Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
Pétur Sigurðsson um E1 Salvador:
byltmgar
Logi óróleika — logi
Heimafyrir borgarastríö - áróðursstríð á alþjóðavettvangi
Kins og frá var sagt á þing-
síðu Mbl. fyrir helgi fóru
fram umræður á Alþingi 25.
marz sl. um þingsályktunar-
tillögu um málefni El Salv-
ador. Pétur Kigurðsson (S)
flutti þá ítarlega ræðu um
dagskrárefnið. Hér á eftir
verða birtir nokkrir kaflar úr
ræðu hans.
„Um þessar mundir er mikið
rætt o(j ritað um ástandið í Mið-
og Suður-Ameríku. Augu heims-
ins hafa beinst meira en oftast áð-
ur að þessu landssvæði, þótt þar
séu hryðjuverk og mannréttinda-
brot ekkert nýnæmi.
Flestar þjóðir Mið- og Suður-
Ameríku hafa orðið að búa við
einræði og harðstjórn um langan
aldur. Byltingar hafa verið dag-
legt brauð og ríkisstjórnir oftast
verið herforingjastjórnir, sem
troðið hafa á almennum mann-
réttindum.
Sú tillaga, sem hér er til um-
ræðu, og snertir ástandið í E1
Salvador og afstöðu Bandaríkj-
anna til þess, er sú fyrsta sinnar
tegundar sem kemur fram hér hjá
okkur á hæstv. Alþingi. Mér er
ekki kunnugt um að Alþingi Is-
lendinga hafi nokkurn tíma fyrr
ályktað um ástand mála á þessu
landssvæði né heldur að slíkar
ályktunartill. hafi verið lagðar
fram. Það hlýtur að vera áhorfs-
mál hvenær íslenska þingið eigi að
álykta sérstaklega um atburði í
einstökum ríkjum. Meginspurn-
ingin er því sú, hvort álykta skuli í
þessu máli fremur en öðrum mál-
um sem augu heimsins beinast að
á hverjum tíma. Ef áiykta á í
þessu máli, hví skal ekki álykta
um innrásina í Afganistan? Af
hverju er ekki rætt hér á Alþingi
um deilur ísraels og Arabaríkja?
Ber okkur að fordæma í þál. af-
skipti og hernaðarbrölt Kúbu-
manna í Afríku? Áttum við að
álykta um Kambútsíu og innrás
Víetnama í það land og svo mætti
lengi telja. Auðvitað ber okkur að
ræða þessi mál og skiptast á skoð-
unum þegar skýrsla utanríkis-
ráðherra er til umræðu og það
hefur ætíð verið gert.
Mér er nær að halda, enda hefur
það komið fram í ræðu framsögu-
manns þessarar tillögu, að álykt-
un Alþingis og ríkisstjórnar Is-
lands um að ástandið í Póllandi í
desember sl. hafi orðið kveikjan
að því, að nú koma fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um ástand-
ið í einstökum ríkjum og áskoran-
ir til islensku ríkisstjórnarinnar
um að beita sér með ákveðnum að-
gerðum aðilum til stuðnings mál-
efnum, t.d. því sem allir Islend-
ingar geta verið sammála um að
gera kröfur til hjá ölium þjóðum,
en það er að mannréttindasátt-
máli Sameinuðu þjóðanna sé hald-
inn. Um þetta held ég að allir
þingmenn allra flokka hér á Al-
þingi geti verið sammála.
Öflun upplýsinga
Það er erfitt fyrir okkur hér
uppi á íslandi oft á tíðum að gera
okkur grein fyrir því hvað er að
ske í fjarlægum löndum sem við
sjálfir höfum afskaplega lítil sam-
skipti við og verðum í flestum til-
fellum að byggja skoðanir okkar á
upplýsingum fjölmiðla. Við vitum
að í þeim uppiýsingum eru ákaf-
lega skiptar skoðanir og fer oft
eftir því hvernig viðkomandi fjöl-
miðlar taka á þessum sömu mál-
um, fjölmiðlar sem í flestum til-
fellum eru bundnir hér ákveðnum
skoðunum og stuðningi við þjóðir
og pólitískar skoðanir.
Það hefur því reynst mér hvað
best, ef ég hef reynt að setja mig
inn í slík mál, að leita upplýsinga
hjá þeim, sem ég hef trú á, að fari
með rétt mál, og túlki skoðanir
sem falli að skoðunum manns
sjálfs. í þessu tilfelli er það hik-
laust Amnesty International,
kirkjan, þegar hún á í hlut, og hjá
mér persónulega ennfrekar í sam-
bandi við þetta mál upplýsingar,
sem ég hef fengið á iiðnum árum
frá bandarísku verkalýðshreyfing-
unni, en ég hef nú um nokkurra
missera skeið fengið að fylgjast
með, hvernig þeir hafa aðstoðað
og unnið með innlendum aðilum
meðal almennings, meðal fátækra
smábænda, landbúnaðarverka-
fólks í Mið-Ameríku að því að
rétta þeirra hag.
