Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
£1
Ljósm. KrÍHtján
Fimm dönsk skáld starfa saman í svonefndu LjóAleikhúsi, en þau eru (frá
vinstri): Marianne Larsen, Peter Poulsen, Knud Sörensen og Vagn Steen,
auk Sten Kaalö, sem ekki var kominn til landsins í gærmorgun er myndin
var tekin.
Danskt ljóðleikhús
í heimsókn á íslandi
Fimm dönsk skáld eru stödd hér-
lendis um þessar mundir og munu
þau lesa kvæði sín í skólum, söfn-
um, leikhúsum og í Norræna húsinu.
Þau hafa stofnað kveðskaparleihús
sem þau nefna „Digterscenen“ eða
Ljóðleikhús. Skáldin heita Knud
Sörensen, Vagn Steen, Peter Poul-
sen, Sten Kaalö og Marianne Lar-
sen.
Ljóðleikhúsið kemur fram í
Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld,
þriðjudag kl. 20:30 með dagskrá á
íslensku og dönsku og munu þau
Úlfur Hjörvar, Nína Björk Árna-
dóttir og Kristín Bjarnadóttir lesa
valið efni úr kveðskap Ljóðleik-
hússins á íslensku. Miðvikudags-
kvöld kl. 20:30 verður dagskrá í
Norræna húsinu þar sem Islend-
ingarnir munu einnig koma fram
og lesa þýðingar sínar. Að þessari
heimsókn Ljóðleikhússins til ís-
lands standa Norræna húsið, Fé-
lag dönskukennara og Det danske
Selskab.
Á fundi með fréttamönnum
kynntu skáldin dönsku þessa
starfsemi sína og kom þá m.a.
fram að hún hófst óformlega um
það leyti sem þau voru í heimsókn
í Finnlandi árið 1975. — Við erum
ekki með venjulegan upplestur
heldur setjum ljóð okkar fram
sem eins konar leikhús, en þó er-
um við ekki leikarar heldur og
tökum t.d. ekki á okkur hin ýmsu
gervi. Þegar við hófum þessa
starfsemi sóttum við um styrk til
að standa undir kostnaði við upp-
lestur okkar, en auk okkar höfum
við stundum fengið með okkur
gesti, aðra danska höfunda og
starfsbræður frá öðrum löndum,
m.a. Finnlandi, Færeyjum og
Þýskalandi. Höfum við síðan á
þessum árum lesið upp í grunn-
skólum, menntaskólum og lýðhá-
skólum, við höfum heimsótt
vinnustaði og bókasöfn.
Skólaheimsóknirnar höfum við
gjarnan þannig að eftir að við höf-
um komið fram sem einn hópur
förum við eitt og eitt í bekkina.
Þar fá nemendur tækifæri til að
ræða við okkur og kynnast okkur
þannig betur. Oft hafa nemendur
undirbúið sig fyrir slíkar heim-
sóknir og við höfum stundum
heimsótt skóla vangefinna og þá
reynum við stundum að breyta
ljóðunum ef í þeim eru orð og
hugtök sem líklegt er að séu utan
við skilning þeirra. Stundum tök-
um við einnig tónlistina í þjónustu
okkar.
Við upplesturinn höfum við það
yfirleitt þannig að einn les eitt
ljóð sitt, síðan kemur næsti og les
eitt ljóð og þannig koll af kolli og
næsta umferð hefst. Þannig skilj-
um við betur á milli ljóðanna með
því að skipta um upplesara fremur
en að eitt okkar lesi 5 eða 6 ljóð
sín í striklotu og síðan komi næsti.
Dönsku skáldin sögðu að annar
hópur svipaður Ljóðleikhúsinu
væri tekinn til starfa í Danmörku.
Ekki sögðu þau Ljóðleikhúsið hafa
dregið úr annarri starfsemi sinni
svo sem útgáfu. í kynningu þeirra
sem standa að heimsókn Ljóð-
leikhússins segir m.a. svo um
skáldin:
Vagn Steen varð þekktur í
Danmörku fyrir mjög jarðbund-
inn skáldskap sinn, þar sem sjálf-
ur miðillinn, tungumálið, situr í
öndvegi. Knud Sörensen er eink-
um þekktur fyrir næmar lýsingar
á dönsku sveitalífi. Peter Poulsen
gerir Kaupmannahöfn oft að yrk-
isefni sínu og er mjög per-
sónulegur í túlkun sinni. Sten
Kaalö tekur á efninu af stakri ein-
lægni og kímni. Og loks hefur
Marianne Larsen í síðustu verkum
sínum lagt æ meiri áherslu á að
fjalla um einstaklinginn andspæn-
is þjóðfélaginu.
Á ferð með Ljóðleikhúsinu eru
þær Maud Sinclair og Birgitte Liv-
bjerg og hefur verið sett upp sýn-
ing í anddyri Norræna hússins
með verkum þeirra. Maud Sin-
clair, sem nam við listiðnaðar-
skólann í Gautaborg, sýnir batík-
myndir frá Færeyjum og teikn-
ingar frá Islandi sem hún gerði er
hún var hér á ferð 1981 og Birgitte
Livbjerg sýnir búningateikningar
við leikritið Sparisjóðurinn, en
hún er lærður leikmyndahönnuður
og leikstjóri.
JSB15 ara A JSB15 ára
Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og við erum stolt að bjóða meiri og
fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu. » o
' —————————— ■ I ■ ■ —■
Nýtt námskeid hefst 5. apríl.
★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri.
★ 50 mín æfingatími med músík.
★ Sturtur — sauna — Ijósböö — gigtarlampar.
_ ir Sólbekkir — samlokur.
f * Hristibelti — hjól — ródrarbekkur o.fl.
I ★ Stuttir hádegistímar meö Ijósum. (Sólbekkir.)
★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk.
Fyrir þær sem eru í megrun:
+ Matarkúrar og leidbeiningar — vigtun og mæling
★ 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku.
+ Opnum kl. 8 fyrir hádegi í Bolholti
JiN
Líkamsrækt JSB,
Sudurveri, sími 83730, Bolholti 6, sími 36645.
Benco 01 — 600A C.B.
40 rásir AM/40 rásir FM.
Sérsmíðuð fyrir ísiand. Fullur styrkur.
Verö kr. 1.970,- Benco, Bolholti 4,
sími 91-21945. ••
■sÁ
1 ð \ 1 IW 1 I r-mhu 'xmi 1 I
Mikið úrvalaf veggsamstæðum á mjög hagstæðu verði
KM -húsgögn,
Langholtsvegi 111, símar 37010—37144