrifaði grein, sem birtist í Morgunblaðinu 2. des- ember 1981. Þar segir hann frá málavöxtum í stuttu máli á eftir- farandi hátt: „Kærendur, þeir Young, James og Webster, voru allir starfsmenn brezku járnbrautanna. Young hafði byrjað að starfa hjá fyrir- tækinu 1972, James 1974 og Webst- er 1958. Enginn þeirra var í verka- lýðsfélagi, en innan brezku járn- brautanna voru starfandi þrjú verkalýðsfélög, National Union of Railwaymen („NUR“), The Trans- port Salaried Staffs Association („TSSA") og The Associated Soci- ety of Locomotive Engineers and Firemen („ASLEF"). Árið 1975 gerðu þessi þrjú verkalýðsfélög samkomulag við Brezku járnbrautirnar (British Rail) um að koma á tilteknu fyrir- komulagi, sem kallast á ensku „closed shop“, sem þýddi, að hér eftir var það skilyrði fyrir atvinnu hjá Brezku járnbrautunum, að starfsmenn, eins og Young, James og Webster, gengju í eitthvert af ofangreindum verkalýðsfélögum. Þetta neituðu þeir þremenn- ingarnir að gera, og árið 1976 var þeim öllum sagt upp störfum hjá Brezku járnbrautunum." Magnús rekur í stuttu máli í greininni rökstuðning þremenn- inganna. Young rökstuddi neitun sína fyrir því að ganga í verkalýðs- félag á eftirfarandi hátt sam- kvæmt grein Magnúsar Thorodd- sen: „a) Hann var ósammáia pólitísk- um skoðunum verkalýðsforingj- anna hjá „TSSA“. b) Peningar úr sjóðum félagsins voru notaðir til að gefa út mánað- arrit, sem studdi Verkamanna- flokkinn og hann hafði ekki fengið tryggingu fyrir því, að sjóður fé- lagsins væri ekki notaður í annars konar pólitískum tilgangi. c) Hann var ósammála stuðningi „TSSA“ við þjóðnýtingu iðnaðar- ins og verðbólguaukandi kaupkröf- um félagsins. Hann var einnig mótfallinn því að verða að taka þátt í verkföllum, vegna þess, að járnbrautastarfsmenn væru í lyk- ilaðstöðu sem þjónustuiðnaður, og leit hann á verkföll af þeirra hálfu sem fjárkúgun gagnvart þjóðfélag- inu í heild. d) Hann taldi „TSSA“ umburð- arlaust gagnvart einstaklings- bundnum skoðunum og frelsi, þar sem félagið keppti að því að koma á hinu svonefnda „closed shop“- fyrirkomulagi og næði þar með óþolandi áhrifavöldum varðandi mannaráðningar og uppsagnir." I dómsorðum segir, að skerðing sú, sem kært var út af, hafi ekki verið „nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi" og brotið hafi verið gegn 11. grein sáttmálans. Loka- orðin í grein Magnúsar eru þessi: „Samkvæmt 50. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu á dómstóll- inn nú eftir að dæma þeim skaða- bætur fyrir fjártjón og miska vegna uppsagnanna, sem þeir urðu að þola, vegna þess, að þeir höfðu skoðanir, sem eigi voru þóknanleg- ar forystumönnum verkalýðsfélag- anna, en þeir þremenningar höfðu þó þrek og þor til að standa og falla með.“ í ræðu minni á ársþingi iðn- rekenda hinn 5. mars sl. varaði ég, meðal annars, enn einu sinni við erlendri skuldasöfnun, sér- staklega, ef peningarnir væru notaðir í ríkum mæli til neyslu, en ekki til arðbærra fjárfest- inga. Eg sagði jafnframt að við hefðum aukið erlendar skuldir okkar um 10 milljónir nýrra krQna á hverjum einasta degi allt síðastliðið ár, á laugardög- um, sunnudögum, jólum, pásk- um, og jafnvel 1. maí. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, varar við „blekking- um“ af þessu tagi í ritstjórn- argrein sinni 9. mars sl. og í ræðu, sem Tómas Árnason hélt á aðalfundi Kaupmannasamtaka Islands hinn 18. mars sl., segir hann báðar fullyrðingar mínar „alrangar" og „fjarstæðu", og segir meðal annars að erlendar skuldir hafi aðeins aukist um 2,9 milljón krónur á dag á síðast- liðnu ári. Tíminn birtir svo þennan hluta ræðu Tómasar í ritstjórn- argrein 20. þ.m. Báðir aðilar færa fram mikið talnaflóð máli sínu til stuðnings, en eina talan, sem þeim ber sam- an um, er að ég hafi talað um 10 milljón krónur. Bestu fáanlegar upplýsingar um erlendar lántökur tel ég vera að finna í Hagtölum mánaðar- ins, sem Seðlabanki íslands gef- ur út, og þegar ég var að semja ræðu mína var nýjustu upplýs- ingar um þessi mál að finna í febrúar-hefti þess rits. Á blað- síðu 17, töflu 2, í því hefti stend- ur að löng erlend lán hafi aukist um 3.320 milljón krónur frá september 1980 til september 1981, umreiknað miðað við gengi Bandaríkjadollars í lok septem- ber hvort ár. 