Stríðið í E1 Salvador
Þegar litið er yfir ástandið í E1
Salvador í heild, þá má taka undir
það, sem sagt hefur verið, að síð-
ustu mánuði hefur stríðið í E1
Salvador verið tvíþætt. Annars
vegar borgarastríð um völdin í
landinu, hins vegar áróðursstríð á
alþjóðavettvangi. í borgarastríð-
inu takast á þrír aðilar; öfgamenn
til hægri, fulltrúar gömlu landeig-
endanna sem farið hafa með öll
völd í landinu með stuðningi
ólíkra fylkinga í hernum. Ríkis-
stjórnin, sem upphaflega var
mynduð sem miðjuafl, en hefur
færst yfir á hægri vænginn, vegna
þess að hinir vinstri sinnuðu hafa
kosið vopnin í stað þess að reyna
að feta veg lýðræðisins og taka
þátt í stjórn landsins. Öfgamenn
til vinstri hafa stofnað skæruliða-
sveitir, sem í engu gefa eftir í
grimmd og mannvonsku þeim
sveitum, sem starfa fyrir öfgalið
til hægri og þeir herja á stjórn-
arhermenn. Síðan er áróðursstríð-
ið á alþjóðavettvangi, og þar eru
helstu þátttakendur Bandaríkin
og Sovétríkin og svo að sjálfsögðu
fylgifiskar þeirra allt niður í ein-
staka þingmenn á þjóðþingum,
eins og við verðum átakanlega
varir við á Alþingi Islendinga, svo
og fjölmiðlamenn, sem allt i einu
eru orðnir þátttakendur í slíkum
atburðum með sinni afstöðu.
Það er auðvitað engin launung
á, að Bandarikin styðja þá ríkis-
stjórn í E1 Salvador, sem er við
völd, og þar eru jafnframt nokkrir
tugir bandarískra hernaðarráð-
gjafa um þessar mundir að mér er
talið. Sovétstjórnin hefur hins
vegar kosið að fara þær leiáir sem
henni eru kærastar í öllum lönd-
um öðrum en Afganistan og
Austur-Evrópuríkjunum. Hún
leitast við að fela sinn hernaðar-
lega stuðning við öfgamenn til
vinstri, sem víða eru að störfum
og eru annaðhvort bundnir skipu-
legum kommúnistaflokkum eða
öðrum vinstri öflum. Það er t.d.
ekki lengur þrætt um það, hvort
Sovétmenn og Kúbumenn taki
þátt í baráttu með svokölluðum
þjóðfrelsisöflum í Afríku. Ennþá
láta þessir sömu aðilar svo sem að
hendur þeirra séu hreinar af
blóðbaðinu í E1 Salvador og er
reyndar sömu sögu að segja um
ráðamenn í Nicaragua, nágranna-
ríki E1 Salvador. Þar eru komnir
til valda skoðanabræður þeirra,
sem ráða í Sovétríkjunum og á
Kúbu, og þangað er veitt gífurlega
miklu fé og afli til þess að koma á
fót öflugasta her í Mið-Ameríku.
En ég held að það sé samt sem
áður óhætt að taka undir þá skoð-
un blaðamanns, sem lét í sér
heyra í tímaritinu Newsweek fyrir
skömmu, að þrátt fyrir mikinn
stuðning bæði Castros og Sandín-
ista, fyrir hönd Sovétríkjanna, við
byltingarmenn í E1 Salvador, þá
sé ekki hægt að telja þá vera
ástæðuna fyrir þeim mikla óróa
sem nú ríkir í Mið-Ameríku. Því
við verðum að hafa það í huga að í
gegnum aldirnar hefur fátæktin
og kúgunin verið landlæg í þessum
löndum og það eru einræðisherrar
þessara landa sem hafa átt mest-
an þátt í því að sá því sæði upp-
reisnar, sem nú fer vaxandi og
virðist víða vera að bera ávöxt.
