Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 15

Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 15 Kammersveit Reykjavíkur Tóniist Jón Asgeirsson Kfni.sskrá: Debussy Sónata fyrir flautu, lág- dðlu og hörpu. Barber Dover Beach op. 3. Beethoven Septett op. 20. Meðal síðustu verka De- bussy er sónata fyrir flautu, lágfiðlu og hörpu. Hún er önn- ur í röð sex fyrirhugaðra verka tónskáldsins, er hann ætlaði í gerð og stíl að tengja klassiskum formum frönsku hljóðfærameistaranna á 17. og 18. öldinni. Hann lauk aðeins við þrjár sónötur, en þá þriðju, fiðlusónötuna, samdi hann fársjúkur. Verkin þykja nokk- uð unnin og ekki gædd því listfengi er Debussy átti í svo ríkum mæli. Jón Sigurbjörns- son, Stephen King og Monika Abendroth fluttu verkið slétt og vel fellt en nokkuð ósam- fellt í blæbrigðum. Flautan gerði sitt, lágfiðlan sitt, svo og harpan á stundum nokkuð vel, en enginn teygði sig til hvors annars í leit að sameiginleg- um blæbrigðum, svo sérkenni hvers spilara aðgreindu sig og klufu verkið í stuttarútstæðar tónhendingar. Annað verkið, Dover Beach eftir Barber, er eitt af fyrstu verkum hans í stærra formi en sönglag. Barber lærði söng og hélt ungur ljóðatónleika, þó nú muni menn aðeins eftir tónskáldinu. Ekki ristir verkið djúpt en er vel samið, sér- staklega sönghlutverkið, sem John Speight, með aðstoð strengjakvartett Kammer- sveitarinnar, flutti mjög fal- lega. Síðasta verkið er Sept- ettinn frægi op. 20 eftir Beet- hoven. I þessu verki þarf hver hljóðfæraleikari að flytja sitt með tungulipurð og snilli, svo opið og ljóst kveður Beethoven stökur sínar. Þrátt fyrir að margt væri þar vel gert, var heild flutningsins svo getulaus hjá einstaka hljóðfæraleikara, að ekkert nema „fíasco" á þar heima sem umsögn. Reykjavíkursaga ’82 nTTTrm Lilja Hallgrímsdóttir Söngleikurinn Jazz-Inn, Máskólabíó. Höfundur handrits og dansa: Bára Magnúsdóttir. Tónlist: Árni Scheving, Guðmundur Ingólfsson, Helgi H. Kristjánsson og hljómsveitin Friðryk. Leikmynd: Rósa Ingólfsdóttir. Búningar: Steinunn Sigurðardóttir. Lýsing: Gísli Sveinn Loftsson. Hljóð: Engilbert Jensen. Sviðsstjórn: Ágúst Ágústsson. Sýningarstjóri: Anna Norðdahl. Bára Magnúsdóttir er fædd á Akranesi 1947. Hún hóf dans- nám sex ára gömul hjá Sigríði Ármann, síðan hélt hún áfram námi í Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Aðeins sextán ára göm- ul fór hún til frekara náms í dansi við Arts Educational School í London og var þar í tvö ár. Er hún kom heim aftur kenndi hún við Ballettskóla Sig- ríðar Ármann í eitt ár, en stofn- ar svo sinn eigin skóla undir nafninu Jazzballettskóli Báru, sem hún hefur nú rekið í sautján ár. Það þarf mikinn eldmóð, til að setja upp sýningu sem þessa án nokkurra styrkja, en hann virð- ist Bára hafa í ríkum mæli. Hugmyndin að söguþræðinum er gömul og ný. Sagan um ungu hjónin, sem framtíðin virðist brosa við, en alvara lífsins er ekki langt undan og lífsgæða- kapphlaupið reynist þeim erfitt. Þau lenda í vanskilum og reyna að bæta um með yfirvinnu