3.320 milljón krónur deilt með 365 dögum er 9,1 milljón krónur á dag, og sé aukningu skamm- tímalána bætt við, er talan 10 milljón krónur á dag of lág tala. Tómas notar svokallað meðal- viðskiptagengi ársins og fær þá út 2,9 milljónir. Svo mikið um þessar mínar „blekkingar" og „fjarstæðu". Tómas segir að „skýrslur sýni að lánin hafi verið tekin til arð- bærra fjárfestinga og nauðsyn- legra framkvæmda, en alls ekki til neyslu." Það var leitt að hann skyldi ekki vera viðstaddur á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins í fyrradag, þegar formaður Fram- sóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, lýsti því yfir að „við höfum tekið erlend lán til að greiða vexti og afborganir af er- lendum lánum". Varla flokkast slíkar lántökur til arðbærra fjárfestinga og varla benda minnkandi þjóðartekjur á mann hérlendis ár eftir ár til arðbærra fjárfestinga, eða hvað finnst þér, Tómas Árnason? Sannleikurinn er sá að nú er svo komið fyrir íslenskri þjóð að tæplega 40% — % hlutar — af öllum nýjum erlendum lánum er notaður til að greiða afborganir af gömlum erlendum lánum — og þá er eftir að greiða vextina! Ef við tækjum ekki lán til að borga lán færi andvirði fjórða Skreiðarsamlagið gagnrýnir skipulagsleysi í útflutningi: „Hefur valdið ómældu tjóni á markaði okkar í Nígeríu“ í FRÉTTABRÉFI Skreióarsamlags- ins er skipulagsleysi í skreiðarút- Dutningi gagnrýnt. Einnig kemur þar fram sú skoðun, að skreiðar- útflytjendur séu of margir og hafi að minnsta kosti verið sjö talsins í fyrra. Sagt er frá því, að á tímabili síðastliðið ár hafi fimm aðilar, auk útflytjendanna sjö, verið að reyna hver fyrir sig að selja 20 þúsund pakka hver af skreið eða samtals 100 þúsund pakka. „Þetta háttalag fréttist auðvitað í Nigeríu enda fór það svo, að Nigeríumenn lækkuðu skreiðina úr 290 dollurum fyrir pakkann í 287 dollara í nóvember síðastliðnum," segir í fréttabréfinu. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á aðalfundi Skreiðarsaml- agsins og hefur hún verið send viðskiptaráðherra: „Aðalfundur Samlags skreiðarframleiðenda haldinn í Reykjavík 4. marz 1982 skorar á stjórnvöld að taka fyrir- komulag skreiðarútflutnings nú þegar til endurskoðunar og endurskipulags. Skipulagsleysi í útflutningi skreiðar hefur þegar valdið ómældu tjóni á markaði okkar í Nígeríu. Vegna aðstæðna í Nígeríu er nauðsynlegt, að stjórn þessara mála sé í föstum skorðum hér heima." Isfilm fær styrk til kvikmyndar um för Daniel Bruuns yfir Kjöl ÍSFILM hefur fengið 200 þúsund króna styrk frá Norræna menning- armálasjóónum til þess að gera heimildarkvikmynd um ferð I)an- ans Daniel Bruuns yfir Kjöl árið 1898. Ágúst Guðmundsson mun leikstýra kvikmyndinni, en Indriði G. Þorsteinsson hefur samið kvikmyndahandrit. Kvikmynda- tökur hefjast í ágúst i sumar. Daniel Bruun skráði för sína yfir Kjöl og styðst Indriði við frásögn hans. „Daniel Bruun kom fyrstur fram með hug- myndir um stórfelldan túrisma á íslandi. Hann fór yfir Kjöl til þess að varða leiðina og veitti Landsjóður fé til fararinnar og studdi þar með hugmyndir hans um að stuðla bæri að komu er- lendra ferðamanna til íslands," sagði Indriði G. Þorsteinsson í samtali við Mbl. „Ferðir yfir hálendið gátu ver- ið miklar svaðilfarir og sjálfur var Bruun hætt kominn í Hvítá, á svokölluðu Skagfirðingavaði. Skömmu síðar mætti hann ensk- um ferðamanni á Hveravöllum, Howell að nafni. Stuttu síðar drukknaði Howell þessi í Hér- aðsvötnum. Bruun hugsaði sér, að erlendir ferðamenn kæmu til Akureyrar, færu yfir hálendið á hestum og tækju skip í Reykjavík. Daniel Bruun hefur lengi legið óbættur hjá garði hjá okkur íslending- um. Hann var fornleifa- og mannfræðingur, mikill íslands- vinur og ferðaðist vítt og breitt um landið. Hann kom fyrst til landsins 1896 og dvaldi svo að segja á hverju sumri hér á landi fram til 1916. Hann skráði og teiknaði híbýli manna á 19. öld- inni. Þetta var ekki gert af öðr- um og Daniel Bruun vann þarna mikið og þarft verk. Okkar skuld við Daniel Bruun er mikil á fjöl- mörgum sviðum. Hann var vin- sæll af alþýðu þessa lands og hvarvetna aufúsugestur. Daniel Bruun var Dani og enginn smá Dani, þegar á það var litið," sagði Indriði G. Þorsteinsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.