Það er ekki Kúba sem er ástæð-
an fyrir óróleikanum á þessu
svæði, en það eru hins vegar
stjórnendur Kúbu sem hafa notað
sér út i ystu æsar tækifæri, sem
þar hafa gefist, er haft eftir einum
bandarískum starfsmanni
utanrikisráðuneytisins á þessu
svæði. Ég held að skynsömum
mönnum sem líta hlutlaust á mál-
in sé ljóst að jafnvel þótt Reagan,
forseti Bandaríkjanna, gæti komið
í veg fyrir aðgerðir utanaðkom-
andi afla eins og þeirra á Kúbu og
í Nicaragua, þá er svo mikið af
uppsöfnuðum vandræðum og þjóð-
félagslegu óréttlæti í mörgum
þessara ríkja, að þau myndu halda
áfram að loga, loga óróleikans og
loga byltingar, sem nú geisar ekki
aðeins í þessu Iandi, sem við höf-
um nú sérstaklega til umræðu í
sambandi við þetta mál.
Það er því óhætt að taka fylli-
lega undir þau orð utanríkisráð-
herra sem hann viðhafði í svari
sínu við fyrirspurn hér í þinginu
ekki alls fyrir löngu, þegar hann
sagði orðrétt með leyfi forseta:
„Undirrót þess skelfingarástands,
sem ríkt hefur í E1 Salvador, er án
alls vafa hið gífurlega þjóðfélags-
lega óréttlæti, sem þar hefur við-
gengist og það hyldýpi, sem skilur
hina fámennu yfirstétt frá öllum
landslýð."
Afstaða Islendinga
hjá SÞ
Það er ávallt spurning, hvernig
íslendingar eða öllu heldur full-
trúar þeirra á alþjóðavettvangi
eigi að taka á ýmsum þeim deilu-
málum, sem uppi eru á hverjum
tíma. Mér finnst að sjálfsögðu
eðlilegt, að tekin sé afstaða til
þeirra mála út frá þeim megin-
sjónarmiðum, sem við teljum að
liggja eigi til grundvallar í sam-
skiptum ríkja, þar sem tekið er
tillit til sjálfsforræðis þeirra fyrst
og fremst. Umfram allt hljóta þó
Islendingar að skipta sér af mann-
réttindamálum og vera í hópi
þeirra ríkja, sem harðast berjast
fyrir því, að almenn mannréttindi
séu virt í öllum ríkjum heims.
Á alþjóðavettvangi hafa Islend-
ingar unnið að þessum málum og á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
hafa íslendingar ávallt stutt þær
ályktanir, sem leitt geta til þess,
að mannréttindi séu í heiðri höfð.
Eins og fram kemur í skýrslu
fastanefndar Islands hjá Samein-
uðu þjóðunum voru mannréttindi í
E1 Salvador til umræðu á 36. alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Mexíkó, Danmörk, Svíþjóð og
nokkur önnur lönd báru fram til-
lögu um ástand í mannréttinda-
> máium í E1 Salvador. Eins og
fram kemur í skýrslu um þátttöku
íslands í allsherjarþinginu var
þetta umdeildasta tillagan í þriðju
nefnd á 36. allsherjarþinginu,
enda var tillagan borin upp í
óþökk stjórnvalda í E1 Salvador,
sem töldu að efni tillögunnar væri
verulega vilhallt stjórnarandstæð-
ingum og innihéldi ósannar og
óstaðfastar ásakanir. Margar til-
raunir voru gerðar til að fá flytj-
endur til að milda orðalagið, en
það tókst ekki.
I skýrslunni segir orðrétt með
leyfi forseta:
„í tillögunni er lýst þungum
áhyggjum yfir alvarlegu ástandi í
mannréttindamálum í E1 Salvador
og afleiðingum þess fyrir fólkið í
landinu. Þá er harmað, að ekki
hafi tekist að ná samkomulagi
stjórnmálaflokka þar um að efna
til lýðræðislegra kosninga og
stjórnarmyndunar án ofbeldis og
ofsókna. Harmað er ofbeldis-
ástand og mannréttindabrot, sér-
staklega af völdum vopnaðra
sveita á vegum stjórnvalda í land-
inu, er beri enga virðingu fyrir lífi
og réttindum borgaranna. Skorað
er á öll ríki, að skipta sér ekki af
innanríkismálum landsins og
hætta allri hernaðaraðstoð við að-
ila þar, þannig að stjórnmálaöfl í
landinu geti komið á friði, lögum
og reglu. Þá er skorað á stjórn-
völd, að tryggja mannréttindi
þjóðarinnar og stefna með því að
friðsamlegri pólitískri lausn
vandamála landsins. Mannrétt-
indanefndinni er falið að fjalla um
málið á næsta fundi á grundvelli
skýrslu sérstaks ráðunauts um
ástandið. Loks er ákveðið að fjalla
um málið á 37. allsherjarþinginu."