og skyndilánum að ógleymdum Ó-lánum. Að lokum fjarlægjast þau hvort annað og skemmti- staðir verða þeirra þrautalend- ing. Þar leiðist þeim eins og flestum, sem þar rápa upp og niður stiga í stanslausri leit að engu og reyna að drepa tímann og leiðindin með vímugjöfum og fleiru óæskilegu athæfi. Söngleikurinn Jazz-Inn skipt- ist í mörg atriði. Ágætlega tekst Báru að tengja þau saman svo að hvergi er eyða. Hún lætur dans- arana syngja og dansa þessa sögu á sannfærandi hátt. Auðséð er að þetta er vel þjálfað fólk og ómæld vinna hefur verið lögð í þessa sýningu. Mér finnst sýn- ingin hafa tekist vonum framar hjá Báru og á hún hrós skilið fyrir framtak sitt, sem eykur úr- valið hér í borg í leikhús- og skemmtiiðnaði. Þetta er í bland revía, kabarett og söngleikur sem höfðar til „núsins". Tónlistin er einnig frumflutt og átti hún stóran þátt í sýning- unni, skemmtileg, kröftug og þrælgóð. Höfundar tónlistarinn- ar, sem að framan er getið, fluttu hana ásamt Þorleifi Gísla- syni saxófónleikara en stjórn- andi þeirra var Árni Scheving. Pálmi Gunnarsson fer með eitt aðalhlutverkið í söngleikn- um, kemur hann fram í ýmsum gervum og slær í gegn. Sigrún Waage dansar og syngur hina ungu brúði ágætlega, einkum var hún góð í atriðunum eftir hlé. Hljóðnemi hennar virtist' ekki alltaf vera í sambandi, sem er miður því hún hefur mjög þokkalega rödd. Guðbergur Garðarsson er brúðguminn, hann var yfirvegaður í túlkun sinni, sem má reyndar segja um alla þátttakendur því ekki varð vart við neina taugaspennu. Dansarar í dansflokki JSB (allir nemendur Báru) eru allan tím- ann á sviðinu og leika hin ýmsu hlutverk. Bæði dansa og syngja af miklum þrótti og áhuga. Hóp- urinn er góður í heild en hann skipa: Árni Rudólfsson, Jóhanna Jóhannsd., Margrét Arnfinnsd., Margrét Hilmisd., Ásta Ólafsd., Sigrún Ægisd., Emilía Jónsd., Áslaug D. Ásgeirsd., Agnes Kristófersd., Fanney Gunn- laugsd., Edda Georgsd., Hend- rika Waage, Jónína Hauksd. og Erna Jónsd. Einnig koma fram Haukur og Hörður ásamt bardagalistahópnum, en þeir dansa í kimevasa (japanskt) stíl. Tjöld, búningar og fjörug lýs- ing allt var þetta í anda sýn- ingarinnar og ágætlega unnið. Það er ekki hægt að ætíast til of mikils af áhugafólki, en ég segi að þarna er vel að verki staðið. Eg skemmti mér vel og hreifst með áhuga og dugnaði þessa fólks. Ég hlakka til að fylgjast með þeim í framtíðinni, því að hún er þeirra. (ja/LdjfJ þvottavélin: Státvélin sem stenst trnianstöim Nýju Candy þvottavélarnar eru með pott úr ryðfríu stáli og utan um hann er sterk grind, sem tekur átakið af pottinum. CANDY þvottavélar fyrir kalt vatn CANDY þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn CANDY þvottavélar með 400,500 eða 800 snúninga vinduhraða. Einnig bjóðum við Candy þurrkara, svo nú getið þér þurrkað allan þvottinn í einu á meðan þvotta- vélin er að þvo. Þannig sparast mikill tími. CANDY GÆÐI CANDY ÞJÓNUSTA r PFAFF Bortgartúni 20 Sími 26788 Af hverju M JUNCKERS parket ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.