Gengið var til atkvæða um til-
löguna í nefnd og þingi og var hún
samþykkt með 68 atkvæðum gegn
22 og ég held að 53 hafi setið hjá
og þessi ályktun var nr. 36 á þessu
þingi. Norðurlönd greiddu öll til-
lögunni atkvæði ásamt Austur-
ríki, Belgíu, Frakklandi, Grikk-
landi, Hollandi, írlandi, Ítalíu,
Luxemburg og Vestur-Þýskalandi
af Vesturlöndum.
Kaþólska kirkjan
og kosningarnar
Þegar við lítum til þeirrar
stöðu, sem nú er á alþjóðavett-
vangi og reyndar ekki síst hér í
Vestur-Evrópu, finnst mér allt of
einfalt að vera að draga mörk á
milli Bandaríkjamanna og Sov-
étmanna. Sumum hefur að vísu
þótt merkilegt, að þeir sem hafa
barist hvað mest, best og drengi-
legast gegn einræðisstjórnarfari
Sovétmanna, eru nú orðnir bar-
áttumenn vinstri skæruliða í E1
Salvador, sem eru sumir afsprengi
þeirra einræðisafla, sem náð hafa
völdum í Nicaragua og eru í sjálfu
sér ekki hótinu betri heldur en
öfgasinnuð harðstjórnaröfl, sem
ríkjandi eru í Guatemala.
Ég get ekki látið hjá líða áður
en ég kem að mínum lokaorðum,
að minnast á þátt kaþólsku kirkj-
unnar í þessari borgarastyrjöld,
sem nú ríkir í E1 Salvador, en því
nafni má nefna þessi átök. Þar
hafa þeir, sem þjóna kirkjunni,
eins og því miður víða annars
staðar bæði biskupar, nunnur og
prestar fallið fyrir vopnum laun-
morðingja og orðið að þola ill ör-
lög. Það hefur mátt sjá á liðnum
misserum, að kaþólska kirkjan
hefur verið á mörkum þess, að
teljast liðsmaður vinstri sinnaðra
stjórnarandstæðinga í E1 Salv-
ador og þótt margir kirkjunnar
þjónar hafi verið andstæðir þeim
kosningum, sem framundan eru í
landinu, þá hafa þeir snúist nær
einhuga með þeim í dag, og er það
ekki síst að þakka þeirri afstöðu,
sem biskupar landsins og páfi
hafa tekið.
Reyndar mætti tala langt mál
um þessar kosningar, sem eiga að
fara fram 28. mars nk. og afstöðu
manna til þeirra, ráðandi manna í
ýmsum löndum heims. Ég gæti t.d.
ef tími hefði gefist til sagt frá um-
ræðu, sem átti sér stað í stjórn-
málanefnd Evrópuráðsins aðeins
fyrir nokkrum dögum um þetta
mál, en þar var samþykkt að
senda til E1 Salvador fulltrúa Evr-
ópuráðsins, stjórnmálanefndar-
innar, til þess að fylgjast með
þessum kosningum, en hins vegar
kom það fram á síðustu stundu
hjá formanni nefndarinnar,
verkamannaflokksþingmanninum
Ervin frá Englandi, að það væri
líklega ekki hægt vegna þess að
það væru ekki til peningar til þess
að senda hann þangað. Þar voru
sem sagt annars vegar mannrétt-
indi og hins vegar peningarnir.
Vinstri menn í E1 Salvador, eins
og hér hefur reyndar komið fram í
fyrri ræðu, telja og segja þessar
kosningar marklausar og vilja
sem fæstir kjósendur láta álit sitt
í ljós. Stjórnarskráin, sem hið
nýja þing eigi að semja, verði að-
eins eitt tæki til að tryggja völd
hersins, landeigenda og yfirstétt-
ar.
Það er eitt og annað sem hefur
bent til þess, að þessi aðför bylt-
ingarmanna að kosningunum njóti
ekki almennra vinsælda í E1
Salvador og það sé ekki vegna
þess, að almenningur hafi stutt
skæruliða, eins og ég hef áður
komið inn á, en það er enginn vafi
á því, og það held ég að sé nokkuð,
sem megi undirstrika, að bændur
eru stuðningsmenn áðurnefndrar
áætlunar ríkisstjórnarinnar um
að skipta landeignum stórjarðeig-
enda, sem ég hef hér eytt nokkrum
tíma í að lýsa.
Eins og ég sagði, þá er þessi af-
staða páfans til þessara kosninga
til komin vegna áskorana biskup-
anna í E1 Salvador og í þeirri
áskorun kemur þetta fram með
leyfi forseta:
„Við teljum að deila sem á sér
innlendar orsakir hafi verið færð
inn á alþjóða vettvang þannig að
það sé ekki lengur á valdi E1
Salvador-manna sjálfra að leysa